Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JULÍ 1974
P^tpistlibAiti
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 35,00 kr. eintakið.
Aundanförnum   árum
hefur      skilningur
manna á verndun um-
hverfisins farið vaxandi.
Víðast hvar gera menn sér
nú grein fyrir þeirri brýnu
nauðsyn að stemma stigu
við mengun á láði, í lofti og
á legi. Hvatningar um ár-
vekni í þessum efnum eru
ekki einungis falleg orð
hugsjónamanna um fagurt
með þjóðum heims. Nú
verður það æ algengara, að
þjóðir grípi til þess ráðs að
losa sig við úrgangsefni
kjarnorkuvera og margs
konar efnaverksmiðja með
því að varpa þeim I hafið.
Engum dylst, að aðgerðir
af þessu tagi geta stefnt í
hættu því sjávarlífi, sem
nú um stundir er eitt
helzta forðabúr jarðarbúa.
að geyma geislavirk úr-
gangsefni frá kjarnorku-
stöð í Sviss. Þetta mun
vera í f jórða sinn, sem stór
farmur geislavirkra úr-
gangsefna er fluttur frá
Sviss og varpað í hafið.
Þessi farmur, er hér um
getur, verður fluttur með
brezku strandferðaskipi og
er ráðgert að varpa farm-
inum fyrir borð á 5000
metra dýpi um það bil 900
km suðvestur af Plymouth
á Bretlandi.
Að sögn talsmanna
kj arnorkustöðvarinnar
hafa sívalningarnir með
úrgangsefnunum verið
styrkleikaprófaðir til þess
að ganga úr skugga um, að
þeir láti ekki undan þrýst-
ingi vatnsins. Og þá hefur
verið fullyrt, að geisla-
virkni úrgangsefnanna
nemi ekki meira en einum
þúsundasta hluta þess
magns,   sem   alþjóðlega
rétt með farið. Að órann-
sökuðu máli verður slíkum
f ullyrðingum ekki hnekkt.
En hvað sem því líður, er
ljóst, að hér er á ferðinni
enn eitt eiturskipið, sem
stofnað getur lífi sjávarins
í hættu þegar til lengdar
lætur. öflug mótmæli
margra þjóða við losun úr-
gangsefna í sjó með
þessum hætti hafa vafa-
laust haft veruleg áhrif. I
þessum efnum hafa íslenzk
stjórnvöld rfkar skyldur.
Þeir augljósu hagsmunir
íslenzku þjóðarinnar að
stemma stigu við mengun
hafsins gera rödd hennar
áhrifameiri en ella, þegar
um mál af þessu tagi skjóta
upp kolli. Af þessum
sökum ber ríkisstjórninni
að mótmæla þessum að-
gerðum Svisslendinga nú.
Ef ekki koma fram kröft-
ug mótmæli gegn þvl, að
stórfyrirtæki losi sig við
eitruð úrgangsefni með
þessum hætti, er ljóst, að
til þessa ráðs verður gripið
I æ ríkari mæli en verið
hefur til þessa. Þess vegna
ber íslendingum að vera
vel á verði I þessum efnum
og bera fram mótmæli við
hverja þá þjóð, sem grípur
til slíkra ráða.
Landsmót skáta
Mótmælum losun eiturefna í sjó
mannlíf. Hér er í mörgum
tilvikum um að tefla brýn
hagsmunamál einstakra
byggða og heilla þjóða.
Sjávarútvegur er undir-
staða íslenzks efnahagslífs.
Af þeim sökum er eðlilegt,
að íslendingar séu vel á
verði, þegar um er að ræða
að hindra mengun sjávar-
ins. Ljóst er, að allar að-
gerðir í þessum efnum
koma að litlu haldi, nema
víðtæk  samstaða  takist
Þegar auk þessa er á það
litið, að efnalegir hagsmun-
ir Islendinga eru í húfi, er
íslenzkum stjórnvöldum á
hverjum tíma rétt og skylt
að leggja sitt af mörkum til
þess að tryggja, að úr-
gangsefnin valdi ekki
tjóni.
Nú er verið að varpa í
Atlantshafið steinsteypt-
um sívalningum, er sam-
tals vega 500 lestir og haf a
viðurkennd hættumörk
eru miðuð við, þegar um er
að ræða úrgangsefni, sem
fleygjaáísjó.
Þannig er fullyrt af
hálfu þeirra, sem fyrir
þessum aðgerðum standa,
að úrgangsefnin geti engu
tjóni valdið í Atlantshafinu
og auk þess sé tryggilega
frá þeim gengið. íslenzk
stjórnvöld eru að sjálf-
sögðu ekki í aðstöðu til
þess að meta, hvort hér er
Um þessar mundir
er haldið við Úlfljóts-
vatn landsmót skáta. Þátt-
takendur í mótinu eru 2000
skátar, sem koma hvaðan-
æva að af landinu; og auk
Islendinganna eru þar
stórir hópar erlendra
skáta. Þetta mun vera f jöl-
mennasta mót, sem íslenzk-
ir skátar hafa haldið til
þessa.
