Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JULl 1974
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR MORGUNBIAÐSIMS
íslenzku þjálfur-
unum fjölgar um
helming í 1. deild
Duncan hættur
með ÍBV og
kominn til
Skotlands
Viktor Helgason mun þjálfa lið
IBV næstu daga, eða þar til annar
þjálfari fæst til að taka við liðinu.
Duncan McDowell hætti scm
þjálfari liðsins eftir leikinn gegn
Val á föstudaginn og var hann
ðánægður með árangur liðsins.
Hver verður eftirmaður hans er
ekki enn ákveðið, en forráða-
menn lBV höfðu mikinn áhuga á
að fá Viktor til að taka starfið
alveg að sér. Það getur hann hins
vegar ekki starfs sfns vegna.
Eru miklar lfkur á þvf, að
annaðhvort Gísli Magnússon eða
Aðalsteinn Sigurjónsson taki við
liðinu. Báðir hafa þeir farið á
knattspyrnuþjálfaranámskeið
erlendis á vegum lBV og GIsli
reyndar þjálfað á Isafirði með
góðum árangri. Hvort annar hvor
þeirra tekur við liðinu skýrist á
næstu dögum, en Ijóst er, að
fslenzku þjálfurunum í 1. deild-
inni mun fjölga um helming.
Jóhannes Atlason fær fslenzkan
starfsbróður.
Skoðanir voru mjög skiptar um
störf Duncans í Eyjum og var það
jafnt meðal bæjarbúa sem og leik-
manna liðsins. Taldi Duncan, að
fyrst hann nyti ekki hylli allra
leikmanna liðs síns hefði hann
ekki starfsgrundvöll. Þá mun
Duncan einnig hafa sagt, er hann
undirritaði samninga sína við
IBV síðastliðið vor, að yrði liðið
ekki í 1. eða 2. sæti eftir fyrri
umferðina færi hann heim til
Skotlands.        Samningstími
Duncans rennur ekki út fyrr en í
Víðavangshlaup
16. vfðavangshlaup Hafnar-
fjarðar verður haldið sunnu-
daginn 21. júlf nk., þjóðhátíðar-
dag Hafnfirðinga. Keppt verður í
þremur aldursflokkum kvenna, 8
ára og vneri. 9—12 ára og loks 13
ára og eldri. I karlaflokkum
verður keppt í fjórum aldurs-
flokkum, 8 ára og yngri, 9—13
ára, 14—16 ára og 17 ára og eldri.
Veitt verða þrenn verðlaun f
hverjutn flokki, bikarar og verð-
launapeningar. Væntanlegir þátt-
takendur eru beðnir að skrá sig I
Verzlun Valdemars Long fyrir
laugardag.
lok ágúst en þó Duncan kunni að
skipta um skoðun og vilji koma
aftur munu Vestmanneyingar
ekki taka við honum aftur sem
þjálfara að sögn Ölafs Jónssonar
formanns Knattspyrnuráðs IBV.
Við sögðum frá því f blaðinu f
gær, að Duncan hefði hætt án
þess að kveðja kóng eða prest.
Þetta er ekki alveg rétt. Duncan
kvaddi nokkurn hluta leikmanna
á föstudaginn áður en hann fór.
Sömuleiðis sagði hann knatt-
spyrnuráðsmönnum frá ákvörðun
sinni, en að vfsu tóku þeir hann
ekki alvarlega, þar sem Duncan
hefur oft áður sagzt vera haettur.
40»*
Marteinn     Geirsson,
markaskorari Fram f
leiknum f fyrrakvöld, f
baráttu við markhæsta
Vfkinginn, Kára Kaaber.

Framarar gátu ekki ann-
að en unnið
FYRSTI SIGUR LIÐSINS KOM
GEGN VÍKINGUM Á MÁNUDAGINN
Texti: Agúst I. Jðnsson
Myndir: Ragnar Axelsson.
FVRSTI sigur Framara í Islands-
mðtinu f knattspyrnu varð að
veruleika á mánudaginn. Þá
mættu Framarar liði Vfkings og
úrslitin urðu 1:0, Fram f vil.
