Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1974
Áttræður í dag:
Johan Ronning forstjóri
I dag, 17. júlí, verður Johan
Rönning áttræöur. Hann er fædd-
ur í Hadsel í Vesterálen í Norður-
Noregi árið 1894, þriðji í röð sjö
systkina.
Snemma beindist hugur Rönn-
ings að tækninni og ungur að
árum hóf hann nám f rafvirkjun
og starfaði hjá hinu þekkta fyrir-
tæki Elektrisk Bureau í Osló, en
það kom i hlut þessa fyrirtækis að
afgreiða rafvélar og búnað í
Elliðaárstöðina og var það hlut-
verk Rönnings, þá aðeins 26 ára
að aldri, að annast þessa verk-
framkvæmd. En það var fyrsta
dag janúar 1921 að Rönning fyrst
steig á fslenzka grund.
Verk þetta leysti hann af hendi
með ágætum og fór aftur til
Noregs 12. ágúst 1922.
Ekki hafði Rönning dvalið lengi
í Noregi, er hann hugði á fram-
haldsnám og fór því til Þýzka-
lands og brautskráðist þaðan frá
tækniskóla sem rafmagnstækni-
fræðingur.
Svo er það vegna tilmæla Stein-
grfms Jónssonar, fyrrum raf-
magnsstjóra, að Rönning kemur
aftur til íslands 2. nóvember 1926
og tekur upp störf hér að nýju, þá
sem verkstjóri í fyrirtæki Júlíus-
ar Björnssonar, rafvirkjameist-
ara. En árið 1933 er Rönning orð-
inn svo mikill Islendingur, að
hann gerist rfkisborgari og setur
á stofn sitt eigið fyrirtæki.
^   -    .  .....
Þetta fyrirtæki verður brátt eitt
hið stærsta sinnar tegundar og
tekur stóran þátt í allri uppbygg-
ingu næstu þrjá áratugina. En
1961 er verktakastarfseminni
hætt og rekstur fyrirtækisins
breytt í umboðs og heildverzlun
með rafmagnsvðrur.
Af þessu má sjá, að Rönning er
óumdeilanlega einn af brautryðj-
endum raf magnsmála hér á landi,
enda haft með að gera mjög marg-
ar og mikilvægar framkvæmdir á
þessu sviði.
Sem rafvirkjameistari hefur
Rönning brautskráð á sjötta tug
sveina, sem allflestir starfa áfram
viðrafvirkjun.
Á ferðum sfnum um landið
heillaðist hann af fegurð þess og
gerðist því snemma félagi í
mörgum félögum m.a. Ferða-
félagi Islands, Jöklafélaginu og
Skíðafélagi Reykjavíkur og var f
stjórn þess sfðastnefnda fyrstu ár-
in. Samt á hann sér aðra íþrótt,
sem er öllum öðrum fremri, það
eru laxveiðar, en þá íþrótt iðkar
hann af slfkri snilld, að fáir leika
það eftir.
Rönning hafa verið falin mörg .
trúnaðarstörf innan sinna sam-
taka m.a. setið f stjórn Félags
rafverktaka og er nú formaður í
stjórn Rafvirkjadeildar samein-
aðra verktaka.
Þrátt fyrir sérgrein okkar f
notkun fornafna, þá höfum við
alltaf kallað þig Rönning, ekki
Jóhann. Ég get ekki skýrt þetta
með öðru en því, að það eru marg-
ir Jóhannar en aðeins einn Rönn-
ing.
Ég óska þér og f jölskyldu þinni
til hamingju með þennan merkis-
dag.
Jón Magnússon.
Þeim, sem vilja samfagna
Rönning á þessum merka degi,
skal á það bent, að hann og kona
hans frú Svava hafa opið htis f
Domus Medica milli kl. 5 og 7 í
dag.
Vilhjálmur
Guðmundsson
I nokkur ár voru skrif-
stofur íslenzku flugfélag-
anna gegnt hvor annarri
við Vester Farimagsgade.
Skrifstofa Flugfélags Is-
lands að no. 1 og skrifstofa
Loftleiða að no. 4. Þessi
skipan húsnæðismálanna
hélzt enn um sinn eftir að
stjórn og verkefni voru
sameinuð um áramótin
síðastliðin.
