Morgunblaðið - 23.02.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.02.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR 1974 Anna Tómasdótt- ir—Minningarorð Aldrei finnur maður eins til þess hversu orðs er vant, og þegar maður kveður vini sína hinzta sinni. Þó vitum við það, að dauð- inn er ejn af staðreyndum lífsins og á vit hans ganga allir, þegar stundaglasið er tæmt. Við trúum því h'ka, að lífið hafi sér æðri tilgang — að jarðvistin sé aðeins skref á þroskabrautinni og að því gengnu öðlist menn uppskeru sína í vist þess, sem okkur er æðri. Trúin er huggun í harmi, en samt sem áður er svo undarlega sárt að sjá þá á braut, sem verið hafa manni samferða, veitt manni og miðlað. Engum, sem þekkti Önnu Tóm- asdóttur, gat dulizt, að allt síðast- liðið ár gekk hún ekki heil til skógar. Samt sem áður gerðu fæstir sér grein fyrir þvi hversu stutt var eftir ógengið. Hetju- skapur hennar og meðfædd til- finning fyrir því að láta ekki aðra hafa fyrir sér og hafa áhyggjur af sér, gat dulið okkur hversu veik- indi hennar voru alvarleg allt fram undir það síðasta. Þegar hún er kvödd í dag, hafa margir margs að minnast og margt að þakka. Slíkt var Anna, að flestir sem hún kynntist urðu vinir hennar af al- hug. Anna Tómasdóttir var fædd að Barkarstöðum í Fljótshlíð 9. marz 1905. Foreldrar hennar voru Tómas Sigurðsson, bóndi þar og hreppstjóri og seinni kona hans, Margrét Árnadóttir frá Reyni- felli. Var Anna næst yngst átta systkina, og er hún fyrst þeirra, sem fellur frá. Anna átti einnig eina hálfsyslur, sem látin er fyrir allmörgum árum. Á Barkarstöðum var jafnan margt fólk í heimili á uppvaxtar- árum Önnu. Af hálfu foreldra hennar var öllum jafnt tekið, sem þar bar að garði, vinum sem vandalausum, og þangað leituðu margir, sem erfitt áttu uppdrátt- ar. Viðhorf foreldra Önnu varð henni að leiðarljósi í lífinu og mótaði viðhorf hennar til manna. Á hennar heimili voru einnig allir velkomnir og þar tekið á móti fólki af þeirri rausn og einlægni, sem Önnu var gefið. Anna dvaldi í foreldrahúsum unz hún giftist Óla Pálssyni frá Skógum 20. maí '33. Þá hafði Óli nýlega hafið störf í lögreglunni í Reykjavík og fluttust þau hjónin þangað. Fyrstu fjögur búskaparár sín bjuggu þau hjá Jóni Pálssyni bankagjaldkera og Önnu Adólfs- dóttur að Laufásvegi 59 en flutt- ust síðan að Skeggjagötu 6, þar sem þau áttu heima í rösklega þrjátíu ár, eða unz þau fluttust að Háteigsvegi 32. Þegar þau Óli og Anna hófu búskap sinn voru erfiðleikaár á íslandi. Heimskreppan mikla sagði til sín hér ekki síður en annars staðar. Það segir því sína sögu um kjark þeirra og dugnað að ráðast í byggingu eigin hús- næðis á þessum árum, en með samstilltu átaki þeirra náðist sett mark, þrátt fyrir alla erfiðleika. Og heimili Önnu og Óla bar alla tíð vitni um þann samhug og ein- drægni, sem milli þeirra ríkti. Hjónaband þeirra var með ein- dæmum gott, og mótaðist frá fyrstu tíð af gagnkvæmri ást og virðingu. Eftir að Óli stofnaði eigið fyrirtæki var oft eril- og ónæðissamt hjá honum. Margir áttu við hann erindi, jafnt á kvöldin og helgidögum sem öðr- um tímum og slíkt ónæði getur valdið röskun á heimilishögum. En Anna studdi mann sinn jafnan af áhuga og umhyggju. Hans áhugamál voru einnig hennar áhugamál, hvort sem þau snertu rekstur fyrirtækisins, eða voru í tengslum við þau félagsmál, sem Oli hefur lengi tekið virkan þátt í. Er mér t.d. minnisstætt frá