Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JULl 1974
Hvernig
rnenn
að lifa
lengi.
an
verða
gamlir
Þá erutn við komnir til Kiev,
höfuðborgar Ukraínu. Ævintýra-
landið Kákasus er að baki. Veðrið
í landi öldunganna, hlfðunum
uppi yfir Svarta hafinu, hafði ver-
ið hlýtt og stillt. Gæzkurík sólin
skein á bláum himni. Einhvern
veginn minntí umhverfið á
Suður-Kaliforníu, aðeins grænna.
Hér er hins vegar kalt og
hráslagalegt. Regnvindar blása
frá Dniepr, breiðri á, sem er hulin
gráum skýjabakka. Sennilega
myndi enginn tíræður öldungur
þrífast hér, Eða hvað?
Ég bfð eftir símhringingu f
hótelherbergi mínu. Kiev er
mikilvægur viðkomustaður. Hér
vænti ég lokasvars við öllum
spurningum mfnum. Við
Kyucharyants höfum farið yfir
allar athugasemdir okkar, bæði á
leiðinni frá Sukhumi í gærkveldi
og eins í morgun eftir á við kom-
um hingað á Hótel Lyebed.
Vísindamennirnir, sem við
ræddum við í Baku, Tifilis og
Sukhumi höfðu sett fram margar
mjijg athyglisverðar fullyrðingar.
Athugasemdir þeirra féllu saman,
líkt og myndir í púsluspili.
1 Sukhumi sagði Sichinava:
„Niðurstaða mfn er sú, að hafi
hugurinn gefið sér forsendur
langlffis, þá muni hann lfkt og
gefa líkamanum merki um að
gera r-  . arna."
í B; . -pði Gasanov: „Við vit-
um, aó ,ið flyttum tíræðan
öldung •'-'., '-.nJlabyggðunum til nú-
tfmaparadir íir, þar sem ekkert
skorti, ..: nútímatækni getur
veitt, mynrö hann veslast upp og
deyja."
I Tifilis sagði Agadxhanov:
„Mjög mikilvægt atriði, sem
mönnum sést oft yfir, er það, að
óldungarnir okkar eru allir mjög
hreinlátir og fágaðir." Enn sagði
Agadzhanov:     „Hjátrúarfullir
fjallabúar halda því fram, að
öldungarnir hafi lifað svo lengi
vegna þess, að þeir hafi ekki verið
bólusettir á unga aldri. Þetta er
rangt. Að vísu getur það komið
sér vel við meðferð gegn ýmsum
sjúkdómum, þar á meðal krabba-
meini, ef sjúklingurinn hefur
ekki verið bólusettur áður, en
hins vegar er öruggt, að margir
fleiri hefðu orðið mjög gamlir, ef
þeir hefðu ekki veikzt af barna-
sjúkdómum á sfnum tfma."
Dalakishvili f Tifilis sagði: „Að
því er krabbameini viðkemur...
ástæðan fyrir þvf, að öldungarnir
virðast ónæmir fyrir þvf, er sú, að
þeir hafa lifað fram yfir hættu-
legasta aldurinn og eru nú
verndaðir, þar sem blóðkorn
þeirra eru orðin of gömul til þess
LANGLIFI
að  krabbamein  geti  þrifizt  í
lfkamanum."
I Tifilis sagði Tsitsishvili:
„Flestir öldunganna neyta aðeins
kjöts einu sinni f viku, jafnvel
þótt þeir hafi efni á að veita sér
það oftar. Flestir þeirra halda
líka sjö vikna f östuna.
Sfminn hringir, það er
Kyucharyants. Við höfum verið
boðaðir til fundar við Dmitri
Chebotarev f ellisjúkdómamið-
stöðinni. Hann hefur samþykkt
umbeðið viðtal. Ellisjúkdómamið-
stöðin í Kiev er höfuðmiðstöð
rannsókna á sviði ellisjúkdóma í
Sovétríkjunum og Chebotarev,
sem er heimsfrægur vísindamað-
ur, er ekki aðeins forstöðumaður
stofnunarinnar, heldur einnig
forseti sambands sovézkra elli-
sjúkdómasérfræðinga. Sem sagt
aðalmaðurinn á þessu sviði í
Sovétríkjunum.
Stórkostlegt!