Skátahreyfingin hefur
um áratugi verið einn af
hornsteinum í starfi ís-
lenzkrar æsku. Þar hefur
verið unnið ómetanlegt
starf, og þeir eru ótalmarg-
ir, sem lagt hafa gjörva
hönd að verki. Glæsilegt
landsmót skáta nú að Úlf-
ljótsvatni ber vott um
þróttmikla  hreyfingu.  I
ávarpi Páls Gíslasonar
skátahöfðingja segir m.a.:
„Nú er lfka sérstakt ár —
þjóðhátíðarár — og svo er
lika sérstakur mótsstaður
— Úlfljótsvatn — miðstöð
foringjaþjálfunar skáta
um langt skeið." Það er
ánægjulegt, að rammi
þessa landsmóts skuli vera
landnám Islands. Þannig
tengja skátarnir starf sitt
landinu og fólkinu á ellefu
hundruð ára afmæli Is-
lands byggðar.
Ástæða er til þess að
fagna þeim áfanga, sem
þessi fjölmenna, frjálsa
æskulýðshreyfing hefur
nú náð með þessu lands-
móti. Það á að vera öflug
hvatning til áframhaldandi
starfa.
Rúnar Gunnarsson
Ljósmyndir — Kvikmyndir — Sjónvarp
í leit að
nyium fjolmiðli
Eru 1000 manna bfösalir úreltir?
I lok apríl var opnað
fyrsta kvikmyndahúsið á
Norðurlöndum, sem ekki
sýnir filmur. Það var
kvikmyndahúsið Rauða
myllan í Stokkhólmi, sem
opnaði þrjá sýningarsali,
þar sem kvikmyndir
verða sýndar af mynd-
segulböndum í stað
filmu.
Bfóið (eða víóið,
videograf) samanstend-
ur af þremur sýningar-
herbergjum, því minnsta
með 5 sætum, öðru með
7 sætum, og stærsta her-
berginu með sætum fyr-
ir 13 manns. I minni her-
bergjunum tveimur eru
venjulegir  26"  tommu
skermar, en í því stærsta
er myndflöturinn 1,25
meter á breidd.
Áhorfendurnir velja,
hvaða mynd á að sýna.
Nú eru það aðeins 20
filmur, sem um er að
velja, en fyrir árslok er
áætlað, að búið verði að
yfirfæra um 100 filmur á
myndsegulbönd.
Bíóið er opið frá kl. 12
á hádegi til kl. 11 að
kvöldi. Aðgöngumiða-
verðið er tvíþætt,
annars vegar grunn-
gjald fyrir sýningar-
tækið, 200 krónur, og
siðan 100 krónur fyrir
hvern bíógest. Það kostar
því fimm manna hóp
samtals 700 krónur að
leigja bíósal og horfa á
mynd að eigin vali á þeim
tíma, sem hópnum bezt
hentar.
Hér er aðeins um til-
raunastarfssemi að ræða.
Það er SF Svensk
filmindustrie, eigandi
111     kvikmyndahúsa
víðs vegar í Svíþjóð,
sem stendur að þess-
ari tilraun, sem er einn
liðurinn í umfangs-
mikilli könnun á mögu-
leikum til að fínna kvik-
myndinni nýtt dreif if orm
og  brúa  bilið  á  milli
kvikmyndahúsa og sjón-
varps.
Stærsta dagblað Sví-
þjóðar, Dagens Nyheter,
festi nýlega kaup á
Svensk Filmindustrie
SF, með öllum tækjum og
réttindum, kvikmynda-
gerðartækjum, sýningar-
húsum og sýningarrétti
400 kvikmynda, sem
gerðar hafa verið af SF.
Kaupverðið var um 50
milljónir s.kr.
Það kom mörgum
spánskt fyrir sjón-
ir, að blaðaútgáfu-
fyrirtæki skyldi leggja
I kaup á kvikmynda-
félagi.  Skýringin  kom
fljótlega. Dagens Ny-
heter sér fram á fjöl-
miðlun í nýju formi.
Dreifingu lifandi mynda
í heimahúsum á ódýr-
um myndplötum, sem
fylgja t.d. sunnudags-
blaðinu. Á sunnu-
dagsplötunni væri t.d.
fréttaannáll vikunnar,
framhaldsmyndin og
auglýsingar, svo eitthvað
sé nefnt.
Útgáfa af þessu tagi
hlýtur að draga úr þeirri
einokun, sem felst í því,
að stærstu fjölmiðlarnir,
útvarp og sjónvarp, eru
rfkisreknir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28