sam- komum þess félagsskapar það margmenni, sem jafnan var kringum Önnu. Hana þekktu allir og höfðu ánægju af að ræða við hana. Ég er lika viss um, að það heyr- ir til undantekninga það góða samband, sem Anna hafði við starfsfólk eiginmanns síns. Hún bar umhyggju fyrir því, eins og sínum eigin, fylgdist með því, og var jafnan reiðubúin til hjálpar, ef einhvers þurfti með. „Strákana okkar" kallaði hún starfsmenn- ina oft. Þau Anna og Óli eignuðust þrjá syní. Tómas Grétar, sem nú er framkvæmdastjóri eigin fyrir- tækis. Hann er kvæntur Guðlaugu Gisladóttur og eiga þau fjórar dætur. Pálmar, arkitekt og skipu- lagsfræðingur, kvæntur Sigur- veigu Sveinsdóttur og eiga þau tvö börn, pilt og stúlku. Yngsti sonurinn, Smári, stundar nú tón- listarnám f Vínarborg í Austur- ríki. Hann, og reyndar allir syn- irnir, hafa erft þann eiginleika móðurinnar að hafa yndi af tón- list og söng. Anna var með af- brigðum músíkölsk og ef æskuár hennar hefðu boðið upp á jafn- mörg tækifæri og æskan núna fær, er ekki að efa, að á þessu sviði hefði hún getað náð langt. Ung fór hún í orgelnám hjá Sig- fúsi Einarssyni. Hvatti hann hana til áframhaldandi tónlistarnáms og bauðst til þess að greiða götu hennar til slíks náms erlendis. En hið mannmarga æskuheimili hennar þarfnaðist krafta hennar, og tíðarandinn þá var líka slikur, að ekki þótti við hæfi, að ung sveitastúlka legði á það áherzlu að tónmennta sig frekar. Anna var um árabil organisti í Hlíðarenda- kirkju í Fljótshlíð og var einnig eftirsótt til þess að spila á sam- komum, sem haldnar voru í sveit hennar. Alla tíð hafði Anna mikið yndi af því að grípa í hljóðfærið eða hlusta á góða tónlist. í boðum hjá Önnu og Óla var það oft mið- depiil fagnaðarins,, þegar Anna settist við píanóið, safnaði fólkinu að sér, og lagið var tekið. Þtítt það væri einn af eiginleik- um Önnu að bera umhyggju fyrir öllum, og gera það, sem í hennar valdi stóð, fyrir alla, sem til hennar leituðu, þá náði fórnfýsi t Elsku sonur okkar, SIGURBOÐI ÞORGEIRSSOIM, Garðavegi 9, Hafnarfirði andaðist í Landspítalanum 20. þ.m. Helga Haraldsdóttir Þorgeir Þórarinsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, MAGNÚS GUÐMUNDSSON. Hreggnasa 12. Hnífsdal, andaðist i fjórðungssjúkrahúsinu jsafirði 20. febrúar s.l Margrét Halldórsdóttir, Halldór Magnússon, Inga Magnúsdóttir og börn. hennar og umhyggja hámarki sínu þegar velferð barna hennar og barnabarna var annars vegar. Það var ekkert, sem hún vildi ekki fórna til þess að þeim mætti líða og farnast sem bezt. Þau hafa því misst mikils er Anna er öll. Utilíf og ferðalög voru eitt af sameiginlegum áhugamálum Önnu og Öla og snar þáttur i lífi þeirra. Jafnan fóru þau saman í slík ferðalög. Þau unnu íslenzkri náttúru og sáu í henni margt, sem öðrum er hulið. Síðustu ferð sína saman fóru þau s.l. sumar norður í Laxá í Þingeyjarsýslu og var undirritaður og Smári sonur þeirra með í þeirri ferð. Og til marks um dugnað Önnu og hetju- skap má nefna, að hún lét ekki norðlenzkt hrakviðri aftra sér frá því að vera þar úti frá morgni til kvölds. Er mér minnisstætt eitt þessara kvölda, er við Smári fór- um að vitja þeirra hjónanna, sem verið höfðu á öðrum stað í ánni. Það var svo kalt úti, að varla var hægt að haldast við. Þegar við hittum Önnu hafði hún það á orði, að mikið væri nú gaman — og sjáðu fjöllin, sagði hún, — þau hafa svo sérstæðan svip þegar þau eru svona kuldaleg. Þegar