Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JULÍ 1974

Grimmsœvintýri
gæsina til bónda nokkurs, eigi alllangt þaðan og ætti
að haf a hana í steik í skírnarveizlu. „Taktu hana upp
og finndu, hvað hún er þung," hélt hann áfram. „En
hún er líka átta vikna gömul og vel alin. Enda er ég
viss um, að fitan rennur út um bæði munnvikin á
þeim, veizlugestunum, þegar þeir f ara að gæða sér á
kjötinu af henni." „Já," svaraði Hans og vó gæsina í
annarri hendi, „satt er það, að hún er býsna þung, en
svínið mitt er ekki heldur nein horgrind."
Pilturinn leit í kring um sig í allar áttir, hristi
síðan höfuðið, setti upp alvörusvip og sagði lágt við
Hans: „Ég er nú samt hræddur um, að ekki sé allt
með felldu með svínið þitt. Ég kom sem sé við í þorpi
nokkru í morgun mér var sagt þar, að stolið hefði
verið svíni frá hreppstjóranum. Og þér að segja er
ég hræddur um, að þetta sé einmitt svínið, sem stolið
var. Það er búið að senda leitarmenn í allar áttir til
þess að haf a upp á þjóf unum og það gæti komið þér f
bobba, ef þeir fyndu svínið í fórum þínum. Þú yrðir
að minnsta kosti settur í svartholið."
Nú varð Hans smeykur. „Guð minn góður," stundi
hann. „En gætir þú ekki hjálpað mér út úr þessum
vandræðum, kunningi? Þú þekkir þetta allt miklu
betur en ég. Taktu svihið af mér og láttu mig fá
gæsina."
„Það er hættuspil," svaraði pilturinn. „En þó vil ég
ekki skorast undan, þvf að ekki vil ég eiga neina sök
á því, að þú lendir í svartholinu." Hann tók nú við
svíninu og teymdi það sem skjótast í burtu eftir
hliðargötu, en Hans hélt áfram heim á leið með
gæsina undir hendinni, léttur I lund. „Þegar öllu er á
botninn hvolft," tautaði hann fyrir munni sér, „þá
eru þetta góð skipti. Fyrst og fremst er nú kjötið á
gæsinni mikið og gott; þá er feitin ekki síður fengur,
því að ég er viss um, að hún endist mér til viðbits I
marga mánuði. Og þá er fiðrið. Úr því læt ég gera
mér kodda og sá verður nú ekki amalegur. En hvað
hún móðir mín verður glöð, þegar ég kem heim með
gæsina!"
Þegar hann kom til seinasta þorpsins, sem leið
hans lá um, hitti hann karl nokkurn, sem fór manna
á milli með kerru sína og hverfistein og
brýndi skæri og hnífa. Hann steig hverfisteinshjólið
af kappi og raulaði fyrir munni sér:
„Skærin ég brýni, svo bíti' á hvað sem er;
en kápuna á báðum öxlum ber."
Hans nam staðar og horfði á karl um stund;eloks
varð honum að orði: „Það hlýtur að vera arðsöm
atvinna og skemmtileg, þetta, þar sem svo vel liggur
á þér við vinnuna."
„Já," svaraði karl. „Atvinnan þessi gefur gull í
mund. Og sá, sem ötull er við þessa iðn, grípur aldrei
Þessa þraut á að leysa á þann hátt
að finna leiðina að hverri dúkku, en
þær eru númeraðar frá 1—5. Ef þú
getur skellt þeim öllum fimm er
það topp-árangur eins og þeir segja
á fþróttamáli.
ANNA FRÁ STÓRUBORG - saga frá sextándu öld
eftirJón
Trausta.
hún hafði tekið að erfðum frá ættmönnum sínum. Þar var
enginn maður veill og hálfvolgur. Þar höfðu menn hatað
og elskað svo að um munaði.
Annars hefði ekki ferill feðra hennar verið jafn stórverkum
stráður.
Ættin hennar var ekkert smáræði. Hvergi var orðið „ríkur"
algengara en þar. Það blakti yfir allri ættinni eins og gunn-
fáni. Það var aðalsmerki, sem enginn í ættinni hafði gefið
sér sjálfur, heldur hafði almenningur fundið það upp. Og
það táknaði ekki einungis auðæfi, heldur miklu fremur rík-
lyndi og höfðingsskap.
Loftur ríki á Möðruvöllum var forfaðir hennar. Þorvarð-
ur ríki, sonur hans, var langafi hennar. Ólöf ríka, kona
Björns ríka Þorleifssonar, var langafasystir hennar. Torfi ríki
í Klofa var náfrændi hennar. Erlendur afi hennar hafði að
vísu ekki verið ríkur kallaður, og skorti hann þó ekki fé,
eftir að hann hafði gengið að eiga Guðríði Þorvarðsdóttur.
Faðir hennar var ekki heldur ríkur kallaður, og var hann þó
ekki blásnauður um eitt skeið, er hann hafði verið hirðstjóri
yfir öllu Islandi og síðan lögmaður. En föðursystir hennar,
Hólmfríður 'gamla í Stóra-Dal, hafði verið nefnd hin rika,
enda fór hún að lögmanninum, bróður sínum, við fjölmenni
og barðist við hann neðan við túnið á Hlíðarenda.
Og Anna vildi helzt sjálf vera „rík". Hólmfríði hafði hún
þekkt bezt allra vandamanna sinna, og henni vildi hún
líkjast. Nú var hún dáin fyrir fám árum, og Anna vildi
sýna öllum, að hún hefði tekið ríklyndi hennar að erfðum.
En byrlega hafði ekki blásið fyrir henni framan af. Auk-
nefnið „hin ríka" þurfti góða undirstöðu í verulegum auði,
en hann var ekki fyrir hendi.
Faðir hennar hafði verið mikill vinur ögmundar biskups
Pálssonar, meðan hann enn var prestur á Breiðabólsstað, for-
maður á Skálholtsskútunni eða ábóti í Viðey, — fóstbróðir
hans að kalla mátti. Hann hafði stutt hann og fylgt honum
trúlega i öllum hans — stundum vafasömu — deilum og
loks stutt að biskupskosningu hans af alefli, — haldið sátt-
mála þeirra að sínu leyti út í yztu æsar. Hann hafði orðið
biskupi samferða, þegar hann fór utan til að taka biskups-
vígslu; þá ætlaði hann að verða hirðstjóri öðru sinni. En
hann lézt í þeirri ferð. Og þegar ögmundur biskup kom
heim, kom hann með skuldakröfu á hann dauðan fyrir fé,
sem hann átti að hafa lánað honum erlendis. Þegar það var
ÍT\c6 moígunhof f inu
— Við hefðum átt að
taka bflstjórann með, —
þá hef ðum við getað f ar-
iðfeinaferð . . .
— Það er ég viss um, að
séra Jón er að tala til
þfn, Júlfus . . .
— Get ég fengið borð
nálægt           hljómsveit-
inni????
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28