Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JULl 1974
11
„Og í austurhlutanum vaxa eng-
arvalhnetur!"
Þögnin var þrungin spennu, orð
hans greypast í huga manns.
Hvað um jörðina, sem þeir
yrkja, loftið, sem þeir anda að sér
og vatnið f brunnum þeirra og
fjallalækjum?
Chebotarev:
„Vi höfum safnað upplýsingum
um efnasamsetningu jarðvegs-
ins í héruðum öldunganna og
sömuleiðis um vatnið í lækjum
þeirra. I Kákasus höf um við rann-
sakað alls 2000 læki, og efnasam-
setningin úr um það bil 1400
þeirra hefur þegar verið sundur-
greind. Einhvern tíma á næsta ári
verður öllum upplýsingunum
rennt í gegnum tölvu hér í stof n-
uninni til þess að ákvarða megi,
hvort um samband sé að ræða á
milli. Við teljum, að svo muni
vera. Engu að síður erum við þess
fullvissir, að leyndardómur lang-
lífis þeirra sé fólginn í öllum
áðurnefndum þáttum, og hinn
f jórði, hið rólega og áhyggjulausa
líf, er ef til vill þýðingarmeiri en
hinir þrír.
Rannsóknir á öldungunum okk-
ar hafa leitt í ljós mjög athyglis-
verðar reglur, sem þeir lifa eftir.
Lffsþægindi, sem bændur
Kákasusfjalla geta auðveldlega
fært sér f nyt í dag, hafa ekki
spillt þeim. Þeir hafa haldið hinar
sömu reglur í heiðri í gegnum
árin: Þeir fara alltaf á fætur á
sama tfma, sofa alltaf jafn lengi,
þvo sér og baða úr köldu vatni,
jafnvel þótt auðvelt sé að ná í
heitt vatn. Þeir borða þann mat,
sem þeir eru vanir, minna á degi
hverjum eftir því sem þeir eldast,
en þó alltaf nóg til þess að full-
nægja þörfinni.
Karlmennirnir halda kröftum
sínum mjög lengi. Konurnar, sem
lifa mun lengur, hlutfallið er 2:1
þegar hundrað ára markinu hefur
verið náð, eldast mun hraðar eftir
það. Allir fá að vinna og láta f té
svo mikið, sem þeir eru færir um.
Líf þeirra tekur því mjög litlum
breytingum með árunum.
Þeir eru virkir þátttakendur í
þjóðfélaginu þrátt fyrir háan ald-
ur, sem er afar mikilvægt
fyrir lífsviðhorf þeirra, og sálar-
ástand. Enginn þeirra hef ur verið
lýstur sem óhæfur vegna þess, að
hann hafi farið yfir ákveðið
aldurstakmark.      Samkvæmt
margra alda gömlum venjum
Kákasusbúa er gamalt fólk hafið
til vegs og virðingar, sem fer vax-
andi eftir þvf sem það eldist. Þar
þekkjast engin elliheimili, þar
sem gamla fólkið getur drepið
tímann á meðan það bíður dauða
sfns. öldungarnir lifa eðlilegu
fjölskyldulífi og með tímanum
þróast fjölskyldurnar yfir f stærri
heildir, — ættbálka. Fleiri og
fleiri hús eru reist umhverfis
sama húsagarðinn, þar sem
öldungarnir búa sem ættarhöfð-
ingjar. Þeir njóta mikillar virð-
ingar. Orð þeirra eru lög, en engu
að sfður er ætlazt tii þess, að þeir
leggi sitt af mörkum til heimilis-
haldsins."
Chebotarev var auðsjáanlega
þeirrar skoðunar, að þetta væri
mun heillavænlegra kerfi en það,
sem tíðkast í öðrum heimshlutum,
þar sem f ólk er þvingað til að láta
af störfum um það bil hálfsjötugt
og raunverulega dæmt til að
deyja snemma. Þótt eftirlaunaár-
in séu mörgum þægileg, þá hefur
gangur Iffsins verið truflaður og
það hefur reynzt mörgum afdrifa-
rfkt.
Hann lyfti fingri í aðvörunar-
Skyni og sagði síðan með þungri
áherzlu:
„I Bandarfkjunum deyja marg-
ir karlmenn á fyrsta árinu eftir að
þeir láta af störfum og oft á golf-
velli. Er þetta svo skrítið? Lffs-
háttabreytingin hefur orðið of
mikil fyrir hjartað, sem þegar var
orðið sjúkt af æðakölkun. Ég
freistast stundum til þess að kalla
hámarksstarfsaldur mesta morð-
ingja mannkynsins, krabbamein
og hjartafjúkdómar koma þar
næst á eftir.
