Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

and  
M T W T F S S
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunblašiš

						14

MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR27. NOVEMBER 1973

Ellert B. Schram:

Einokun óæskileg,

hvort sem er í

höndum ríkis

eða auðhrings

Fyrirspurn á þingi um

föður Ashkenazys

A FUNDI neðri deildar s.l.

fimmtudag flutti Ellert B.

Schram framsögu fyrir Iagafrum-

varpi, sem hann flytur um eftirlit

með einokun, hringamyndun og

samkeppnishömlum. Fer hér á

eftir stuttur kafli úr ræðu Ellerts.

„Þegar ég nú flyt þetta frum-

varp vildi ég vekja athygli á því,

að hér er fyrst og fremst gerð

tilraun til þess að koma til móts

við neytendur og hagsmuni

þeirra. í frumvarpinu á að felast

aukin vernd fyrir neytendur.

Þetta er neytendafrumvarp.

A síðari árum hefur skilningur

f arið vaxandi á þörf um og kröf um

neytenda. Fram til skamms tíma

höfðu menn einblínt á hina fjár-

hagslegu eignaraðild verslunar-

rekstursins og velt fyrir sér mis-

munandi álagningu og rekstrar-

formi með hliðsjón af arðsemi.

Það gleymdist of oft, að verslun

er þjónusta, er ekki rekin vegna

eigandans, heldur fyrir viðskipta-

vininn. Þaðer í þágu neytandans,

sem þjónustan er bætt, ef sam-

keppni þrífst með eðlilegum

hætti og aðhald skapast af þeim

sökum. Einokunarfyrirtæki þurfa

ekki að hafa áhyggjur af því,

hvort  þjdnusta sé góð eða varan

aðgengileg. Neytandinn neyðist

til þess að kaupa, hvort sem hon-

um líkar betur eða verr. Einokun-

arfyrirtækið þarf ekki að velta

fyrir sér, hvort verðlag vörunnar

sé hærra eða lægra, ef önnur

vörutegund eða önnur þjónusta

er ekki til samanburðar. Sam-

keppni á heilbrigðum grundvelli

leysir slfkt af sjálfu sér. I nálæg-

um löndum hefur samtökum neyt-

enda vaxið mjög fiskur um hrygg.

Þau samtök veita fyrirtækjum

sterkt aðhald um gæði, vernd og

vöruúrval. Þau eru sterkasta eft-

irlitið með vöruverði og álagn-

ingu og heilbrigð samkeppni

markaðarins hefur skapað neyt-

endum aðstöðu til að beita áhrif-

um sínum þannig, að þjónustufyr-

irtækin þurfa að taka þar fullt

tillit til. Slíkt er þó ekki unnt,

nema löggjöfin standi með neyt-

andanum og verndi hann gegn

samkeppnishömlum, einokun og

hringamyndun. Með vaxandi fjár-

magni og umsvifum stórra fyrir-

tækja hefur skapast aukin hætta

á einokunaraðstöðu slíkra fyrir

tækja. Hér er einkum um að ræða

fjölþjóðleg fyrirtæki, sem teygja

anga sína í ýmsum myndum i

skjóli markaðsbandalaga og frí-

verslunar, en sama hætta er auð-

vitað fyrir hendi, þótt í smærri

stíl sé, innan landamæra hverrar

þjóðar og jafnvel á einangruðum

markaði. Slík einokunaraðstaða

stríðir gegn lögmálum samkeppn-

innar og þeim sjónarmiðum, sem

liggja þar til grundvallar. Þeir,

sem berjast fyrir frjálsri verslun,

eiga að átta sig á þeirri hættu,

sem þessu er samfara.

Verslunarfrelsi stafar jafnt

hætta af hringamyndun og duld-

um samkeppnishömlum kapi-

taliskra stórfyrirtækja sem óeðli-

legum afskiptum hins opinbera.

Með flutningi þessa frumvarps

hef ég viljað leggja áherslu á þá

skoðun mína, að frjáls verslun

geti þvf aðeins þrifist, að menn

séu á varðbergi gagnvart þessu

hvoru tveggja. Einokun er jafn

óæskileg, hvort heldur hún er í

naf ni ríkis eða auðhrings."

