Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR24. NÓVEMBER 1973
RAÐUNEYTI OSK-
AR RANNSÓKNAR
VEGNA BSAB
FÉLAGSMALARADUNEYTIÐ
hefur sent yfirsakadómaranum f
Reykjavfk bréf, þar sem þess er
óskað, að hann hlutist til um, að
rannsókn fari fram á meintu mis-
ferli varðandi bókhald og reikn-
inga Byggingasamvinnufélags at-
vinnubifreiðarstjóra, sem nokkr-
ir félagsmenn telja, að stjórn fé-
lagsins haf i gert sig seka um.
Samkvæmt upplýsingum Hall-
grims Dalberg ráðuneytisstjóra,
er í bréfinu getið um fund þann,
sem haldinn var fyrir viku síðan í
ráðuneytinu bæði með fram-
kvæmdastjóra félagsins og nokkr-
um félagsmönnum,  svo  og lög-
fræðingi þeirra. Hafi áburður um
slíkt meint misferli komið fram á
fundinum og telji ráðuneytið þörf
á að fá úr þvf skorið, hvort þessi
áburður eigi við rök að styðjast
eða ekki. — Sagði Hallgrimur, að
ef áburðurinn ætti við rök að
styðjast, þá væri sakadóms að
f jalla um það misferli.
Hallgrímur kvað ráðuneytið
halda áfram athugun sinni á
þessu máli. Á áðurnefndum fundi
hefðu báðir aðilar, framkvæmda-
stjórinn og félagsmenn, haft
margt að gagnrýna og mikið hefði
borið á milli. Málið væri því marg-
þætt og tæki tíma að athuga það.
Þannig leit Dakota-vél varnarliðsins út eftir að hafa nauðlent á Sólheimasandi á miðvikudag.
Engan af áhöfn vélarinnarsakaði, en vélin ertalsvert skemmd.
Skorið sameiginlega úr vafaatrið-
um segir brezki sendiherrann
Landnýting - nýtt
rit frá Landvernd
HVERNIG túlka Bretar það
ákvæði bráðabirgðasamkomulags-
ins, er lýtur að sviptingu veiði-
heimildar brezkra togara fyrir
brot á samkomulaginu — mega
þeir senda nýjan togara á íslands-
mið í stað þess, sem strikaður var
út af skrá, eða fækkar togurum á
Fyrirlestur-
inn um Arn-
ljót í dag
Dr. Gylfi Þ. Gfslason flytur í
dag erindi um Arnljót
Ölafsson, sem nefndur hefur
verið fyrsti íslenzki hag-
fræðingurinn. Erindið er í til-
efni af 150 ára fæðingarafmæli
Arnljóts.
Róbert Arnfinnsson mun
lesa upp minningarljóð um
Arnljót    eftir     Matthías
Jochumsson.
Fyrirlesturinn verður í
hátiðarsal háskólans og hefst
kl. 17 síðdegis.
Tveir bátar
Einars seldu
í Þýzkalandi
TVEIR BÁTAR Einars
Sigurðssonar seldu fisk í
Þýzkalandi í gær. Gunnar
Jónsson VE seldi í Bremer-
haven 64.8 lestir fyrir 106.500
mörk eða 3.4 millj. Meðal-
verðið er kr. 52.30. 900 kg. af
af la bátsins voru ónýt.
Alsey VE seldi í Cuxhaven
53,4 lestir fyrir 77.620 mörk
eða 2.5 millj. Meðalverðið var
kr. 46.19. 7.2 lestir af af la báts-
ins voru ónýtar.
Stolin bifreið
ófundin
RAUÐRI Moskvich-bifreið,
árgerð 1966, var stolið aðfarar-
nótt sl. miðvikudags, þar sem
hún stóð við Miðtún. Bifreiðin,
R-5939, hefur enn ekki f undizt.
Þeir, sem kynnu að geta gefið
upplýsingar um ferðir
bifreiðarinnar eða hvar hana
er nú að finna, eru beðnir að
látalögregluna vita.
Sjálfboðaliðar
SJALFBOÐALIÐA vantar við
byggingu nýja Sjálfstæðis-
hússins í riag. lauL'ardnu. kl.
13.-18. Sjálfstæðisfólk! Leggið
hónd á plóginn. Mætiðí dag og
takið með ykkur hamra.
skránni eftir þvf sem fleiri ger-
ast brotlegir? Morgunblaðið bar
þetta undir John McKenzie,
sendiherra Bretlands á tslandi.