ljóst var, að hverju stefndi, beindist hugsun Önnu ekki að henni sjálfri, heldur þeim, sem eftir yrðu, og þá eink- um til Óla. Umhyggja hennar var söm við sig. Þótt Anna hefði frá miklu að hverfaoglífið hefði veitt henni mikla og margþátta ánægju, var hún tilbúin til ferðar- innar miklu, þegar kallið kom. Trú hennar veitti henni styrk, og sú vissa að á hinni ókunnu strönd fengi hún að taka síðar á móti þeim, sem hún unni. Allir, sem þekktu Önnu og um- gengust hana, hafa mikils misst, en mestur er þó harmur Óla, son- anna þriggja, tengda- og barna- barna. Megi Guð veita þeim styrk í sorg sinni. Og það verður okkur einnig öllum huggun, að við fáum að geyma í minningu okkar mynd Önnu, og þannig mun hún lifa áfram með okkur. Guð blessi minningu hennar. Steinar J. Lúðvíksson. Amma Anna er dáin. Við höfðum búizt við þessari frétt, en samt fannst okkur það vera of fjarlægt til þess að geta trúað því að eiga ekki eftir að koma til hennar oftar. Hún, sem var svo rikur þáttur í lífi okkar, alltaf tilbúin að hjálpa og aðstoða okkur við hvað sem var. Viljinn, um- hyggjan og fórnfýsin í garð ann- arra voru hennar séreinkenni. Aldrei var úr leið að koma við hjá Afa og ömmu, enda gestrisnin þeim í blóð borin. Hún átti alltaf einhverjar góðgerðir til handa okkur, sem við kunnum vel að meta og gerðum góð ski 1. Henni var svo lagið að hafa náið samband við fjölskyldu sína, unga sem gamla, og kynna okkur hinn stóra fjölskyldu- og vinahóp sinn. Hún hafði mikla ánægju af úti- lifi og ferðalögum. Nutum við þess i ríku mæli að vera með henni úti i náttúrunni, og ógleymanlegt er, þegar hún renndi fyrir lax. Hún var alltaf jafn þolinmóð að segja okkur frá landinu, kenna okkur að njóta þess að umgangast það á réttan hátt. Gegnum árin var amma oft las- in, en hún hafði ekki mörg orð um það, því hún vildi ekki, að aðrir yrðu fyrir óþægindum hennar vegna. Þess vegna reyndi hún að bera sig vel, og stundum betur en hún raunverulega gat. En nú vit- um við, að henni liður vel og þótt hún segði oft: „Maður kemur í manns stað,“ geymum við minn- ingarnar um hana sem dýrgrip með okkur. Sonardætur. Á þessum degi, þegar jarðnesk- ur líkami frú Önnu Tómasdóttur er borinn til hinzta hvílustaðar, er hún kvödd með þakklátum huga og djúpum söknuði af stórum hópi vina og kunningja þeirra hjóna. Minningar okkar um þessa mætu konu eru margar og kærar, bæði frá samverustundum á heimili hennar og utan þess, þar sem okkur gafst kostur á að kynn- ast hugðarefnum hennar og lifs- viðhorfum. Kynni mfn og eiginmanns henn- ar hófust fyrir þremur áratugum og náið samstarf í félagsmálum fljótlega upp úr því. Það vakti strax athygli mína, hve einlægan þátt frú Anna tók f áhdgamálum manns síns og við nánari kynni komst ég betur að raun um, hve einstaklega samhent og samhuga þau hjón voru um alla hluti, hvort heldur var á gleði- og fagnaðar stundum eða í önnum hins dag- lega lífs. Bæði höfðu þau yndi af útiveru, náttúruskoðun og ferða- lögum og sjaldgæft mun hafa ver- ið, að þau færu ekki saman í þær ferðir. Hún studdi mann sinn styrkri hendi í öllu hans starfi, enda mun hann hafa ráðfært sig við hana um flest, sem hann tók sér fyrir hendur. Mér er nær að halda, að vinur minn, Bárður Óli Pálsson, geti sagt eins og einn af mikilhæfustu athafnamönnum þessarar þjóðar, þegar hann var spurður, hvort hann hefði haft konu sína í ráðum með sér í störf- um og meiri háttar