AlÞlftGI

HEIMIR Hannesson, sem er vara-

þingmaður Framsóknarflokksins

f  Norðurlandskjórdæmi  eystra,

Breyting á

lögum um

Verzlunar-

bankann

afgreidd

A FUNDI efri deildar i gær var

afgreitt sem lög frá Alþingi frum-

varp um breytingu á lögum um

Verzlunarbanka Islands. í lögum

þessum er gert ráð fyrir, að

fjölgað verði i bankaráði bankans

um 2 aðalmenn og jafnmarga til

vara, og kjórtíma bankaráðs-

manna er ennfremur breytt.

Frumvarpið var í gær afgreitt

með afbrigðum i' gegnum 2. og 3.

umræðu í efri deild, en áður hafði

það hlotið afgreiðslu i gegnum 3

umræður í neðri deild.

hefur flutt á þingi fyrirspurn til

utanrfkisráðherra um, hvort

fslenzk stjórnvöld vilji taka upp

að nýju óskina til sovézkra stjórn-

valda um að faðir Vladimirs

Ashkenazys fái að koma til

tslands í heimsókn til sonar sfns.

Fyrirspurnin í heild er svo-

hljóðandi:

1. Vilja íslensk stjórnvöld taka

uppaðnýju við sovézk stjórn-

völd þá beiðni föður Vladimirs

Ashkenazys, að hann fái að

heimsækja son sinn og fjöl-

skyldu hans á Islandi?

2. Hver voru svör sovézku stjórn-

arinnar á sínum tíma við sömu

ósk?

Við því er að búast, að fyrir-

spurn þessi verði á dagskrá i

sameinuðu þingi ídag.

Varaþing-

maður

tekur sæti

BJARNFRIÐUR Leósdóttir 2.

varaþingmaður Alþýðubandalags-

ins í Vesturlandskjördæmi hefur

tekið sæti á Alþingi í forföllum

Jónasar Árnasonar, sem farinn er

til Bandarikjanna til setu á alls-

herjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Fyrirspurnartími

Fyrirspurnartími var á Al-

þingi sl. þriðjudag. Fer hér á

eftir stutt frásögn af fyrir-

spurnum og svörum ráðherra.

ASATRÚARMENN

Fyrir Iá fyrirspurn frá Hall-

dóri Blöndal (S) til kirkjumála-

ráðherra, en þar sem Halldór

hefur nú vikið af þinginu tók

Magnús Jónsson (S) upp fyrir-

spurnina. Fyrirspurnin var svo-

hljdðandi: Af hverjru var Ása-

trúarmönnum veitt löggilding

sem trúarsöfnuði?

Magnús Jónsson kvað það

hafa vakið furðu, að þessum

félagsskap skyldi hafa verið

veitt viðurkenning sem trúar-

söfnuði.

Olafur Jóhannesson sagði, að

ekki fengi trúarsöfnuðurinn

sjálfur löggildingu heldur væri

einungis um það að ræða að

löggilda forstöðumann hans til

að framkvæma vissar athafnir.

Stofnun hvers kyns félaga væri

frjáls og þyrfti enga löggild-

ingu til. I stjórnarskránni væri

heimilað að stofna félög í sér-

hverjum lögmætum tilgangi. I

63. gr. stjórnarskrárinnar væri

ákvæði um stofnun félaga til að

þjöna guði, og væri það stað-

fest, að stofnun félaga i þeim

tilgangi væri ávallt lögmæt og

því óheimilt að setja i lög al-

mennt bann við stofnun trúfé-

laga. I stjórnarskránni væri svo

hinni     evangelísku-lútersku

kirkju veitt sérstök vernd og

stuðningur ríkisins.

Ráðherra sagði það vera

erfitt mat, hvaða forstöðumenn

trúarsafnaða ætti að löggilda.

Ekki væru til um það neinar

reglur. Boðaði ráðherra nýtt

frumvarp síðar á þessu þingi

um utanþjóðkirkjumenn, þar

sem nákvæmari reglur yrðu

settar um réttarstöðu þeirra.

Gat hann þess einnig, að hann

hefði farið þess á leit við

kirkjuþing, að endurskoðuð

yrði löggjöf um þjóðkirkjuna.

