Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 127. tbl. 61. árg. FÖSTUDAGUR 19. JULl 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Viðurkenna PLO Kairo, 18. júlí, AP-NTB. PRA ÞV! var skýrt f Kairo f dag, að þeir Hussein konungur Jórdanfu og Anwar Sadat forseti Egyptalands hefðu orðið ásáttir um að viðurkenna Frelsissamtök Palestfnu-Araba — PLO — sem málsvara Palestfnu-Araba utan Jórdanfu og stuðla að þvf, að sendinefnd frá samtökunum tæki þátt f friðarviðræðunum f Genf, sem fyrirhugað er að hefjist með haustinu. fc. Þessi mynd er með hinum fyrstu, sem fást frá Kýpur eft- ir að þjóðvarðliðið þar gerði byltingu sfna á mánudag, þar sem tekið var fyrir allar sam- göngur og fjarskipti. Myndin var tekin frá Hilton-gisti- húsinu f Nicosiu, er þjóðvarð- liðið vann að því að styrkja stöðu sfna eftir byitinguna. Hussein konungur fór frá Kairo í dag eftir þriggja daga viðræður við Sadat um þetta mál og virðist egypzki forsetinn hafa sannfært Hussein um, að ekki dugi lengur að standa gegn þessu, en hann hefur til þessa ekki viljað viður- kenna rétt PLO til að tala máli Palestínu-Araba í Genf. Flestir leiðtogar hinna Arabaríkjanna eru því hins vegar fylgjandi og Sadat fékk Hussein til að fallast á, að haldinn yrði fundur allra Arabarfkjanna með aðild fulltrúa PLO til að samræma afstöðu I þeirra á Genfarráðstefnunni. Á fundunum í Kairo voru einnig ræddar leiðir til að bæta sambandið milli Palestínu-Araba og Jórdana. Ófriðvænlegt við Kýpur: Tyrkir telja hernaðar- íhlutun óhjákvæmilega London, Ankara, New York, Beirut 18. júlí, AP — NTB. 0 HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum f London f dag, að margt bendi til þess, að stjórnir Bandarfkjanna og Bretlands hafi gefið upp alla von um að fá nokkuð um þokað ástandi mála á Kýpur. Er talið hugsanlegt, að Bandarfkjastjórn viðurkenni nýju stjórnina þar áður en langt um Ifður, en stjórn Bretlands mun áfram ætla að vinna að þvf, að Makarios erkibiskup taki aftur við völdum. 0 Einsýnt er, að þjóðvarðliðið, sem byltinguna gerði á mánudag, hefur þar öll völd og vinnur ötullega að þvf að uppræta þá litlu andstöðu, sem þar kann að vera fyrir hendi, m.a. með fjöldahandtök- um ýmissa stuðningsmanna Makariosar. 0 Af hálfu tyrknesku stjórnarinnar segir, að grfskt herlið hafi f dag verið flutt til Kýpur og muni Tyrkir Ifta á þá liðsflutninga sem styrjaldaraðgerðir og bregðast við samkvæmt þvf. Er hernaðarfhlutun talin óhjákvæmileg f herbúðum Tyrkja. 0 Markarios er farinn til New York að tala máli sfnu. Þar er f undirbúningí ályktun, þar sem hlutaðeigandi aðilar eru hvattir til að forðast hernaðarátök. Er sú skoðun útbreidd f aðalstöðvum S.