Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JULl 1974
Martinus Simson
heimspekingur
og listamaður
NU ÞEGAR skógurinn laufgast
vestur f Tungudal, reikar hugur-
inn þangað og til æsku og ungl-
ingsáranna á Isafirði. Eftirminni-
legastur og sérstæðastur manna
frá þeim tímum er tvfmælalaust
Simson. Ég var ekki nema lftill
drenghnokki þegar ég fyrst man
eftir Simson, ég man, að hann
talaði dálítið skrftna Islenzku.
Hann var nefnilega danskur Is-
lendingur. Alltaf var hann kátur
og góður, og hann kunni að gera
ýmislegt skrítið, hann var víst
töframaður, og gat galdrað, það
var spennandi að vera nálægt
Simson.
Það var heilt ævintýri að koma
inn í skóg. Þar hafði hann sumar-
hús og garð. I garðinum hjá
Simson var hellir og gosbrunnar,
og svo var ker þar, sem gullfiskar
syntu f. Trén í garðinum hjá
honum voru miklu stærri heldur
en I skóginum í kring.
Sögur gengu milli krakkanna;
hann gat kveikt f 5 króna seðlf I
lófa sér og látið hann brenna til
ösku, lokað svo Iófanum með ösk-
unni f, opnað svo lófann og sjá,
þar var 5-kallinn alheill og
óbrunninn. Þær voru margar sög-
urnar, sem gengu um Simson. Já,
það var víst öruggt, að hann var
galdramaður, en hann var góður,
og við krakkarnir hændumst að
honum.
Þetta eru minningar barnsins.
Eg átti þvf láni að fagna að þekkja
Simson þar til hann hvarf úr lík-
ama sínum, f aprflmánuði síðast-
liðnum, tæplega 88 ára að aldri.
Eg ætla að láta hann segja sjálfan
frá. Hann skrifar í febrúar í
fyrra: Ég er 86 ára núna. Ég hafði
ekki búizt við að eiga svo góða
daga á efri árum eða njóta slfkrar
Iffshamingju, sem ég nú get glatt
mig við, og ég hlakka til dauðans,
sem fyrir mig er fæðing til æðri
heima. Ég veit líka, að það er
ómögulegt að skilja veruleikann
til fullnustu, ef maður skilur
ekki, að lffið og dauðinn er langur
dagur og nótt milli hverrar endur-
fæðingar. Við erum öll I and-
legum skilningi börn I skóla lffs-
ins.
Þar sem ég hef frá fæðingu
verið „öðruvísi" hvað hugsunar-
hátt og lfferni snertir en almenn-
ingur, hef ég af eðlilegum or-
sökum ævinlega verið talinn smá-
skrftinn sérvitringur, en ég hef
ekkert á móti því, að þeir skopist
að mér, þvl ég skil þá og veit, að
þeir skopast að sinni eigin
heimsku.
Ég hef aldrei haft tíma til að
láta mér leiðast. Ég hef áhuga
fyrir næstum hverju sem er, og ég
kæri mig ekki um að eiga meira af
peningum og veraldlegum eigu-
munum en það, sem ég nauðsyn-
lega þarfnast til að lifa áhyggju-
lausu lffi til þess að ég geti
stundað hin mðrgu áhugamál mfn
og maður getur gert hvað sem
mann lystir, ef löngun og lffsorka
eru fyrir hendi. Ég hef á minni tíð
verið vinnumaður f sveit, lista-
maður f fjðlleikahúsi (sirkus),
skopleikari, tjaldsaumari, hljóm-
listarmaður, kvikmyndaferða-
maður, sirkuseigandi, málari,
teiknari, fuglauppstoppari, dt-
varpsvirki, kennari í útvarps-
tækni, húsasmiður, mynd-
höggvari, bílavirki, ljósmyndari,
skógræktarmaður og vinnuveit-
andi m.m. Auk þess hef ég skrif að
meira en 100 bæklinga og bækur
um andans vfsindi og vaxtakerfið,
og allt þetta hefur mér lánazt.
