Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JULl 1974
Sýningar Arkitektafélags íslands
ARKITEKTAFÉLAG Islands hef-
ur nokkur undanfarin ár haft
með höndum þjónustu fyrir hús-
byggjendur undir nafninu
Byggingarþjónusta A.I. Lengst
framan af var þessi starfsemi á
Laugavegi 26, en hefur nú nýlega
flutzt að Grensásvegi 11, á efri
hæð. Þarna eru gefnar hvers kon-
ar byggingafræðilegar upplýsing-
ar ásamt því að alls konar fyrir-
tæki byggingaríðnaðaríns kynna
þar vörur sínar og þjónustu. Af og
til hafa svo einnig verið settar þar
upp sýningar, sem hafa verið hin-
ar fróðlegustu, og mig langar ein-
mitt til að vekja athygli á þeirri
hlið starfseminnar.
— Fyrir liðlega mánuði lauk
sýningu á verkum norsku
arkitektanna Knut Knutsen og
Arne Korsmo, sem voru braut-
ryðjendur og áhrifavaldar í
heimalandi sínu og í hópi þekkt-
ustu arkitekta á Norðurlöndum.
Fyrirhugað var að setja sýningu
þessa upp ásamt íslenzkri bygg-
ingarlist á listahátíð, en því boði
var hafnað og má það undarlegt
teljast þar sem sýning þessi kem-
ur frá Höjvikodda, eða listamið-
stöð „Henie — Onstad" { Osló, en
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
þar er einungis hið gildasta á
myndrænu sviði haft til sýnis.
Sýning þessi átti vissulega brýnt
erindi til okkar Islendinga, þvf að
hér var lögð áherzla á að sýna
mikilvægi þess, að byggingar séu
hagnýtar, falli inn í umhverfi sitt
og séu ekki í hrópandi andstæðu
við það, en á þeim sviðum má
segja, að við Islendingar höfum
haft daufa sjón á undanförnum
áratugum og er mál að Iinni. Það
er nokkuð langt síðan norrænir
arkitektar fóru að gefa þessum
atriðum gaum, hér þurfum við
einungis að minnast ummæla
hins mikla finnska arkitekts Eliel
Saarinens (1873—1950) í upphafi
aldarinnar: „Félagar mínir og ég
sameinuðumst um þá megin-
stef nu varðandi lausn f ormvanda-
mála, að formið lægi f einkennum
efniviðar þess, sem manni stæði
hverju sinni til boða. Hugmyndin
var á engan veg upprunaleg eða
frumleg, heldur var hér eiginlega
um að ræða eins konar grund-
vallarhugmynd. En þessi grund-
vallarhugmynd hafði lengi verið
grafin undir haug stflhugmynda.
Það varð að grafa hana upp aftur
og hefja til öndvegis. En til að
Arne Korsmo: Hús.
framkvæma slíkt var nauðsynlegt
að hverfa langt aftur til þeirra
tfmabila er byggingarefnið var
hagnýtt á eðlilegan hátt. — Þar að
auki varð að leysa vandann um
nytsamasta háttinn við notkun
efnisins og hvernig hægt væri um
leið að hafa frumgerðaráætlunina
f senn hagræna og um leið f sam-
ræmi við önnur gildi." Aftur-
hvarfinu til náttúrunnar er
kannski bezt lýst í þessum um-
mælum hans: „Plönturnar vaxa
upp frá frjðkornunum, — sér-,
kenni forma þeirra eru falin f
frummætti frjökornanna. Jarð-
vegurinn ljær þeim grómagn og
ytri háhrif ákvarða svipmót
þeirra f umhverf ismyndinni."
Segja má að þessi sfgilda setn-
ing lýsi einmitt kjarnanum f
stefnu fremstu arkitekta aldar-
innar og þessi atriða mátti greini-
lega sjá á sýningu þeirra Knut-
sens og Korsmo, sem báðir voru
stórathyglisverðir arkitektar, sem
létu hrífast af nýsköpun á sviði
húsagerðarlistar alls staðar I
veröldinni og kunnu að laga áhrif-
in að norskum aðstæðum og um-
hverfi. Það er vissulega kominn
tími til að við Islendingar hagnýt-
um okkur menningu og reynslu
slíkra manna af fullri reisn, og
ekki væri vanþörf á að setja á fót
stofnun, sem m.a. hefði það hlut-
verk með höndum að sporna við
stórfelldum spjöllum á náttúr-
unni til sjávar og sveita, sem hér
hef ur löngum gætt og ekki virðist
lát á. Það er fráleitt, að hver sem
er fái óhindrað að reisa bygging-
ar, sem stórlega meiða náttúruna
og gróma umhverfið.
