Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1974 25 — Kosningaúrslit Framhald af bls. 13 Hvammstangi Kosningin þar var óhlutbundin og hlutu þessir kosningu: Brynjólfur Sveinbjörnsson, Danfel Pétursson, Ingi Bjarnason, Karl Sigurgeirsson og Stefán Þor- kelsson. Blönduós Þar fékk D-listi sjálfstæðis- manna og fleiri 178 atkvæði og 3 kjörna, en hiaut slðast 160 atkvæði og einnig 3 menn. H-listi vinstri manna og óháðra fékk nú 172 atkvæði og 2 kjörna. I kosn- ingunum 1970 fékk listi Fram- sóknar og óháðra 157 atkvæði óg 2 menn, en listi frjálslyndra 46 menn og engan mann. I hreppsnefnd eru nú kjörnir — af D-lista Jón Isberg, Gunnar Sigurðsson og Guðmundur Einarsson, en af H-lista Árni Jóhannesson og Hilmar Kristjáns- son. Skagaströnd Atkvæði féllu þannig: A-listi hlaut 51 atkv. (57) og 1 mann kjörinn, B-listi 66 atkv. (50) og 1 mann kjörinn, D-listi 74 atkv. (104) og tvo menn, G-listi 62 atkv. (35) og 1 mann og H-listi ungra framfarasinna 36 atkv. og engan mann. Fulltrúatala listanna i hrepps- nefnd er óbreytt, þótt nokkur breyting hafi orðið á fylgi, en í hreppsnefnd eiga þá sæti: Bernódus Ölafsson A, Jón Jóns- son B, Adolf J. Berndsen og Gylfi Sigurðsson D og Kristinn Jóhannsson af G-lista. Hrísey Enginn listi kom fram I Hrísey og kosningin þvi óhlutbundin. Kosningu hlutu: 1. Björgvin Jónsson 96 atkvæði, 2. Björgvin Pálsson 81 atkvæði, 3. Ingveldur Gunnarsdóttir 70, 4. Jóhann Sigurbjörnsson 52 og 5. Hörður Snorrason 44. Kjörsókn var 67.48%. Kosningin var einnig óhlutbundin 1970. Raufarhöfn Atkvæði féllu þannig, að G-list inn hlaut 87 atkvæði (88) og 2 menn, D-listinn fékk 59 atkvæði og 1 mann, B-listinn 38 atkvæði og 1 mann og H-listi óháðra 112 atkvæði og 3 fulltrúa. Meirihluti óháðra frá síðustu kosningum hefur því tvístrazt, en nú eiga sæti í hreppsnefnd: Heimir Ingi- marsson og Angantýr Einarsson af G-lista, Helgi Ölafsson af D- lista, Björn Hólmsteinsson af B- lista og Karl Ágústsson af H-lista. Egilsstaðahr Framsókn tapaði meirihlutan- um á Egilsstöðum, þar sem Al- þýðubandalagið vann mann. B-listi Framsóknarflokksins hlaut 163 atkvæði og 2 kjörna (161 og 3), D-listi Sjálfstæðis- flokksins fékk 66 atkvæði og 1 kjörinn (49 og 1), G-listi Alþýðu- bandalagsins fékk 105 atkvæði og 1 kjörinn (43 og 0) og H-listi óháðra 68 atkvæði og 1 (53 og 1). I hreppsnefnd voru kosnir: Af B-lista Guðmundur Magnússon og Magnús Einarsson, af D-lista Jóhann D. Jónsson, af G-lista Sveinn Árnason og af H-lista Erling Garðar Jónsson. — Kjör- sókn var90.8% Reyðarfjörður H-listinn fékk mann á hlutkesti með jafnmörg atkvæði og L-listi, sem fékk engan. Tveir listar sjálfstæðismanna komu nú fram á Reyðarfirði, og var annar úrskurðaður utan flokka. Hvor listinn fékk mann, en 1970 hafði listi Sjálfstæðis- flokksins 2. Alþýðubandalagið vann nú mann af lista fram- sóknarmanna, sem var talinn utan flokka nú eins og 1970. Orslitin urðu þau, að D-listi Sjálfstæðisfélags Reyðarfjarðar hlaut 69 atkvæði og 1 kjörinn, og H-listi sjálfstæðismanna, úr- skurðaður utan flokka, fékk 38 og 1 kjörinn sem komst inn á hlut- kesti, (1970 fékk D-listi Sjálf- stæðisfélags Reyðarfjarðar 76 atkvæði og 2). G-iisti Alþýðu- bandalagsins fékk nú 82 atkvæði og 2 (57 ogl).K-listi óháðrafékk nú 50 atkvæði og 1 (47 og 1). L-listi framsóknarmanna, úr- skurðaður utan flokka, fékk 38 atkvæði og engan (64 og 1). M- listi framfarasinnaðra kjósenda fékk 77 atkvæði og 2 (79 og 2). I hreppsnefnd voru kosnir: Af D-lista Páll Elísson, af G-lista Helgi Seljan og Guðmundur Beck, af H-lista Arnþór Þórólfsson, af K-lista Vigfús Ólafsson og af M- lista Marinó Sigurbjörnsson og Hjalti Gunnarsson Fáskrúðsfjörður Atkvæði féllu þannig, að Glist- inn fékk 137 atkv. og 3 menn kjörna, B-listinn 126 atkv. (101) og 2 menn kjörna og D-listinn hlaut 87 atkv. (77) ög 2 menn kjörna. I siðustu kosningum, 1970, bauð Alþýðubandalagið ekki fram sér- stakan lista, en þá fékk listi Verkalýðs- og sjómannafélagsins 104 atkvæði og 2 kjörna, og loks hafði þá listi óháðra kjósenda 35 atkvæði og 1. I hreppsnefnd voru kosnir: Af G-lista Baldur Björnsson, Þor- steinn Bjarnason og Þóra Kristjánsdóttir. Af B-lista Þórólfur Friðbjörnsson og Arn- fríður Guðjónsdóttir, og af D-lista Albert Kemp og Ulfar Sigurðs- son. Auðir seðlar voru 8 og 1 ógildur. Kjörsókn var 88,33%. Stöðvarfjörður I-listi fráfarandi hreppsnefndar hlaut 112 atkv. og 4 menn kjörna og J-listinn hlaut 39 atkv. og 1 mann. I hreppsnefnd voru kosnir: Af I-lista: Björn Kristjánsson, Frið- rik Sólmundsson, Hafþór Guð- mundsson og Sólmundur Jónsson og af J-lista: Bjarni Gislason. Kjörsókn var 92%. Hornafjörður Sjálfstæðismenn bættu við sig Iveimur fulltrúum á Hornafirði og Framsókn einum, en þar var fjiilgað um tvo í hreppsnefnd. Samtök óháðra kjósenda, sem siðast fengu einn, buðu ekki frani sérlista nú. Eitt atkvæði skildi sjálfstæðismenn og framsóknar- menn. B-listi framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra fékk 209 atkvæði og 3 (131 og 2). D-listi sjálfstæðismanna fékk 208 at- kvæði og 3 (103 og 1). G-listi Alþýðubandalagsins fékk 95 at- kvæði og 1 (91 og 1). — Samtök óháðra kjósenda fengu 1970 71 atkvæði og 1. I hreppsnefnd voru kosnir: Af B-Iista Öskar Helgason, Þórhallur Dan Kristjánsson og Birnir Bjarnason. Af D-lista Vignir Þor- björnsson, Árni Stefánsson og Unnsteinn Guðmundsson, og af G-lista Benedikt Þorsteinsson. — Kjörsókn var 84,18%. Stokkseyri D-listi S jálfstæðisflokksins hlaut nú 132 atkvæði og 3 (105 og 3). I-listi Alþýðu- og framsóknar- inanna og óháðra 83 og 2 og H-listi vinstri mann 68 og 2. 1970 fékk listi frjálslvndra kjósenda 98 at- kvæði, Franisókn 36 og Alþýðu- flokkur 26. I hrpppsnefnd voru kosnir: Af D-lista Helgi Jónsson bóndi, Steingrímur Jónsson sveitarstjóri og Asgrimur Pálsson fram- kvæmdastjóri. Af I-lista Vern- harður Sigurgrímsson og Eyjólfur Óskar Eyjölfsson. Af H-lista Frí- mann Sigurðsson og Hörður Páls- son. Auðir voru 6 og ógildur 1. Kjörsókn var93,2%. Eyrarbakki Atkvæði féllu þannig: D-listinn fékk 139 atkv. og 3 menn (148 og 4), A-listinn, listi Alþýðufl., Framsóknarfl. og óháðra fékk 86 atkv og 2 menn kjörna (126 og 3) og H-listi óháðra fékk 86 atkv og 2 menn kjörna. I hreppsnefnd voru kosnir: Af A-lista Vigfús Jónsson fyrrv. odd- viti og Jón Bjarni Stefánsson, út- gerðarmaður. Af D-lista Kjartan Guðjónsson, form. verkalýðs- félagsins Bárunnar, Oskar Magnússon skólastjóri og oddviti, og Jón Gunnar Gíslason vélvirki. Af H-lista Bjarnfinnur Ragnar Jónsson vélstjóri og Arsæll Þórðarson húsasmiður. Selfoss D-listi Sjálfstæðisfl. 