I Kákasus fæða konur börn
hálfsjötugar og karlmennirnir
eru þá enn f blóma lífsins. Þar í
landi eru 65 ár tiltölulega lágur
aldur. Þá fá karlmennirnir líka
stóra vinninginn: eftirlaun til
æviloka.'Konurnar fá eftirlaunin
fyrr, þegar þær verða sextugar.
Fólk tekur á móti eftirlaununum,
spýtir f lófana og heldur áfram að
vinna. Þetta fólk getur ekki skilið
hvers vegna við hin látum okkur
nægja að lifa aðeins stutt. Það
vorkennir okkur. Hjá þeim er
Ianglffi álitið eðlilegt, en ekki
undantekning, eins og hjá okkur.
Þegar Kákasusbúar skálda, óska
þeir þess ekki að fólk verði
hundrað ára, — það væri of vit-
laust — heldur tvö hundruð ára.
Þannig stendur þá á tilveru þá
á tilveru hinna 5000 öldunga f
Kákasus, sem eru tfræðir eða
meira. Hvergi f heiminum er vit-
að um svo marga jafngamla f
einni heimsálfu. Hið athyglis-
verðasta er þó, að öldungarnir eru
af öllum þeim kynstofnum, sem
landið    byggja:     Abkhazar
Armeníumenn og Gyðingar.
Þegar við vorum f Baku ræddi
prófessor Ibragimov um hinar
sérstöku og leyndardómsfullu
aðstæður, sem Kákasus hefði
uppá að bjóða, og nefndi þá sér-
staklega „hið milda og holla
loftslag, sem við köllum smásjár
loftslá", og bætti við, að einnig
yrði að taka tillit til „ágætrar
einangrunar", sem einkenndi
héruðin, sem öldungarnir byggja,
á milli Sukhumi á strönd Svarta-
hafsans og Baku við Kaspfahaf.
Chebotarev hélt áfram:
„Þrátt fyrir allt myndum við
aldrei halda þvf fram, að það sé
neitt sérstakt við Kákasus, sem
valdi langlífi. Margir ellisjúk-
dómasérfræðingar vorir eru
þeirrar skoðunar, að núlifandi
öldungar séu hinir sfðustu, sem
nái svo háum aldri. Aðstæðurnar
eru að breytast. Mengunin er far-
in að ná að rðtum fjallanna f
Abkhazfu. Nútíminn ber að dyr-
um og færir með sér nýja
lifnaðarhætti.
Hvað sem öllu öðru líður, telj-
um við okkur hafa lært nógu
mikið af öldungunum okkar til
þess að geta byggt upp okkar
eigið öldungasamfélag. Eins og ég
hef minnzt á áður höfum við þeg-
ar hafið starf f þessa átt. Okkur
finnst það afar spennandi. Mark-
mið okkar er að sýna fram á, að
manninum sé ætlað að verða 150,
160, 170, jafnvel 200 ára.
öldungarnir f Kákasus hafa
sannað, að þetta er hægt, við ætl-
um að skapa langlffi með hjálp
vfsindanna, og veita öllu mann-
kyni hlutdeild f þessari blessun.
„Þetta er vafalaust djörf áætl-
un?"
Hann glotti um leið og hann lcit
upp sigri hrósandi og sneri sér að
tveimur samstarfsmönnum .sín-
um, sem höfðu læðzt á tánum inn
í skrifstofuna og tekið sér stöðu
við hlið hans. Þeir kinkuðu kolli
til samþykkis. Aætlunin hvfldi
einnig á herðum þeirra. Aðstoðar-
mennirnir réttu mér nafnspjöld
sín. Annar sovézkur siður. Annar
er dr. Abram Mintz, vafalaust af
Gyðingaættum, með svart liðað
hár, viturleg dökk augu og gler-
augu. Nafnspjaldið gefur til
kynna, að hann sé helzti aðstoðar-
maður Chebotarevs og forstöðu-
maður langtfma rannsókna á sviði
ellisjúkdóma. Hin manneskjan er
dr. Nina Saehuk, óumdeildanlega
af úkraínskum ættum, ljósrauð-
hærð, bláeygð, pipruð. Sam-
kvæmt nafnspjaldinu veitir hún
forstöðu þeirri deild, sem sér um
rannsóknir á þjóðfélagslegri
tölfræði.
Chebotarev stoltur:
„Þessi tvö eru helztu aðstoðar-
menn mínir".
