Morgunblaðið - 03.08.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.08.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. AGUST 1974 11 Upplýsingamiðstöð um- ferðarmála starfrækt um verzlunarmannahelgina Kammersveit Reykjavíkur: Fyrstu tónleikarnir á sunnudaginn Hin nýstofnaða Kammersveit Reykjavfkur heldur sfna fyrstu tónleika að Kjarvalsstöðum á morgun 4. ágúst n.k. Eru tónleik- arnir haldnir f tengslum við þjóð- hátfð Reykvfkinga og hefjast kl. 17.00. A efnisskránni eru verk eftir A. Corelli, J.S. Bach, Pál P. Pálsson og B. Martinu. Eftir A. Corelli mun sveitin leika Concerto grosso nr. 1 I D-dúr. Þetta hljómsveitarform þróaðist á 17. öld, en A. Corelli lagði til þeirrar þróunar svo stóran skerf að hann hefur oft verið nefndur faðir þessa forms. 1 þessu formi er fámennum hóp einleikara stefnt gegn f jölmennari hópi með- leikara. Upprunalega voru þessir tveir hópar aðskildir hvor frá öðr- um og er það ætlun sveitarinnar að flytja þetta form sem næst sinni upphaflegu mynd. Brúðkaupskantata eftir Bach hefur ekki verið flutt áður hér á Skellinöðru stolið Laugardaginn 27. júlí sl. var skellinöðrunni R-504 stolið úr læstri geymslu 1 Alftamýri 34 í Reykjavík. Skellinaðran var af gerðinni Suzuki, ný, rauð að lit. Þar sem henni var stolið úr læstri geymslu án þess að um innbrot væri að ræða er ljóst, að einhver með aðgang að geymslunni er valdur að stuldinum. Rannsóknar- lögreglan biður þá, sem geta gefið upplýsingar um málið, að gefa sig fram. landi. Einsöng f þessu verki syng- ur Elisabet Erlingsdóttir. Eftir hlé mun Kammersveitin flytja tvö nútímaverk. Þessi verk eru: Kristallar eftir Pál P. Páls- son, en verkið var frumflutt á listahátíð 1970, og mun höfundur stjórna verki sínu sjálfur. Hitt verkið er Nonett eftir Bohuslav Martinu, en þetta verk þykir enduróma mörg einkenni tékkneskrar alþýðutónlistar lið- inna alda. A fundi með fréttamönnum sagði Þorkell Helgason, sem hef- ur tekið að sér útréttingar fyrir sveitina, að efnt yrði til fjögurra áskriftartónleika á vetri komandi. Verða tónleikarnir haldnir í sal Menntaskólans við Hamrahlið dagana 27. október, 8. desember. 9. febrúar og 20. apríl. Áskriftar- kort að þessum tónleikum má panta með því að hringja í Gunn- ar Egilsson, Helgu Ingólfsdóttur, Rut Ingólfsdóttur eða Stefán Þ. Stephensen. Sagði Þorkell, að Kammersveitin hefði mikinn áhuga á að stækka hóp tónlistar- unnenda m.a. með auknu sam- starfi við skólafólk og verkalýðs- félög og nefndi í því sambandi hugsanlegt tónleikahald á vinnu- stöðum. Starfsemi Kammersveitar Reykjavikur byggist á áhuga hljóðfæraleikaranna, þvi að styrk- ur hins opinbera til frjálsrar tón- listarstarfsemi er sáralítill og hef- ur svo verið um margra ára skeið. UMFERÐARRAÐ og lögreglan starfrækja um verzlunarmanna- helgina upplýsingamiðstöð f lög- Mikill karfi við Austur- Grænland SlÐASTLIÐlNN laugardag kom r/s Bjarni Sæmundsson úr 10 daga fiskileitar- og rannsókna- leiðangri til Austur-Grænlands. Svæðið frá Dohrnbanka til Fylkismiða var kannað. Togað var á flestum veiðislóðum togaranna á þessu svæði. Karfi var aðalfisktegundin, eins og vænta mátti á þessum árstíma. Aflinn var víða góður og sums staðar ágætur, eða sem svarar til 5—9 tonna á togtima. Á sumum svæðunum var stærð karfans ágæt til vinnslu, en á öðrum var hann smár. Þó var karfinn á flest- um stöðvunum að mestu vinnslu- hæfur. Leiðangurinn leiddi m.a. í ljós, að verulegt magn af karfa var á austur-grænlenzka veiðisvæðinu, meira en oft áður. En smár karfi var víða uppistaðan í aflanum. I þessu tilliti virðist hafa orðið veruleg breyting á frá fyrri tið. Litið var um aðrar fisktegundir í aflanum. Á Dohrnbankasvæðinu var þó mikið af kolmunna og fékkst nokkuð af honum. Að vanda í slíkum leiðöngrum var togurunum jafnharðan tilkynnt um árangur. Leiðangursstjóri