Sem sagt: Maður getur gert hvað-
eina mann lystir.
Fæðingarstaður minn er Vend-
syssel á N-Jótlandi. Þegar ég var
17 ára ferðaðist ég með fjölleika-
húsi (sirkus) og skðmmu seinna
fór ég að koma fram á sviði, og I
12 ár var ég sirkuslistamaður við
ýmsa sirkusa í Danmörku og kom
t
Eiginmaður minn
PÉTUR AÐALSTEINSSON
stöðvarstjóri,
SkeiSarvogi 101,
lést í Borgarspítalanum  10. júll.  Fyrir hönd barna, tengdabarna og
barnabarna
Oagmar Helgadóttir.
t
Útför mannsins mins
SÉRA SKARPHÉÐINS PÉTURSSONAR
fer fram frá Dómkirkjunni ! Reykjavík þriðjudaginn 1 6. júlí kl. 1 3.30
Jarðsett verður frá Fossvogskirkjugarði. Þeim, sem vildu minnast hans,
er vinsamlega bent á að láta Bjarnarneskirkju njóta þess. Minningar
spjöld fást á skrifstofu biskups.
Sigurlaug GuBjónsdóttir.
t
Þökkum innilega öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinarhug,
við andlát og jarðarför
SIGURBJARGAR GUÐLAUGSOÓTTUR.
frá Stokksayri.
Guðni Guðnason,
börn, tengdabörn
og bamaböm.
t
Þökkum af alhug öllum fja^r og nasr fyrir sýnda samúð og vinarhug
vegna fráfalls og útfarar,
HALLGRÍMS GUÐMUNDSSONAR,
MiStúni 54.
Margret Ingimarsdóttir,
börn. tengdabörn
og bamabörn.
fram sem slðngumaður, tannafl-
raunamaður,        töframaður,
hugsanalesari o.fl. og f styrjaldar-
byrjun 1914 átti ég sjálfur lftinn
sirkus í tjaldi, sem ég hafði gert
sjálfur. Ég varð að hætta öllu
þessu og 1915 fór ég til Islands og
kom fram á ýmsum stöðum. Og ég
skildi fljótt, að ég hafði ekki f arið
til útlanda, heldur var kominn
heim, því fslenzkur hugsana-
gangur átti miklu betur við mig
en sá danski.
tsland er það Norðurlandanna,
sem fyrr á tfmum hefur gengið í
gegnum mestar þrengingar og þar
sem þrengingin er bezti læri-
meistari okkar, hefur hún skapað
dýpri skilning á tilverunni en á
hinum Norðurlöndunum. Hér er
raunverulega enginn stéttamis-
munur, þ.e. hið eyðandi höfð-
ingjadekur, sem enn er rfkt í
Skandinavfu, og hér er enginn
jarðvegur fyrir hina mörgu „sér-
trúarflokka", sem skapa svo
mikið óumburðarlyndi og Island
hefur ekki tekið upp hina rudda-
legu herskyldu.
lslenzkar lífsvenjur stuðla því
að meira umburðarlyndi, skiln-
ingi, hjálpsemi og náungakær-
leika en á hinum Norður-
löndunum, og séð frá sjónarhóli
vfsinda andans er Island þvf á
„undan" hinum Norðurlöndunum
hvað áhrærir andlegan þroska.
Ég hef verið Islendingur sfðan
1914, Hin svonefnda föðurlands-
ást er fyrir mig hrein eigingirni.
Hvort heldur mennirnir eru
negrar, Indfánar, Kfnverjar,
Danir eða Islendingar, þá eru þeir
fyrir mér einungis meðbræður á
mismunandi þróunarþrepum f
stiga lffsins. — Já, Simson var svo
sannarlega töframaður lífsins.
