Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 129. tbl. 61. árg. SUNNUDAGUR 21. JCLI 1974 PrenlsmiSja MnrgunhlaSsins. Grikkir búast til stríðs mönnum allt að 40 ára að aldri var fyrirskipað að koma til her- skráningar. Skömmu eftir hádegi skýrði griska hermálaráðuneytið frá því, að Grikkir og griskir Kýpurbúar hefðu skotið niður fjórar tyrk- neskar orrustuþotur. í Ankara hefur aftur á móti verið skýrt frá því, að allar orrustuþotur Tyrkja hafi hingað til snúið heilar heim að árásar ferðum loknum. Á blaðamannafundinum á laugardag sagði Bulent Ecevit, að hann liti ekki á aðgerðir Tyrkja sem innrás heldur sem lögreglu aðgerðir. Benti hann á, að sam- kvæmt samkomulagi Tyrkja, Grikkja og Breta frá 1960 hefði hvert þessara landa heimild til að hlutast til um málefni Kýpur í þvf skyni að halda þar óbreyttu ástandi. Sagði hann, að Grikkir hefðu með valdaráni raskað valdajafnvæginu á eynni og aðeins þegar Tyrkir hefðu komið á jafnvægi á ný væru þeir reiðu- búnir til að hefja samninga við þá, sem „aðeins skilja mál ofbeld- is“. 1 tilkynningu tyrknesku stjórnarinnar segir, að Tyrkir mæti mjög takmarkaðri andstöðu á Kýpur og hafi aðeins misst tvo menn fallna, en grfskar hersveitir frá Famagusta og Limassol hafi orðið fyrir miklu tjóni. Bandarisk herskip liggja viðbú in úti fyrir strönd Kýpur ef til þess kemur að flytja þurfi á brott bandaríska þegna, sem á eynni eru. Innrás Tyrkja kom í kjölfar að- varana stjórnarinnar í Ankara um, að hún myndi grfpa til hernaðaraðgerða til að bjarga sjálfstæði Kýpur. Allt frá því á fimmtudag hafa miklir herflutn- ingar verið til tyrkneskra hafnar- borga. 1 fréttum frá Briissel segir, að styrkur tyrknesku herjanna sé þrisvar sinnum meiri en þeirra grisku. Franco enn í lífshættu Þessi mynd var tekin f hafnarborginni Mersin f Suður-Tyrklandi. Tyrkneskt orustuskip og birgðaskip að búast til brottfarar. Sfðdegis f gær höfðu engar myndir borizt frá hernaðarátökunum á Kýpur. Blóðugir bardagar á Kýpur Þessi mynd var tekin f gærmorgun. Til hægri er forsætisráðherra Tyrklands Bulet Ecevit á fundi Joseph Sisco aðstoðarutanrfkisráðherra Bandarfkjanna. Nikosfu, Aþenu, Ankara, Briissel, 20. júlf — AP, NTB. BLÓÐUGIR bardagar geysuðu á Kýpur á laugardag að þvf er sjðnvar- vottar segja eftir að Tyrkir gerðu innrás á eyjuna með landgöngulið- um og fallhlffahermönnum. Eldar brunnu f Nikosiu og að sögn Ijósmyndara frá AP förust að minnsta kosti 20 manns, þegar tyrknesk sprengjuþota varpaði sprengjum á geðsjúkrahús. Grikkir hafa fyrirskipað almennt herútboð og hafa sent hersveitir f átt að landamærum Tyrklands. Sagði talsmaður grfska hersins, að hernaðaraðgerðir af hálfu Grikkja virtust óhjákvæmilegar. Forsætisráðherra Tyrklands sagði á blaðamannafundi f Ankara, nokkrum klukkustundum eftir að innrásin hófst, að „mikill fjöldi tyrkneskra hermanna væri nú kominn til Kýpur“ og að þeim myndi halda áfram að f jölga fram eftir degi. Sagði hann, að Tyrkir væru ekki að gera innrás heldur að binda enda á miskunnarlausa innrás. 1 fréttum frá New York segir að hinn landflótta forseti Kýpur, Makarios, erkibiskup, hafi for- dæmt innrás Tyrkja í heimaland sitt, og sagt að „Tyrkir séu að notfæra sér ástand sem grfska herforingjastjórnin hafi skapað.“ Miklir eldar brunnu í höfuð- borginni Nikosiu og tyrkneskar orrustuþotur af gerðinni Phant- om flugu hvað eftur annað yfir borgina og vörpuðu sprengjum á flugvöllinn og aðra staði mikil- væga grískum Kýpurmönnum. Á norðurströndinni réðust tyrk- neskir hermenn til landgöngu framan við gististaði erlendra ferðamanna meðfram ströndinni. Út af ströndinni lá mikill her- skipafloti Tyrkja og var stöðug umferð landgöngupramma milli skipa og lands. Tyrkneskar flug- vélar vörpuðu sprengjum á brýr, vegi og fallbyssustöðvar Kýpur- manna. Mótspyrna á þessu svæði var lítil. Tyrkir vörpuðu niður fallhlífa hersveitum f tyrknesk hverfi Nikosiu og standa vörð við mörk grísku og tyrsknesku borgarhlut- anna. Æðsta herráð Grikklands hélt aukafund á laugardagsmorgun