Sendiherra taldi, að afstaða
sinnar stjórnar til þessa máls
væri afar einföld. Ríkisstjórnir
beggja landanna hefðu nýverið'
gert með sér samning um lausn á
landhelgisdeilunni i helztu
grundvallaratriðum, en eins og
jafnan í slíkum samningum hefðu
ekki verið tök á þvf að fara ná-
kvæmlega út í einstök atriði hans.
Ríkisstjórnirnar  yrðu  síðan  að
Bygginga-
ráðstefna
á Akureyri
NÚ stendur yfir á Akureyri ráð-
stefna um byggingaframkvæmdir
að vetrarlagi. Er hún haldin á
vegum Húsnæðismálastofnunar
rfkisins, Iðnþróunarstofnunar ts-
lands og Rannsóknarstofu bygg-
ingariðnaðarins f samvinnu við
Byggingameistarafélag Akureyr-
ar.
Á ráðstefnu þessari verður
fjallað um þau miklu og margvís-
legu vandamál, sem bygginga-
framkvæmdir að vetrarlagi eiga
við að stríða — einkum norðan-
lands og vestan, og leitað lausna á
þeim, svo að bæta megi aðstæður
og styrkja þróun samfelldra bygg-
ingaframkvæmda allt árið.
koma sér saman um túlkun þess-
ara atriða, jafnóðum og þau
kæmu upp.
Varðandi Northern Sky-málið
benti hann á, að strax og mála-
vextir lágu fyrir, ásamt stað-
festingu brezka eftirlitsskipsins á
þeim hefðitogaranum veriðskip
að að halda heim á leið. „Okkur
finnst, að skipstjóri togarans eigi
að fá tækifæri til að skýra mál
sitt," sagði sendiherrann, „og að
lokinni rannsókn er það ríkis-
stjórnanna beggja að ákveðahvort
skipið skuli strikað af skrá eða
ekki. Það er fyrst þá, sem mér
finnst spurningin um það, hvort
nýr togari skuli settur inn á
skrána eða ekki, koma til álita.
Það er alls ekki ljóst — að
minnsta kosti er mér það ekki
ljóst — í hvaða tilvikum það getur
komið til greina að setja nýjan
togara inn á skrána, það mál
verða ríkisstjórnir beggja land-
anna að leysa í sameiningu."
LANDVERND hefur sent frá sér
bókina „Landnýting". og er hún í
þriðja bókin í flokknum „Rit
Landverndar". 1 þessari bók eru
prentuð erindi sem flutt voru á
landnýtingarráðstefnu     Land-
verndar og fleiri samtaka og
stofnana 6. og 7. aprfl í ár.
Erindin, sem eru 22 talsins, f jalla
Landnýting
Ekið á kyrr-
stæða bifreið
A TIMABILINU frá kvöldi sl.
miðvikudags til eftirmiðdags á
föstudag var ekið utan í gráa
Mercedes Bens-fólksbifreið, H-
1412, á stæði við Hraunbæ 60 og
vinstra afturbretti hennar rispað
og dældað. Þeir, sem kynnu að
geta gefið upplýsingar um
ákeyrsluna, eru beðnir að láta
lögregluna vita.
um hina ýmsu þætti landnýting-
ar, — t.d. hverjir ásælast land,
hvar og hvers vegna, hvernig
megi koma f veg fyrir árekstra í
þessum efnum landinu sjálfu til
góðs. A kápusfðu bókarinnar seg-
ir m.a. um þetta: „Sjónarmið um-
hverfisverndar, efnahagsþróunar
og eignarréttar þarf að samræma
til að tryggja farsæla búsetu í
landinu um langan aldur."
Fyrri bækur Landverndar í
þessum flokki eru „Mengun",
sem í eru erindi flutt á ráðstefnu
um mengun árið 1971, og „Gröð-
urvernd" eftir Ingva Þorsteins-
son, sem út kom í fyrra. Það kom
m.a. fram á blaðamannafundi
með þeim Hákoni Guðmundssyni,
Ungir hægri menn á Norðurlöndum
ilja 200 mílna efnahagslögsögu
vilj
DAGANA 8.—9. nóvembers.l. var
haldinn í Osló formannafundur
Sambands ungra hægri manna á
Norðurlöndunum (N.U.U.). A
fundinum voru rædd mörg þeirra
mála, sem snerta Norðurlöndin
sameiginlega, en það mál, sem
hvað mest bar á góma var 200
mflna efnahagslögsaga.
I fréttatilkynningu frá fundin-
um segir m.a.: N.U.U. skorar á
ríkisstjórnir Norðurlandanna, að
berjast fyrir því, að 200 sjömflna
efnahagslögsaga   verði   viður-
Treg veiði en góðar sölur
FJÖGUR skip seldu sfld f Hirts-
hals í gærmorgun og komst með-
alverðið í tæpar 40 kr. Sfldveiði í
Norðursjónum hefur verið mjög
treg að undanförnu, og því hafa
margir bátanna gefizt upp við
veiðar og haldið heim til ís-
lands. A miðvikudagsnóttina var
sæmileg veiði og sömuleiðis
fengu nokkur skip sfld á fimmtu-
dagsnóttina, en nú er bræla á
miðunum við Hjaltland.
