Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Auglżsing - O.Johnson&Kaaber 50 įra 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
Framreiðslustúlka      í
kaffistofu í Vín í kring-
um aldamótin 18 hundr-
uð.
Ýmsar  gerðir  af  kaffikönnum frá 18. öld
Kaffistofur byrjuðu að ryðja sér rúms í Evrópu á  17. ölc
stjómmála.  Þetta  málverk  er af fyrstu kaffistofunni, sen
_______Mathieu de Clieu.
ENGINN vafi leikur á þvl að kaffi er
vinsælasti drykkurinn á þessu jarðriki,
þegar vatn er undanskilið. Nær helm-
ingur jarðarbúa drekkur þennan dökka
vökva, sem sagan segir að geitahirðir-
inn Kaldi hafi fyrst uppgötvað árið
850 Hann tók eftir því, að er geitur
hans höfðu borðað ber af sígrænni
hríslu, tóku þær upp á alls konar
einkennilegum skvettum og fettum.
Hann ákvað að bragða á þessum berj-
um og varð yfir sig hrifinn, af hve
hressandi áhrif þessi ber höfðu á hann
og hljóp til byggða, til að skýra frá
þessari uppgötvun Þetta á að hafa
gerst einhvers staðar í Arabíu.
Orðið kaffi er liklega komið frá ara-
bíska orðinu qahwah, þó að sumir
málfræðingar setji það i samband við
orðið Kaffa, sem er hérað í SV-hluta
Eþiópíu og sagt vera upprunastaður
kaffisins. Talið er að kaffitré, sem uxu
villt i Kaffa hafi verið flutt til Arabiu
fyrir um 500 árum, þar sem skipuleg
kaffiræktun hófst Að orðið kaffi sé
komið frá Kaffa er ekki ólíklegt, þegar
litið er á orðin yfir kaffi í hinum ýmsu
tungumálum. í kínversku kai-fey,
dönsku og sænsku kaffe, hollenzku
koffie, finnsku kahvi, frönsku.
spænsku og portúgölsku café,
japönsku, kéhi og rússnesku kophe,
ensku coffeé, svo að eitthvað sé nefnt.
Arabar uppgötvuðu mjög fljótlega
að kaffi var mjög hressandi drykkur og
þeir tóku að notfæra sér það í sam-
bandi við hinar löngu trúarathafnir
múhameðstrúarmanna til að halda at-
hyglinni óskertri. Kaffið varð þó fljót-
lega deiluefni, þvi að hinir íhaldssam-
ari i hópi prestanna, héldu því fram að
það væri áfengur drykkur og neyzla
þess þvi bönnuð skv. Kóraninum. Voru
þung viðurlög  sett við neyzlu  þess
Fæstir létu sig þessi viðurlög skipta og
kaffineyzla breiddist ört út.
Kaffið kom til Evrópu einhvern tíma
á 1 6. eða 1 7. öld og er saga þess þar
full af frásögnum af því, hvernig það
var notað í sambandi við trúarathafnir,
stjórnmálaþref og sem læknismeðal I
mörgum löndum var það bannað um
tima og vinsældir þess voru mjög upp
og ofan. Kaffið öðlaðist fyrst verulegar
vinsældir i London, þar sem hver kaffi-
stofan af annarri var opnuð. Stofur
þessar urðu fljótt miðstóðvar menning-
arlífs, stjórnmála og viðskiptalffs. Árið
1 700 er talið að um 2000 kaffihús
hafi verið starfandi í Lundúnaborg
einni.
Fram til loka 17. aldar komu nær
allar kaffibirgðir heims frá Yemen i
S-Arabiu, en ráðamenn þar gættu kaffi-
ekranna sem sjáaldurs auga síns og
engir útlendingar fengu að koma ná-
lægt þeim. En vinsældir kaffisins tóku
að aukast og jafnframt verðmæti þess.
fundu menn fljótt leiðir, til að smygla
kaffiplöntunni á milli landa. Kaffirækt
hófst á Ceylon 1658, 1696 á Java,
1715 á Haiti og Santo Domingo,
1 727 i Brazilíu, 1 748 á Kúbu, 1 784 i
Venezúela og 1 790 i Mexikó.
Ýmsar sögur hafa verið sagðar af því
hvernig menn fluttu kaffiplöntuna milli
landa, en ein sú frægasta er af franska
sjóliðanum Gabriel Mathieu de Clieu,
sem var liðsforingi á eynni Martinique
Eitt sinn árið 1 720 var de Clieu í leyfi i
Frakklandi, þar sem hann eyddi tíma
sinum gjarna á kaffihúsum i París og
varð mikill kaffiunnandi. Hann ákvað
þá að taka með sér kaffiplöntu til
Martinique, hvað sem það kostaði.
Hann hefði frétt að Hollendingur hefði
tekizt að rækta kaffiplöntuna á eyjun-
um í A-lndíum, og loftslagið þar og á
Martinique var mjög svipað. En það
var ekki hlaupið að þvi að komast yfir
kaffitré. Einu trén, sem til voru í París
voru i gróðurhúsi Loðviks XV. sem
vopnaðir verðir gættu allan sólarhring-
inn. Honum tókst þó með mútum og
öðrum brögðum að komast yfir eitt tré,
sem hann tók með sér um borð i skip
sitt. Á þeim tímum tók siglingin yfir
Atlantshafið rúman mánuð og allan
þann tima varð De Clieu að deila vatns-
skammti sínum með kaffitrénu. En tréð
komst lifandi á áfangastað, þar sem
það var gróðursett með viðhöfn. Frá
þessu tré er talið að meirihluti kaffi-
trjánna í Amerikulöndunum sé kom-
inn. Þremur árum eftir lát de Clieus
árið 1 777 voru 19 milljón kaffiplöntur
á Martinique.
Coffea Arabica.   x-
Coffeaættin, sem kaffitréð telst til,
samstendur af um 25 tegundum, sem
flestar vaxa villtar í frumskógum gamla
heimsins. Algengasta kaffitréð, sem
mestur hluti kaffiframleiðslu heimsins
kemur frá, heitir Coffea Arabica, einnig
kemur nokkur hluti kaffibaunanna frá
Coffea Liberica og Coffea Robusta.
Coffea Arabica er sigrænt tré, sem við
eðlilegar aðstæður getur orðið allt að
10 metra hátt. Hins vegar er vöxtur
ýmsu ádur en
þú getur fengid
pér^^dropa af

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8