Þ. að tilgangslaust sé að setja fram kröfu um að Makarios taki aftur við embætti. I allan dag stóðu yfir í London viðræður milli brezkra ráðherra, Joseps Siscos aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna og Bul- ent Ecevits forsætisráðherra Tyrklands. Var haft fyrir satt, að Ecevit hefði orðið fyrir miklum vonbirgðum með niðurstöður við- ræðnanna, einkum afstöðu Breta, sem hann fékk ekki til samvinnu um hernaðaríhlutun á Kýpur. Bú- izt var við, að Ecevit héldi heim- leiðis f kvöld, en hans var beðið með óþreyju í Ankara. Tyrkneska þingið kom saman síðdegis f dag til aukafundar til þess að ákveða, hvort gefa ætti forsetanum heim- ild til hernaðaríhlutunar á Kýpur. Atkvæðagreiðslu um málið var frestað til laugardags, en nær hundrað þúsund hermenn hafa verið fluttir til suðurhluta Tyrk- lands og haft er eftir áreiðanleg- um heimildum, að orrustuvélar tyrkneska flughersins hafi verið þannig útbúnar, að þær geti tekið sig upp til loftárása á Kýpur með klukkustundar fyrirvara. Herskip og Iandgönguprammar hafa einn- ig verið settir í viðbragðsstöðu. Af hálfu Grikkja er einnig tals- verður viðbúnaður, grísk herskip eru sögð f námunda við Kýpur og sömuleiðis hafa þar verið á ferð herflutningaskip hlaðin mann- skap og vopnabúnaði ýmiss kon- ar. Þar fyrir utan eru þarna f nánd bæði brezk og bandarísk herskip. Joseph Sisco aðstoðarutanrfkis- ráðherra Bandaríkjanna kom til Lundúna f morgun til að taka þátt f fundunum með Ecevit og heldur til Ankara á eftir honum á morg- un, föstudag. Viðræðurnar í dag voru sagðar mjög erfiðar og þegar hlé var gert á þeim siðdegis sagði Ecevit við blaðamenn, að hann krefðist þess, að Kýpurmálið yrði Frakkar vilja Norður- sjávarolíu París, 18. júlf, AP. HAFT er eftir stjórnarheimild- um f Parfs f dag, að á fundi þeirra Harolds VVilsons forsætisráð- herra Bretlands og Gisgards d’Estaings forseta Frakklands, sem hefst á morgun f Parfs, muni franski forsetinn fara fram á hlutdeild Frakka f olfu- og gas- lindum f Norðursjó. Hefur hann látið útbúa áætlun þar að lútandi f þremur greinum, þar sem m.a. er gert ráð fyrir, að skipt verði orkulindunum á landgrunninu milli Cornwall og Bretagne. leyst með friðsemd innan sólar- hrings, ella myndu Tyrkir grfpa til sinna ráða. Sagði hann líkurn- ar til diplómatfskrar lausnar minnka með hverri hlukkustund og úr því grfskur liðsauki væri kominn til Kýpur væri tilgangslít- ið að halda áfram að tala. Harold Wilson gerði Ecevit ljóst, að Bretar væru ekki reiðu- búnir til hernaðaríhlutunar að svo stöddu, en fullvissaði hann jafnframt um, að brezka stjórnin mundi ekki viðurkenna byltingar- stjórnina og halda áfram að vinna að því að Makarios tæki aftur við embætti sfnu. Af hálfu Sovétstjórnarinnar er því haldið fram í dag, að Atlants- hafsbandalagið hafi staðið að byltingunni á Kýpur og að fulltrú- ar Vesturveldanna hjá Samein- uðu þjóðunum hafi markvisst unnið gegn því, að öryggisráðið tæki nokkra afgerandi afstöðu í málinu. Makarios erkibiskup var væntanlegur til New York f kvöld frá London, þar sem hann hafði rætt við brezku stjórnina, er hét honum diplomatfskum stuðningi. Kvaðst Makarios mjög ánægður með þá afstöðu Breta að viður- kenna ekki byltingarstjórnina og sagðist vona, að komizt yrði hjá valdbeitingu. I aðalstöðvunum var unnið að samningu ályktunar, sem leggja á fram á fundi öryggisráðsins á morgun. Standa að henni fyrst og fremst hlutlaus ríki. Þar mun þess krafizt, að allir erlendir her- menn, er starfa með þjóðvarðlið- inu á Kýpur, fari þaðan brott jafnframt þvf sem allir hlutaðeig- andi aðilar eru hvattir til að forð- ast hvers konar aðgerðir, er aukið geti hættuna á hernaðarátökum. Beðið var f kvöld opinberrar af- stöðu Bandarfkjanna, en fulltrúi þeirra hjá S.