Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JULl 1974
13
Mynd þessi var tekin f maf 1964, þegar sveitir þjððvarðliðsins og hersveitir
tyrkneska minnihlutans áttust við. Liðsmenn beggja höfðu grafið skotgrafir f
Kyrenia-fjöllum og var skammt þar á milli. Makarios fór þá f könnunarferð til
vfgstöðvanna og var mynd þessi tekin, er hann var að heilsa þjóðvarðliðum.
Nafn Makaríosar
órjúfanlega tengt
sjálfstœðiKýpur
„KÖTTURINN hefur nfu lff og sama er að segja um Mikoyan,"
var stundum sagt hér áður fyrr — og þá átt við hinn kunna
sovézka stjörnmálamann Anastas Mikoyan, sem lifði af ótrúleg-
ustu atvik á byltingarárunum f Rússlandi og hreinsanir og
pólitfskar ofsðknir árautganna þar á eftir. Nú orðið má með
nokkrum sanni segja það sama um-Makarios erkibiskup á Kýpur;
hann hef ur lifað af margt banatilræðið og virðist eftir fréttum að
dæma hafa komizt heill á húfi úr þeim átökum, sem f landinu
urðu f fyrradag, þegar þjððvarðliðið gerði stjðrnarbyltingu undir
f orystu grfskra herf oringja.
Eftir því sem bezt verður séð af
fréttum um stjórnarbyltinguna
virðist hún ekkihafakomiðáóvart
þeim, sem fylgzt hafa með málun-
um þar um slóðir — og þá ekki
sjálfum Makariosi, því að hann
hafði kvartað sáran yfir því að
undanförnu, að grfsku her-
foringjarnir væru að undirbúa
byltingu gegn sér og ætluðu jafn-
vel að ráða sig af dögum. Sakaði
forsetinn grísku herforingja-
stjórnina f Aþenu um að standa
að baki þessu samsæri og krafðist
þess, að herforingjarnir á Kýpur
yrðu kallaðir heim.
Þjóðvarðliðið á Kýpur var sett á
laggirnar fyrir rúmum áratug,
þegar ástandið þar var með versta
móti. Til harðra bardaga kom
milli hersveita grísku og Tyrk-
nesku þjóðarbrotanna og styrjöld
milli Grikklands og Tyrklands var
yfirvofandi. Hafði Makarios óttazt
innrás Tyrkja á Kýpur og því
fengið grfsk yfirvöld til samvinnu
um s<:ofnun þjóðvarðliðs. Foringj-
ar þess urðu allir grfskir eða
grfskættaðir Kýpurbúar. Með ár-
unum hefur risið ágreiningur
milli liðsins og forsetans og
undanfarið hefur hann viljað
f ækka f því, allt of an í 4000 menn.
Einnig hefur hann verið því
fylgjandi að stytta herskyldu úr
tveimur árum í f jórtán mánuði. Á
hinn bóginn setti hann á laggirn-
ar allmyndarlegar öryggislög-
reglusveitir og skipað eigin
stuðningsmönnum, sem hann
taldi betur treystandi en þjóð-
varðliðinu.
En þjóðvarðliðið vildi alls ekki
láta skera sig niður og þá ekki
herforingjastjórnin í Aþenu, sem
hefur lengi fundið Makariosi
ýmislegt til foráttu — og tæpast
hefur það hlýjað Aþeningunum
um hjarta, þegar Makarios sendi
þeim tóninn í bréfi sfnu á dögun-
um, kvaðst lftt hrifinn af her-
foringjastjórnum yfirleitt, en sér-
staklega væri sér f nöp við þá, sem
sæti í Aþenu.
Sjálfstœðis-
baráttan
gegn Bretum
Nafn Makariosar er órjúfanlega
tengt sögu sjálfstæðis á Kýpur.
Hann barðist harðri baráttu gegn
yfirráðum Breta á sínum tíma, en
var þá þeirrar skoðunar, að landið
ætti að sameinast Grikklandi.
Þegar hann sá fram á, að tyrk-
neski minnihlutinn mundi ekki
sætta sig við sameiningu, skipti
hann um skoðun og gerði sig
ánægðan með, að landið yrði sjálf-
stætt, fullvalda rfki og reynt yrði
að finna leiðir til þess að þjóðar-
brotin gætu lif að saman í f riði. En
það hef ur gengið skrykkjótt.
Makarios fæddist i fanayia 13.
