Morgunblaðið - 26.01.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjór Ritstjórn og afgreiðslfi Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. varnarleysi Islands kemur í ljós, að það er af sama toga spunnið, og það orð bragð, sem sovézk blöð vota um Solzhenitsyn. Þjóðviljinn lýsir aðstand- endum undirskrifta- söfnunarinnar sem „rottu- legum karakterum“, „hundflötum skrælingja- lýð“, „Bandaríkjaleppum" og svo framvegis. Hér er talað í svo líkum tön, að engin tilviljun er. Forystu- menn kommúnista á ís- landi og skriffinnar Þjóð- Rógsherferðin 1 Moskvu og Reykjavík Herferðin gegn sov- ézka Nóbelsskáldinu Alexander Solzhenitsyn heldur áfram í sovézk- um blöðum og tímarit- um. í nýlegu tölu- blaði Pravda er Solzhen- itsyn sagður „óður maður, sem hefur orðið brjálaður af hatri og er án tauga til Sovétríkjanna" og Nóbelskáldið er kallað „svikari, sem eigi engan samastað með heiðarlegum Sovétborgurum og föður- landsvinum". Áður hefur Pravda sagt, að Solzhenit- syn eigi skilið örlög föður- landssvikara, en sam- kvæmt sovézkum lögum liggur dauðarefsing við föðurlandssvikum. Og vikurit sovézku rit- höfundasamtakanna hefur sagt, að „Solzhenitsyn er óvinur lands síns. Hann er óvinur landa sinna, það eru engar ýkjur að segja, að hann sé í andlegu sam- félagi við landráðamenn. sem beittu vopnum gegn eigin þjóð“. Herferðin gegn Solzh- enitsyn hefur vakið mikla athygli á Vesturlönd- um, og enginn vafi er á því, að ástæðan til þess, að Sovétstjórnin hefur ekki gripið til harkalegri að- gerða gegn Nóbel skáldinu er sú, að herrarnir í Moskvu óttast þá mótmæla- öldu, sem upp mun rísa á Vesturlöndum, ef Solzhenitsyn verður settur í fangabúðir eða frelsi hans heft með öðrum hætti. En hafa menn tekið eftir því, að hér á íslandi hafa undir- sátar Kremlbænda hafið herferð gegn nokkrum ein- staklingum, sem líkist með ótrúlegum hætti herferð- inni gegn Solzhenitsyn. Þegar skoðað er það orð- bragð, sem kommúnista- málgagnið á íslandi hefur notað undanfarna daga um aðstandendur undirskrifta- söfnunarinnar gegn viljans hafa lært sitt fag. Þegar mikið liggur við, er sömu vinnubrögðum beitt á ritstjórnarskrifstofum Prövdu og ritstjórnarskrif- stofum Þjóðviljans. En það er líka annað, sem vekur athygli í sam- bandi við herferðina gegn Solzhenitsyn. Vinstri sinn- aðir menningarvitar á Is- landi hafa ekki látið á sér standa, þegar um er að ræða Vietnam, byltinguna í Grikklandi eða í Chile. En af einhverjum dularfullum ástæðum heyrist hvorki hósti né stuna frá þessum sömu mönnum, þegar öll- um mætti sovézka heims- veldisins er beitt gegn ein- um manni. Hvað veldur? Það skyldi þó aldrei vera, að þessir menn leggi tvö- faldan mælikvarða á ófrelsið, eftir því hvar það birtist? Þeir berjast gegn ófrelsinu í Chile og Grikk- landi, en þeir opna ekki munninn, þegar reynt er að þagga niður f einum manni austur í Sovét- ríkjunum. Stundum hefur því verið haldið fram á undanförn- um árum, vegna þeirrar þíðu, sem skapazt hefur i samskiptum austurs og vesturs, að veruleg breyt- ing hafi orðið á stjórnkerfi Sovétríkjanna. Herferðin gegn Solzhenitsyn sýnir, að svo er ekki. Kommúnistar hér á íslandi hafa einnig reynt að fá almenning til þess að trúa því á undan- förnum árum, að þeir hafi breytzt, að þeir séu ekki sömu