Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1974 Einar Vigfússon selló- leikari — In Memoriam Einar Vigfússon vakti nemend- um sínum svo harðar kröfur um nákvæmni og prúömennsku í lífi og list, að mér er mjög til efs, að sá hafi orðið samur eftir, sem hafði þá hamingju að njóta leið- sagnar hans lengur eða skemur. Engin furða, þótt slíkur maður hafi uppskorið hvað mestan árangur af erfiöi sínu þeirra tón- listarkennara íslenskra, sem nú eru á dögum. Ég skal ekkert vera að vefja það: Lærisveinahópur Einars er orðinn bæði stór og stæðilegur, þótt starfsævin yrði ekki löng. enda var hann fæddur kennari. Hann gekk ríkt eftir réttri aðferð, en vildi þó einlægt hafa það er sannara reyndist. Enginn hljómur, engin hending, engin smánóta var í augum hans lítilvæg, heldur óþrjótandi upp- spretta línnulausrar fágunar og natni. Svo mjög rann virðing hans fyrir viðfangsefninu í merg og blóð nemandanum, að hann dirfð- ist ekki síðan að sýna af sér hroð- virkni eða skeytingarleysi. Sama gilti um manninn sjálfan. Hann var óskeikult snyrtimenni á alla grein og öðrum mönnum kurteisari. Fegurstar hendur hafði hann allra, sem ég hefi séð. I návist hans duttu mér oft í hug orðin „hver fær að stíga upp á fjall Drottins, hver fær að dvelja á hans helga stað? Sá, sem hefur óflekkaðar hendur og hreint hjarta, og eigi sækist eftir hé- góma". En hann hafði lika stórt hjarta, var höfðingi heim að sækja og gjafmildur, vildi hvers manns vandræði leysa. Hugul- samur var hann við konu mína og börn og vék góðu að þeim. Margoft stakk hann að mér heil- um strengjasamstæðum af vönd- uðustu gerð, lét þetta í kápuvasa minn þegar við kvöddumst á tröppunum á Fjólugötunni, svo mátti ekki tala meira um það. Frímerki þá ég af honum, fáséð og fémæt. Og úr utanför færði hann mér íburðarmikla hátíðarút- gáfu af samstæðum Jöhanns Se- bastíans Baehs fyrir einsamla knéfiðlu, bæði ljósprentað eigín- handrit höfundarins og skýríngar og athugasemdir erlends stór- meistara þessa hljóðfæris. Báðir unnum við þessum svítum um önnur tónverk fram, og stundirn- ar, sem við vörðum saman til þess að rýna þær og njóta þeirra, eru meðal þess, sem ég gleymi síðast. Eg geymi enn skólaútgáfu þess- ara verka, með gjörhugulum minnispunktum hans sjálfs, skrif- uðum fagurri rithendi, og hefi ekki komist hjá því, bæði hér og erlendis að bera aðferð hans sam- an við túlkun og metóðu annarra snillinga, og það hefur orðið mér æ ljósara með árunum, hve við- horf hans einkenndust af óþreyt- andi trúmennsku við höfundinn og anda hans, ásamt með gagn- gerri viðleitni til þess að leyfa þeirri opinberun að njóta sín, sem fimmti guðspjallamaðurinn hafði af alheiminum. Minnisstæðir eru mér hljóm- leikar, sem hann hélt í samkomu- sal Melaskólans, þar sem hann lék einmitt m.a. þá þriðju þessara samstæða í C-dúr. Einbeitni, inn- lifun og alúð, auk undanbragða- lausrar samviskusemi, leyndu sér ekki í leik hans, þeir eðliskostir, sem hann hlaut svo ríkulega í arf frá forfeðrum sínum, vammlaus- um embættismönnum. Hann var sonur Vigfúsar ríkisráðsritara Einarssonar, prófasts Jónssonar á Hofi í Vopnafirði, en kona síra Einars var Kristin Jakobsdóttir, prests í G' umbæ Benediktssonar. Móðir Einars er frú Guðrún kenn- ari Sveinsdóttir verzlunarmanns Hallgrímssonar á Akureyri, bónda á Skeiði í Svarfaðardal Jónssonar, en kona Sveins og móðir Guörúnar var Matthea, dóttir síra Matthíasar skálds Joeh- umssonar. Einar hafði á verkefnum sínum heiða heildarsýn þess manns, sem + Móðir okkar og systir, GUÐLAUG HELGA GUÐBRANOSDÓTTIR KYLLO lézt 1. maí s I í Stjördal, Noregi Börn og systkini. Hjartkær eiginmaður minn, ÓSKAR ARNGRÍMSSON, Oldugötu 24, Hafnarfirði lést í Landspítalanum aðfaranótt 24. þ m Guðrún Sigurgeirsdóttir. býr yfir hinni fíngerðu menningu hjartans og oft fannst mér það eiga við hann versið eftir síra Hallgrím, sem letrað var yfir skrifborðinu hans heima í Fjólu- götu, um manninn, sem er lærður og f lyndi glaður og ber lof hjá þjóðum. Fingrasetningar hans