I síðustu viku fluttist svo
starfsemin að Vester
Farimagsgade 1. Stutt var
að flytja, aðeins þvert yfir
Flugfélögin
flytja sam-
an í Höfn
götuna, og á myndinni
sjást starfsmenn félaganna
flytja skilti Loftleiða að
hinni sameiginlegu skrif-
stofu, þar sem nafn Flug-
félagsins, eða Icelandair
eins og félagið heitir er-
lendis, var f yrir.
Forstjóri íslenzku flug-
félaganna í Danmörku og
hinnar sameiginlegu skrif-
stofu að Vester Farimags-
gade 1 er Vilhjálmur Guð-
mundsson og aðstoðarfor-
stjóri Milton Lundgren.
t'i
;;Sigh ng um isaf jarðardjúp,
"heimsóttar eyjarnar nafnfrægu
Æðey og Vigur og fleiri
írriárkverðir stáðir.
¦ Ferði.r á landi tif næstu héraða.
ISAFJORDUR
ÞINGEYRI
PATREKSFJÖRÐUR
Hér er Látrabjarg """
skammt undari og'.;.¦'•'.;¦
auðvett er að ferSast
ttl  næstu  fjarða., .;.•'./..
Höfuðborgín sjátf.    -
Hér er miðstöð lands-
manna fyrir list og
mennt, stjórn, ver2lun
og mannleg viðskipti.
Héðan ferðast menn
á Þingvöll, til Hvera-;
gerðis, Gullfoss og
Geysis eða annað,
sem hugurinn leítar.
Skipulagðar  kynnísferöír
á landí og á sjó.
Gott hótei.
Merkifegt sæöýrasafm
pg auðyitað ejdstöðvamar.
Bitferðir um; Skaga-
fjörð; ferðir tíl Sigtu
f jarðar og þaðan
ym ÓfafsfjörðV Ótafs
f jarðarm ú la, paiví k
og Árskagsstrand
til Akureyrar.
HÖftiðstaður Narðurlands.
Kynrttsferðir um gjórvafia Eyja-
fjarðarsýslu og tii nærtigg>andi byggða.        J
i Vaglaskógur og Goðafoss prýða   ^, ---- " " "
1 teiðina til Mývatnssvteitar.  - - ' ""•
'raufarhOfn
þórshöfn
Nýtt og glæsilegt
hótei. Þaðan eru
sKtpufagðar ferðir og
steínsnar tff Ásbyrgis,
Hljóðakletta, Oetti-
foss, Mývatnssveitar,
Námaskarðs og
Tjörness.
NESKAUPSfAÐUR
Aætfunarferðir; btf-
reíða tff nærliggjandi
fjarða. Fljótsdals-
hérað, Lögurínn og
H a 11 o rmsstaðaskó gur
Innan seilingar.
VESTMANNAEYJAÍ
Ferðir í þjöðgarðinn
að Skaftafelli, Öra&fa-
sveít og sjáið jafn-
framt Breiðamerkur-
Sánd  og Jökulsárlón.
Flugleiðir um landið allt
Áætlunarflug Flugíélagsins tryggir fljóta, þægílega og
ódýra ferö, og tækifæri tti að leita þangað sem vedrið
er bézt.
í sumar fljúgum við 109 áætlunarferðir í víku mitli Reykja-
víkur ög 13 ákvörðunarstaða um land allt. Og til þess að
tengja einstaka landshiuta betur saman höfum við tekið
upp hringflug. Hringflug okkar umhverfis landið með áætl-
unarferðum er sérstakt ferðatilboð til yðar. Fyrir kr* 7.630
getið þér ferðast hringinn Reykjavík —- ísafjörður -— Akur-
eyri — Egilsstaðir — Hornafjörður — Reykjavík. Það ef
sama hvar ferðin hefst. Sé Isafirði sleppt kostar hringur-
inn kr. 6.080. Allir venjulegir afslættir eru veittir af þessu
fargjaldt, fyrir hjón, fjölskyidur, hópa o. s. frv.
Kynnið yður hinar tíðu ferðtr, sem skipulagðar eru  frá
flestutti  lendingarstöðum  Flugféfagsins  til  nærliggjandi
byggða og eftirsóttuétu ferðamannastaða,
Stærri áætfun en nokkru sinni — allt með Fokker
skrúfuþotum.
Frekárl upplýsingar veita umboðsmenn, ferðaskrifstof-
urnarog skrifstofur flugfélaganna.
FLUGFÉLAGÍSMNÐS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28