Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 115. tbl. 61. árg. FÖSTUDAGUR 5. JULÍ 1974 Prentsmiðja Morgunhlaðsins. Mannað sovézkt geimfar á loft: Verður reynt að tengja það við Saljut-stöðina? Moskvu 4. júlí NTB. AP. SOVÉZKA geimfarið Sojus 14, sem var sent á loft f gærkvöldi með tveimur mönnum innan- borðs, á að gera hinar margvísleg- ustu tilraunir og fljúga samhliða SaIjut-3, hinni ómönnuðu sovózku geimstöð, um óákveðinn tfma, áð- ur en geimfarið verður tengt við stöðina. Skýrði yfirmaður sov- ézku geimvfsindastöðvarinnar, Alexei Leonov, frá þessu í dag og bætti við, að allt gengi samkvæmt áætlun. Að öðru leyti hafa Sovét- menn verið heldur sparir á fréttir af geimferðinni fram að þessu. Tveir menn eru um borð f Soj- usi 13, sem áður getur. Þeir heita Pavel Popovich og Yri Artukhin og var fari þeirra skotið upp rétt fyrir miðnætti á þriðjudagskvöld. Talsmaður níu bandariskra geimfara, sem eru í þjálfunarbúð- um skammt frá Moskvu og búa sig undir fyrstu sameiginlegu geim- ferð Sovéta og Bandaríkjamanna, sagt 2ð fréttir hefðu borizt af þvi nokkrum stundum eftir að farið fór upp, að tenging við geimstöð- ina hefði tekizt mætavel. Þetta hefði sfðan verið borið til baka. Bandarísku geimförunum var ennfremur með öllu ókunnugt um að geimskot þetta stæði fyrir dyr- um, fyrr en eftir að farinu var skotið á loft frá Bakonur í Kas- akhstan. Síðan þrír sovézkir geimfarar létu lífið i júní 1971 með Sojusi 11, hefur Sovétmönnum ekki tek- izt að tengja saman geimfar og geimstöð úti í geimnum. Geim- stöðin Saljut 2 var eyðilögð í apríl s.l. án þess að tilraunir hefðu ver- ið gerðar til að tengja hana við Framhald á bls. 16 ISABELA Peron við kistu manns sfns f þinghúsinu f Buenos Aires f gærmorgun, áður en útförin fór fram. Fjölmargir leiðtog- ar f Argentfnu sóru henni hoilustueið yfir kistu Perons. Frú Peron tók við forsetaembættinu sl. laugardag, er Peron lagðist banaleguna. Bretar lýsa yfir formlegum stuðningi við 200 mílurnar Juan Peron jarðsettur Buenos Aires 4. júlí AP — NTB. JUAN Peron forseti Argentfnu var jarðsettur f dag eftir að herforingjar og stjórnmáiaieið- togar landsins höfðu vottað ekkju hans, Isabelu, sem tók við forsetaembættinu si. laug- ardag, hollustu sfna. Mikið öng- þveiti varð fyrir utan þinghús- bygginguna f Buenos Aires f morgun, er vopnaðir lögreglu- menn lokuðu þinghúsbygging- unni, þar sem Ifk Perons lá á viðhafnarbörum. Þurfti lögreglan að beita táragasi til að halda aftur af þúsundum manna, sem viidu fá að votta hinum látna leiðtoga virðingu sfna. Lfk hans lá á viðhafnar- börunum frá þriðjudags- morgni. Isabela forseti stóð við kistu manns sfns áður en líkfylgdin lagði af stað til forsetahallar- innar og þá gengu fyrir hana 12 leiðtogar hersins, stjórnmála- flokka og verkalýðsfélaga og sóru henni hollustueið með eft- irfarandi orðum „Við lofum yðar ódauðlegu sál, að við mun- um virða stjórnarskrána, sem segir, að frú Peron skuli taka við embætti yðar.“ Tugir þúsunda stóðu Framhald á bls. 16 Caracas 4. júlí NTB. AP. ir BRETAR eru nú reiðubúnir að ræða þá hugmynd, að strandrfki fái að taka sér 200 mflna efna- hagslögsögu, segir f fréttum frá hafréttarráðstefnunni f Caracas f dag. Var það aðstoðarutanrfkis- ráðherra Bretlands, David Enn- als, sem skýrði fulltrúum frá þessari nýju afstöðu Breta á ráð- stefnunni f dag. Ennals endurtók þó, að afstaða sú, sem Bretar hefðu haft f þorskastrfðinu við tslendinga, að Bretar vildu ekki fallast á einhliða útfærslu strand- rfkja án samráðs við aðrar þjóðir, væri óbreytt. it