ágúst 1913 og var í upphafi skfrð-
ur Michael Mouskos. Faðir hans
var fátækur hjarðmaður. Þrettán
ára að aldri gekk Michael f
Kykko-klaustrið í nágrenni
Panayie og dvaldist þar við nám
og störf í sjö ár. Arið 1938 fór
hann til Grikklands að nema guð-
fræði, gerðist síðan munkur og
tók upp nafnið Makarios, sem
þýðir „hinn blessaði". Hann var
vfgður árið 1946 og fór eftir það
til Bandaríkjanna, þar sem hann
stundaði háskólanám í Boston og
starfaði sem prestur grfsk-
kaþólskra á Nýja-Englandi. Þrem-
ur árum síðar sneri hann aftur
heim til Kýpur og tók þar við
biskupsembætti f Kition.
Þegar heim kom hafði Makarios
tvö markmið í huga: Að losna við
yfirstjórn Breta og endurskipu-
leggja kirkjuna á Kýpur.
Árið 1950 var hann kjörinn
erkibiskup, 37 ára að aldri, og
komst þá verulegur skriður á
baráttu hans gegn Bretum. Fyrst
hélt hann uppi óvirkri, friðsam-
legri andstöðu gegn þeim, en tók
síðan þátt f skipulagningu neðan-
jarðarsveita, sem f kringum 1955
hófu að berjast gegn Bretum með
smygluðum vopnum. Arið 1956
handtóku Bretar hann og fluttu í
útlegð til Seychelles-eyja en
þremur árum síðar — þegar
landið fékk sjálfstæði — sneri
hann heim sem óumdeilanleg
hetja og leiðtogi grfskra Kýpur-
búa. Hann var kjörinn forseti og
hefur verið það sfðan.
Atök milli
þjóðarbrotanna
Sakir áhuga síns á sameiningu
Kýpur   og   Grikklands   lenti
Makarios fljótt í útistöðum við
tyrkneska minnihlutann, sem
vildi skiptingu eyjarinnar milli
þjóðarbrotanna, var tortrygginn í
hans garð, og hefur frá upphafi
verið vandlega á verði gegn hvers
konar réttinda skerðingu. Arið
1963 þótti þeim tyrknesku, sem
eru fimmtungur þjóðarinnar, um i
of gengið á sinn rétt og hlutust af
mikil og blóðug átök. Römbuðu
Grikkland og Tyrkland þá á
barmi styrjaldar, en friði var
komið á með fhlutun Sameinuðu
þjóðanna, sem sendu friðargæzlu-
lið á vettvang. 2.400 menn af
þessu liði eru enn á Kýpur; dvöl
þeirra var sfðast framlengd árið '
1967, er ókyrrt varð í landinu á ný
vegna herforingjabyltingarinnar
í Grikklandi. Ur því hófust hins
vegar samningaumleitanir milli
Grikkja og Tyrkja um framtíð
landsins: þar hef ur gengið á ýmsu
og nú fyrir nokkru deildu þessi
rfki ákaft um olíuvinnsluréttindi
á Eyjahafi svo sem kunugt er af
fréttum.
Svo sem fyrr var getið var
Makarios áður fylgjandi ENOSIS,
þ.e. sameiningu við Grikkland, en
skipti um skoðun, er hann tók við
forsetaembættinu. Aðrir fylgis-
menn sameiningar héldu hins
vegar baráttunni áfram og EOKA
skæruherinn hefur aldrei legið í
láginni öll þessi ár enda þótt harin
hafi verið bannaður. Leiðtogi
EOKA var önnur helzta sjálf-
stæðishetja Kýpurbúa, Georg
Grivas, sem einnig sat á sínum
tfma í brezkum fangelsum fyrir
baráttu sína gegn þeim. Hann var
lengi ófriðarkveikja á Kýpur eftir
að sjálfstæði var fengið og gerði
Makariosi erfitt fyrir á margan
hátt. Var hann loks hrakinn í út-
legð til Grikklands — en sneri
aftur árið 1972, fór lengst af
huldu höfði, en hélt uppi stöðugu
andófi gegn forsetanum þar til
hann lézt sl. vetur.
Margir gerðu sér vonir um, að
með fráfalli hans yrði friðvæn-
legra á Kýpur. Makarios sleppti
úr haldi allmörgum fylgismönn-
um Grivasar og hvatti menn til að
hætta illindum. En yngri menn
EOKA voru sýnilega ekki á því og
reyndust sízt viðræðanlegri en
Grivas, svo sem bezt kom í ljós á
mánudag, — enda voru vinsældir
Makariosar sagðar mjög teknar að
þverra meðal grfskra íbúa lands-
ins og leikurinn því auðveldari.
Sameining
ósennileg
Það verður herforingjunum á
hinn bóginn ekki auðvelt að sam-
eina Kýpur Grikklandi. Tyrkir
munu ekki líða neitt slfkt — og
raunar hafa Bretar þar einnig sitt
að segja, því að þeir tóku á sig þá
skuldbindingu árið 1960, ásamt
Grikklandi og Tyrklandi, að við-
halda sjálfstæði og fullveldi Kýp-
ur og tryggja öryggi landsins.
