Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						SÍMAR: 26060 OG 26066

ÁÆTLUNARSTAOIR

AKRANES.

FLATEYRI.  HÓLMAVÍK,  GJÖGUR,  STYKKISHÓLMUR.

RIF,  SIGLUFJÖRÐUR, BLÖNDUÓS,  HVAMMSTANGI

*tgimM$lbfo

fHorgtmMaMfc

flUGLVSIHGRR

^-•22480

FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER 1973

Skammdegi

Ljósm. Kr. Ben.

Olíuskömmtun til íslenzkra

skipa í erlendum höfnum

OLÍUSKOMMTUN til íslenzkra

skipa hefur verið tekin upp í

erlendum höfnum. Ekki er þó tal

ið, að þessi skömmtun eigi eftir

að valda íslenzkum skipum neinu

tjiíni, sem nemur. á næstunni þvf

þessi skömmtun er miðuð við það

magn.sem viðkomandi skip notar

aö meðaltali í hverjum mánuði.

Vilhjálmur Jónsson hjá Olíu-

félaginu h.f. sagði í gær. að enn

sem komið væri þyrftu menn ekki

að óttast. að olíuskömmtunin

kæmi í veg fyrir siglingar

íslenzkra skipa, en skömmtunin

næði hæði til fiskiskipa, sem

landa í Þýzkalandi, og flutninga-

skip, sem sigla á hafnir Evrópu.

Ástandið væri einnig þannig, að

ekki fengju önnur íslenzk skip

olíu hjá Esso erlendis en þau, sem

væru fastir viðskiptavinir hjá

Olíufélaginu.

Önundur Ásgeirsson hjá 01 íu-

verzlun íslands sagði, að daglega

bærust tilkynningar um, að

skömmtun væri tekin upp á hin-

um og þessum stöðum. BP af-

greiddi 40 lestir mest til skipa, og

ef farið. væri fram á meira magn.

TREG SILDVEIÐI

í  NORÐURSJÓ

MJOG lítil síldveiði hefur verið í

Norðursjönum síðustu vikurnar,

stafar það aðallega af því, að

veður hefur verið vont þar um

sUiðir og þó svo að gefið hafi, þá

hefur síldin lítið verið í torfum. 1

síðustu viku seldu aðeins níu skip

í Danmörku fyrir alls 9.8 millj.

kr.. og er nú svo komið, að mörg

sfldveiðiskipanna eru á heimleið.

Samningur-

inn við EBE

enn ekki til

framkvæmda

FRAMKVÆMDANEFND Efna-

hagshandalagsins tilkynnti í gær,

að samkomulag íslendinga við

Breta í landhelgisdeilunni nægði

ekki til þess, að samningur

tslands við bandalagið kæmi til

framkvæmda.

Nefndin lítur svo á, að

samningurinn komi ekki til fram-

kvæmda fyrr en fiskveiðideildan

við Vestur-Þjóðverja hefur verið

tillvktaleidd.

Magnið sem selt var í s.l. viku

var aðeins 274.3 lestir og meðal-

verðið fyrir sfldina var kr. 35.99.

Það sem af er þessu ári eru

skipin búin að selja fyrir tæpan

1.1 milljarð, en á sama tíma í

fyrra var búið að selja fyrir 496

milij. Þrjú aflahæstu skipin eru

sem fyrr: Loftur Baldvinsson EA,

sem hefur selt fyrir 65.8 millj. kr.,

Guðmundur RE sem hefur selt

fyrir 51 millj. kr. og Súlan EA

sem hefur selt fyrir45 millj. kr.

1 fyrradag seldu tvö skip í

Hirtshals voru það Þorsteinn RE,

sem seldi 885 kassa fyrir 1.2 millj.

og Harpa RE, sem seldi 364 kassa

fyrir 554 þús. kr.

þyrfti að taka ákvörðun um það í

London.

Þeir Vilhjálmur og Önundur

voru sammála um, að þessi

skömmtun gæti orðið enn

strangari, en sögðust auðvitað

vona, að svo yrði ekki.

