Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24, AGUST 1974 Kristján Pálsson, Skaftárdal - Minning Kristján á Skaftárdal er látinn. Þetta nafn er öllum Vestur-Skaft fellingum vel kunnugt, ekki fyrir þaö að þessi maður væri svo mikið á lofti eða fyrir að trana sér fram. Nci, hann var hlédrægur og lét lítið yfir sér, orðspakur en komst venjulcga sína leið. En hann var þekktur fyrir dugnað sinn og drengskap. Kristján var fa’ddur 14. marz 1891 í Jórvtk í Álftaveri, sonur Páls Simonarsonar og Hildar Runólfsdóttur seinni konu hans. Köður sinn mun hann hafa misst tæpra sextán ára, en dvaldi áfram hjá móður sinna og síðar stjúpa til ársins 1918. Árið 1915 kvæntist hann konu sinni Þorbjörgu Jóns- dóttur, dóttur hjónanna Bjargar Guðmundsdóttur og Jóns Þor- leifssonar frá Búlandsseli í Skaft- ártungu. Munu þau hafa byrjað búskap í húsmennsku í Jórvík. Heldur mun honum hafa þótt þröngt um sig þar. Vorið 1918 flyzt hann að Skaftárdal og fékk þá hálfan Skaftárdalinn til ábúð- ar. Það var þá tvíbýlisjörð, en ekki byrjaði nú vel. Sumarið 1918 var eitthvert það mesta grasleys- isár, sem komið hefur, og hey- skapur því ákaflega lítill og svo kom Kötlugosið um haustið og spúði svo mikilli ösku yfir jarðir í Skaftártungu og Ut-Síðu, að óbyggilegt mátti kalla. Varð Kristján sem aðrir að eyða mestu af bústofni sínum. Urðu honum næstu árin frekar erfið efnalega sem og öðrum, sem bjuggu á þessu svæði. Skaftárdalur er landstór jörð og erfið til búskapar, langt á engjar, sem eru heiðarmýrarflákar víð- áttumiklir. Jörðin var afskekkt og mjög erfiðir allir aðdrættir. Skaftá rennur neðan við túnfót- inn, mikið vatnsfall og erfitt yfir- ferðar, en jörðin talin góð fjárjörð vegna landstærðar. Oftast munu haf verið tveir ábúendur á Skaft- árdal og svo var, er Kristján flutt- ist þangað. Þá var Skaftárdalur bændaeign. Vel gekk þessum hjónum að koma sér áfram, enda bæði af- burðadugleg og samhent. Það er ekki ætlunin að fara að rekja bú- skaparsögu þessara merku hjóna, þó hún sé þess verð, enda ekki hægt í stuttri minningargrein, að- eins stiklað á því stærsta. í kring- um 1930 flyzt nábúi hans í burtu vegna heilsubrests. Kaupir þá Kristján þann jarðarhluta af þá- verandi eiganda og nokkrum ár- um síðar hinn hlutann. Er hann þá orðinn eigandi allrar jarðar- innar. Var þá með hann eins og aðra fleiri bændur, að þá fór hann að leggja meiri áherzlu á að bæta jörðina. Byrjaði hann á því að girða að mestu af heimalandi jarðarinnar. Það varmikið verk og miklir flutningar, sem því fylgdu. Þá voru ekki komnir bílar né aðr- ar vélar til að létta undir við störfin. En þetta var honúm alveg nauðsyn til að hægja fyrir sér með fjárhriðingu, þar sem hann var þá frekar mannfár; börnin þá ekki uppkomin. Áfram hélt hann að bæta jörðina, bæði með ræktun og síðar lagði hann í að raflýsa við mjög erfið skilyrði. Kristján rak þarna stórt fjárbú, var um langan tíma fjárflesti bóndinn í Vestur- Skaftafellssýlu og lagði áherzlu á að rækta fjárstofn sinn, enda átti hann fallegt fé. Hafði margur gaman af að koma í rétt til hans t Maðurinn minn og faðir HÖRÐUR JÓHANNESSON, málarameistari, Mávahlíð 27, er látinn Guðrún Sveinsdóttir, Örn Harðarson. t Útför eiginkonu minnar og móður okkar, GUÐRÚNAR BACHMANN, Háteigsvegi 52, ferfram frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. ágúst kl 1 3 30. Ólafur Þorláksson, Hrefna Björgvinsdóttir, Hermann Björgvinsson. t Móðir okkar KRISTÍN SAMÚELSDÓTTIR, Ásvallagötu 35 andaðist í Landspítalanum 23. ágúst Sigríður Eliasdóttir, Jón Elíasson, Magnús Elíasson. t Útför HELGU BJARNADÓTTUR, sem lézt 1 7. þ m fer fram 26 ágúst kl 3 e.h frá Fossvogskirkju Aðstandendui. og sjá hans fallega fjárhóp. Sauði hafði hann alltaf marga og hélt því fram á síðari ár. Ég minnist þess, er fjárskiptin fóru fram í Rangárvallasýslu og þeir sóttu sér lömb austur á Síðu, hvað þeim þótti tilkomumikið að koma í rétt á Skaftárdal, enda reyndist fé frá honum sérstaklega vel. Sama var að segja um annan búfénað. Hestamaður var hann og lagði áherzlu á að eiga trausta dráttar- hesta, enda þurfti hann á þeim að halda. Reiðhesta átti hann alltaf góða, suma snillinga og fór þá hratt fyrir. Kristján var glöggur búmaður og fljótur til að nota sér tæknina og mun hann hafa verið með þeim fyrstu þar eystra að vélvæða bú sitt svo að fullkomið mátti kalla og það þvf er sagt var án þess að taka nokkra krónu til láns. Hann var vel verki farinn, búhagur dugnaðarmaður og var sjálfum sér nógur, enda kona hans fljót- virk og dugleg og samtaka hon- um í að koma sér áfram án þess að vera upp á aðra komin. Þau eígn- uðust átta börn: Páll Símon dó rúmlega tvítugur, Björg búsett á Selfossi, Hildur búsett í Skaga- firði, Guðlaug búsett í Reykjavik, Böðvar bóndi á Skaftárdal, Jón búsettur ytra, