Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JULI 1974
Úr      kvikmyndinni
maður heims"
Reynir
sýnir víða
um land
Reynir Leósson hef ur að undan-
förnu verið á sýningarferð víða
um land með kvikmynd sína
„Sterkasti maður heims". Hefur
aðsókn hvarvetna verið mjðg góð.
Næstu sýningar Reynis verða á
Vestfjörðum, þar sem hann mun
sýna á nokkrum stöðum. Auk
kvikmyndarinnar          „Sterkasti
maður heims" sýnir Reynir
myndir um öryggi á vinnustöðum
o.fl. myndir.
Nú er ákveðið, að Reynir fari
með kvikmynd sína til Noregs í
haust og verður hún sýnd þar.
— Viðgerðir
Framhaldaf bls. 4
illa farið, enda lítið haldið við.
Eftir mikil mótmæli var horfið
frá því að rffa húsið og Seðla-
bankinn leitaði á aðrar slóðir,
en virðist eiga erfitt með að
halda sér frá viðkvæmum stöð-
um borgarinnar. Húsið við Frí-
kirkjuveg lét Thor Jensen
byggja 1908 og er það fyrir
marga hluti merkilegt.
Vatnslögn var sett í húsið og
var það algjört nýmæli í
Reykjavfk. Auk þess var sett
raflögn f gólf og veggi og hafði
það ekki þekkzt hér áður. I hús-
inu er valinn sænskur viður,
eru gólfin úr 2 þumlunga
plægðum plönkum og súðin úr
5/4 þumlunga borðum. Borgar-
sjóður veitti fé fyrir rúmlega
einu og hálfu ári til viðgerðar
hússins að utan og hefur sú
viðgerð staðið yfir síðan. Böðv-
ar S.T. Bjarnason og sonur
hans Böðvar annast viðgerð
hússins og má getá þess, að
Böðvar lærði iðn sína hjá Þor-
láki Öfeigssyni, sem lærði hjá
Steingrimi Guðmundssyni, en
Steingrimur byggði húsið.
Þorlákur annaðist viðhald húss-
ins, en eftir að templarar eign-
uðust það tók Böðvar við því
verki. Má sjá á öllu handbragði
við viðgerð hússins, að þar eru
að verki menn, sem vel til
þekkja og er vonandi, að sömu
vandvirkni verði gætt ef húsið
verður lagf ært að innan, en um
það hefur ennþá ekki verið tek-
in ákvörðun.
Húsið við Tjarnargötu 20
eignaðist borgarsjóður 1971 og
mun viðgerð :' því bráðlega
vera Iokið. Þar fær Fræðslu-
skrifstofa Reykjavfkur hús-
næði til afnota og er þegar búið
að taka efri hæðina í notkun.
Vonandi halda borgaryfir-
völd þeirri stef nu, sem tekin er,
enda hlutverk þeirra að skapa
gott fordæmi í þessum málum
svo almenningi gefist kostur á
að sjá og sannfærast um gildi
þessara húsa og þau tengsl, sem
þau skapa okkur við f ortíðina.
Attatíu hús grafin úr
ösku í Vestmannaeyjum
Vestmannaeyjum 22. júlí
f rá Árna Johnsen
Byrjað er að grafa upp hverfi
með áttatíu húsum austan Helga-
fellsbrautar I Vestmannaeyjum,
en flest húsin þar hafa verið á
kafi í ösku síðan í eldgosinu. Við-
lagasjóður samþykkti fyrir
skömmu að láta hreinsa gjallið á
þessu svæði, en talið er, að það sé
um hálf milljón rúmmetra. Búið
er að hreinsa frá nokkrum hús-
um, sem voru undir 6 metra gjall-
lagi og eru þau mjög mikið
skemmd, að Ifkindum flest ónýt.
Þ6 var kynlegt að sjá við eitt
húsið, að vinnupallar, sem höfðu
verið uppi fyrir gos, stóðu enn, er
búið var að hreinsa öskuna af
húsinu. Hreinsunin byrjaði fyrír
fáum dögum og miðar mjög vel,
en Istak, Bif reiðastöð Vestmanna-
eyja og ámoksturstæki frá Bæjar-
sjóði munu vinna að gjallhreins-
uninni. Þegar búið verður að
hreinsa þetta svæði, verður vænt-
anlega hafizt handa við að byggja
það upp, því að götur og lagnir í
þeim eru óskemmdar, þótt flest
húsin komi gjörónýt undan ösk-
unni. Annars er mikill kraftur í
einstaklingum i Vestmannaeyjum
við uppbyggingu.
Sumarbústaðaeigendur
Þessi vönduðu húsgögn
fara alstaðar vel
Bambushúsgögn faravelá furugólfum
og með furuveggjum,
njóta sín undir steinveggjum,
veggjum úr Ijósum og dökkum viði
og einnig
með veggfóðri og málningu.
Bambushúsgögn eru þar að auki
þægileg og níðsterk.
Létt og meðfærileg og þo/a m/ög vel ku/da
og s/aga vetrarins.
Bambushúsgögn
eru þar að auki mjög viðráðan/eg fjárfesting.
Þér fáið mikið fyrir peninga yðar efþér kaupið
bambushúsgögn.
r>ca
Ul,~
Simi-22900    Laugaveg 26
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28