Þ. vildi það eitt segja, að stjórn sfn teldi bezt að bíða frekari fregna af ástandinu á Kýpur áður en ákveðin afstaða væri tekin. NTB-fréttir frá Wash- ington hermdu hins vegar, að ým- islegt benti til þess, að Banda- rfkjastjórn hneigðist að því að viðurkenna byltingarstjórnina. gegn tryggingu hennar fyrir þvf, að ekki yrði reynt að sameina Kýpur Grikklandi og að réttindi tyrkneska minnihlutans yrðu f Framhald á bls. 31 Dómsupp- kvaðning í Haag Efnislegrar niðurstöðu alþjóðadómstólsins f Haag f fiskveiðideilu Breta og fs- lendinga og Þjóðverja og !s- lendinga er að vænta 25. júlf nk. skv. upplýsingum utan- rfkisráðuneytisins. Er niður- stöðu dómsins f máli Breta og Islendinga að vænta kl. 10 ár- degis, en niðurstöðu f máli Vestur-Þjóðverja og Is- lendinga kl. 15.30 sfðdegis að staðartfma. Sampson á blaðamannafundi: Hernaðar- íhlutun Tyrkja ástæðulaus Nikosiu, 18. júlf, AP—NTB. HINN nýi forseti Kýpur, Nicholas Sampson, hélt sinn fyrsta fund með fréttamönnum f Nikosiu f dag og lýsti þvf þar yfir, að tyrkneski minnihlutinn þyrfti ekki að óttast réttinda- skerðingu og þvf væri hernaðarleg fhlutun Tyrklands algerlega ástæðulaus. Forsetinn nýi var rauðeygur og bar merki þreytu, þó nýrakaður og f nýpressuðum stuttbuxum. Hann hafði með- ferðis tvo hópa fanga, annan sagði hann að þjóðvarðliðið hefði tekið — og báru þeir, að vel hefði verið með þá farið f fangelsinu — hinn kvaðst hann hafa fundið f fangageymslum Makariosar og báru þeir ýmis merki meiðsla, voru með reifaða leggi, sumir á hækjum og einn sýndi á botni sér merki svipuhögga. AP hefur eftir ein- hverjum viðstaddra, að menn þessir hafi sézt hlæjandi við bjórdrykkju rétt áður en blaða- mannafundurinn hófst, en frammi fyrir blaðamönnum hafi þeir á hinn bóginn virzt heldur þjáðir. Þá lagði forsetinn fram reið- hjólakeðjur, kylfur, svipur raf- magnsstokka og fleiri tól, sem hann sagði stjórn Makariosar Hinn nýi forseti Kýpur, Nicholas Sampson, á blaða- mannafundi f Nikosiu f gær. hafa notað á pólitfska and- stæðinga sfna. Sampson var mikið niðri fyrir, þegar hann skýrði frá þessu og þeim merkjum, sem þjóðvarðliðar hefðu fundið um spillingu Makariosar. Sagði hann svfvirðilegt, hvernig af- rakstrinum af vinnu verkalýðs- ins á Kýpur hefði verið sóað f vitleysu. Hann kvaðst ætla að senda nefnd lögfræðinga og diplómata til Sameinuðu þjóðanna til að skýra þar frá aðdraganda byltingarinnar og þeim brýnu ástæðum, sem legið hefðu til þess að steypa Makariosi af stóli. Sampson fullyrti, að félögum kommúnistaflokksins á Kýpur yrði ekki mein gert, þeir yrðu ekki handteknir og starfsemi þeirra ekki bönnuð. Fulltrúar þeirra á þingi mundu halda Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.