5 skip seldu

í Þýzkalandi

í MORGUN áttu fimm íslenzk

skip að selja afla í Þýzkalandi,

fjórir bátar og togarinn Neptún-

us. Þá eiga tvö skip að selja i

fyrramálið, Álsey og Gunnar

Jónsson.

Jónas Haraldsson hjá Lands-

sambandi íslenzkra útvegsmanna

sagði, að í gær hefði verið al-

mennur frídagur í Þýzkalandi og

því seldu svo mörg skip í dag.

Búizt er við góðu verði, en samt

getur þessi fjöldi skipa haft áhrif

á það.

Hann sagði, að í dag kæmí f Ijös,

hve ströng olíuskömmtunin væri í

Þýzkalandi. Ef hún væri mjög

ströng gæti farið svo, að minni

bátar ættu i erfiðleikum með að

sigla til Þýzkalands, þar sem sigl-

ing þangað er löng og bátarnir

hafa ekki það stóra tanka, að olí-

an dugi þeim frá Lslandi og heim

af tur.

Nú er vitað um þrjú skip, sem

selja eiga í Bretlandi í næstu

viku, eru þau Freyr, Sæunn og

Ársæll Sigurðsson.

Dakota-vél nauð-

lenti á Sólheima-

sandiígærdag

DOUGLAS Dakota-vél af gerðinni

C-117 nauðlenti skömmu eftir há-

degi í gær á Sðlheimasandi. Sjö

menn voru með vélinui, sem var

frá varnarliðinu, og sluppu þeir

allir ómeiddir. Vélin var að koma

frá Höfn í Hornaf irði, en þangað

hafði hún flutt vistir til ratsjár-

stöðvarinnar á Stokksnesi.

Sigþór Sigurðsson fréttaritari

Morgunblaðsins í Litla-Hvammi

sagði, að það hefði verið um ki.

14, sem vélin nauðlenti í minni

Hólsá á Sölheimasandi. ís varyfir

a'rmynninu og brotnaði hann und-

an vélinni. Hékk hún þó á ísskör-

inni. Björgunarsveit Slysavarna-

félagssins í Vík í Mýrdal og menn

frá sveitabæjum fyrir vestan Vík

f óru strax að svipast um eftir vél-

inni. Um svipað leyti og þeir

komu að henni, kom þyrla frá

varnarliðinu á staðinn og tók hún

mennina, sem i vélinni voru.

Eins og fyrr segir, var vélin að

koma frá Höfn f Hornafirði.

Flaug hún nokkuð hátt, og þegar

hún var yfir Mýrdalssandi lenti

hún í mjög mikilli ísingu og

hreyflar gengu óstöðugt. ¦ HUn

byrjaði því að missa hæð og sendi

út neyðarkall, sem önnur varnar-

liðsvél heyrði. Þegar voru sendar

þrjár Phanthom-þotur og tvær

þyrlur á móti vélinni, en talið var,

aðhúnmyndi jafnvel nauðlenda á

sjónum. Er Dakota-vélin var svo

komin vestur á Sólheimasand

hélzt hún ekki lengur á lofti og

varð því að nauðlenda í minni

Hólsá.

Hannes Hafstein hjá Slysa-

varnafélagi islands sagði, að flug-

stjo'rn hefði strax haft samband

við Tilkynningaskylduna. Talið

hefði verið, að vélin myndi nauð-

lenda á sjdnum nokkuð fyrir aust-

an Vik. Því hefði Vestmannaeyja-

radíó haft samband við öll skip,

sem voru út af Vik. Síðan hefði

verið látið uppi að vélin gæti lent

i sjónum á öllu svæðinu frá Vík að

Þjórsárósum. Þá hefði verið haft

samband við báta á Stokkseyri og

Eyrarbakka og þeir beðnir að fara

af stað, en þeir hefðu ekki getað

farið út úr höfnunum vegna

brims. Leitað hefði verið til Þor-

lákshafnar og voru fyrstu bátarn-

ir farnir af stað, er frétt kom um,

að vélin hefði nauðlent á landi.

