Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974
/ dagsins önn
Að steikja
á teini
Flestir kannast líklega við
mat steiktan og borinn fram á
teini. Öll tilbreyting er
skemmtileg við matargerð, og
ekki spillir að fljótlegt sé að
útbúa réttina. Mat á teini má
steikja á pönnu, djúpsteikja
(þ.e. steikja í fitu í potti),
steikja undir „grilli", eða í ofn-
skúffunni. Einnig er hægt að
steikja áteini áútigrilli.
Það, sem á að setja á tein, er
skorið í smábita, annaðhvort
lagt í lög (til að „marinerast")
eða penslað með matarolíu, ef t-
ir að það hefur verið þrætt upp
á teininn.
Enginn efi er á því, að hægt
er að setja saman á tein ýmis-
legt eftir eigin smekk, og búa
þannig til sína eigin rétti. Því
miður er heldur fátæklegt á
grænmetismarkaðinum á þess-
um árstíma, og því ekki margra
kosta völ í þeim efnum. En þeg-
Hawaí-kjölboltiir
er, er steiktur á pönnu, sinnepi,
sykri, kryddi og bjór bætt í.
Látið krauma i 10 mínútur.
Teinarnir settir út í sósuna, og
látið malla í 30 mínútur, eða
þar til kjötið er meyrt.
Hawai-kjötbollur á teini.
(Fyrir4)
1200 gr nautahakk, salt.pipar
lA tsk. paprika, 1 lítill laukur
100 gr brauðmylsna, 4 matsk.
hunang, smjörlíki
1 lítil dós ananasbitar
lA tsk. engifer
70 gr púðursykur
2matsk. Soja:sósa, 4matsk.
chi'l-scsíi eða ciiíjtney.
H-"..K".Í i.landsð salti, pipar,
papriku, smátt söxuðum lauk
og biauðmylsnu og hunangi.
Gerðar litlar kjötbollur. Al-
pappír smurður settur í ofn-
skúffuna og bollurnar látnar í,
smurðar með bræddu smjörlíki
fíkjunum, og síðan penslað með
ólífuolíu. Sett undir grill. Lög-
urinn, sem kjötið var lagt í
bleyti í, er síðan hitaður og
hafður sem sósa. Hrísgrjón bor-
in með. Rúsinum dreift yfir ef
vill.
Karrý-rækjur á teini
100  gr  þurrkaðar  aprikósur
lagðar í bleyti i 2 klst.
lA tsk. af karrý, M tsk paprika
70 gr smjörlíki
l'/í matsk. kartöflumjöl
lA  peli  soð  (eða  vatn  og
súputeningar)
1 eggjarauða, 4 matsh rjómi, 2
matsk. sheri>
Rúmlega 200 gr rækjur (stór-
ar)
1 rauður pipar skorinn í smá-
bita.
Aprikósurnar skornar í smá-
bita, steiktar og karrý og
paprika  sett  út f smjörlíkið,
Sýning Veturliða
ar tómatar koma i búðirnar, eru
þeir einmitt mjög góðir í slíka
rétti.
Hér fylgja með nokkrir réttir
til að steikja á teini. Að matseld
lokinni, er slíkur matur oft bor-
inn þannig fram, að teinninn er
lagður á diskinn, og tekur mað-
ur þá bitana fram af sjálfur.
Einnig er hægt að losa bitana af
teininum áður en borið er inn.
Mjög algengt er að bera soðin
hrísgrjón með þessum réttum,
og ef vill einhverjar sósur.
Lifur og grape-aldin á teini.
600 gr lifur, salt og pípar
1 grape-aldin
70 gr hveiti, 70 gr smjörlíki
Lifrin krydduð, skorin í litla
bita, sem settir eru upp á tein
ásamt grape-aldin bitum til
skiptis, velt upp úr hveiti og
steikt á pönnu f 8—10 mín,
snúið á meðan. Borið fram
strax með steiktum kartöflum
og salati.
