Morgunblaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JULl 1974 Fa /7 «//,.4 n:u.\ v ALUR? LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 LOFTLEIÐIR I ÁLFNAÐ ER VERK ÞÁ HAFIÐ ER 0 SAMVINNUBANKINN DRTSUn IDOR-UUJ-BROnCO ÚTVARP OG STEREO j ÖLLUM BÍLUM Bílaleigan Æ.ÐI Stakkholti 3. v/Hlemmtorg Simi 13009 Opið fró 9-21 SKODA EYÐIR MINNA. Skodh LGIGAH AUÐBREKKU 44-46. SiMI 42600. Skuldabréf Tökum i umboðssölu: Veðdeildarbréf Fasteignatryggð bréf Rikistryggð bréf Hjá okkur er miðstöð verðbréfa- viðskiptanna. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna og verðbréfasala Austurstræti 14, sími 1 6223 Þorleifur Guðmundsson heima 12469. Til sölu er þvottahús á góðum stað i borginni. Starfsemin er i leigu- húsnæði. Þetta er einstakt tæki- færi fyrir samstillt hjún. Mikill þvottur. Þeir, er vildu sinna þessu leggi nafn sitt inn á blaðið fyrir n.k. föstudagskvöld merkt: ..góðar tekjur 5287" Tíminn sakar Eystein um blekkingar Stefna fráfarandi vinstri stjórnar hefur leitt til meiri óðaverðbólgu en dæmi eru til um f sögu landsins. Rfkisstjórn- inni hefur tekizt að magna verðbólguna svo, að f þeim efnum höfum við skotið öllum Evrópurfkjunum aftur fyrir okkur. Olafur Jóhannesson getur nú státað af þvf að skipa sama verðbólguleiðtogaflokk og valdhafar f Grikklandi og Chile. Þórarinn Þórarinsson, for- maður þingflokks Framsóknar, ritar forystugrein f Tfmann f gær, þar sem hann segir: „Verðbólgan er nú mikið og vaxandi vandamál um allan heim. Hún er helsta verkefni og áhyggjuefni flestra rfkis- stjórna. Þótt málgögn Sjálf- stæðisflokksins hafi oft beitt blekkingum hafa þau sjaldan komist lengra f þeim efnum en f þeim áróðri sfnum, að hún sé fyrst og fremst heimatilbúið fyrirbrigði á Islandi.“ Formaður þingflokks Fram- sóknar heldur þvf þannig fram, að það séu mestu blekkingar, sem um geti, er Morgunblaðið hefur réttilega bent á, að óða- verðbólgan nú er að mestu leyti heimatilbúin, afleiðing ráð- deildarleysis vinstri stjórn- arinnar f efnahagsmálum. Heimildirnar eru fyrst og fremst skýrslur helztu sérfræð- inga rfkisstjórnarinnar. Það er eðli framsóknarhyggj- unnar að Ioka augunum fyrir þess háttar staðreyndum, ef þær eru Framsókn f óhag. En það ætti að vera erfiðara fyrir Þórarinn Þórarinsson að saka Erlend Einarsson, Jakob Frf- mannsson og Eystein Jónsson um blekkingar. 1 ársskýrslu Sambands fslenzkra samvinnu- félaga, sem út kom f júnfmán- uði sl., segir m.a.: „Óneitanlega setur það nokkurn skugga á af- mælisárið, að efnahagsmálin eru komin f mikinn hnút. For- skotið út á sæluna er farið að segja til sfn. Vandamálin eru stór, þótt þau séu að miklu leyti heimatilbúin, og það er aug- ljóst, að samvinnuhreyfingin, sem er svo margþættur aðili f fslenzku efnahagslffi, stendur nú, þegar þetta er ritað, frammi fyrir miklum vanda.“ Þetta er dómur Erlends Einarssonar, sem er formaður framkvæmdastjórnar Sam- bandsins, Jakobs Frfmanns- sonar, sem er formaður stjórn- ar Sambandsins og Eysteins Jónssonar, sem er varafor- maður Sambandsins. Þegar Morgunblaðið hefur haldið þvf fram, að verðbólgu- og efna- hagsvandinn væri að mestu leyti heimatilbúinn hefur m.a. verið vitnað til þessara orða. Þær fullyrðingar formanns þingflokks Framsóknar, að hér hafi verið um að ræða blekk- ingar einar, hæfa fyrst og fremst ofangreinda forystu- menn Framsóknarflokksins. Þetta er eins konar kveðja þingflokks Framsóknar til Ey- steins, þegar hann lætur nú af þingmennsku eftir fjögurra áratuga setu á þingbekkjum. Evrópumet Ólafs Jóhannessonar t þessu sambandi er fróðlegt að bera saman verðbólguþróun f nágrannalöndunum. 