Samkvæmt þessum samningi
skyidi ekkert þessara ríkja gera
neitt til þess að stuðla að — beint
eða óbeint — sameiningu Kýpur
við nokkurt annað ríki eða að
skiptingu landsins. Bretar hafa
samkvæmt samningi við Makarios
og stjórnir Grikklands og Tyrk-
lands tvær herstöðvar á eyjunni
og nokkurt herlið og gætu því
gripið í taumana, þótt telja verði
ósennilegt, að þeir geri það.
Ritstjórinn   gríski,   Nicholas
Sampson, sem settur hefur verið
Framhald á bls. 16
Dr. Euwe:
Vongóður um sam-
komulag við Fischer
Amsterdam, 16. júlf — AP.
FORSETI Alþjððaskáksambands-
ins, dr. Max Euwe, sagði á
mánudag að hann væri vongóður
um, að Bobby Fischer mundi
verja heimsmeistaratitil sinn á
næsta ári.
Sagðist Euwe sjá möguleika á
því að samræma kröfur Fischers
og reglur skáksambandsins, sem
settar voru í Nissa í Frakklandi.
Væntanlega verður það annar
Rússanna, Korchnoi eða Karpov,
sem skorar á Fischer.
Samkvæmt reglum sambands-
ins skulu ekki tefldar fleiri en 36
skákir í einvíginu, en sá, sem
fyrst hlýtur 10 vinninga, verður
Átta fórust
Chamonix, 16. júlf — NTB.
ÁTTA unglingar fðrust f snjð-
flóði f Mont Blanc f Frakklandi á
þriðjudag. Unglingarnir urðu
undir flððinu, þegar þeir voru að
klff a f jallið f 4249 metra hæð.
heimsmeistari. Jafntefli verða
ekki talin með.
Fischer hefur aftur á móti
krafizt ótakmarkaðs f jölda skáka
og að verjandinn haldi titli sínum
eftir að hafa hlotið 9 vinninga.
Sagðist Euwe vona, að sovézka
skáksambandið féllist á fyrra atr-
iðið, en það seinna kvað hann
óréttlátt gagnvart áskorandanum.
Olíuleit hef st við
Færeyjar í sumar
Kaupmannahöfn 16. júlí — NTB
Væntanlega mun leit að
olíu við Færeyjar hef jast í
sumar, eftir því sem lög-
maður Færeyinga, Atli
Dam, skýrði frá í viðtali
við danska blaðið Börsen.
Til að byrja með mun land-
Dæmdur í 594 ára fangelsi
San Antonio  16. júlí — AP,
NTB.
KVIÐDÖMUR f San Antonio I
Texas hefur fundið 18 ára pilt,
Elmer Wayne Hénley, sekan um
6 morð að yfirlögðu ráði. Hefur
Henley viðurkennt þátttöku sfna f
pyndingarhring kynvillinga, sem
varð 27 ungum piltum að bana.
Dómur hefur verið kveðinn upp
f máli Henleys og hlaut hann 594
ára fangelsi, 99 ár fyrir hvert
fórnarlamb.
Upp komst um morðin f ágúst f
fyrra, eftir að Henley hafði myrt
foringja hringsins, hinn 33 ára
Dean Corll í Houston. Hann gaf
sig fram við lögregluna og hélt
því fram, að hann hefði skotið
Corll  í  sjálfsvörn  I  kynsvalls-
veizlu.
A lögreglustöðinni skýrði hann
frá því, hvernig Corll og félagar
hans hefðu fengið til sín pilta á
táningaaldri, svívirt þá og pyndað
þá til dauða. Næstu daga á eftir
sýndi hann lögreglumönnum,
hvar 27 fórnalömb hefðu verið
grafin. Verjandi Henleys hefur
sagt að dómnum verði áf riað.
stjórnin heimila 15 alþjóð-
legum  fyrirtækjum  leit-
ina.
Ahuginn á olfuleit við Færeyjar
hefur farið vaxandi eftir að rann-
sóknir á svæðinu milli Hjaltlands
og Færeyja gáfu jákvæðar niður-
stöður. Einnig hafa olfufundir
austan Hjaltlandseyja kveikt
vonir meðal Færeyinga. Á því
svæði ér talið, að séu lindir, sem
hafa að geyma 750 milljónir lesta
af olíu, en það samsvarar því
magni, sem notað yrði í Noregi á
100 árum.
En þó að olía finnist við Fær-
eyjar, munu mörg ár lfða, þar til
hægt verður að vinna hana, þar
sem f dag eru ekki til tæki til
borunar á því dýpi, sem þarna er.
Atli Dam lagði áherzlu á, að
heimild til að leita gæfi ekki rétt-
indi til borana. Yfirvóld munu
kanna árangur leitarinnar áður
en afstaða verður tekin til um-
sókna um leyfi til borana.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28