Nautakjöt og bacon á teini
600 gr magurt nautakjöt
8 þykkar sneiðar bacon
2 laukar í sneiðum
3matsk matarolia
lpeli bjór
3 tsk franskt sinnep
1 tsk strásykur
krydd
Kjötið skorið í teninga.
Skorpan tekin af baconinu og
hver sneið skorin í tvennt.
Síðan er þrætt upp á 4 stóra
teina kjöt, laukur, tvöföld, hálf
bacon-sneiðin, kryddað. Þetta
er síðan penslað með olíu og
grillað.  Laukurinn,  sem eftir
og settar undir grill í 5 mín.
Látnar kólna. Síðan er sett á 8
teina bollur og ananas-bitar til
skiptis.
Púðursykur, engifer, soja,
chili-sósa og örlítið af ananas-
safa hitað saman og síðan eru
bollurnar og ananasbitarnir
penslað með þessari sósu. Sett
undir grill og brúnað. Hris-
grjón borin með.
Ávextir á teini. Ábætir fyrir 4.
2 bananar, 1 ferskja,
1 appelsína, 70 gr smjör
90 gr sykur, 1 tsk. kanill
3matsk. romm.
Bananabitar, ferskju- og
appelsinurif látin til skiptis á 8
litía teina, penslað með smjöri
og brúnað varlega á pönnu með
feiti á. Tekið af pönnunni og
stráð sykri og kanil yfir ávext-
ina. Rommið hitað í pönnunni,
kveikt f og því síðan hellt yfir
ávextina um leið og þeir eru
bornir fram.
Lambakjöt „Madeleine"á teini
625   gr   magurt   beinlaust
lambakjöt
lOOgrgráfíkjur
H peli af rósavíni, piparkorn
lárviðarlauf, V* tsk. paprika,
oregano-krydd.
Kjötbitar og gráfíkjubitar
þræddir upp á 4 langa teina.
Búinn til Iögur úr víni, möluð-
um piparkornum, muldu lárvið-
arlaufi, oregano og papriku.
Teinarnir með kjötinu lagðir
ofan i þetta og hafðir i 4 klst. í
kæliskáp.
Síðan eru teinarnir teknir
upp, þerrað vel af kjötinu og
haft yfir í 5 mín. Soði og
kartöflumjöli (eða hveiti)
blandað saman, kryddað og sett
á pönnuna. Látið krauma þar til
þykknar. Egg og rjömi þeytt
saman, bætt út f pönnuna ásamt
víninu. Rækjur og rauður pipar
sett á litla teina, sett í sósuna og
látin malla í 10 mfn. Borin fram
með hrísgrjónum.
Þess má geta, að teinar eru
fáanlegir f búsáhaldaverzlun-
um og eru seldir 6 saman á
spjaldi. Verðið er um 100 kr.
Lögur f yrir kjöt
Það er ekki nauðsynlegt að
leggja kjöt í lög áður en steikt
er á teini, því eins og sagt er frá
hér í upphafi, er matarolía not-
uð til að pensla með. En ef
nautakjötið er ekki meyrt, bæt-
ir mikið að leggja það í bleyti f
lög í 3—4 klst. eða lengur, ef
þörf krefur. Lögurinn á alveg
aðfljótayfirkjötið.
Rauðvfnslögur
Góður fyrir kjöt alls konar
(einnig fugla) og feitan fisk.
Blandað er saman tæplega 4
dl rauðvíns, 1 dl olíu, 1 fínt
söxuðum lauk, 2 rifjum hvít-
lauks (mulin), 2matsk. saxaðar
steinselju. 6 piparkorn og rif-
inn börkur af 1 sítrónu.
Hvítvfns-blanda
Góð fyrir allan fisk og fugla-
kjöt. Blandið saman 1 pela af
hvítvíni eða eplavíni, 1 pela
hvítvíns-ediks, 1 fínt söxuðum
lauk, 2 negulnöglum, dál. stein-
selju, 2 lárviðarlaufum og berki
af einni appelsínu.
