Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						sólargeislinn
frá Florida
Fékkst þú þér
^^                       ¦ í morgnn?
1 morgun:
MIÐVIKUDAGUR 17. JULl 1974
Vegfarendur um Hafnarfjarðarveg tóku eftir því í gær, að Nesti var horfið af
sínum gamla stað. Frú Sonja Helgason, sem rekið hefur verzlanirnar Nesti um
árabil, tjáði Mbl. í gær, að ástæðan til þess að rífa húsið, sem verzlað hefur verið í
um 17 ára skeið, væri sú að reisa ætti nýtt hús á sama stað. Kvaðst Sonja vilja óska
þess, að viðskiptavinir hennar sýndu þolinmæði á meðan á þessu stæði og kvaðst
vona, að ekki liði á löngu þar til unnt yrði að opna á ný. Myndin er tekin í gær, þar
sem verið er að reisa nýtt Nesti. — Ljósm.: Ól. K. M.
Heildarafli landsmanna
alls 716 þúsund lestir
Heildarafli landsmanna
fyrstu sex mánuði ársins
reyndist vera alls 716.228
lestir samkvæmt bráða-
birgðatölum Fiskifélags
íslands. Á sama tíma í
fyrra var hann 686.268 lest-
ir, eða 29.960 lestum minni.
Munar hér mest um loðnu-
aflann, sem var miklu
meiri nú en í f yrra.
Það athyglisverðasta við
skýrslu Fiskifélagsins er, að þrátt
fyrir mikla aukningu á sókn í
þorskstofninn með fjölda skut-
togara     hefur    þorskaflinn
minnkað. Hann er nú 236.110 lest-
ir, en var f fyrra 238.540 lestir.
Bátaaflinn var nú 166.117 lestir,
en var f fyrra 199.415 lestir.
Togaraaflinn er nú 69.993 lestir,
en var á sama tíma í fyrra 38.135
lestir. Munar hér mest um afla
skuttogara, sem nú er 57.929 lest-
ir á móti 21.022 lestum í fyrra.
Síldaraflinn á þessu ári er
orðinn 8.293 lestir á móti 5.431
lest fyrstu sex mánuði síðasta árs.
öllum þess'um afla hefur verið
landað erlendis. Loðnuaflinn er
nú 463.251 lest á móti 436.841 lest.
Rækjuaflinn hefur minnkað
nokkuð, er nú 3.320 lestir, en var
3.601 lest. Sömu sögu er að segja
af hörpudisksafla, hann er nú
1.107 lestir, en fyrstu sex mánuði
síðasta árs var hann 1.485 lestir.
Afli humarbáta hefur sömuleiðis
minnkað, úr 1.360 lestum í 929
lestir.
Skattskrá um
eða eftir helgi
SKATTSKRA Reykvfkinga
verður væntanlega tilbúin til
dreifingar annaðhvort á föstu-
dag eða mánudag. Samkvæmt
upplýsingum frá skattstofunni
f gær varð bilun f skýrsluvél-
um f fyrrinött, sem gerði það
að verkum, að óvíst er hvorn
daginn skráin verður til.
Stjórnarmyndunartilraun Geirs Hallgrímssonar:
Formleg tilmæli um
viðræður allra flokka
Bréf sent formönnum stjórnmálaflokkanna í gær
GEIR  Hallgrímsson  for-
maður  Sjálfstæðisflokks-
ins sendi f gær formönnum
stjórnmálaflokkanna  bréf
með ósk um viðræður milli
fulltrúa þeirra um lausn
efnahagsvandans.  f  bréf-
inu segir Geir Hallgrfms-
son, að markmið slfkra við-
ræðna skuli vera tvíþætt:
Q  Könnun efnahagsvand-
ans á grundvelli þeirra
skýrslna sem nú liggja
fyrir.
?  Að  fulltrúar  þeirra
stjórnmálaflokka, sem
líta  vandann  lfkum
augum, beri saman ráð
sfn og leiti samstóðu
um aðgerðir í efna-
hagsmálum.
Morgunblaðið     hefur
fengið til birtingar afrit af
bréfi Geirs Hallgrímssonar
og fer það hér á eftir:
BRÉF GEIRS HALL-
GRÍMSSONAR
Þar sem fullirúum allra stjórn-
málaflokka hafa nú væntanlega
borizt í hendur drög að yfirliti
yfir stöðu efnahagsmála um mitt
ár 1974, sem hagrannsóknadeild
Framkvæmdastofnunar og Seðla-
banki tslands hafa útbúið, vil ég
fara þess á leit, að hafnar verði
viðræður  milli  fulltrúa  stjórn-
málaflokkanna  um
hagsvandans.
lausn  efna-
Tilgangur viðræðna þessara er
að koma því til leiðar
1. að fulltrúar stjórnmálaflokk-
anna kanni sameiginlega ef na-
hagsvandann ítarlega á grund-
velli þeirra skýrslna, er fyrir
liggja, og annarra upplýsinga,
er þeir kunna að óska eftir, og
gangi úr skugga um, að hve
miklu leyti þeir eru sammála
um vandann sjálfan, eðli hans
og umf ang.
