Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLl 1974 17 I stærri salnum að Kjarvalsstöð- um, sem nefndur hefur verið Vestur-salur, er að finna eldri list af ýmissi gerð. Vísir menn hafa greint þetta úrval eftir tfma og stíltegundum, og efast ég ekki um, að gildar ástæður liggja til þess. Samt er það svo, að sum þessara verka eru þannig í eðli sínu, að mér finnst vafasamt að setja þau f samband við þær meginstfltegundir, sem greindar eru f sýningarskrá. Hvað um það, sýningarskráin greinir verkin samkvæmt tímabilum og stíl sem hér segir: Landnáms- og þjóð- veldisöld, rómanskur stfll; frá lokum 13. aldar til siðaskipta, gotneskur stíll; frá siðaskiptum til loka 17. aldar; áhrif barrok og rókokóstíls, almúgalist á 18. og 19. öld; ný málaralist í mótun, 19. öld og fram um aldamótin 1900. Eins og sjá má af ofangreindu, er það ekkert smáræði, sem hér er til sýnis, og enginn má halda, að þessi sýning verði skoðuð f hend- ingskasti. Það þarf langan tfma til að gera sér einhverja grein fyrir þeim verkum, sem þarna gefur að líta, og ég vonast til, að fólk geti gefið sér næði til að grannskoða þessa sýningu. Frá landnámi og þjóðveldisöld ber fyrst að nefna kvenskartið, er úr kumlinu kom. Þvf hefur verið komið fyrir í glerskáp, sem vel er lýstur, og er því auðvelt að nema fegurð og stíl þessara gripa. Næst verður á vegi okkar lítil stytta, aðeins 6,7 sm, „Hinn máttki áss“, ef til vill Þór með hamarinn Mjölni. Þetta er einn af þekktustu gripum Þjóðminjasafnsins, og er hann hér stækkaður í ljósmynd- um til að auðvelda áhorfendum að gera sér grein fyrir formi hans og reisn. Sú stytta, sem þarna er til sýnis, er afsteypa af frummýnd- inni í Þjóðminjasafninu, en annar dýrgripur úr Þjóðvinjasafni er þarna á næstu grösum: „Helgir menn frá Glatatungu", og þá einnig hlutar úr dómsdagsmynd, sem líkur benda til, að verið hafi f skagfirzkri höfuðkirkju. Bagall Oddaverjans er þarna, en álitið er, að hann kunni að vera handar- verk Margrétar hinnar högu. Þannig mætti lengi telja, en hér verður stiklað á eins stóru og unnt er. Ef vel ætti að vera, yrði gerð mikil og fögur bók um þessa sýningu. Blaðagreinar geta aðeins vakið forvitni um jafnmerka og veigamikla sýningu. I þessari deild er einnig góður gestur, Marteinsklæðið frá Grenjaðar- stað, sem nú er til heimilis f Clunysafninu í París. Það er meir en fjórðungur aldar, síðan ég sá þetta djásn í fyrsta sinn, og minn- ir mig, að það hafi þá verið merkt „franskt(?)“. Og ekki má fara svo, að ekki verði minnzt á þær feiknafögru lýsingar úr handrit- um frá Arnasafni, sem mjög er vel fyrir komið á sýningunni, og ef til vill eru með þvf skemmti- legasta, sem þar gefur að líta. Næsti áfangi er frá lokum 13. aldar til siðaskipta. Þar eru einnig myndskreytingar úr handritum, Ufsakristur og Húsa- víkur-Kristur, báðir dýrgripir úr Þjóðminjasafni. Postulaklæðið frá Hrafnagili kemur úr Þjöð- minjasafninu í Kaupmannahöfn, og frá Stokkhólmi koma þeir Jón biskup ögmundsson og Guðmund- ur góði Arason í verkinu „Tveir helgir biskupar í fullum skrúða“. Hér eru og nokkur innsigli, sem eru merkileg myndlist og dálftið f sérflokki. „Baulusteinn með rún- um“ var grafinn upp úr kirkju- garði í Kalmanstungu árið 1951 og var grafsteinn, eins og letrið bendir til, en hafi ég nokkurn tfmann séð raunverulega grafík, þá eru það rúnir þessar á stuðla- berginu úr Baulu. Grundarstóll er á sýningunni og stóll Ara lög- eftir VALTÝ PÉTURSSON þá myndlist, er tilheyrði kaþólskri kirkju. Ef til vill var það ofstæki siðaskiptanna, sem varð til þess, að sú skoðun myndaðist, að myndlist hér á landi hafi verið sama og engin. Frá siðaskiptum til loka 17. ald- ar heitir næsti kafli sýningarinn- ar. Þar er að finna útskornar vindskeiðar frá Múlakirkju í Aðaldal og hvalbeinsspjaldið frá Skarði, sem er einstaklega fagur hlutur. IJtskomar rúmfjalir, trafakefli, grafleturspjald og rekkjurefill fyrirfinnast í þessari deild. „Vídalfnklæðið“ hefur ver- ið fengið að láni frá Victoriu og Alberts safninu f Lundúnum, en það verk er saumað af Þorbjörgu Magnúsdóttur, konu Páls Vídalín í Víðidalstungu, og er nú nokkurs konar sendiherra okkar á hinu brezka safni. Utsaumuð mynd af Þorláki Skúlasyni biskup á Hól- um eftir dóttur biskups, Elínu er merkileg andlitsmynd, sem unnin er úr marglitu ullarbandi og sýnir stranga og hárfína myndbygg- ingu. Olíumálverk á eik af Þórði Skálholtsbiskupi og konu hans hangir þarna, gert af hinum merkilega málara, séra Hjalta Þorsteinssyni í Vatnsfirði. Annað málverk, eftir