Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 1. tbl. 61. árg. FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þjóðhátfðarári fagnað í Reykjavfk. Ljósmynd Mbl. ÓI. K. M, Þota rakst á húsí lendingu Turin, Italíu, 2. janúar, AP. TVEGGJA hreyfla farþegaþota af gerðinni Fokker F—28 fórst í lendingu á flugvellinum í Turin á ítalfu í dag og með henni 39 af þeim 42, sem voru um borð. Mikil þoka var, þegar vélin var að lenda, og rakst hjólaútbúnaður- hennar f þakið á bóndabæ, sem var við enda flugbrautarinnar. Eldur kom upp í vélinni, þegar hún skall á jörðina. Þeir þrír, sem komust af, voru farþegar, en fjög- urra manna áhöfn vélarinnar fórst. Björgunarsveitarmenn segja, að flugmennirnir hafi verið á lifi, þegar að var komið, en látizt á leiðinni í sjúkrahús. Flugvélin sem getur borið 65 farþega, var í eigu flugfélagsins Itavia, sem annast innanlands- flug. Hún var að koma frá Cata- niu á Sikiley. Einn þeirra, sem komust af, sagði í sjónvarpsvið- taíi, að farþegunum hefði verið tilkynnt, að vélin væri að lenda. Hann hefði setið framarlega, en lítið séð út vegna þoku. Skyndi- lega hefði vélin hallazt til hægri og örskömmu síðar rekizt á. Svo hefði reykur og eldur umlukið allt og hann -myndi ekki mikið eftir það. Meðal þeirra sem fór- ust, voru kona hans og bróðir. Fyrrnefndur farþegi er ekki mik- ið slasaður, en hinir tveir, sem komust af, eru í lífshættu, Golda Meir er ennþá ..sterkust” í Israel Karfó 2. jan. AP. BLÖÐ í Kairó skýrðu í dag frá ræðu Hassans Griedly hers- höfðingja, yfirmaður hernaðarað- gerða egypzka hersins, þar sem hann lýsti því yfir, að ætlunin væri að neyða ísraelska herinn til að viðhalda áfram fullum víg- búnaði og leggja þannig efnahag ísraelsríkis í rúst. Eftir það myndi egypzki herinn taka aftur til við það, sem hann byrjaði á 6. október síðastliðinn. Griedly hershöfðingi sagði í ræðu sinni, að verið væri að gera tilraunir til að finna „diplo- matiska" lausn á deilum land- anna, en þær tilraunir hefðu eng- in áhrif á undirbúning hersins undir að frelsa herteknu svæðin með hernaðaraðgerðum. Israel hefur mjög lítinn fasta- her, þar sem efnahagur landsins leyfir ekki annað. Landið treystir á vel þjálfað varalið, sem hægt er að kalla út með litlum fyrirvara. Viljum eyðileggja efnahag Israels Tel Aviv, 2. jan., AP—NTB. EKKI verður búið að telja öll atkvæðin f ísraelsku kosningun- um fyrr en næsta sunnudag, þar sem eftir er að fá atkvæði her- mannanna, sem eru á vfgstöðvun- um. Það virðist þó augljóst, að Verkamannaflokkur Goldu Meir forsætisráðherra hefur tapað 5—6 þingsætum. Þetta er þó minna tap en margir höfðu óttazt. Verkamannaflokkurinn er enn stærsti flokkurinn í þinginu (51 sæti af 120) og Golda Meir mun leggja það út á þann veg, að Ef ísrael neyðist til að hafa mik inn hluta landsmanna undir vopn- um í langan tima getur það haft óskaplegar afleiðingar fyrir efna- hag landsins, sem þegar er orðinn mjög slæmur vegna kostnaðarins við Yom Kippur-stríðið. Frá Genf berast svo þær fréttir, að töluvert hafi miðað f samkomu- lagsátt í viðræðum fulltrúa Egypta og ísraela. Þetta var ek\i skýrt nánar fremur en endranæivs en það er ekki talin nein tilviljun, að blöðin skýrðu frá ræðu Griedlys, sama dag og viðræðurn- ar hófust að nýju. Verðstöðvun í Danmörku ? Kaupmannahöfn, 2. janúar, AP. POUL Hartling forsætisráð- herra Danmerkur tilkynnti í dag, að 8. janúar næstkomandi muni hann leggja fyrir þingið frumvarp um tveggja mánaða launa- og verðstöðvun og eigi það að virka aftur fyrir sig til 2. janúar. Þessi tilkynning for- sætisráðherrans hefur af mörgum verið harðlega gagn- rýnd og má búast við mjög hörðum umræðum um frum- jVarpið, þegar það verður lagt 'ffam og alls óvfst, að það fáist samþykkt. meirihluti landsmanna sé fylgj- andi þeirri stefnu hennar að gefa eitthvað eftir f deilunum um her- teknu svæðin. Stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn, hinn hægri sinnaði Likud- flokkur, sótti sig nokkuð i kosn- ingunum, en jafnvel með 39 þing- sæti hefur hann litla möguleika á að mynda stjórn nema þá með liðhlaupum, sem kynnu að yfir- gefa Verkamannaflokkinn, en til þess eru litlar líkur. Ef flokkunum þremur, sem eru Framhald ábls. 18 Breytingar innan kínverska hersins Peking, Tokyo, 2. jan. AP- NTB. KtNVERSKA stjórnin hefur tilkynnt um miklar breytingar á kfnversku herstjórninni, og meðal annars hafa háttsettir herforingjar, sem hafa stjórnað herstjórnarsvæðum úti í héruð- um landsins, verið fluttir í aðr- ar og ekki jafn mikilvægar stöður. Vmsir fréttaskýrendur telja, að hér sé verið að gera „mildar hreinsanir" til að losa stjórnina algerlega við hugsan- lega hættu frá stuðningsmönn- um Lin Piaos, sem eltt sinn átti að verða eftirmaður Maos for- manns. Fréttastofan Nýja Kína, skýrði frá tilfærslum her- foringjanna, en gaf ekki á þeim neinar skýringar. Aðeins voru lesin upp nöfn foringjanna og sagt, hvert þeir hefðu verið fluttir, en ekki hafa allir verið lækkaðir í tign. Ýmsir her- foringjar, sem stjórnin telur sig Iíklega geta treyst, hafa verið færðir upp á við, þeirra á meðal Chen Pien, sem hefur verið skipaður yfirmaður „Peking- hersvæðisins.“ Chen Pien á sæti í miðstjórn Kínverska kommúnistaflokks- ins og er mjög diggur stuðningsmaður formannsins. Fyrirrennari hans í þessu emb æt*i var Chen Wei-Shan, en hann ,,hvarf“ árið 1969 og hef- ur enginn verið skipaður yfir- maður „höfuðborgarhersvæðis- ins“ fyrr en nú. Þá hafa Kínverjar allir verið hvattir til þess að vera viðbúnir innrás frá Sovétrikjunum. Var- að er við, að sú innrás geti hafizt, hvernær sem er, og sé það á valdi kínverskrar alþýðu einnar að gersigra óvininn og þurrka hann út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.