Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SIÐUR
ttgmMtíb^
1. tbl. 61. árg.
FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Þota
rakst á
húsí
lendingu
Turin, ítalíu, 2. janúar, AP.
TVEGGJA hreyfla farþegaþota af
gerðinni Fokker F—28 fórst í
lendingu á f tugvellinum í Turin á
ítalíu í dag og með henní 39 af
þeim 42, sem voru um borð. Ylikil
þoka var, þegar vélin var að
lenda, og rakst hjólaútbúnaður-
hennar f þakið á bóndabæ, sem
var við enda flugbrautarinnar.
Eldur kom upp í vélinni, þegar
hún skall á jörðina. Þeir þrír, sem
komust af, voru farþegar, en fjög-
urra manna áhöfn vélarinnar
fórst.          Björgunarsveitarmenn
segja, að flugmennirnir hafi verið
á líf i, þegar að var komið, en látizt
á leiðinni í sjúkrahús.
Flugvélin sem getur borið 65
farþega, var í eigu flugfélagsins
Itavia, sem annast innanlands-
flug. Hún var að koma frá Cata-
niu á Sikiley. Einn þeirra, sem
komust af, sagði í sjónvarpsvið-
tali, að farþegunum hefði verið
tilkynnt, að vélin væri að lenda.
Hann hefði setið framarlega, en
lítið séð út vegna þoku. Skyndi-
lega hefði vélin hallazt til hægri
og örskömmu síðar rekizt á. Svo
hefði reykur og eldur umlukið
allt og hann -myndi ekki mikið
eftir það. Meðal þeirra sem fór-
ust, voru kona hans og bróðir.
Fyrrnefndur farþegi er ekki mik-
ið slasaður, en hinir tveir, sem
komust af, eru i lífshættu.
Golda Meir er ennþá
„sterkusfí Israel
Karfó 2. jan. AP.
BLÖÐ í Kairó skýrðu f dag frá
ræðu Hassans Griedly hers-
höfðingja, yfirmaður hernaðarað-
gerða egypzka hersins, þar sem
hann lýsti því yfir, að ætlunin
væri að neyða fsraelska herinn til
að viðhalda áfram fullum víg-
búnaði og leggja þannig efnahag
ísraelsrfkis í rúst. Eftir það
myndi egypzki herinn taka aftur
til við það, sem hann byrjaði á 6.
október sfðastliðinn.
Griedly hershöfðingí sagði í
ræðu sinni, að verið væri að gera
tilraunir til að finna „diplo-
matiska" lausn á deilum land-
anna, en þær tilraunir hefðu eng-
in áhrif á undirbúning hersins
undir að frelsa herteknu svæðin
með hernaðaraðgerðum.
Israel hefur mjög lítinn fasta-
her, þar sem efnahagur landsins
leyfir ekki annað. Landið treystir
á vel þjálfað varalið, sem hægt er
að kalla út með litlum fyrirvara.
Ef ísrael neyðist til að hafa mik
inn hluta landsmanna undir vopn-
um i langan tíma getur það haft
óskaplegar afleiðingar fyrir efna-
hag landsins, sem þegar er orðinn
mjög slæmur vegna kostnaðarins
við Yom Kippur-stríðið.
Frá Genf berast svo þær fréttir,
að töluvert hafi miðað í samkomu
lagsátt i viðræðum fulltrúa
Egypta og ísraela. Þetta var ek'
skýrt nánar fremur en endranær
en það er ekki talin nein tilvilj
að blöðin skýrðu frá ræðu
Griedlys, sama dag og viðræðurn-
ar hófust aðnýju.
rua
ær\
un, \
Verðstöðvun
í Danmörku ?
Kaupmannahöfn, 2. janúar,
AP.
POUL Hartling forsætisráð-
herra Danmerkur tilkynnti i
dag, að 8. janúar næstkomandi
muni hann leggja fyrir þingið
frumvarp um tveggja mánaða
launa- og verðstöðvun og eigi
það að virka aftur fyrir síg til
2. janúar. Þessi tilkynning for-
sætisráðherrans hefur af
mörgum verið harðlega gagn-
rýnd og má búast við mjög
hörðum umræðum um frum-
varpið, þegar það verður lagt
'"Sram og alls óvíst, að það fáist
samþykkt.
Viljum eyðileggja
efnahag Israels
Tel Aviv, 2. jan., AP—NTB.
EKKI verður búið að telja öll
atkvæðin f ísraelsku kosningun-
um fyrr en næsta sunnudag, þar
sem eftir er að fá atkvæði her-
mannanna, sem eru á vfgstöðvun-
iiiii. Það virðist þó augljóst, að
Verkamannaflokkur Goldu Meir
forsætisráðherra hefur tapað
5—6 þingsætum. Þetta er þó
minna tap en margir hófðu óttazt.
Verkamannaflokkurinn er enn
stærsti flokkurinn f þinginu (51
sæti af 120) og Golda Meir
mun leggja það út á þann veg, að
meirihluti landsmanna sé fylgj-
andi þeirri stefnu hennar að gefa
eitthvað eftir f deilunum um her-
teknu svæðin.
Stærsti stjórnarandstöðuflokk-
urinn, hinn hægri sinnaði Likud-
flokkur, sótti sig nokkuð í kosn-
ingunum, en jafnvel með 39 þing-
sæti hefur hann litla möguleika á
að mynda stjórn nema þá með
liðhlaupum, sem kynnu að yfir-
gefa Verkamannaflokkinn, en til
þess eru litlar líkur.
Ef flokkunum þremur, sem eru
Framhald ábls. 18
Breytingar innan
kínverska hersins
Peking,   Tokyo,  2.  jan.   AP-
NTB.
KÍNVERSKA stjórnin hefur
tilkynnt um miklar breytingar
á kfnversku herstjórninni, og
meðal annars hafa háttsettir
herforingjar, sem hafa stjórnað
herstjórnarsvæðum úti í héruð-
um landsins, verið fluttir í aðr-
ar og ekki jafn mikilvægar
stöður. Vmsir fréttaskýrendur
telja, að hér sé verið að gera
„mildar hreinsanir" til að losa
stjórnina algerlega við hugsan-
lega hættu frá stuðningsmönn-
um Lin Piaos, sem eitt sinn átti
að verða eftirmaður Maos for-
manns.
Fréttastofan Nýja Kina,
skýrði frá tilfærslum her-
foringjanna, en gaf ekki á þeim
neinar skýringar. Aðeins voru
Iesin upp nöfn foringjanna og
sagt, hvert þeir hefðu verið
fluttir, en ekki hafa allir verið
lækkaðir í tign. Ýmsir her-
foringjar, sem stjórnin telur sig
liklega geta treyst, hafa verið
færðir upp á við, þeirra á meðal
Chen Pien, sem hefur verið
skipaður yfirmaður „Peking-
hersvæðisins."
Chen Pien á sæti í miðstjörn
Kínverska kommúnistaflokks-
ins og er mjög diggur
stuðningsmaður formannsins.
Fyrirrennari hans í þessu emb
ætti var Chen Wei-Shan, en
hann „hvarf" árið 1969 og hef-
ur enginn verið skipaður yfir-
maður „höfuðborgarhersvæðis-
ins" fyrr en nú.
Þá hafa Kínverjar allir verið
hvattir til þess að vera viðbúnir
innrás frá Sovétríkjunum. Var-
að er við, að sú innrás geti
hafizt, hvernær sem er, og sé
það á valdi kinverskrar alþýðu
einnar að gersigra óvininn og
þurrka hann út.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32