Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JULÍ 1974
Styrkveitingar til
norrænna gestleikja
Af fé því, sem Ráðherranefnd Norðurlanda
hefur til ráðstöfunar til norræns samstarfs á
sviði menningarmála á árinu 1974, er ráðgert
að verja um 640.000 dönskum krónum til
gestaleikja á sviði leiklistar, óperu og danslistar.
Umsóknir um styrki til slíkra gistisýninga eru
teknar til meðferðar þrisvar á ári og lýkur
síðasta umsóknarfresti vegna fjárveitingar
1 974 hinn 1 5. september n.k. Skulu umsóknir
sendar Norrænu menningarmálaskrifstofunni í
Kaupmannahöfn á tilskildum eyðublöðum, sem
fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið,
15.júlí 1974.
lagsstarf
œðœflokksins\
^áUstœðmflokksins
Sjálfstæðishús sjálfboðaliðar
mætum í kvöld
Sjálfboðaliða vantar til ýmissa verkefna i nýja sjálfstæðishúsinu kl. 5
og fram eftir kvöldi (miðvikudagskvöld).
Vinsamlegast takið með ykkur hamar eða kúbein.
Sjálfstæðismenn athugið, að mjög áriðandi er að fjölmenna verði til
sjálfboðavinnu.
Kaffi og meðlæti á staðnum.
Byggingarnefndin.
TUVGT FOLK!
STOFNFUNDUR
Týr,  fólag  ungra  sjálfstæðismanna  í  Kópavogi,
boðar ungt fólk til stofnfundar:
Byggingafélags ungs fólks í Kópavogi
fimmtudaginn 18. júlí kl. 8.30 e.h. i Sjálfstæðis-
húsinu Borgarholtsbraut 6.
Markmið félagsins verður:
1.
Að reisa íbúðarhúsnæði fyrir félagsmenn sína,
á sem hagkvæmastan og ódýrastan hátt.
Stuðla að nýjungum í byggingariðnaðinum og
hafa áhrif á stefnumótum  opinbera aðila  í
byggingarmálum.
Veita  upplýsingar  og  ráðgjafaþjónustu  um
húsnæðis og lánamál.
Gestur fundarins verður:
Skúlí Sigurðsson
Skrifstofustjóri Húsnæðismálastjórnar.
TYR
\»
Félag ungra
sjálfstæðismanna
í Kópavogi
-/
Tyrkneskum mennta-
mönnum sleppt úr haldi
Istanbul, 15. júlf, AP.
HUNDRUÐ tyrkneskra mennta-
manna, sem voru hnepptir f
fangelsi snemma árs 1970, hafa
verið látnir lausir nú um helgina,
að þvf er heimildir AP-frétta-
stofunnar höfðu fyrir satt. Meðal
þeirra fyrstu, sem var sleppt voru
Behice Boran, 64 ára gömul. Ilún
er prófessor f þjóðfélagsfræði og
fyrsta konan þar f landi, sem varð
formaður stjórnmálaflokks, en sá
flokkur fylgdi marxfskri lfnu.
Þá var annar þekktur vinstri
sinni, Muzaffer Erdost, látinn
laus, en hann hafði fengið 40 ára
fangelsisdóm fyrir að snúa á tyrk-
neska tungu ýmsum verkum eftir
Marx. Engels og Stalfn. Verða nú
látnir lausir um 2000 pólitískir
— Agreiningur
Framhald af bls. 1
heimild til veiða innan efnahags-
lögsaga á fisktegundum, sem
flytja sig mikið, svo sem túnfiski.
1 framsöguræðu sinni á mánu-
dag lýsti fulltrúi Japans andstöðu
við hugmyndina um forréttindi
strandríkja á eigin miðum og
sagði, að það skapaði ójöfnuð og
að þjóðir, sem réðu yfir auðugum
fiskimiðum, myndu hagnast á
kostnað annarra þjóða.
— Formleg
tilmæli
Framhaldaf bls.28
Þótt efnahagsmálin séu nú á
næstunni brýnust úrlausnarefna
íslenzkra stjórnvalda er ljóst, að f
kjölfar þeirra er nauðsynlegt að
taka afstöðu til ýmissa annarra
mikilvægra mála áður en til
stjórnarsamstarfs er gengið og
verður að sjálfsögðu um þau að
ræða í framhaldi efnahagsmál-
anna.
Meðvirðingu,
Geir Hallgrfmsson.
Kýpur
Framhald af bls. 13
forseti Kýpur f stað Makariosar,
hef ur lýst þvf yfir, að landið skuli
verða sjálfstætt áfram. Hann hef-
ur einnig heitið kosningum innan
árs, enda þótt vitað sé, að hann
hefur barizt fyrir sameiningu við
Grikkland, bæði í orði og verki.