— Þessa dagana eru á sama stað
sýndar uppmælingar og teikning-
ar, sem danskir nemendur í
arkitektúr hafa gert af gömlum
húsum austur í öræfasveít svo
sem Heiðarbæ, Sandfelli,
Hnappavöllum, Rauðabergi, Hofi
og Skaftafelli. Nánari tildrög
þessarar sýningar eru, að undan-
farin fjögur ár hafa nemendur
arkitektaskólans I Kaupmanna-
höfn komið hingað til lands f
þeim tilgangi að mæla upp gömul
hús og kynna sér íslenzka bygg-
ingarlist til sveita og bæja. Hafa
þeir einnig m.a. mælt upp Bern-
höftstorfuna, Neðstakaupstað á
ísafirði, Þverá í Laxárdal og
Möðruvallarkirkju í Eyjafirði. I
fyrrasumar og í ár ha:e» þeir svo
tekið fyrir hús í Öræfasveit I
Austur-Skaftafellssýslu.     Eru
þessar ferðir liður í þriggja ára
áætlun, sem uppmælingadeild
skólans hefur verið að byggja upp
til að ná sem gleggstu efni um
íslenzkan byggingarmáta á 19 öld.
Uppmælingar þessar eru valfag í
skólanum. Er um að ræða tveggja
vikna dvöl hópanna og hafa þeir
mælt upp og teiknað bæjarhús,
útihús, hlöður og önnur hús á
staðnum. I sumar hafa þannig 16
nemendur og þrír kennarar verið
hér og er helmingurinn nemend-
ur við arkitektaskólann í Árósum,
en hann er nú með í fyrsta skipti.
Curt von Jessen er fyrirliði hóps-
ins og hann átti einnig frumkvæð-
ið að þvf, að þessar íslandsferðir
.:    ::.¦¦-•.  ¦     M    :¦  '
hófust. Fyrirhugað er að fara
slíka ferð næsta sumar og jafnvel
sumarið þar á eftir og að lokum
verður væntanlega gefin út bók á
vegum skólans með öllum teikn-
ingunum.
Af framanskráðum upplýsing-
um má ráða, að hér er um mjög
merkilegt framtak að ræða, sem
sem vert er allrar athygli, einkum
hljóta þessar mælingar að hafa
mikið gildi fyrir Islenzka fræði-
menn á þessu sviði og Iétta þeim
störf þeirra. Jafnan er fróðlegt
fyrir einstaklinga að bera athug-
anir sínar saman við athuganir
gerðar í skipulagðri hópvinnu.
Teikningarnar eru vel og fag-
mannlega gerðar og áreiðanlega
mjög lærdómsríkar fyrir alla þá,
sem hyggjast leggja arkitektúr
fyrir sig í framtíðinni, og fróðleg-
ar fyrir atvinnu- sem áhugamenn.
Þarna getur m.a. að Ifta stóra ljós-
mynd af bæjarhúsunum að Hofi,
er það f ögur heildarmynd ef und-
an er skilið nýjasta framlagið,
sem er kassaformað hús fyrir
miðju og í skerandi ósamræmi við
burstahúsin. Hér hefði verið
næsta auðvelt að forðast hvimleitt
og fyrir Islendinga næsta sígilt
slys.
— Er hér með vakin athygli á
mikilsverðri starfsemi arkitekta-
félagsins og væntanlega uppsker
hún svo sem til var stof nað.

''¦yr-^..Ækiim.íim- <
\  y'l^r^-ff^,, .  ' "•¦¦ ¦¦¦
!:    f-,,^:   ¦**•¦>VÓÍjS----W'    Í?^«"Ö3Í*_,   lÍ
¦*^" -íf rf, ö 7' :"s:'~*M*<
Lækjarhús að Holti f öræfum.
20 írsk börn
vœntanleg
Frá fyrri heimsókn frsku barnanna hingað. Myndin er tekin f Skálholti.
Eins og fram hefur komið f
fjölmiðlum eru væntanleg
hingað f sumar 20 börn frá
Norður-trlandi auk tveggja far-
arstjöra. Börnin koma þann 14.
ágúst og munu dveljast hér á
landi f tfu daga. Fyrstu dagana
munu þau verða f Hlfðardals-
skóla, en sfðan hjá f Jölskyldum
f Hveragerði og nágrenni.
Fyrir þessu boði núna standa
nokkrir áhugamenn, er kynnzt
hafa börnum frá N-Irlandi, sem
dvöldust hér tvö sl. sumur, með
aðstoð þriggja presta í Arnes-
sýslu.
Hinn 2. febrúar sl. skrífuðu
framangreindir hvatamenn
bréf til allmargra fyrirtækja og
annarra aðila, þar sem leitað
var  eftir  aðstoð  f  einhverri
mynd til að gera heimsókn
barnanna mögulega. Upp-
haflega var ætlunin að hafa
samband við þá, sem skrifað
var, fyrir febrúarlok, en vegna
óvissu um framvindu málsins í
N-Irlandi var ekki talið fært að
hefja söfnun á fyrirhuguðum
tíma. Nú mun hins vegar hafa
tekizt að ryðja öllum hindr-
unum úr vegi og vonast hvata-
menn heimsóknarinnar til þess,
að áðurnefndir aðilar, sem
bréfið fengu, og ef til vill fleiri
bregðist vel við. Hafa má sam-
band við sóknarprestana I
Hveragerði, Selfossi og Eyrar-
bakka svo og Hjálparstofnun
kirkjunnar, Klapparstíg 27,
Reykjavfk, sfmi 26440, gfró-
reikn. nr. 20002.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28