408 (352) 3(2) 29.85% B-listi Framsóknarfl. 399 2 29.19% G-listi Alþýðubandal. 211 1 15.44% J-listi jafnaðarmanna 218 (115) 1(0) 15.95% l-listi óháðra 131 (247) 0 (2) Framsóknar- og Alþýðubanda- lagsmenn buðu fram saman árið 1970 og fengu þá 494 atkvæði og 3 menn kjörna. I hreppsnefnd Selfoss sitja þvi næstu fjögur árin — af B-lista Hafsteinn Þorvaldsson og Eggert Jóhannesson, af D-lista Óli Þ. Guðbjartsson, Páll Jónsson og Jón Guðbrandsson, af G-lista Sigurjón Erlingsson og af J-lista Brynleif- ur H. Steingrímsson. Á Selfossi var kjörsóknin um 94.2%. Hveragerði I Hveragerði héldu sjálfstæðis- menn meirihluta sínum og fengu 3 fulltrúa af 5 í hreppsnefnd. Atkvæði féllu þannig: D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 247 atkvæði og 3 (164 og 3). I-listi samvinnumanna hlaut 174 atkvæði og 2 kjörna og H-listi Óháðra kjósenda fékk 77 atkvæði, en engan kjörinn. — 1970 fékk Framsóknarflokkurinn 102 at- kvæði og 1, Alþýðubandalagið 76 og 1 og Alþýðuflokkurinn 37 og engan. í hreppsnefnd voru þessir kjörnir: Af D-lista Hafsteinn Kristinsson, Hans Christiansen og Friðgeir Kristjánsson og af I-lista Þórður Snæbjörnsson og Asgeir Björgvinsson. Varði doktors- ritgerð í Lundi Séra Einar Sigurbjörnsson varði fyrir skömmu doktorsrit- gerð við háskólann í Lundi. Rit- gerðin ber heitið „Ministries within the people of God”. — Minning Framhald af bls. 27 játaði trú sína á hann, sem alla leiðir heim að lokum. Hún var trú allt til dauða, og ég er þess fullviss, að fvrirheitið um kórónu lifsins hefur fallið henni i skaut. Blessuð sé hin ljúfa minning hennar. Ragnheiður Olafsdöttir Að morgni 25. april síðastliðins, lézt á Landspítalanum frænka okkar góð Guðný Guðjónsdóttir frá Brekkum í Hvolhreppi. Guðný var fædd 4. maí 1905 og var því tæplega 69 ára að aldri, er hún lézt. Hér skal ekki rakinn æviferill hennar í einstökum atr- iðum. Sjálf var hún ekki fjölyrt um sína hagi, það skipti hana jafnan meira máli að létta undir byrðar vina sinna, og þeir voru margir. Við minnumst hennar með þakklæti og trega, þaö segir sína sögu. Guðný giftist aldrei og átti enga afkomendur, en við, stór hópur systkinabarna hennar og aðrir góðir vinir, áttum rúm í hjarta hennar, sem værum við hennar börn. Hugur okkar reikar til barnsár- anna, mynd Guðnýjar er björt og skýr í hugum okkar. Arin liðu, við uxum úr grasi. giftumst og eign- uðumst okkar börn, ást hennar og umhyggja náði lil þeirra lika. Með þessum línum viljum við þakka elskulegri frænku okkar fyrir umhyggju hennar og elsku i okkar garð, og barna okkar. Vina- hópurinn var stór, hjarta hennar var stórt. Vertu sæl, Drottinn Guð þig þeiði. Frænkur. Allir vita, aö sumir viröast yngri en þeir eru. Æskan viróist hafa tekiö ástfóstri viö þá, og þeir njóta þess í viröingu og vinsældum. En hefurðu tekiö eftir þvi, hvernig þeir klæóast, þessir lukkunnar pamfilar? Föt eftir nýjustu tízku, scm fara vel - gefa persónu þinni ferskan blæ, svo aö þú virðist ekki ári eldri en þú ert, jafnvel yngri. Reyndu sjálfur. Sýndu heiminum þínar - yngstu hlióar. Fáöu þér ný Kóróna föt, og sjáöu hvernig brosunum til þin fjölgar. Herrahúsið Aðalstræti4, Herrabúóin vió Lækjartorg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.