Veturliði Gunnarsson opnaði
málverkasýningu á Kjarvalsstöð-
um á laugardaginn var. Hann sýn-
ir fjölda verka og skiptast þau f
olíumálverk og myndir undir
gleri, pastell og vatnslitamyndir.
Það er ekki langt síðan Veturliði
hélt stóra og veigamikla sýningu i
Norræna húsinu. Ég gerði þeirri
sýningu ítarleg skil hér í blaðinu
og hef ef satt skal segja ekki
miklu við að bæta í tilefni af
núverandi sýningu Veturliða.
Engin stórátök né veigamiklar
breytingar hafa átt sér stað hjá
Veturliða á þeim stutta tíma, sem
er a' miili þessara sýninga, og
sumt, er hann sýnir nú, eru gaml-
ir kunningjar frá fyrri sýningu.
Þar á ég sérstaklega við olíumál-
verkin. „Myndir frá ýmsum ár-
um" mun sýning Veturliða heita,
og er það sannkallað réttnefni,
hvað olíumálverkin snertir.
Ekki er ég viss um, að Veturliði
hafi vandað nægilega til valsins á
þessum málverkum, og ég er ekki
í neinum vafa um, að hann gæti
staðið miklu sterkari en raun ber
vitni. Sérstaklega vakti athygli
mína málverkið nr. 70, Hljóða-
klettar. Það er sérstakt frá hendi
Veturliða og hefur óvenju mjúk-
an og finlegan tón. Þar hefur Vet-
urliði komist i snertingu við girni-
legt viðfangsefni, en hefði að
mínu áliti mátt glíma heldur
meira við það. Ég held, að þetta
málverk, og nr. 53, Suðureyri hafi
komist einna næst hjarta mínu af
þessum verkum. Það síðarnefnda
hefur léttleika og spennu f lit,
sem eitt sinn einkenndi sum
verka Veturliða.
Þungamiðja þessarar sýningar
er samt þær myndir, sem Vetur-
liði hefur gert í pastell-litum. Þar
virðist Veturliði vinna hratt og
grípa stemningar á lofti, ef svo
mætti segja. Auðvitað er árangur-
inn nokkuð misjafn, en þegar
honum tekst upp, verða til mynd-
ir eins og nr. 15, 25 og 30, sem
allar eru með þvi besta, er ég hef
séð ef tir Veturliða.
Myndlist
eftir VALTY
PÉTURSSON
Yfir sjötíu myndir eru á þessari
sýningu, og gefur það nokkura
hugmynd um, hver af kastamaður
Veturliði er. En ekki get ég varist
þvi að álíta, að honum hætti til að
skóla sig ekki nægilega á stund-
um. Það er augljóst mál, að ekki
mundi hann tapa á þvf að vinna
sum verk sin af meiri natni. Auð-
vitað eru vinnubrögð listamanna
mjög persónubundin, og einum
hæfir það, er öðrum er ómögu-
legt. Veturliði er einn þeirra, sem
á vondu máli mun nefnast insper-
eraður og lætur andartakið ráða
ferðinni.
Eins og að venju leitar Vetur-
liði eftir hugmyndum og efni í
myndir sínar frá sjávarsiðunni.
Stundum eru fyrirmyndirnar úr
hrauni og alls konar jarðvegi, en
ég held að þorpið, bátarnir og
aldan sé það, sem honum er kær-
ast, og einmitt frá þessum fyrir-
myndum tekst honum stundum
að ná árangri i hita sköpunargleð-
innar. Það eru alltaf vissir sprett-
ir í myndgerð Veturliða, sem ef til
vill mætti nota betur, ef vel væri
með farið. En auðvitað er þetta
einkamál Veturliða, og enginn
getur skipað honum fyrir verkum
eða krafist af honum að vera
nokkuð annað en hann sjálfur.
Það verða þá ekki fleiri línur að
sinni. Eins og ég sagði f upphafi,
þá er ekki langt síðan Veturliði
sýndi í Norræna húsinu, og sann-
ast sagna finnst mér það óskih'an-
legt, hvernig hann hefur haft
orku til að koma þessari sýningu á
laggirnar. Það er afrek á sina
vísu, en hve merkilegt það er,
verður hann sjálfur að gera sér
grein fyrir.