Ólafur Jóhannesson sagði að

lokum, að meginregla væri hér

á landi, að trúfrelsi væri, en

ekki trúarnauðung. Á hinn bóg-

inn væru einu trúfélagi veitt

viss forréttindi fram yfir

önnur.

Magnús Jónsson kvað það

einungis vera formsatriði, að

forstöðumaðurinn væri löggilt-

ur, en ekki félagið. Með þessu

fengi félagið rétt til að fram-

kvæma skirn, greftrun og

hjónabönd.

Magnús sagðist vera allsendis

ósammála ráðherra um lögskýr-

ingar hans. Trúfrelsi væri

viðurkennt skv. stjórnar-

skránni að svo miklu leyti, sem

um væri að ræða guð. Hér væri

átt við ýmsar tegundir kristin-

dóms og svo að öðru Ieyti þá,

sem hefðu eingyðistrú. Á hinn

bóginn væri um skurðgoða-

dýrkun að ræða hjá Ásatrúar-

mönnum. Félli löggilding

þeirra þvi ekki undir stjórnar-

skrána og væri dlögleg.

Ólafur Jóhannesson sagði, að

deilur hefðu verið uppi um það

meðal fræðimanna í lögfræði,

hvort átt væri við eingyðis- eða

fleirgyðistrú f stjórnarskrár-

greininni.

Gunnar Thoroddsen sagði

það óviðfelldið, að forstöðumað-

ur safnaðarins skyldi kalla sig

allsherjargoða. Það hefði verið

tignarheiti, sem afkomendur

Ingólfs Arnarsonar höfðu til

forna, og hefðu þeir helgað Al-

þingi, þ.e. sett þingið. Ef ein-

hver ætti rétt á að kalla sig

þessu heiti, væri það forseti

sameinaðs þings, enda leiddi

hann þá sönnur að þvf, að hann

væri f rá Ingólf i kominn.

FERÐIR HERMANNA

Jónas Amason (Ab.) spurði

utanríkisráðherra: Hvaða regl-

ur gilda um ferðir hermanna út

af Keflavíkurflugvelli tii ann-

arrastaðaá íslandi?

Einar  Agústsson  sagði,  að

ókvæntir hermenn yrðu að

sæta takmörkunum á ferða-

frelsi á þéttbýlisstöðunum í

nánd við flugvóllinn. Þar

mættu þeir ekki vera á opinber-

um samkomustöðum eða á

götum úti, nema á leið heim.

Þessar reglur giltu ekki um

kvænta menn eða fjölskyldur

þeirra. Þessar reglur kvað ráð-

herrann hafa gilt frá 1954. Sam-

komulag væri um það við varn-

arliðsmenn, að birta þessar

reglur ekki í snáatriðum.

Svava Jakobsdóttir (Ab.)

spurði, hvaða reglur giltu um

kvænta hermenn, sem ekki

hef ðu konur sínar hjá sér hér á

landi. Sagðist hún hafa hitt

einn slíkan í nokkurra daga

ferðalagi á Bárðarbungu sl.

sumar og hefði sá virzt hafa

fullt ferðafrelsi.

Þá tók Jónas Ámason til máls

aftur.

SKATTALÖG

Karl Steinar Guðnason  (A)

spurði f jármálaráðherra:

1)   Hefur ríkisstjdrnin í

hyggju að veita fólki, er starfar

við fiskvinnslu, sérstaka skatta-

lækkun?

2)  Eru aðrar skattalækkanir

fyrirhugaðar i því skyni að

koma til móts við kröfur verka-

lýðssamtakanna í þessum

efnum?

Halldór E. Sigurðsson svaraði

því til, að hann hefði lýst því í

fjárlagaræðu sinni, að hann

ætlaði ekki að veita neinar und-

anþágur frá skatti. 2. tl. fyrir-

spurnarinnar svaraði hann á

hinn bóginn játandi.

Ragnhildur Heigadóttir (S)

benti ráðherra á, að hann réði

því ekki hvaða undanþágur

væru veittar frá skatti. Það

væri ákveðið með lögum frá

Alþingi.

Karl Steinar Guðnason kvað

lítið koma út úr svörum ráð-

herra, en fagnaði svari hans við

síðari hluta fyrirspurnarinnar.

Halldór E. Sigurðsson sagðist

mega hafa sínar eigin skoðanir

á hlutunum.