Mér veittist erfitt að skilja lff-
speki hans, þegar hann leiddi mig
fyrstu sporin til raunverulegs
skilnings á lögmálum lffs og
dauða. Margar voru ferðirnar til
hans á sfðkvöldum með spurn-
ingar á vörum, þegar ég hafði
lengi starað í gegnum litla
stjörnukíkinn minn, og spurn-
ingar brunnu I hjarta mlnu um
alheiminn, Iffið og tilveruna.
Hann hafði alltaf svör við öllum
spurningum, og þá skein sól í
hjarta mfnu, og ég fór heim sáttur
við allt og alla. Hann kynnti mér
bækur hins stórkostlega llfsspek-
ings og nafna síns MARTlN-
USAR, sem ég hef nú lesið allar
og það oftar en einu sinni, og -er
það undursamleg reynsla að
skilja þá lesningu vitsmunalega
og tilfinningalega, þ.e. með
hjartanu. Fyrir Simson var hug-
takið GUÐ ekki neitt þokukennt,
abstrakt fyrirbæri. Guð var
honum alger og absolut
staðreynd, sem hann reindi dag-
lega og ekki sfður á næturnar.
Það var stórkostleg gæfa að eiga
hann að samferðamanni á þessari
jörð okkar. En nú er hann farinn
og þegar ég skrepp til Isaf jarðar í
sumar eins og ævinlega, þá er
lfkami hans I kirkjugarðinum, en
ég veit, að andi hans svffur yfir
skóginum í Tungudal og hann
lítur yfir skóginn sinn og þau
120.000 tré, sem hann gróðursetti
þar, og sjá allt var harla gott___
Svo sannarlega skal ég fara inn I
skóg í sumar.
Himneskur Guð blessi sál vinar
míns að eilffu. Hann sagði mér
hvar sig væri að finna næst þegar
við hittumst, en það er okkar
Ieyndarmál.
Eftirlifandi konu hans og af-
komendum bið ég blessunar.
Finnbjörn Finnbjörnsson,
Yrsufelii 11, Reykjavfk.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Mér virðist ritningargreinin f Hebr. 10,26 fela f sér, að ég
hafi enga von um sáluhjálp. Ef ég skil þessi orð rétt, hlýt ég að
gefa upp jafnvel löngunina til þess að snúa aftur til Guðs. Hvað
segið þér?
Ritningargreinin, sem óróar yður, er á þessa leið:
„Þvi að ef vér syndgum af ásettu ráði eftir að vér
höfum öðlazt þekkingu sannleikans, þá er úr þvi
enga fórn að fá fyrir syndirnar." Yður er farið eins
og mörgum öðrum, sem lesa þetta rit, Hebreabréfið.
En þér hefðuð átt að hafa hugfast, að orð eins og
þessi ber okkur að lesa í ljósi alls boðskapar ritsins.
Þá hefðuð þér sloppið við óróann. í öllu ritinu er
verið að sýna fram á, að Kristur sé hinzta og bezta
orð Guðs til syndugs heims. Annað versið í fyrsta
kapítulanum segir, aö Guð hafi talað til okkar fyrir
soninn. Það er einnig útskýrt í sjötta versi annars
kapftula, að ef við ætlum að koma til Guðs, þá
verðum við að koma á vegi trúarinnar. Það er
einfaldlega ekki til annar vegur.
Svarið við spurningu yðar er því þetta: Synd sú,
sem höfundur bréfsins ræðir um í versinu og vekur
hjá yður áhyggjur, en það að neita með vitund og
vilja að trúa á Krist, eftir að boðskapur fagnaðarer-
indisins hefur verið fluttur okkur. Það segir, að
þetta sé eftir að við höfum öðlazt þekkingu á sann-
leikanum, og við getum átt sannleiksþekkingu án
þess að við treystum sannleikanum. Þegar maður
skiiur sannleikann og gefur sig honum ekki á vald,
þá á hann engra annarra kosta völ. í Biblíunni er
ekki boðin nein önnur leið til sáluhjálpar en sú að
treysta einfaldlega vegi sannleikans fyrir trú á
Jesúm Krist.