voru gjörunnar og miðuðu að lág- marksáhættu, intónasjónin hrein, tæknin fullkomin, tónninn til- gerðarlaus, djúpur og ríkur. Hann kom margsinnis fram sem einleikari með Sinfóníuhljóm- sveit Islands, en konsertmeistari hennar var hann frá upphafi, og lék þá mörg vandasömustu verk knéfiðlubókmenntanna, svo sem selló-konserta Haydns og Schu- manns, Rókókó-varíasjónir Tsjækovskís, tvöfaldan konsert Brahms handa fiðlu og sellói, þre- faldan konsert Beethovens handa pianói, fiðlu og sellói. Síðast hafði hann framsöguhlutverk í Canto elegiaco eftir Jón Nordal. Öll þessi \»erkefni leysti hann af hendi með þeirri prýði og vand- virkni, sem honum var innborin og eðlileg. Það er margra ára púls- vinna að læra þótt ekki væri nema eitt þessara stórverka, hvað þá að halda þeim við á einu bretti. Hann lék sér að þvl, hvenær sem var, að líkt og hrista fram úr erminni sónötur Brahms, og flutti F-dúr sónötuna opinberlega, þar sem ég var nær. Þessu afkastaði hann við hliðina á miklum önnum á vettvangi kennslu, hljómsveitarleiks og smá- konserta, og auðvitað voru ótelj- andi þau tækifæri, þegar leit- að var til hans um sellóleik, bæði brúðkaup og jarðarfarir, að ó- gleymdu tfmafreku starfi í Þjóð- leikhúsinu. Útvarpið á upptökur hans á sónötum Bachs fyrir selló og harpsíkord, Tilbrigðum um ís- lenskt þjóðlag eftir Jórunni Viðar og fleiri um daginn frétti ég af upptöku eftir hann hjá danska útvarpinu. Hann var traustur fé- lagi Strokkvartetts Tónlistarskól- ans, sem fjöldi verkefna liggur eftir, t.d. kvartettarnir ópus 18, 59 og 95 eftir Beethoven og Mors et vita eftir Jón Leifs, auk sál- manna, sem við heyrum í útvarp- inu á jólunum, en mörgum finnst hátíðin ekki gengin í garð, fyrr en þeir hljóma. Þá lék hann í tríóum með Birni Ólafssyni, Arna Krist- jánssyni og Rögnvaldi Sigur- jónssyni, sem fluttu meðal annars bæði Pianótríó Schuberts í B-dúr og Es-dúr, auk verka eftir Haydn, Mozart og Beethoven. En þótt hann væri i fararbroddi íslenzkra sellóleikara, þá var hann tildurslaus, sóttist aldrei eftir hégóma og hafði til að bera fullkomið raunsæi að þvf er varð- ar hugmyndina um að sigra þús- undir erlendra manna ofan af pallinum, og þessu raunsæi miðl- aði hann nemendum sínum í rík- um mæli. Hann átti þá knéfiðlu, sem var stærri og meiri en ann- arra manna og sú, sem fyrst var smíðuð í veröldinni, eftir að sú stökkbreyting varð á gömbunni, sem leiddi til knéfiðlunnar sem sjálfstæðs fyrirbæris í strengja- fjölskyldunni. Hann sparaði hvorki fé né fyrirhöfn til þess að hljóðfæri hans mættu vera í ólast- aniegu ásigkomulagi og búnaðist vel á því sviði sem öðrum, enda var hann handlaginn og sýnt um að dytta að sjálfur. Hann var góð- ur meðalmaður á hæð og föngu- legur og óvenju vænn álitum, þar sem hann sat með sitt mikla hljóð- færi á háum pinna. Hann átti söfn bóka og frímerkja, en var líka umhugað um líkamsrækt og úti- veru, iðkaði sund reglulega, fyrst í Gömlu laugunum svo vestur i bæ, og sóttist eftir útivinnu á sumrum, var a.m.k. eitt sumar við garðrækt hjá föður mínum. Hann var aristókrat að ætterni og uppeldi og ljúflegur séntilmað- ur fram í fingurgóma, hlaut enda framhaldsmenntun sína á Royal College í London, þar sem hann bjó hjá frú Miller í VesturKens- ingtonstrætí, aldraðri gæðakonu, sem fékk slíkt dálæti á leigjand- anum unga frá Islandi, að hún hefur síðan, fyrir tilstuðlan Ein- ars og milligöngu, hýst fjölmarga islenzka náms- og tónlistarmenn í góðu yfirlæti. Prófi lauk hann frá hinum rómaða skóla 1949 og var strax þegar heim kom ráðinn sellóleikari Ríkisútvarpsins og tveimur árum síðar kennari við Tónlistarskólann á Reykjavík. Þessi störf rækti hann með sjald- gæfum ágætum, var áreiðanlegur hljómsveitarmaður, traustur leið- togi knéfiðlanna. Og svo ástund- unarsamur kennari var hann, að hann var jafnan óðfús að bæta nemendum sínum upp þær kennslustundir, sem þeir gátu ekki sótt af einhverjum ástæðum og tók þá nemendur gjarna heim til sín. Þá flaug tíminn óðara en varði og einatt urðu þessir