2. að þeir fulltrúar stjórnmála-
flokka, sem lfta líkt á vanda-
málin, sem við blasa, beri sam-
an ráð sín og leiti sem víðtæk-
astrar samstöðu um aðgerðir í
efnahagsmálum, en fáum mun
blandast hugur um  nauðsyn
þessa.
Þar sem hér er lagt til, að haf n-
ar verði viðræður allra stjórn-
málaflokka á jafnréttisgrundvelli
um lausn efnahagsvandans, er
ekki rétt að svo stöddu að bera
fram sérstakar tillögur í þeim
efnum, enda gæti slík málsmeð-
ferð komið í veg fyrir þá víðtæki
samstöðu, sem nauðsynleg er til
að árangur náist.
Framhald á bls. 16
Talsverð umferð-
aróhöpp í gær
TALSVERT var um
árekstra í umferðinni í
Reykjavfk í gærdag. Engin
meiðsl urðu á mönnum í
þessum árekstrum utan
það, að ungur drengur,
sem hjólaði utan i strætis-
vagn hlaut smávægilegar
skrámur.
Árekstrar urðu margir
harðir. T.d. valt ný bifreið
á Ægisgötu í gær og
skemmdist talsvert. Einnig
varð harður árekstur á
gatnamótum Vatnsstígs og
Lindargötu, þar sem lítil
fólksbifreið og stór vöru-
bifreið skullu saman. Litla
bifreiðin skemmdist mikið.
Þá valt gærdag bifreið á
Þrengslavegi.      Þrennt
meiddist eitthvað og var
flutt í slysadeild Borgar-
spítalans, en meiðsl fólks-
ins munu ekki hafa verið
alvarleg.
F jöldi sjúkrahússlækna hætt-
ir um næstu mánaðamót
0
Astæðan: Megn óánægja með launakjör
MIKILL fjöldi lækna við sjúkra-
hús hefur sagt störfum sfnum
lausum og er frumástæðan megn
óánægja með launakjör og kjara-
dóm, sem kveðinn var upp fyrr á
þessu ári. 1 hlut læknanna kom
3% grunnkaupshækkun á laun.
Páll Þórðarson framkvæmda-
stjóri Læknafélags Reykjavfkur
sagði aðspurður, að hann hefði
ekki hugmynd um, hversu marg-
ar þessar uppsagnir væru, enda
stæði Læknafélagið á engan hátt
að uppsögnunum heldur væru
þetta persðnuleg mál hvers og
eins.
Uppsagnir læknanna munu
flestar koma til framkvæmda nú f
ágústmánuði. Þðtt læknarnir hafi
sagt störfum sfnum lausum kvað
Páll þá myndu sinna öllum
neyðar- og bráðatilfellum, ef ósk
um slfkt kæmi  frá  yfirlæknum.
Sjúkrahúsin hafa nýlega aug-
lýst eftir 25 læknum til starfa við
sjúkrahúsin. Stöður þessar eru
ekki auglýstar í sambandi við
uppsagnirnar, hefði þessi aug-
lýsing verið birt hvort sem þær
hefðu átt sér stað eða ekki. í
sumum tilvikum mun vera um að
ræða stöður, sem aðeins er ráðið í
til eins eða tveggja ára. Ennfrem-
ur speglar auglýsingin talsverða
vöntun á læknum til starfa við
sjúkrahúsin.
Góða veðrið helzt eitthvað enn
„Það sést nú f sunnan bliku f
suðvesturátt, sem dregur hægt
að landi. Þetta boðar venjulega
að þykkna eigi upp, en ég hef
ekki trú á, að það eigi eftir að
rigna f Reykjavfk f dag," sagði
Páll Bergþðrsson veður-
fræðingur, þegar blaðið ræddi
viðhann f gær.
Páll sagði, að annars staðar á
landinu væri einnig gott veður
og ef eitthvað mætti um það
segja þá færi það batnandi.
Yfirleitt var bjart veður f gær
sunnan- og vestanlands, en
nokkuð var skýjao á Norður- og
Norðausturlandi. Ekki þurftu
landsmenn þð að kvarta yfir
kuldanum.
Sagði Páll, að kl. 15 f gær
hefði hitinn mælzt mestur 18
stig á Kirkjubæjarklaustri, 16 á
Akureyri og 15 á Egilsstöðum.
Þá var kaldast á Gaitarvita, 9
stig.
Ekki vildi Páll neitt segja
um, hvort góða veðrið héldist
út vikuna, en sagði, að það gæti
haldist eitthvað enn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28