var dr. Jakob Magnússon. reglustöðinni við Hverfisgötu, Reykjavfk. Hefst starfsemi henn- ar kl. 13.00 á föstudag. Miðstöóin mun safna upplýsingum um um- ferð, ástand vega og veður. Beinar útsendingar verða i út- varpi frá upplýsingamiðstöðinni föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag. Auk þess er fólki heim- ilt að hringja til upplýsingamið- stöðvarinnar i síma 83600. Um þessa helgi verður dreift 25 þús. seðlum í getrauninni „í UM- FERÐINNI“. Lögreglan mun annast dreifinguna á mismund- andi timum í einstökum lög- sagnarumdæmum til þess að sem flestir, sem nota bílbelti, eigi þess kost að fá getraunaseðil afhentan. Skila á getraunaseðlunum á besinafgreiðslustöðvar. Vinn- ingar eru 4 og er hver vinningur viðlegubúnaður að eigin vali að verðmæti kr. 50.000.00. Starfstími upplýsingamiðstöðv- arinnar verður sem hér segir: Föstudagur2. ágúst ..kl. 13.—22. Laugardagur 3, ágúst ...........kl. 09.—22. Sunnudagur 4. ágúst kl. 10.—20. Mánudagur5. ágúst ..kl. 10.—24. Flugvél- in mikið skemmd I FYRRADAG fóru menn frá Loftferðaeftirlitinu að Asum í Gnúpverjahreppi, þar sem flug- vélinni hlekktist á f lendingu f fyrrakvöld. Eins og fram kom f Mbl. voru þrfr karlmenn f vél- inni, og sluppu þeir með smá- vegis meiðsli. Loftferðaeftirlitið tjáði Mbl„ að vélin væri mikið skemmd. í fall- inu lenti hún utan í hæð, svo annar vængurinn brotnaði. Einnig brotnaði hjólastell. Vélin, sem er af gerðinni Auster Auto- crat og ber einkennisstafina TF- ACC, er ein af elztu vélum islenzka flugflotans, um 30 ára gömul. Er talið ólíklegt, að svari kostnaði að gera við hana. Eig- andi vélarinnar er Hjálmar Arnórsson flugumferðarstjóri Reykjavík. Hann var ekki flug- maður f bessari ferð. Verðhækkanir á fosfati: Tonnið úr 80 í 330 pund UNDANFARNA mánuði hafa orðið miklar verðhækkanir á fos fati á heimsmarkaði. Marokkó, sem ræður yfir um 40% af út- flutningsframleiðslu þessa hrá- efnis f heiminum hefur nýlega hækkað verð fosfats um 50% og tók hækkunin gildi 1. júlf sl. Frá þvf f janúar hefur verð á hverju tonni af fosfatgrjóti hækkað úr 14 dollurum f 63. Marokkómenn skýra hækkunina sem afleiðingu heimsverðbólgunnar og stöðunn- ar á alþjóðlegum fosfatmarkaði. Hér á landi er fosfat mikið notað til framleiðslu áburðar og hrein- lætisvara og hafa þessar hækkan- ir komið illa við Aburðarverk- smiðjuna og innlendar sápugerð- ir. Mbl. sneri sér í gær til Gunnars J. Friðrikssonar framkvæmda- stjóra Sápugerðarinnar Frigg og spurði hann um þessa fosfat hækkun. Sagði Gunnar, að fosfat væri svo til eingöngu notað til fram- leiðslu þvottadufts og næmi 20— 30% af hráefni til framleiðslu þess. Hækkunin á heimsmarkaðs- verðinu á fosfati undanfarið hef- ur þegar sagt til sín hérlendis að sögn Gunnars, t.d. kostar tonn af fosfati eins og það er flutt hingað til þessarar framleiðslu nú um 230 pund, en var í um 80 pundum fyrir ári og á eftir að hækka í 330 pund, þegar nýjasta hækkunin er komin fram. „Þetta er meiri hækkun á svona skömmum tíma en olíuhækkunin og er glöggt dæmi um það, hvernig þróunin í verðlagi hráefna er í heiminum," sagði Gunnar J. Friðriksson að lokum. OrÓsonding til víóskiptamanna olíufólaganna Vegna mikilla rekstrarfjárörðugleika eru olíu- félögin neydd til að gera eftirfarandi ráðstaf- anir: Frá 7. ágúst 1974 falla úr gildi öll viðskipta- og kreditkort, sem olíufélögin hafa gefið út til bifreiðaeigenda, einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Frá sama degi verður bensín og aðrar vörur aðeins selt gegn staðgreiðslu frá bensínstöðv- um félaganna. Vér væntum þess að viðskiptamenn vorir taki þessum nauðsynlegu ráðstöfunum með velvild og skilningi. REYKJAVlK, 25. JtJLl 1974 tsso\ Olíufélagið hf. Olíuverzlun r Islands hf. Olíufélagið siTéu Skeljungur hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.