Ennals sagði, að Bretar ættu stórkostlegra efnahagslegra hags- muna að gæta f þessu sambandi m.a. með veiðum á fjarlægum miðum. Lagði hann áherzlu á, að nauðsynlegt væri að gera ráðstaf- anir til að vernda fiskiðnaðinn á allan hátt. Því kvaðst hann lýsa cftir hugmyndum um alþjóðlegar aðgerðir til að komið yrði f veg fyrir, að um of yrði gengið á fisk- stofnana. Sagði Ennals, að bráðan bug þyrfti að vinda að þvf að gera nákvæmt kort yfir hinar ýmsu fisktegundir á fjöldamörgum miðum, svo og á úthöfunum. Hann sagði, að ekki dygði að ræða um að gera þetta, ef ekkert yrði frekar aðhafzt, þvf að fiskstofn- arnir væru í hættu og þar með stefnt f voða matvælaástandi f heiminum. Hann sagði, að til dæmis þyrfti að gera sérstakar ráðstafanir til að vernda göngu- fiska, t.d. lax og lýsti stuðningi við starf Norðausturatlantshafs- fiskveiðinefndarinnar. Meðal annars þess, sem rætt var Framhald á bls. 16 Veruleg aukning á fylgi Venstre Kaupmannahöfn 4. júlí NTB. FYLGI stjórnarflokksins Venstre f Danmörku hefur tvöfaldazt sfðan f kosningunum f landinu f desember sl. og er nú um 24%. Nálgast flokkurinn að hafa svipað fylgi og Jafnaðarmenn, sem er stærsti flokkurinn með um 25,7%. Miðað við skoðanakönnun, sem var gerð f lok maf á vegum Gallup, hefur Venstre bætt við sig 6% á einum mánuði. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur bætt við sig, svo og kommúnistar, en flestir aðrir flokkar hafa tapað fylgi. Framfaraflokkur Glistrups held- ur áfram að tapa og hefur nú 12,3% atkvæða og Miðdemókrata- flokkur Jacobsens hefur nú aðeins um 1,9% atkvæða. Kekkonen skorinn upp Helsinki 4. júlí NTB. KEKKONEN Finnlandsforseti gekk f dag undir uppskurð og var numið burt æxli f blöðruháls- kirtli. Það var ekki sagt illkynjað og f tilkynningu sjúkrahússins var sagt, að lfðan forsetans væri góð, en hann á að vera f tfu daga til viðbótar á spftalanum. Karpov eða Kortsnoj heims- meistari í skák? Fischer hefur frest til 1. apríl segir dr. Euwe í samtali við Morgunblaðið „VIÐ höfum sent Robert Fischer skeyti, þar sem við biðjum hann um að endurskoða ákvörðun sfna um að afsala sér heimsmeistaratitlinum og auð- vitað vonum við, að hann geri það,“ sagði dr. Max Euwe for- seti Alþjóðaskáksambandsins f samtali við Morgunblaðið f gær. Við náðum sfmasambandi við dr. Euwe á skrifstofu FIDE f Amsterdam, en sem kunnugt er var hann endurkjörinn for- seti sambandsins á þingi þess, sem nýlega var haldið f Haag. Á því þingi var samþykkt að næsta einvígi skyldi að hámarki verða 36 skákir en að sá kepp- andi, sem fyrst sigraði f 10 skákum, yrði heimsmeistari. Yrði hins vegar jafntefli, 9 vinningar gegn 9 og þá 18 jafn- tefli, en þau eru ekki talin með, þá myndi heimsmeistarinn halda titlinum, en verðlaunaféð skiptast jafnt milli keppenda. Fischer hafði í skeyti til FIDE sett þau skilyrði, að skákafjöld- inn yrði ótakmarkaður og að sá yrði heimsmeistari, sem fyrstur yrði til að hljóta vinning úr 10 skákum. Dr. Euwe sagði í samtalinu, að hann teldi, að FIDE hefði komið nægilega langt til móts við Fischer og nú væri það heimsmeistarans að breyta ákvörðun sinni um að afsala sér titlinum. Sagðist dr. Euwe vonast til, að það yrði á næstu mánuðum. Hins vegar hefði Fischer frest til 1. apríl til að gera upp hug sinn, en ef hann héldi þá fast við ákvörðun sína, myndi sigurvegarinn úr einvígi Karpovs og Korchnois verða Framhald á bls. 16 Dr. Euwe krýnir Fischer heimsmeistara á lokahátfð- inni f Laugardalshöll. Þá lék allt f lyndi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.