1 maf- mánuði sl. hafði verðbólgan undangengna 12 mánuði verið 8,6% f Noregi, 8,9% f Svfþjóð, 14,2% f Danmörku og 18,1% f Finnlandi. A tslandi varð verð- bólgan á sama tfma 32,2% og búizt er við, að hún stfgi yfir 40% á þessu ári. Af þessu má sjá, að ððaverð- bólgan hér er f engu samræmi við þá þróun, sem átt hefur sér stað erlendis. Enginn hefur borið á móti þvf, að erlendar verðhækkanir eiga nokkurn þátt f þvf, sem hér hefur gerzt. En vandinn er, eins og forystu- menn Sambandsins segja, að mestu heimatilbúinn. Það sést gleggst á þvf, að hér er verð- bólguvöxturinn yfirleitt þrisvar sinnum meiri en hjá öðrum þjóðum. Eigi að sfður telja þessar þjóðir, að þær eigi við gffurlega erfiðleika að etja f þessum efnum. En hér hefur vinstri stjórnin setið aðgerða- laus og látið reka á reiðanum. Frá Olympíu- skákmótinu t undanförnum þáttum hefur verið rætt um frammistöðu sovézku sveitarinnar á Ólympfuskákmótinu, og skákir eftir sovézku stórmeistarana verið birtar. Júgóslavar urðu f öðru sæti á mótinu með 37Yi v. og Bandarfkjamenn f þriðja með 36H v. 1 innbyrðis keppni þessara tveggja sveita sigruðu Bandarfkjamennirnir með 2V4 gegn 1H. Þar réði úrslitum sig- ur Kavaleks yfir Gligoric á 1. borði. Við skulum nú Ifta á þá skák. Hvftt: L. KavaJek (U.S.A.) Svart: S. Gligoric (Júgóslavfa) Spænskur leikur 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0—0 — Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — d6, 8. c3 — 0—0, 9. h3 — Rb8, (Breyer afbrigðið á miklum vinsældum að fagna um þessar mundir og Gligoric beitir því mjög oft). 10. d4 — Rbd7, 11. Rbd2 — Bb7,12. Bc2 — c5, (Þetta er hugmynd Gligoric. Annar góður leikur er hér 12. — He8 ásamt Bf8). 13. b3 (Þessi leikur leiðir til sveigjanlegri stöðu en t.d. 13. d5, sem Karpov lék gegn Gligoric á millisvæðamótinu í Leningrad 1973. Aframhaldið í þeirri skák varð: 13. d5 — Re8!, 14. Rfl — g6, 15. Bh6 — Rg7, 16. Re3 — Rf6, 17. a4 — Kh8 og staðan er í jafnvægi). 13. — He8, 14. d5 — g6, 15. a4 — Hb8, 16. b4 (Þessi hugmynd, að festa peðastöðuna á drottningarvæng og sækja síðan fram kóngsmeg- in, er runnin frá Robert Fischer og hefur gefizt mjög vel). 16. — c4,17. Rfl (Hugmynd hvfts er að leika g2 — g4 og síðan Rg3; við þessu á svatur vart aðra leið betri en þá, sem hann velur, t.d. 17. — Rh5, 18. g4 — Rf4, 19. Bxf4 — exf4, 20. Rd4 og hvíti riddarinn er stórveldi). 17. — Bf8, 18. Bg5 — Bg7, 19. Dd2 — Rb6, (Þvingar hvítan til þess að loka drottningarvængnum, en það var einmitt það, sem hann vildi). 20. a5 — Rbd7, 21. g4 — Kh8, 22. Rg3 — Hg8, 23. Kg2! (Svarta staðan er mjög „passfv" og hvítur getur stillt mönnum sfnum upp í rólegheit- um, áður en hann leggur til Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR S. Gligoric atlögu. Þessi leikur miðar að opnun h-línunnar). 23. — Df8, (Svartur verður að reyna að hamla á móti framrás hpeðs- ins). 24. Hhl — He8, 25. Be3! (Nú er svartur dauðadæmd- ur; hvítur hótar að leika g5 og við því er engin vörn, t.d. 25. — h6, 26. g5 — hxg5, 27. Bxg5 og sfðan vinnur hvftur með h4 — h5. Gligoric grípur nú til ör- þrifaráða til þess að reyna að ná mótspili. Hann fær að vísu tvö peð fyrir manninn, en allt kemur fyrir ekki). 25. — Rxd5, 26. exd5 — Rf6, 27. g5 — Rxd5, 28. Be4! — Rxe3+, 29. fxe3 — d5, 30. Bxd5 — e4, 31. Bxb7 — exf3+, 32. Bxf3 — He5, 33. h4 — De7, 34. Hadl! (Einfaldast, eitt peð um stundarsakir skiptir ekki máli). 34. — Hxe3, 35. Hhel — Hxel, 36. Hxel — Dc7, 37. De3 — f5, 38. Re2 — Be5, 39. Rd4 — Bf4, 40. Rxb5! og svartur gafst upp;' eftir t.d. 40. — axb5 gæti áfram- haldið orðið: 41. Dd4+ — Dg7, 42. Dxg7 — Hxg7, 43. He8 — Hg8, 44. Hxg8 — Kxg8, 45. Bc6 og vinnur. Akureyringar á skákferða- lagi. Fimmtán manna flokkur úr Skákfélagi Akureyrar er nú á skákferðalagi. Þeir tefldu fyrst við Akurnesinga og sigruðu þar með nokkrum yfir- burðum, sen sú keppni var í hraðskák. Síðan komu Akureyringarnir til Reykjavík- ur og tefldu við sveit Utvegs- banka Islands. Lauk þeirri keppni með jafntefli 7H — 7Vi. Síðan hugðust Akureyringarnir halda hringinn austur um og tefla bæði á Höfn f Hornafirði og á Egilsstöðum. Fjallakaffí á Möðrudal A MÖÐRUDAL á Öræfum var nýlega opn- aður veitingaskálinn Fjallakaffi, sem hjðnin Eðvald Jóhannsson og Vilborg Vilhjálmsdóttir reka. Þar verður á boð- stólum kaffi og kökur, grillréttir og fleira góð- gæti. Eigendur hafa ósk- að eftir því við olíufélög- in að fá bensfntank, en af þvf hefur ekki orðið, ein- hverra hluta vegna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.