Framarar gátu ekki annað en
unnið þennan leik, Vfkingarnir
voru tæplega með f leiknum og
jafnvel þó að Framliðið hafi ekki
leikið þennan leik af neinni
snilld, voru þeir tvfmælalaust
betri aðilinn f leiknum.
Það mark, sem færði Frömur-
um sigur í leiknum, skoraði Mar-
teinn Geirsson á 39. mínútu.
Dæmd var aukaspyrna á Víking
við vítateigshornið við endamörk.
Eggert sendi knöttinn fyrir mark-
ið og Marteinn kom aðvífandi á
fullri ferð og hamraði boltann f
netið frá markteig. Það var at-
hyglisvert, er Framarar fengu
þessa aukaspyrnu, að Marteins
var alls ekki gætt og Sigurbergs
illa; eru þeir þ<5 tveir beztu skalla-
menn Framliðsins.
Nokkuð var um tækif aeri í þess-
um leik, en meira fór þó fyrir
spörkum andstæðinga á milli, og
það var drjúgur tími, sem knött-
urinn var utan vallar. Framliðið
var mun meira með knöttinn í
leiknum, en sem fyrr var fram-
lína liðsins bitlaus. Afturkoma
Elmars f ærði nokkuð líf í f ramlín-
una, en Elmar er samt langt frá
sfnu bezta. í lok leiksins tók Elm-
ar eina af sínum frægu rokum
upp allan völl. Víkingar reyndu
hvað þeir gátu til að stöðva hann,
en tókst ekki fyrr en kom að
markteignum. Vildu þá ýmsir
meina að Víkingar hefðu brotið
ólöglega á Elmari.
Eftir 10 rnínútna leik komst Sig-
urbergur óvænt í marktækifæri,
en áttaði sig ekki nógu fljótt.
Knötturinn hrökk þó af honum að
marki Víkings, en Ögmundur var
vel á verði og varði. Þetta tæki-
færi kom eftir hornspyrnu Egg-
erts og síðar í fyrri hálfleiknum
tók Eggert aukaspyrnu, sem
hrökk aftur fyrir varnarvegg Vík-
inga. Guðgeir náði knettinum, en
fast skot hans fór í hliðarnetið.
Eins og sést á þessarí upptalningu
hér að framan, sköpuðust hættu-
leg tækifæri Framara f fyrri
hálfleiknum eftir horn eða auka-
spyrnur. Tækifæri áttu Víkingar
á fyrstu mínútu leiksins, en sfðan
ekki söguna meir allan fyrri hálf-
leikinn.
Síðari hálfleikurinn var jafnvel
enn ómerkilegri en sá fyrri. A
fyrstu mfnútunum komst Kári
inn f sendingu, sem Ómar ætlaði
Árna mafkverði. Ekki tókst Kára
þó að skila knettinum f netið,
enda í þröngri aðstöðu. Tæplega
er ástæða til að telja upp fleiri
tækifæri, þau voru ekki það
hættuleg.
Ásgeir Elfasson var sterkastur
Framara í þessum leik og stóð sig
nú betur en nokkru sinni fyrr á
keppnistímabilinu. Marteinn var
traustur í vörninni og skoraði auk
þess hið dýrmæta mark Framara.
Vörn Víkingsliðsins stóð sig í
rauninni ekki illa í leiknum, en
gerði heldur engar stórar rósir.
Miðjuleikmennirnir sáust ekki í
leiknum og framlfnumennirnir
voru óvenju daufir. Það er lftið
eftir í Víkingsliðinu, þegar meira
að segja baráttan er fyrir róða.
Öskar Tómasson, unglingalands-
liðsmaðurinn efnilegi, var sá eini,
sem náði að ylja Vfkingsaðdáend-
um um hjartaræturnar í þessum
leik. Hvað eftir annað prjónaði
hann sig áf ram á hægri kantinum,
en allt kom fyrir ekki, samherjar
hans voru langt frá sínu bezta og
náðu aldrei að vinna úr þvl, sem
Oskar byggði upp.