Að sögn stjórnmálafréttaritara
er lítið um það vitað í raun og
veru, hvað grísku fbúarnir vilja f
þessu efni, þeir lifa að mörgu
leyti betra lífi en almenningur f
Grikklandi, svo ekki sé minnzt á,
að þeir hafa undanfarið búið við
sýnu meira pólitískt frelsi og ré"tf-
indi en Grikkir sjálfir, þrátt fyrir
ritskoðun og aðra óáran. Þar við
bætist, að þeir vita á hverju þeir
eiga von af hálfu tyrkneska
minnihlutans, verði sameining
reynd og eru væntanlega búnir að
fá nóg af blóðbaði fyrri ára. Það
er þvf alls ekki víst, að her-
foringjarnir, sem steyptu
Makariosi — hafi þeim þá tekizt
það endanlega — hafi uppi neina
tilburði f sameiningarátt, þegar
þeir eru búnir að koma sér fyrir
við stjórnvölinn.
— mbj.
|Wor0Mní>labií* =pi
mnRCFRLDflR
mÖCULEIKR V0HR
fangar eftir að sérstakur stjórnar-
skrárréttur kvað upp úrskurð í
fyrri viku og eru þeir flestir
vinstri sinnaðir rithöfundar og
stúdentar. Frá þvf árið 1971 og
þar til f kosningunum f landinu f
október börðu herforingjastjórn-
ir landsins niður alla starfsemi,
sem þeir töldu vinstri sinnaða, og
voru þá um 4 þúsund manns
leiddir fyrir herrétt.
— Makarios
Framhald af bls. 1
landsins, Koruturk, kallaði þingið
saman til aukafundar.
Tyrkneska stjórnin hefur snúið
sér til hinnar brezku og farið
fram á, að viðræður hefjist þegar
um sameiginleg afskipti landanna
af Kýpurmálinu.
Hafi brezka stjórnin ekki svar-
að innan 24 klukkustunda mun
Tyrkland grípa til nauðsynlegra
ráðstafana, að þvf er talsmaður
tyrknesku stjórnarinnar hefur
skýrt frá. Kýpursamningarnir frá
1960 gefa Tyrklandi, Grikklandi
og Bretlandi heimild til að grípa
inn f ef breytingar verða á ríkj-
andi stjórnmálaástandi á eynni.
Hinn nýútnefndi forseti Kýpur,
Nicholas Sampson, birti á þriðju-
dag lista yfir ráðherra stjórnar
sinnar. Heimildir í Aþenu
hermdu, að flestir þeirra væru
hlynntir sameiningu eyjunnar við
Grikkland.
Talsmaður bandarfska utan-
ríkisráðuneytisins hefur skýrt frá
því, að Bandarfkin hafi engin
áform um að viðurkenna hina
nýju stjórn Kýpur. Sjö skip úr 6.
flota Bandarfkjanna hafa verið
send í átt til eyjarinnar til að vera
viðbúin ef flytja þarf bandarfska
þegna frá eynni.
Brezka stjórnin hefur hvatt
grfsku stjórnina til að kalla heim
650 grfska herforingja, sem
stjórnuðu uppreisn þjóðvarðliðs
ins. Hún veitti Makariosi einnig
hæli í einni herstöðva sinna á
eynni og útvegaði honum sfðan
flugvél til að komast á brott.
Starfsmaður sendiráðs Kýpur í
London hefur ásakað grísku
stjórnina fyrir að hafa staðið á
bak við uppreisnina gegn stjórn
Makariosar.
Gríska stjórnin hefur, hins
vegar neitað öllum slfkum stað-
hæfingum og sagt, að hún sé ekki
á nokkurn hátt viðriðin málið.
Sagði talsmaður hennar, að at-
burðirnir á eyjunni væru innan-
rfkismál. Túlka ýmsir fréttamenn
þau ummæli þannig, að þau lýsi
litlum áhuga grísku stjórnarinnar
á sameiningu Kýpur og Grikk-
lands.
------------? » »-------------
— Þjóðhátíðar-
helgi
Framhald af bls. 3.
munu  þeir  jafnframt  stjórna
f jöldasöng allra hátfðisgesta.
Haldið verður f skrúðgöngu kl.
17,00 frá Hörðuvöllum að Thors-
plani. Þar mun verða sérstök
sýning á tækjum bæjarins og
bæjarstofnana. Mun verða ekið
með tækin f göngu um miðbæinn.
Keppni verður í boðhlaupi milli
Hauka og F.H. Sérstök skraut-
sigling báta verður á innri höfn-
inni.
Formlegum     hátfðarhöldum
verður lokið kl. 19,00 á sunnu-
dagskvöld.
Hafnarf jarðarkvikmyndin verð-
ur sýnd f Bæjarbíói bæði laugar-
dags- og sunnudagskvöld.
Frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur
Jón R. Árnason, læknir,
hættir störfum sem heimilisæknir hinn 1. ágúst
1974. Samlagsmenn sem hafa hann að heimil-
islækni, snúi sér til afgreiðslu samlagsins, hafi
með sér samlagsskírteini sín og velji sér lækni í
hans stað.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur.
„Að heita á
hurðir Flosa"
— Leiðrétting
I FRASÖGN Morgunblaðsins af
ræðu Matthfasar Johannessen
við opnun hringvegarins er prent-
villa, sem ræðumaður vill ekki
una. Þar segir, að hann hafi talað
um „að leita á hurðir Flosa", en
auðvitað sagði hann: „að heita á
hurðir Flosa" — og leiðréttist
þetta hérmeð.
— Sumar-
námskeið
Framhald af bls. 3.
ánægjuefni, að svo mátti verða á
þjóðhátíðarári.
Hinir erlendu gestír munu
hlýða á fyrirlestra um fslenzka
sögu og bókmenntir, jarðf ræði ís-
lands, stöðu Islands meðal
norrænna þjóða, sögu Skálholts-
staðar og fslenzkra lýðháskóla,
fslenzkt kirkjulíf og fslenzka tón-
list. Hver dagur hefst með
morgunbænum f Skálholtskirkju,
en sunnudaginn 21. júlf sækja
gestirnir Skálholtshátfð. Þá verð-
ur og farið um Biskupstungur og
Þjórsárdal,' á Þingvelli og til
Reykjavfkur. Markmiðið er að
bregða upp svo mörgum myndum
af Islandi og fslenzkri menningu
sem unnt er á f áum dögum.
Meðal gestanna er Poul Eng-
berg fyrrum skólastjóri Lýð-
háskólans að Snoghöj, en hann er
mörgum Islendingum að góðu
kunnur.
— Þróun
Framhald af bls. 2
muni og vinnubrögð. Honum til að-
stoðar verður Þórður Tómasson
safnvörður á Skógum. Byggður
verður skáli og hlóðaeldhús, sem
mynda eins konar ramma utan um
pall, þar sem verða skemmtiatriði á
hverju kvöldi.
Fluttar verða dagskrár frá mörg-
um byggðarlögum, héraðavökur og
er gert ráð fyrir um klukkutíma dag-
skrá á hverju kvöldi. Þá verða einnig
ttzkusýningar. Tvisvar á hverjum
degi munu húsmæðrakennarar hafa
sýnikennslu á matreiðslu úr nýjustu
landbúnaðarframleiðslu og sýndar
verða um leið nýjungar i þeirri fram-
leiðslu.
Ýmsar stofnanir, sem ekki hafa
áður tekið þátt t sýningum sem
þessari, verða með að þessu sinni.
Hér má nefna ýmsar stofnanir
tengdar samgöngum og verður sér-
staklega vandað til þeirra framlags
að þessu sinni.
A útisvæðinu verður hluti sýning-
ar um samgönguþróunina og land-
búnaðinn. Þar verður m.a. gömul
flugvél og ýmsar gamlar landbúnað-
arvélar. Inni verður sýnd kvikmynd
um hringveginn nýja og á sýningar-
svæði verzlunarinnar verður m.a.
gömul krambúð. Hvert hérað verður
með sýningu og sölu á minjagripum
vegna þjóðhátíðarinnar.
Öll veitingasala á sýningunni
verður úr sjálfsölum og er það ný-
breytni á sýningum hérlendis.
Efnt verður til hlutaveltu á sýning-
unni þar sem ýmsir góðir og gagn-
legir munir verða vinningar. Þeir
hlutaveltumiðar, sem ekki hljóta
vinning, gilda áfram sem happ-
drættismiðar og dregið verður við
lok sýningarinnar. í happdrættinu
verða nokkrir vel valdir vinningar.
Frumdrög að skipulagi sýningar-
innar voru gerð á vegum auglýs-
ingastofu Kristlnar Þorkelsdóttur, en
Einar Tryggvason í Miðdal er arki-
tekt sýningarinnar og hefur séð um
útfærslu skipulagsins og annast um-
sjón með framkvæmd þess. Agnar
Guðnason ráðunautur er fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar, Rósa
Ingólfsdóttir hjá teiknistofu Mynda-
móta h/f hefur teiknað merki sýn-
ingarinnar og annazt aðra teikni-
vinnu, sem er á vegum sýningarinn-
ar. Fjöldi teiknara og annarra fag-
manna vinna á vegum hinna ýmsu
deilda. Hersteinn Pálsson er ritstjóri
sýningarskrárinnar. Finnbogi Eyj-
ólfsson verslunarstjóri hjá Heklu h/f
verður stjórnandi þeirra fjölþættu
dagskráratriða, sem fyrirhugað er að
flytja á sýningarttmanum.
Kjörorð sýningarinnar er úr alda-
mótaljóðum Einars Benediktssonar.
Orka með dyggð reisi bæi og
byggð.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28