fyrirmælum: „Allt okkar líf hefur verið eitt samtal,“ svaraði hann. — Svo get- ur sá einn mælt. sem mikið á að þakka og margs að sakna. Vizka kvennanna reisir húsið, sagði hinn vitri Salomon. Það duldist engum, sem kom á heimili þeirra Óla og Önnu, að þar var húsmóðursætið vel og skörulega skipað. Þar skorti hvorki á smekk- vísi né hagsýni. Þar var gestum og vinum vel veitt og fagnað af þeirri hlýju og háttvísi, sem ber menningu hjartans fagurt vitni. Frú Anna var kona vinföst og hjálpfýsi hennar og fórnarlund var viðbrugðið af öllum, sem til hennar þekktu. Hún var ein þeirra kærleiksríku kvenna, sem ekkert aumt mega sjá, engan vita hjálparþurfa án þess að koma þar til aðstoðar, og ávallt fannst henni fremur vangert en ofgert af sinni hálfu í þeim efnum. Sjálf átti hún lengi við nokkra vanheilsu að stríða, en hún lét það aldrei aftra sér frá að koma þeim til liðs sem líknar þurftu. Og í kyrrþey skyldu kærleiksverkin unnin. Sá var hennar háttur. Um móðurhlutverkið er óþarft að fara mörgum orðum. Það var rækt í samræmi við þá eiginleika hennar, sem lýst er hér á undan. Þær dýrmætu minningar geyma börn hennar og eiginmaður og mega þar gerst vita. „í móðurást- inni birtist kærleikurinn í sinni fyllingu,“ sagði vitur maður um móður sína. Þetta átti ekki að vera löng minningargrein, heldur nokkur kveðju- og þakkarorð frá sjálfum mér og nokkrum öðrum vinum þeirra hjóna. Við vottum eigin- manni frú Önnu, börnum þeirra og öðrum ástvinum innilega sam- úð og biðjum þeim stryks I sorg þeirra. Henni sjálfri óskum við fararheillar á þeim leiðum, sem hún trúði svo fastlega að fram- undan væru. Víglundur MöIIer. Gleðin er sjálfsögð, enda al- geng, svo algeng, að maður tekur vart eftir henni. En sorgin, þegar hún ber að dyrum setur mann hljóðan, enda höfðar hún til hins bezta í mannssálinni. Ljúfar minningar koma fram í hugann, þegar kær vinkona er kvödd. Margar gleðistundir hef ég átt á heimili Óla og Önnu um fjörutíu ára skeið, og ferðafélaga var vart hægt að hugsa sér betri en þau hjón. Eitt sinn vorum við stödd sex saman á Holtavörðuheiði um sumarnótt og dvöldumst þar sem eftir var nætur í nýmáluðu og vel hirtu sæluhúsinu þar. Um morg- uninn, þar sem ég ligg steinsof- andi, vakna ég við það að bolli með rjúkandi kaffi og meðlæti var við koddann minn. Þarna var Anna að verki, þetta var henní likt. í sama ferðalagi var einn dagurinn öðrum lengri, svo að þegar komið var i náttstað í skála á Snæfellsnesi, var snarlega lagst til svefns, en sagan endurtók sig, þótt um hánótt væri. Rjúkandi kaffi við svefnpokann. Ógléyman legir dagar, sem urðu að tveimur mánuðum, er við ferðuðumst á bíl þeirra hjóna — Kaupmannahöfn, Feneyjar, Róm með Capri sem endastöð. Stúlka, sem með mér vann um þetta leyti og vissi um þetta ferðalag, sagði: Þekkirðu t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma ANNA TÓMASDÓTTIR Háteigsvegi 32 verður jarðsungin frá Fríkirkjunni i Reykjavík í dag, laugardaginn 23. febrúar kl 10 30 B. Óli Pálsson Tómas Grétar Ólason Guðlaug Gísladóttir og börn Pálmar Ólason Sigurveig Sveinsdóttir og börn. Smári Ólason t Innilegar þakkir til allra fjær og nær fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, ÞORKELS FRIÐRIKSSONAR, frá Siglufirði. F.h. vandamanna, Evert Þorkelsson, Viktor Þorkelsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför HELGA Þ. SMÁRA Vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.