Moskvuþjónar og áður. Viðbrögð þeirra við herferðinni gegn Solzhenitsyn og rógsher- ferð þeirra gegn aðstand- endum undirskriftasöfnun- arinnar sýnir, að kommún- istar á íslandi hafa heldur ekkert breytzt. Listaverk Rey k j aví kurborgar Aundanförnum árum hefur Reykjavíkur- borg keypt talsvert af lista- verkum eftir listamenn yngri sem eldri. Um þessar mundir stendur yfir sýn- ing á Kjarvalsstöðum á þessari listaverkaeign borgarinnar og er óhætt að fullyrða, að borgarbúar eru almennt sammála þeirri stefnu forráða- manna Reykjavíkurborg- ar, að borgin eignist gott listaverkasafn. í sýningarskrá vegna sýningarinnar á Kjarvals- stöðum ritar Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri nokkur formálsorð, þar sem hann fjallar um þennan hátt í starfsemi borgarinnar og segir m.a.: „Sú staðreynd, að borgin ver á ári hverju nokkru fjármagni til kaupa á lista- verkum er óumdeild. Hitt er jafnvíst, að sitt kann hverjum að sýnast um myndaval. Gamlir, virðu- legir meistarar eru nokkuð fyrirferðarmiklir á mynda- safni borgarinnar, en þar eru líka myndir eftir okkar yngstu menn. Stefna borg- arinnar er sú, að eignast sýnishorn af myndum sem flestra íslenzkra lista- manna, a.m.k. þeirra, sem lifa og starfa í borginni. Að vísu hafa málverk eins og þau, sem hér eru sýnd, þann galla, að þau eru ýmist hengd upp í sýningarsölum eða ýmsum stofnunum, sem misjafn- lega margir heimsækja. Til að myndverk nái þeim til- gangi að verða í raun al- menningseign þarf að koma listinni meira út til fólksins. Af hálfu borgar- innar verður það bezt gert með því að stórauka fjölda höggmynda, sem settar eru upp f borginni og flytja þær meir út í hverfin, svo og með því að ráða myndlistarmenn til að skreyta borgarbyggingar bæði að utan og innan í meira mæli en nú er gert. Að þessu hlýtur að vera stefnt, þannig að borgarbú- ar í daglegri önn séu í sem nánastri snertingu við list- ina í borginni.“ Bækur °g bókmenntír Jón úr Vör: Eins og menn vita er það að verða mikil iðn á íslandi að setja saman bækur, sem ætlað- ar eru til jólagjafa. Einkum hefur þessari bókaútgáfu vaxið fiskur um hrygg síðan sjón- varpið kom til sögunnar, því þar eru auglýsingar miklu áhrifameiri en í útvarpi og blöðum. Fæstar eru þessar bækur skáldskapur eða tilraun- ir til bókmenntalegrar starf- semi í þeirri merkingu sem lengst af hefur verið lögð í þessi hugtök. Hér eru viðtals- bækur, andabækur æviminning ar, þjóðlegur fróðleikur. Allt væri þetta gjaldgeng vara, ef vel væri unnið, og sumar þessara bóka eru það að sjálf- sögðu. En ötrúlega miklu af þessu er rubbað upp af lítilli fyrirhyggju og enn minni smekkvísi. Fólkið, sem fær þetta gefið, segir að sjálfsögðu fátt, þegar smekk þess er mis- boðið, enda væri það lítil kurteisi við gefendur. Bóka- gagnrýnendur eru hér yfirleitt mjög miskunnsamir — og ef út af þvf bregður ætlar allt vit- laust að verða. Þessi iðja er að kæfa raunverulega bókmennta- starfsemi í landinu. Bókautgef- endur fitna og fyllast auknum hroka gagnvart hinum eigin- legu rithöfundum, panta meira og meira af þessum sölu- varningi, en fúlsa við því sem þeir þykjast ekki geta grætt á. Þetta á að sjálfsögðu ekki við um alla útgefendur, en undan- tekningarnar eru fáar. Ég tala hér af eigin reynd. Ég hef orðið að gefa sjálfur út