Við höfum tekið okkur sæti í
skrifstofu hans á annarri hæð og
horfum út yfir grátt vetrarlegt
strætið. Hann brosir vingjarnlega
til hinna spurulu gesta, augun
l'eiftra um leið og hann tekur til
máls: „Langlífi byggist á fjórum
höfuðatriðum. Erfðaeiginleikar
eru nr. 1. Stöðug vinna, sem menn
hafa ánægju af nr. 2. Rétt matar-
æði er hið þriðja, og sfðast skal
nefna samræmda lif naðarhætti.
Rannsóknir okkar á öldungun-
um í Kákasus hafa sýnt, að þeir
eru afkomendur mjög langlffs
fólks. Við skulum segja, að þeir
hafi erft hina góðu eiginleika."
Hann hallar sér aftur í stólnum
eins og hann vilji geta gert sér
grein fyrir langlffinu innra með
sér. Hann er góðlegur maður á
sjötugsaldri, brosir stöðugt eilítið
vandræðalega. Bláeygður. Hárið
byrjað að þynnast. Dmitri
Chebotarev situr við skrifborð úr
mahony, veggir skrifstofunnar
eru úr mahony, yfir höfði hans
hangir mynd af Lenin. Til vinstri
handar er símaborð með löngum
röðum marglitra takka. Hann get-
ur náð sambandi við hvern sem er
í stofnuninni án þess að velja
númer eða hringja í síma-
stúlkuna. Allt beinar lfnur. Þetta
er sovézka kerfið, þeir trúa ekki á
gildi skiptiborða.
Chebotarev: „Tilvera öldung-
anna okkar ber vitni kenningunni
um erfðaeiginleika, þar sem þeir
eru allir komnir af þvf, sem við
getum kallað traustan stofn. Engu
að sfður vildum við fá fleiri
sannanir "og þess vegna athuguð-
um við 40 þúsund manns, áttræða
eða eldri, um allt land. Við kom-
umst að þeirri niðurstöðu, að 36%
þeirra voru hraustir, það er að
segja, líffræðilegur aldur þeirra
samsvaraði almanaksaldrinum.
Það, sem er þó enn mikilvægara,
er það, að um það bil 20% af
5. HLUTI
hinum 40 þúsundum, voru afkom-
endur fólks, sem var bæði hraust
og langlíft. Við sögðum við sjálfa
okkur, að með réttum leiðbeining-
um og hjálp gætu þau öll, 8000
manns, lifað fram yfir tírætt".
Hann brosti og bætti síðan við:
„En hvað þá um hin 32000? Eru
þau dæmd til að lifa skemur.
Sennilega. Engu að síður er talið
ágætt að ná áttræðisaldri í nú-
tfmaþjóðfélagi, það er átta árum
meira en meðalaldurinn er í dag í
bæði Bandaríkjunum og Sovét-
ríkjunum. Ef barnabarnabörn
þessa fólks hlýtur rétta læknis-
fræðilega umönnun ættu þau að
lifa fram yfir tírætt. Og það er
einmitt  það,  sem  ellisjúkdóma-
myndi sakna þess svo mjög, ef
hún gæti ekki unnið starf sitt, að
hún myndi deyja. Svo einfalt er
það.
Ef maður lítur nánar á málið,
sér maður, að vinna þeirra er
þeim nauðsynleg hreyfing. Þeir
lifa og starfa í fjallahéruðum og
þurf a að klif ra mikið. Þorp þeirra
eru þó ekki öll f mikilli hæð yfir
sjávarmáli, þorpin, sem þið heim-
sóttuð í Abkhazíu eru tæplega í
meiri hæð en 500 metrum. Klifrið
er frábær æfing fyrir hjarta-
vöðvana og sérstaklega gagnleg,
þar sem hún hefur verið stunduð
aflt frá blautu barnsbeini.
Æfingin hefur hjálpað til að
lengja líf þeirra og hið sama á sér
Tandel Dzohpua, 103 ára gamall leiðir eiginkonu sfna niður tröppur
húss þeirra.
Hver skyldi trúa þvf, að Khfaf Lazuria, sem brosir framan f okkur á
þessari mynd, sé orðin 138 ára gömul
fræðingarnir stefna að. Þegar
samstarfsmenn okkar hafa út-
rýmt krabbameini og hjartasjúk-
dómum, eins og þeir munu vafa-
laust gera áður en langt um líður,
erum við lausir við þær tvær teg-
undir sjúkdóma, sem verða flest-
um að bana. Læknavísindin hafa
tekið miklum framförum í þessu
landi. Um aldamótin var meðal-
aldur manna f Bandarfkjunum 42
ár, en aðeins 32 f Rússlandi.