Framarar eru nú komnir í hóp
hinna liðanna f deildinni. Liðið er
komið með sex stig og munar því
aðeins fjórum stigum á Fram og
liði númer 3. ÍA og IBK eru hins
vegar nokkuð sér á báti og í raun-
inni einu lið deildarinnar, sem
sloppin eru úr allri fallhættu. Eft-
ir síðustu leikjum 1. deildar að
dæma eru Víkingur og KR með
slökustu liðin, eins og það er nú
ótrúlegt miðað við hina góðu byrj-
un þessara liða.
t stuttu máli:
Islandsmótið 1. deild, Laugardals-
völlur 15. júlí Vfkingur — Fram
0:1
Mark Fram: Marteinn Geirsson á
39. mínútu.
Ahorfendur: 1484
Dómari: Guðmundur Haraldsson
og var f sama gæðaflokki og leik-
mennirnir,  þó  sennilega  nær
frammistöðu Vfkinganna.
Tíu bikarleikir í dag
Það verður mikið um að vera
f bikarkeppninni f dag. Tfu
leikir verða háðir vfðs vegar
um land. Mesta athygii vekja
þeir leikir þar sem liðin f 2.
deild eigast við. Þannig leika
t.d. Haukar og FH f Hafnar-
firðinum f kvöld og Þrðttur
leikur gegn Armanni á Þróttar-
vellinum. Ættu Þrðttur og FH
að vera sigurstranglegri f þess-
um leikjum, en þó er aldrei að
vita nema Haukarnir nái að
velgja FH-ingum undir uggum.
Fjögur önnur 2. deildarlið
verða  f sviðsljósinu  f kvöld.
Breiðablik leikur gegn Vfði f
Kópavogi IBI á mðti Stefni,
Völsungur — KS og Selfoss
gegn IR. Liðin úr 2. deild ættu
að hafa óll tök f þessum leikj-
um, en þð er rétt að minnast
þess, að Selfyssingar máttu
þakka fyrir sigur gegn Grðttu f
1. leik þeirra f keppninni.
UMSB leikur gegn Víking frá
Ólafsvfk f Borgarnesi og kæmi
það mjóg á ðvart næðu Borg-
firðingar að sigra Vfkingana,
sem eru búnir að gleyma þvl
hvernig er að tapa eftir mikla
sigurgöngu f allt sumar. Leift-
ur og UMSS leika á ólafsfirði,
Höttur og Huginn á Héraði og
loks Leiknir og Þrðttur á
Fáskrúðsfirði. Sfðastnefndi
leikurinn verður án efa mjóg
skemmtilegur og spennandi þvf
á rnilli þessara liða andar köldu
eftir fyrri leik þeirra f 3. deild-
inni, en liðín berjast hat-
rammri baráttu um það hvort
þeirra kemst suður f úrslitin f
3. deildinni f haust.
Allir leikirnir f bikarkeppn-
inní hef jast klukkan 20.00.
VfKINGUR: ögmundur Kristinsson 2, Magnús Þorvaldsson 2,
Jón ólafsson 2, Helgi Helgason 1, Gunnar Gunnarsson 1, Gunnar
örn Kristjánsson 1, Þórhallur Jónasson 1, Kári Kaaber 1,
Jðhannes Bárðarson 1, Óskar Tðmasson 3, Hafliði Pétursson
(Varam) 1.
FRAM: Arni Stefánsson 2, Jðn Pétursson 2, Ómar Arason 1,
Marteinn Geirsson 3, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Gunnar
Guðmundsson 1, Guðgeir Leifsson 2, Asgeir Elfasson 3, Elmar
Geirsson 2, Kristinn Jörundsson 1, Eggert Steingrfmsson 2.
Súgfirðingar á grænu
ljósi í þriðju deildinni
Stefnir frá Súgandafirði
sigraði lið HVÍ með fjórum
mörkum gegn tveimur um
síðustu helgi. Súgfirðingarnir
hafa nú náð fimm stigum og má
heita, að þeir séu öruggir í
úrslitin í 3. deildinni. HVÍ er
með 2 stig og á einn leik eftir.
Bolvíkingar eru með 1 stig.en
eiga tvo leiki eftir, geta þeir því
náð Stefni að stigum, en ólfk-
legt er, að þeir nái jafn góðri
markatölu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28