flestar bækur mínar, þrjár af níu frum- Utgáfum hafa aðrir gefið út — og í tvö skiptin með slíkum afarkostum að ég tel mig hafa beðið við það varanlegt tjón á sál og likama. — Og ég er ekki einn um þessa reynslu. Rithöfundar hafa alla tið, hér sem erlendis, staðið í fylkingar- brjósti, þegar barist hefur verið fyrir mannrettindum og launa- jafnrétti. En þeir erú einstaklingshyggjumenn og fæstir línudansarar. Samtök þeirra sjálfra og samvinna við ríkisvaldið er því sjaldnast góð. Vegna fámennis hér er örðugra en annarsstaðar aðsinna köilun skáldskaparins og hér hefur ætíð legið í landi að skáldskap- ur sé tómstundadútl, beri laun í sjáldu sér, en eigi ekki að greiðast í peningum. .. En þetta eru háskalegar kenningar. Ein- staka skáld hafa risið upp á Íslandi og sigrast á öllum erfið- leikum, en mestur fjöldi þeirra, sem fást við bókmenntastörf, gefst upp með einum eða öðrum hætti, koma því ekki í verk sem gera átti eða slaka á kröfum listarinnar. Ýmsir þeirra sem bestum árangri ná kaupa sigurinn svo dýru verði, að þeir og þeirra nánustu hljóta að spyrja: Var þetta rétt? Þetta á ekki að vera löng grein og verður því fátt sagt af því sem segja þyrfti. — Einn þeirra jólabókahöfunda, sem ég nefndi áðan, maður sem kallar sig Blekbullara, ritar stuttan pistil í Timann 18. jan. s.l. Þar er kvartað undan skiptingu fjár þess sem ríkið hefur nýlega ætlað til uppbótar á höfundr- laun rithöfunda og fræði- manna. Hjá honum — og raunar fleirum — hefur komið fram sú skoðun, að úr þvi þessir peningar séu kenndir við sölu- skatt eigi að skipta þeim á milli manna í hlutfalli við verð og eintakafjölda seldra bóka þeirra. Þessi skoðun hefur og verið studd af virðulegum félagssamtökum, sem ég kann ekki við að nefna. Nú skulum við athuga með hvaða hætti er til þessa nýja rithöfundasjóðs stofnað. Samtök rithöfunda og eínstakir formælendur þeirra hafa áratugum saman reynt að sannfæra alþingismenn og ráð herra um það, að nauðsynlegt sé að styrkja listræna bók- menntastarfsemi i landinu, rit- höfundar búi við óeðlilega sam- keppni vegna innflutnings erl. bóka og blaða, og þó kannski ekki síst —, sem þó er sjaldnar nefnt — vegna óeðlilega mikillar útgáfu á gervibók- menntum. Rithöfundar hafa bent á það í þessu sambandi, að óeðlilegt sé, að sá gróði sem rennur til ríkisins vegna þessara samkeppnisgreina, skuli ekki vera með einhverj- um hætti skattlagðar til þess að standa undir þeirri bókmennta- starfsemi í landinu, sem er nauðsynleg til þess að íslend- ingar geti kinnroðalaust horfst í augu við sjálfa sig og aðrar menningarþjóðir. Þegar vinstri stjórnin var sett á laggirnar komst að nýju hreyfing á þetta mál. Hinn nýi menntamálaráðherra, mennta- málanefnd alþingis og nokkrir vinir rithöfunda í stjórnarand- stöðunni fengu samþykkt á alþingi að tólf milljónum áf söluskattstekjum ríkisins af bókum skyldi varið til upp- bótarritlauna til rithöfunda og fræðimanna (síðastnefnda hópnum bætt við þéim alþingis- mönnum til huggunar, sem meir eru fyrir hið þjóðlega en misgóðan skáldskap). Til forystu á þingi völdust: fyrir stjórnarliðið Svava Jakobs- dóttir og af hálfu stjórnarand- stæðinga Gunnar Thoroddsen. Þetta gekk því eftir áætlun, nema helst að einu leyti. Þegar Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.