séra Jón Guð- mundsson á Felli, er skemmtilegt og gamall kunningi þeirra, sem vel hafa skoðað Þjóðminjasafnið. Margt er ótalið enn, en ég læt þó þetta nægja um þessa deild. Að gefnu tilefni vil ég minnast hér á misskilning, sem virðist hafa skotið upp kolli f sambandi við þessa sýningu. Það hefur kom- ið fram í grein f einu dagblað- anna, að þessi sýning væri fyrst og fremst spegilmynd höfðingja- listar og fyrirmanna, en ekki al- þýðu landsins. Þetta er mikil mis- sögn. Að vísu hefur mikið af þess- um sýningargripum verið í eigu fyrirmanna, bæði geistlegra og veraldlegra. En kirkjan var þá sem nú almenningseign og þeir listmunir, sem voru í eigu hennar, því í eigu alþýðu f vissum skiln- ingi, og víst er, að kirkjur voru samkomustaðir almennings í mun meira mæli en á okkar tímum. Auðvitað er ekki vitað, hve al- gengir listmunir voru f eigu fá- tæks búendafólks á þessu landi fyrr á tímum, en voru ekki sum handritanna sótt í híbýli þess fólks, þrátt fyrir vöntun þess á veraldarauð að öðru leyti? Ég er þess fullviss, að útskorin brík, askur eða svipa hafa jafnt verið í eigu almennings sem klerka og höfðingja, og er það ekki með fádæmum, ef borið er saman við önnur lönd, að nú á tfmum munu þau heimili sjaldgæf hérlendis, sem eru án bóka og myndlistar í einhverju formi? Þess vegna held ég því fram, að list hafi verið og manns, sem geymdur er í Þjóð- minjasafninu í Kaupmannahöfn, er þarna sýndur með teikningu og ljósmyndum. Þarna er enn frem- ur útskorið drykkjarhorn, „Vel- kenhornið", sem er silfurslegið erlendis, en útskurður fslenzkur. Deild þessi er öll hin merki- legasta og sennilega sú, sem veitti mér persónulega hvað mesta ánægju. Siðaskiptin urðu mikill harm- leikur fyrir myndlistina á tslandi ekki sfður en annars staðar. Hinir rétttrúuðu ruddu öllu kaþólsku tildri úr guðshúsum og brenndu og eyðilögðu meira eða minna alla Refilsaumað altarisklæði með sögu heilags Mart- eins, Musée de Cluny, París. Hefðarkona á hestbaki, grafinn söðulskjöldur. GER- SEM- Hinn mikli áss Myndllst sé enn jafnt að finna meðal al- mennings sem höfðingja í þessu landi. Það er misskilningur að ætla sér að draga í dilka eftir efnahag og þjóðfélagsstöðu. Ein- mitt nú fyrir skömmu efndu bændur í Meðallandi til sýningar á verkum Jóhannesar Sveinsson- ar Kjarvals úr þeirra eigu. Sýning þessi var haldin á Kirkjubæjar- klaustri og var ekki lftil að vöxt- um, og segir það sín sögu. öll list á tslandi er list fólksins, hvar svo sem það er á vegi statt fjárhags- lega og þjóðfélagslega. Einmitt þetta er eitt af sérkennum og for- réttindum íslenzks þjóðfélags. Áhrif barrok og rókokóstíls, al- múgalist á 18. öld og 19. öld heitir næsti áfangi. Þar skal fyrst nefna lítinn, en mjög merkilegan grip, söðulskjöld grafinn, sem hefur að geyma sérstæða teikningu og sýn- ir einkennilegt formskyn. Af þessum skildi er einnig ljósmynd, sem auðveldar áhorfanda að greina þessa eiginleika. Útskorn- ar fjalir, trafastokkur með brúð- kaupsmynd og nokkrar rúmfjalir ásamt öðrum skornum hlutum setja sterkan svip á þessa deild. En það eru nokkrar altaristöflur hennar, sem höfða mest til mín, en þær eru: „Domini Jesu Christi Sacra Cæna“ eftir Hallgrim Jóns- son bildhöggvara og málara, og önnur, no. 133, eftir sama höfund. Bæði þessi verk eru eftirtektar- verð og sýna greinilega, að lista- maðurinn hefur kunnað að vinna skyld verkefni á mjög mismun- andi hátt. Sonur Hallgríms, Jón, á þarna einnig altaristöflu, sem mér finnst sérstæð og ekki sfðra listaverk en þau, er faðir hans skóp. Ein er enn sú altaristafla, sem ég ætla að minnast hér á. Fyrir skömmu var endurheimt altaristafla frá Þingvöllum. Sýnd var á dögunum kvikmynd um þessa töflu í sjónvarpinu, og munu því margir kannast við hana. Ég gerði mér enga grein fyrir, hve merkilegur gripur var hér á ferð, eftir að hafa séð kvik- mynd þessa, en þegar altaristafl- an er skoðuð á Kjarvalsstöðum, kemur í ljós, að hér er sérlega merkilegt listaverk og vel gert. Sérstaklega er eftirtektarvert vald höfundarins, Ófeigs Jónsson- ar, á litum og næm tilfinning hans fyrir samsetningi þeirra. Saumað- ur refill frá Hofi f Vopnafirði er til heimilis í Nationalmuseet i Kaupmannahöfn. Það er mikilll og merkur gripur, sem veldur ýmsum vangaveltum. Fimm málaðar fjalir úr predikunar- stólnum f Staðarhólskirkju í Saur- bæ eru skemmtileg listaverk og gott dæmi um alþýðulist frá þessu tímabili. Ekki má farast hjá að nefna hina útskornu og máluðu Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.