Sagði Hannes, að menn frá

björgunarsveit Slysavarnafélags-

ins í Vfk væru nú á vakt við

vélina ásamt tveimur Bandarikja-

mönnum. Flokkur viðgerðar-

manna frá varnarliðinu væri á

leiðinni austur og ætluðu austan-

menn að leiðbeina þeim niður

sandinn að vélinni. Til ferða upp

og niður sandinn hafa björgunar-

sveitamenn jeppa og beltabíl.

Varðskip

draga skip

til hafnar

Varðskipið Ægir kom um kl.

16 i gær með vélbátinn Feng

ÁR 55 frá Þorlákshöfn til

Reykjavíkur. Vél bátsins hafði

bilað út af Snæfellsnesi og tók

varðskipið bátinn f tog til

Reykjavikur. Þá kom varð-

skipið Þór með norska línu-

veiðarann Kjeloy til Akureyr-

ar í gærmorgun. Vél skipsins

haf ði bilað, er það var statt 200

mílur norðaustur af Langa-

nesi, en skipið var á leið til

Grænlands. Skipin komu til

Akureyrar um hádegisbilið, en

þar á að gera við vél skipsins.

Landhelgisviðræð

urviðÞjóðverja

í GÆR fdru fram f Reykjavík

víðræður milli embættismanna

fslenzku rfkisstjórnarinnar og

vestur-þýzku ríkisstjórnarinnar

um landhelgismálið.

Af islands hálfu tóku þátt i

þessum viðræðum Hans G. Ander-

sen þjóðréttarfræðingur, Jón

Arnalds ráðuneytisstjóri, Már

Elísson fiskimálastjóri, Jón

Jónsson forstöðumaður Haf-

rannsóknastofnunarinnar, Loftur

Bjarnason lítgerðarmaður og

Ingólfur Stefánsson fram-

kvæmdastjóri Farmanna- og fiski-

mannasambands íslands. Af

ha'lfu V-Þýzkalands tóku þátt í

viðræðunum Miicklinghouf fiski-

málastjóri V-Þýzkalands, dr.

Mayer forstöðumaður haf-

rannsóknastofnunarinnar í Kfl og

nokkrir starfsmenn v-þýzka

sendiráðsins.

Á fundinum i gær var rætt um

nokkur veiðisvæði, sem til greina

geta komið sem veiðisvæði þýzkra

togara ef samkomulag næst í

landhelgisdeilunni við Þjóðverja.

Viðræðunum verður haldið

áfram i dag.

Viðgerðin á Þór kostaði 8,5 millj. kr.

VIÐGERDARKOSTNAÐUR á

varðskipinu    Þór     vegna

skemmda þeirra, sem togarinn

St. Leger H 178 olli er hann

sigldi á Þór þann 23. apríl s.I.

mun nema um 8.5 millj. kr.

Það er Samábyrgð Íslands á

fiskiskipum, sem tryggir varð

skipin. Páll Sigurðsson for-

stjóri Samábyrgðarinnar sagði f

samtali við Morgunblaðið í gær,

að krafa á hendur tryggingafé-

laginuvegnaskemmdannaværi

40.837 sterlingspund eða tæpar

8.4millj. kr.

Sagði Páll, að ekki væri hér

með sagt, að þetta væri allur

viðgerðarkostnaðurinn,    því

skipseigandi hefði i öllum til-

fellum einhverja sjálfsábyrgð

og því væri ekki fjarri lagi að

viðgerðin hefði kostað 8.5 millj.

kr. eða meira. Einnig kæmi inn

í þetta dæmi það, sem trygg-

ingamenn kölluðu friskaða, og

út frá honum væri gerð niður-

jöfnun. Þannig væri sennilegt,

að raunverulegur viðgerðar-

kostnaður væri mun hærri en

þessar tölur gæfu til kynna.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32