Minning:
Sesselja Sigmunds-
dóttir,  Sólbakka
Sá, sem víða fer, hlýtur mörg-
um að kynnast. Og sú er vafalaust
mesta gæfa lffsins að kynnast
fólki, umgangast það og skiptast á
skoðunum við það. Það er meira
virði en allur sá veraldarauður,
sem draga má saman á líf sins leið,
og enginn tekur með sér, þegar
upperstaðið.
Ein ágæt vinkona mín og okkar
hjóna á sfnum tíma í Þykkvabæn-
um kvaddi jarðlffið f sumar,
þegar náttúran skartaði slnu
fegursta, fuglarnir sungu Iffinu
lof og dýrð og sólin skein sem
heitast.
Sesselja Sigmundsdóttir, hús-
freyja á Sólbakka f Þykkvabæ,
fæddist árið 1916, 28. maí i Rifs-
halakoti í Asahreppi. Foreldrar
hennar voru Sigmundur Þor-
steinsson og Filippfa Filippus-
dðttir.
Þegar Sesselja var eins árs,
fluttust foreldrar hennar að Götu,
sem er skammt frá Rifshalakoti.
Þá andaðist Sigmundur, faðir
Sesselju, þegar hún var aðeins
tveggja ára. Þá var hún tekin f
fóstur af Olafi Olafssyni, hrepp-
stjóra I Lindarbæ og Margréti
Þórðardóttur, konu hans,
Guðmundssonar, hreppstjóra og
alþm. f Hala. Minntist Sesselja
þessa heimilis jafnan með mikilli
hlýju. Það var lfka rómað
myndarheimili.
Sesselja giftist árið 1938 Sigur-
geir Óskari Sigurgeirssyni, sem
alinn er upp I Þykkvabænum,
fæddur 14. maí 1916. Þau bjuggu
allan sinn búskap i Þykkvabæn-
um, lengi f Búð, en reistu sér
nýbýlið Sólbakka síðar, sem er út
úr Búðarlandi. Þar reistu þau sér
notalegt fbúðarhús úr timbri á
steinsteyptum kjallara. Þarna
leið þeim vel. Kúabúskapur var
nokkur, en kartöflurækt aðalbú-
greinin, eins og hjá svo mörgum í
Þykkvabænum, og flestum er
kunnugt. Öskar vann einnig tals-
vert utan heimilis, því að hann er
mjög hagur maður f höndum.
Fjölskyldan var stór. Börnin urðu
sex, aflar dætur, sem nú eru allar
giftar. Yngsta dóttirin giftist
skömmu áður en móðir hennar
andaðist. Dæturnar eru þessar:
Margrét (Gréta), Aðalheiður, Sig-
urbjörg Fríða, María, Herborg
Sjöfn og Erla Fanney, sem er
yngst. Allar eru dæturnar dugleg-
ar og myndarlegar. Hvað er meiri
gæfa en efnileg bðrn?
Ég átti nokkurn hlut að þvf að
veita fjórum yngstu dætrunum
lögboðna fræðslu í skóla. Allt var
það ánægjulegt og lifir f endur-
minningunni.
Gestrisni Sesselju og manns
hennar var mikil. Ég færði
Sesselju eitt sinn erindi, er
þannig hljóðar:
Um Sesselju yrki ég svona,
að svöngum
hún veitti mér bezt:
Hún kann ekki eitt,
þessi kona,
að knepra
við hjú eðagest.
Og slfkt geta fleiri sagt.
Og nú er aðeins eftir að kveðja,
þakka og minnast. Það er lffsins
saga.
Með djúpri hluttekningu til
eiginmanns Sesselju, móður
hennar, dætra, barnabarna og
tengdasona.
Fari hún í friði, friður Guðs
hana blessi.
Auðunn Bragi Sveinsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28