tímar æði miklu lengri en stundaskrá sagði til um. Yfirkennari kamm- ermúsíkdeildar skólans var hann mörg hin síðustu ár. Hann var mjög ötull að afla nótnabóka er- lendis frá og dreifa þeim meðal nemenda sinna og lagði mikla á- herzlu á að auka hæfni þeirra til þess að lesa nótur beint upp af blaðinu prima vista. Sjálfur lék hann þá undir á píanó. Við kveðjum fágætan mann og góðan dreng. Skarð hans er vand- fyllt. Innilegustu samúðarkveðjur til móður og eiginkonu. Gunnar Björnsson. María Guðmunds- dóttir — Minningarorð Kveðja að austan. SÚ fregn barst yfir Fjall að kveldi 13. mai, að Maria Guð- mundsdóttir, Safamýri 63, hefði orðið fyrir alvarlegu sjúkdóms- áfalli, sem síðar dró hana til dauða hinn 15. sama mánaðar. Þetta kom eins og reiðarslag yfír fjölskyldu hennar og ætt- ingja, því maður vissi ekki annað en hún væri tiltölulega hraust. Allt var gert, sem í mannlegu valdi stóð til, að bægja dauðanum frá en allt kom fyrir ekki. Það sannast þar orð Hallgríms Pétursonar: "Hvenær sem kallið kemur kaupir sér enginn frí." María var fædd 2. des. 1931 að Egilsstöðum I Ölfusi, dóttir hjón- + Eigmkona mín, INGA JÓNSDÓTTIR, Meistaravöllum 6, lézt að Landspítalanum 24. þ m. Jarðarförm auglýst síðar. Elías Bernburg. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar og ömmu j HELGU EYJÓLFSDÓTTUR, Bakkarholti, Margrét Gunnarsdóttir, Þorlákur Gunnarsson, Helga G Kristjánsdóttir. + Systir mín + Þökkum innilega auðsýnda samúð og kveðjur við andlát og utför KRISTÍN ARNGRÍMSDÓTTIR, INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, fyrrv. kennari, Hávegi 12, Siglufirði. Vesturgötu 31, andaðist 2 1. maí. Þráinn Guðmundsson, Guðjón Arngrímsson. Margrét Guðmundsdóttir, Baldvina Baldvinsdóttir og sonarbörn. + Útför föður míns, + Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför ÁSGRÍMS GÍSLASONAR, SIGURLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR, bifreiðastjóra, Öldugötu 54, Stapa. verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 27. maí kl 1 .30 HornafirSi. Fyrir hönd aðstandenda Ásgeir Ásgrímsson. Aðstandendur. anna Guðmundar Steindórssonar, sem látinn er fyrir 9 árum, og Markússínu Jónsdóttur, en þau höfðu búið þar frá árinu 1929 og Markússína býr þar enn komin á áttræðisaldur, ásamt Steindóri syni sínum. Tvær systur átti Marfa aúk bróðurins, en þær eru Jónína, gift undirrituðum og býr á Grænhóli, Ölfusi, og Guðrún, gift Ástþóri Runólfssyni bygg- ingameistara ættuðum úr Vest- mannaeyjum. María ólst upp með fjölskyldu sinni á venjulegu islenzku sveita- heimili, þar sem vinna og ráð- deild voru taldar dyggðir, enda vöndust þau börnin fljótt við að hjálpa til við bústörfin. Á sama tíma og ungmenni nútfmans setjast á framhalds- skólabekk að lokinni fermingu, fór María að vinna utan heimilis- ins, í fyrstu smátíma í senn, en eftir þvi sem aldur og þroski Ieyfðu var hún samfelldara í burtu, það voru ýmist vistir á einkaheimilum eða á opinberum vinnustöðum. Arið 1959 urðu þáttaskil í lífi Mariu, en það ár gekk hún í hjónaband með eftirlifandi eigin- manni sínum Helga Daníelssyni vélstjóra, ættuðum frá Grímsstöð- um í Borgarfirði, öðlingsmanni að allri gerð. Þau stofnuðu heimili í Reykja- vík, keyptu fyrst litla íbúð við Ægissíðu, en bjuggu sér síðar glæsilegt hús að Safamýri 63, við eina fegurstu götu borgarinnar. Þeim Helga og Maríu búnaðist vel, enda mjög samhent um hag heimilisins. Fyrstu búskaparárin var Helgi í siglingum á skipum S.Í.S. en þótt honum félli far- mennskan vel, taldi hann sig vera ofmikið fjarri heimilinu, einkum eftir að börnin voru orðin 4 en þau áttu 2 syni og tvær dætur frá 8—14 ára, svo að hann fór í land og gerðist vélgæzlumaður fyrst við Ljósafoss í nokkur ár en síðar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Ég átti því láni að fagna að vera nágranni Egilsstaðafjölskyldu frá því ég man fyrst eftir mér og man systkinin frá þvf þau voru lítil börn, en ég er nokkrum árum eldri en þau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.