Hafsteinn Austmann
á Kjarvalsstöðum
Myndllst
eftir VALTY
PÉTURSSON
NÚ ER að verða ár síðan hið nýja
hús, sem nefnt hefur verið
Kjarvalsstaðir, var tekið i notkun.
Að sjálfsögðu sýnist sitt hverjum
um sjálft húsið og verður að
segja, að myndlistarmenn hafi
verið ötulir með sýningarhald við
þessar nýju aðstæður, og hefur
kennt margra grasa á þeim sýn-
ingum, sem haldnar hafa verið í
þessu margþráða húsi. Nú eru í
fyrsta sinn tvær sýningar í svo-
kölluðum Vestursal, en frá því að
fyrst var farið að hugsa um bygg-
ingu þessa húss, var alla tíð von-
ast til, að í þessum sal gætu átt sér
stað fleiri en ein sýning og jafn-
vel þrjár i einu. Ekki skal lagður
neinn dómur á þetta fyrirkomu-
lag hér, en fróðlegt verður að vita,
hvernig það gefst og hvernig því
verður tekið af almenningi og
listamönnum.
Það eru þeir Hafsteinn Aust-
mann og Veturliði Gunnarsson,
sem riðið hafa á vaðið, en í þess-
um linum verður fjallað um sýn-
ingu Hafsteins Austmanns. Hann
sýnir að þessu sinni fjörutiu og
níu verk. Sum þeirra hafa komið
fram á sýningum áður og eru því í
mörgum • tilfellum gamlir
kunningjar. Fleiri þeirra eru
samt ný af nálinni, og ég vil sér-
staklega benda á nokkrar vatns-
litamyndir, sem mér persónulega
finnst með því besta, er ég hef séð
eftir Hafstein. Þær eru gerðar af
viðkvæmni og hafa miklu mýkri
litatóna en flestþau verfe, er hann
hefur unnið í olíu og acryl.
Vatnslitir virðast einnig falla
mjög vel að þeirri myndgerð, er
Hafsteinn stundar, og ég held, að
hann eigi ef tir að sjá mikla mögu-
leika einmitt á þessu sviði.
Þessi sýning Hafsteins er ekki
ólík þeirri sýningu, er hann hélt á
verkum sínum í Bogasalnum fyrir
einum þrem árum, og þegar ég lít
yfir það, er ég reit hér f blaðið um
þá sýningu, virðist mér óþarfi að
endurtaka það. En það voru
nokkuð jákvæð atriði, er ég þá
dró fram um verk Hafsteins Aust-
manns. Þó ætla ég að nefna hér
einstöku verk, sem féllu mér best
í geð á núverandi sýningu Haf-
steins Austmanns. Nr. 20 er gerð
af mikilli leikni og skilar fyllilega
áformum listamannsins. Nr. 28 er
einnig gott málverk og ef til vill
með því besta á þessari sýningu.
Sama mætti segja um nr. 31, sem
mér þótti sérstaklega aðlaðandi.
Ég nefni ekki fleiri verk að sinni,
enda hef ég alla tíð verið andvíg-
ur of miklum upptalningum. Það
hefur hver sinn smekk, og ég
efast ekki um, að aðrir finna það,
er þeim likar betur. Heildarsvip-
ur þessarar sýningar er gott vitni
um getu og þroska Iistamannsins
og Hafsteinn hefur sérstakan
svip, sem hann hefur tileinkað sér
smátt og smátt á starfsferli sinum
um langt árabil. Nú má vera að
sumir glotti yfir þessari setningu,
því sú var tíðin, að Hafsteinn
Austmann var nokkurs konar
Benjamín í islenskri myndlist.En
timinn Iíður, og Hafsteinn heyrir
nú orðið líklegast til hóp miðaldra
myndlistarmanna. Hvað um það?
Hver er ungur, miðaldra, gamall?
Framhald á bls. 22.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40