til að taka ákvörðun um, hvort segja bæri Tyrkjum strfð á hendur, að því er heimildir innan hersins herma. Sagði f tilkynningu frá grfsku stjórninni, að aðgerðir Tyrkja væru brot á alþjóðlegu samkomulagi um Kýpur, ógnuðu heimsfriðnum og væru ekkert annað en valdarán, sem ógnaði mikilvægum hagsmunum Grikkja. Sagði ennfremur, að Grikkir myndu grfpa til allra þeirra aðgerða, sem nauðsynlegar kynnu að vera, til að vernda griska hagsmuni. Mikið öngþveiti myndaðist í Aþenu eftir að fréttir bárust af innrásinni og þusti fólk í mat- vöruverzlanir til að birgja sig upp vegna hugsanlegs vöruskorts. Fyrir hádegi lokuðu svo allar verzlanir og skrifstofur og fjöldi manns lét skrá sig í varalið hers- ins á lögreglustöðvum, en hjúkr- unarkonum, lapknum og karl- Sovétríkin innrásina virðast styðja Bandaríkjamenn segja sovézkar fall- hlífahersveitir reiðubúnar til íhlutunar Moskvu, Washington, London, Brilssel, París 20. júlí — AP, NTB. SJÖ fallhlffahersveitum Sovét- rfkjanna hefur verið skipað að vera við öllu búnar vegna ástandsins á Kýpur, að þvf er starfsmenn bandarfska her- málaráðuneytisins hafa skýrt frá. Lfta Bandarfkjamenn á það sem merki þess, að Sovétmenn séu að lýsa óbeint yfir stuðn- ingi við innrás Tyrkja á Kýpur. Brezka stjórnin hefur f kjöl- far innrásarinnar hvatt grfska og tyrkneska ráðamenn til að koma til London til viðræðna um að binda enda á bardagana á Kýpur. Þetta frumkvæði Breta hefur hlotið stuðning At- lantshafsbandalagsins. Bandarfska hermálaráðu- neytið fyrirskipaði á laugar- dagsmorgun flugmóðurskipinu Forrestal og öðrum herskipum að halda f átt til Kýpur að þvf er segir til að vera viðbúin ef flytja þarf á brott bandarfska þegna. Allt bendir til þess, að Sovét- rfkin styðji þá ákvörðun Tyrkja að gera innrás á Kýpur, þrátt fyrir þá gagnrýni, sem aðgerðir Tyrkja hafa fengið frá Banda- ríkjamönnum. Fréttir hinna op- inberu fjölmiðla í Sovétrfkjun- um fara vinsamlegum orðum um Tyrki og aðgerðir þeirra og túlka fréttamenn það sem þegj- andi stuðning við þá. Á meðal diplómata í Moskvu er þvf haldið fram, að Sovét- stjórnin hugsi sem svo að styðji hún Tyrki verði möguleiki á því, að þeir hætti aðild sinni að Atlantshafsbandalaginu, eink- um ef þeir fá lftinn stuðning frá vesturveldunum. Fréttum frá Bandaríkjunum um, að sjö sovézkar fallhlífa- hersveitir bíði reiðubúnar til að skerast f leikinn á Kýpur hefur hvorki yerið vísað á bug né hafa þær fengið staðfestingu. Fréttamenn f Moskvu telja þó ólíklegt, að Rússar blandi sér í málið. Talsmaður bandaríska her- málaráðuneytisins vildi ekki ræða við blaðamenn þann möguleika, að bandarísku her- skipunum, sem send hafa verið f átt til Kýpur, yrði beitt til íhlutunar á eynni. Hann vildi heldur ekki skýra frá fjölda herskipanna eða staðsetningu þeirra. Hann undirstrikaði að Bandaríkin vildu halda sig utan við deiluna og að hlutverk her- skipanna væri aðeins að bjarga bandarískum þegnum, sem kynnu að lenda í hættu á eynni. Sagði hann ennfremur, að Bandaríkjamenn styddu heils- hugar tillögur Breta um að hefja þegar í stað viðræður um vopnahlé. Brezkir embættismenn hafa ekkert viljað láta hafa eftir sér um það, hvort innrás Tyrkja sé f samræmi við samkomulag Framhald á bls. 30. Madrid, 20. júlf — NTB.AP. FREMSTU læknar Spánar vöktu í nótt yfir Franco hershöfðingja, en heilsu hans hrakaði skyndilega i gær. Áreiðanlegar heimildir skýrðu frá því, að læknum hefði tekizt að stöðva inn- vortisblæðingar og Franco kastaði ekki lengur upp blóði. Upplýsingamálaráð- herrann, Pio Cabanillar, sagði í dag, að Franco hefði það tiltölulega gott. Franco afhenti völdin í gær Juan Carlos prinsi, sem hann út- nefndi sem eftirmann sinn fyrir fimm árum. Carlos er sagður mun frjálslyndari en Franco. t tilskip- un, sem Franco undirritaði, segir, að Juan Carlos skuli stjórna á meðan Franco er veikur. Af opin- berri hálfu í Madrid var hins veg- ar ekki farið í grafgötur um það, að stjórn Juan Carlos gæti orðið varanleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.