Skipin, sem seldu i gær, eru:
Tálknfirðingur  BA  1806  kassa
fyrir 2.5 millj., Olafur Sigurðsson
AK 445 kassa fyrir 700 þús. kr.,
Albert GK 386 kassa fyrir 546
þús. kr. og Grindvíkingur GK
1403 kassa fyrir 1.8 millj.
I dag eiga sjö skip að selja síld í
Hirtshals og eru þau þessi: Víðir
NK með 800 kassa, Faxi GK með
600 kassa, Fífill GK með 1100
kassa, Jón Finnsson GK með 1400
kassa, Náttfari ÞH með 1300
kassa, Svanur RE með 600 kassa
og Höfrungur 3. AK með 1200
kassa.
kennd á Hafréttarráðstefnunni
1974. Þess skal krafizt, að hvert
ríki ráði náttúruauðlindum, hvort
sem þær eru lifandi verur i sjón-
um eða náttúruauðlindir á hafs-
botninum, allt að 200 mflur frá
ströndinni.
Fundurinn taldi, að þó að 200
sjómílna efnahagslögsaga yrði
samþykkt, þá væri vandamálin
um nýtingu auðæfa hafsins
óleyst. Nýting fiskstofna hafsins
yrði að vera undir alþjóðlegri
st.iórn, til að koma i veg fyrir
rányrkju     einstakra    ríkja.
Sameinuðu þjóðirnar ættu að
hafa allt eftirlit með veiðum og
um Ieið vald til að koma í veg
fyrir rányrkju.
í ályktun N.U.U. segir einnig,
að ferðafrelsi á hafinu megi ekki
skerða, þrátt fyrir að 200 mílna
efnahagslögsaga verði að veru-
leika. Enda eigi að miða 200 mílna
efnahagslögsöguna við nýtingu
auðæfa hafsins og umráðarétt
yfir þeim, en ekki siglingum.
formanni Landverndar, og Hauki
Hafstað, framkvæmdastjóra sam-
takanna, að þessi rit hafa mælzt
vel fyrir, og þannig er t.d.
„Gróðurvernd" kennd víða í
landsprófsdeildum f Reykjavik.
Bækur þessar eru allar i aðgengi-
legu formi, með fjölda skýringar-
mynda, og er verði þeirra mjög í
hóf stillt. Tilgangurinn með út-
gáfunni er að auðvelda áhuga-
fólki um umhverfismál að kynna
sér hin ýmsu viðhorf, sem á döf-
inni eru í þessum efnum hverju
sinni.
En auk fræðslustarfs síns um
umhverfismál, t.d. með bókum
eins og þessum, sinnir Landvernd
markvisst öðru höfuðverkefni
sínu, sem er landgræðsla, og
sögðu forráðamenn samtakanna,
að þátttaka alls almennings hefði
verið virt í því starfi.
Sögðu þeir Haukur og Hákon,
að nú færu fleiri viðfangsefni að
koma til sögunnar fyrir samtökin,
og verða þau einmitt reifuð dálít-
ið á aðalfundi Landverndar, sem
haldinn er nú um helgina. Þar
mun Sigurður Magnússon, for-
stjóri Ferðaskrifstofu rfkisins,
ræða um ferðamál, en það efni
verður stöðugt tengdara náttúru-
vernd. Þá ræðir Hjörtleifur Gutt-
ormsson um samtök áhugamanna
um náttúruvernd, og hlutverk
Landverndar, en þeir Land-
verndarmenn sögðu það mjög
brýnt að samstarf allra félagssam-
taka og stofnana, sem að þessum
málum vinna verði nánari. Auk
þessara umræðuefna á aðalfund-
inum má nefna, að Stefán Sigfús-
Framhald á bls. 18
Drukknaði
IlER birtist mynd af Sæmundi
Helgasyni, 24 ára Reykvíkingi,
sem féll fyrir borð á Þormóði
goða og drukknaði. Sæmundur
var nýútskrifaður úr Stýrimanna-
skólanum og brá sér í þessa veiði-
ferð meðan hann beið eftir skips-
rúmi sem stýrimaður á nýjum
báti, sem ókominn er til landsins.
Sæmundur heitinn var sonur
hjónanna Valnýjar Bárðardóttur
og Helga Sæmundssonar ritstjóra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32