Þegar hann hefur máls að nýju
rísa hárin á höfði okkar Kyu-
charyants, fyrst af vantrú, en síð-
an, þegar okkur varð ljóst, að hon-
um var alvara, af undrun. Þegar
rannsókninni á hinum áður-
nefndu 40000 var lokið, gerðu vís-
indamennirnir stórkostlega áætl-
un um að ráða til sín 1000 manns
til reynslu og tilraunastarfsemi,
sem myndi standa svo lengi sem
tilraunadýrin lifðu. Rannsóknar-
stofnunin átti að sjá algjörlega
um fólkið. Chebotarev hafði
stjórnina á hendi, Mintz varð
næstráðandi og Sachuk sá um að
greiða úr öllum þjóðfélagslegum
vandamálum.
Áætlun 1000 hófst fyrir þremur
árum síðan, eftir að nákvæmar
rannsóknir hðfðu farið fram á
sjálfboðaliðunum, sem voru
margfalt fleiri en þeir, sem
endanlega voru valdir. Allir þeir,
sem fyrir valinu urðu, eru búsett-
ir í Kiev, einfaldlega vegna þess,
að þeir búa í námunda við stofn-
unina. Kievbúar eru á engan hátt
betur á sig komnir en aðrir. Hins
vegar urðu hinir útvöldu að gang-
ast undir þá kvöð, að flytjast
aldrei á brott úr borginni.
Sjálfboðaliðunum 1000 var
skipt í tvo hópa, yngri og eldri, en
í eldri hópinn var valið fólk á
aldrinum 40—90 ára. í upphafi
voru 50, sem stóðu á níræðu, en
nú eru þeir 70, auk þeirra, sem
orðnir eru enn eldri. Allir eru við
hestaheilsu.
Markmið tilraunarinnar er að
hjálpa öllum til þess að lifa á aðra
öld. „Tfræðir öldungar, með at-
stoð visindanna, fyrsta herdeild,"
sagði Chebotarev. Við búumst
ekki við því að hinum elztu takist
að komast yfir markið, en hins
vegar munum við með hjálp
vísindanna gera allt, sem í okkar
valdi stendur, til þess að hægja á
hrörnuninni og færa þá sem næst
þeim, sem eru jafngamlir, ef talið
er í árum eingöngu.
I hópnum eru 500 menn og 500
konur, og öll hafa þau samþykkt,
að búa f nálægð rannsóknarstofn-
unarinnar, það sem þau eiga ólif-
að. „Hafið lfka í huga", sagði dr.
Mintz og brosti þurrlega, „að þau
eru öll fyllilega sannfærð um að
við munum gera allt, sem við get-
um til þess að halda f þeim lífinu.
Þau munu lifa svo lengi, sem vfs-
indin geta haldið þeim á lífi og
þau munu verða varin fyrir öllum
sjúkdómum, jafnt kvefi sem
krabbameini."
Allir eru borgarbúar. Tíu í
hópnum eru háskólaprófessorar,
30 menntamenn, svo sem raun-
vísindamenn, rithöfundar, lista-
menn. Sextfu eru verkfræðingar,
læknar, arkitektar og opinberir
starfsmenn. I f jórða hópnum eru
verkamenn f verksmiðjuml I hin-
um fimmta verkamenn, sem
vinna úti undir beru lofti og í
hinum sjötta fólk, sem vinnur
létta, líkamlega vinnu. öllum hóp-
unum er skipt um fimmtfu ára
aldursmarkið. Hinir eru menn, og
konur, sem hafa annaðhvort tekið
upp léttara starf eða þá hætt
störfum fyrir aldurs sakir.
„Við höfum safnað að okkur
miklu efni, þar sem eru uppgötv-
anir og niðurstöður samstarfs-
manna okkar í Kákasus," sagði dr.
Mintz, og hrósaði þeim dr.
Dalakishvili, prófessor Gasanov,
prófessor Ibragimov og dr.
Sichinava. Sérstaklega hrósaði
hann afrekum hins unga dr.
Dalakishvili. „Án þeirra hefðum
við ekki getað byrjað áætlun okk-
ar. Við höfum aðlagað okkar að-
stæðum og fært okkur í nyt ýmis-
legt, sem vitað er um öldungana í
Kákasus, lifnaðarhætti þeirra,
siði, lífsviðhorf og mataræði. Við
höfum alltaf jafnmikla ánægju af
því að sjá, í hvé mörgum atriðum
öldungunum og nútfma vfsindun-
umbersaman."
Hinir 1000 útvöldu eru látnir
sæta læknismeðferð reglulega.
Þeir fá vftamfninngjafir,
hormónasprautur og sömuleiðis
fá þeir blóðgjafir þrisvar á ári.
Framhald á bls. 18
Erum aö fá síðustu Ford Bronco bílana fyrir veröhækkun
frá verksmiöjunum.
Leitið upplýsinga og gangið frá pöntun
Sölumenn í síma 35300.
^^ M. KRISTJÁNSSON H.F.
ÖMBOBIfl   SUDURLANDSBRAUT  2  •  SÍMI  3 53 00
m
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28