Við efumst ekki um, að þeir,
sem hafa réttar líffræðilegar for-
sendur, munu lifa fram yfir
tírætt, og sennilega mun þetta
eiga við um allt mannkyn.
En reynslan hefur lfka kennt
okkur, hvernig þetta getur verkað
öfugt. Nú eru engir tíræðir öld-
ungar í Abastumani f Kákasus,
þótt þeir væru margir í því héraði
fyrir fyrri heimsstyrjöldina.
Sjilklingar, sem komu á heilsu-
hælið þar, fluttu með sér berkla,
sem breiddust út um héraðið og
stráfelldu íbúana. Kannski lifir
enginn íbúi Abastumani fram yfir
tírætt f ramar."
Chebotarev varð sorgmæddur á
svip og leit út um gluggann áður
en hann kom að næsta atriði:
„Við höf um alltaf gert ráð fyrir
því, að langlffi og ánægjuleg
vinna héldust f hendur og
öldungarnir hafa sýnt okkur og
sannað, að við höfum rétt fyrir
okkur. Hinar nýlegu rannsóknir
okkar á áðurnefndum 40000 stað-
festu þessar hugmyndir ennfrem-
ur. Eins og þið hljótið að hafa
tekið eftir, eru langflestir öldung-
anna samyrkjabændur og hafa
unnið sama starf alla ævi. Það,
sem meira er um vert, er þó, að
þeir hafa gert vinnuna að bæði
brauðstriti og undirstöðu lífsins í
senn. Þetta tekst þeim vel. Shirali
Mislimov, sem lézt 168 ára að
aldri, var frábær sáningarmaður.
Khfaf Lazuria, sem þið hittuð og
sem er 138 ára gömul, er frábær
við tfnslu teblaða. Mér skilst, að
hún vinni enn mikið verk á
ökrunum, enda myndi hún ekki
lifa eðlilegu lífi  án  þess.  Hún
stað um marga tónlistarmenn.
Hugsið t.d. um það, hve margir
frægir hljómsveitarstjórar hafa
orðið gamlir menn. Þeir hafa
einnig verið í stöðugri æfingu við
að sveifla tónsprotanum. Þegar
menn eins og Toscanini lif a skem-
ur en 130 ár, er það vegna þess, að
einhver önnur líffæri en hjartað
hafa brugðizt."
I Baku hafði prófessor
Ibragimov lagt til, að til þess að
bæta upp skort á hreyfingu við
vinnu, ættu menn að ganga um
það bil fimm kflómetra á degi
hverjum. Bezt væri að ganga rösk-
lega og fara í gönguferðirnar á
morgnana. Hann hélt því einnig
fram, að menn ættu að reyna að
halda þeirri líkamsþyngd, sem
þeir hefðu um fertugt.
Chebotarev:
„öldungarnir okkar borða ekki
mikið. Karlmenn neyta yfirleitt
um það bil 2200 hitaeininga á dag,
en konur 1900. Við komumst að
því eftir langar og erfiðar vísinda-
rannsóknir, að þetta er hið rétta
fyrir fólk, sem komið er yfir
sextugt. Þeir komust að sömu
niðurstöðu af eðliávfsun. Rétt er
að skipta fæðuneyzlunni þannig,
að neyta 30% að morgni, 40% um
miðjan dag og 30% að kvöldi.
Aftur kom í ljós samsvörun á
milli vfsindanna og öldunganna.
Er þetta merkilegt?
Nýlega höfum við farið að nota
papriku sem krydd, og valhnetur
sem hluta af tilraunfæður, er við
framleiðum í rannsóknarskyni.
Með öðrum orðum, sjúklingum
okkar er boðið upp á „öldunga-
fæðu", ef þið viijið nota það orð.
Við notum fastafæðu þeirra, þar á
meðal korn, en erum enn að rann-
saka hina sérstöku eiginleika val-
hneta og papriku. Enn sem komið
er vitum. við ekki, hvað þeir gera
til þess að verða svona gamlir, ef
þeir gera þá nokkuð. Hins vegar
vitum við fyrir víst, að í austur
hluta Grúsíu eru mun f ærri tíræð-
ir öldungar en í vesturhlutanum,
það er að segja Abkhazáu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28