STAÐSETNING OPINBERRA

STOFNANA

Magnús Jónsson (S) spurði

forsætisráðherra: Hvað líður

athugun og tillögugerð um

dreifingu opinberra stofnana

um landið?

Olafur Jóhannesson sagði, að

7 manna nefnd hefði verið í

málinu og hefði formaður

hennar, Ölafur Ragnar Grims-

son prófessor, samið svarið við

fyrirspurninni. Margs konar

erf iðleikar væru á f lutningi op-

inberra stofnana. Hefði nefnd-

in tekið til athugunar 150 opin-

berar stofnanir og rætt við for-

stöðumenn 100 þeirra. Búið

væri að taka afstöðu f nefnd-

inni til 50 stofnana og væri við

því að búast, að nefndin hefði

lokið störfum eftir 2 mánuði.

Helgi Seljan sagði rétt að

taka svo myndarlega á málum,

sem hér væri gert og hefði

Ólafur Ragnar gefið rétta tón-

inn í málinu.

Magnús Jdnsson (S) tók und-

ir nauðsyn þess að taka á máli

þessu með skipulegum hætti.

Sagði hann fyrirsjáanlegt, að

það yrði ekki auðvelt verk að

hrófla við mörgum þeim

opinberum stofnunum, sem

staðsettar væru á höfuðborgar-

svæðinu.

AÆTLANAGERÐ

Ellert B. Schram (S) spurði

forsætisráðherra: Að hvaða

áætlunum hefur Framkvæmda-

stofnun ríkisins unnið?

Olafur Jóhannesson sagði, að

áætlanirnar greindust i þrjá

f lokka. I fyrsta lagi væri um að

ræða áætlanir um uppbyggingu

og þróun höfuðatvinnuveganna

og þjóðarbúsins. Þar nefndi

hann fiskiskipaáætlun, hrað-

frystihúsaáætlun, landbúnaðar-

áætlun, iðnþróunaráætlun og

almennar atvinnuvegaáætlanir.

i öðru lagi voru áætlanir um

þróun byggða og atvinnulífs út

um land, svokallaðar byggða-

áætlanir. Þar nefndi hann sam-

gönguáætlun Norðurlands, at-

vinnu- og byggðaþróunaráætl-

un fyrir Norðurland vestra,

byggðaþróunaráætlun fyrir

Austurland, byggðaþróunar-

áætlun fyrir Vestfirði og Vest-

urland, endurreisnaráætlun

fyrir Vestmannaeyjar og áætl-

un um leigufbúðir sveitarfélaga

og almenn húsnæðismál. Loks

væru áætlanir, sem gerðar

væru skv. sérstöku samkomu-

lagi við viðkomandi ráðuneyti,

einkum fjármálaráðuneyti.

Taldi hann þar upp árlegar

framkvæmda- og fjáröflunar-

áætlanir og langtímaáætlanir

um opinberar framkvæmdir.

Ellert B. Schram kvaðst vilja

vekja athygli á þvf, hversu

margar áætlanir væru í deigl-

unni í einu og væri um margar

þeirra svo, að langt væri að bfða

niðurstaðna, hvað þá fram-

kvæmda. Lagði hann áherzlu á,

að áætlanir hefðu hagnýtt gildi,

en ekki væri áætlað bara til að

áætla.

Þorvaldur Garðar Kristjáns-

son (S) sagði, að i ljós hefði

komið í svari ráðherra, að búið

væri að sameina Vestfjarða-

áætlun og áætlun fyrir Vestur-

land og ætti nú að fara að byrja

á Vestfjarðaáætluninni. í

nóvember 1971 hef ði ráðerrann

svarað því til, að gerð Vest-

fjarðaáætlunar yrði eitt af

fyrstu verkefnum Fram-

kvæmdastofnunarinnar og yrði

hún framkvæmd á 5—6 árum.

Nú væri ætlunin, aðgerðþeirr-

ar áætlunar tæki 5—6 ár og

hvaðyrði þáum framkvæmdir?

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24
Page 25
Page 25
Page 26
Page 26
Page 27
Page 27
Page 28
Page 28
Page 29
Page 29
Page 30
Page 30
Page 31
Page 31
Page 32
Page 32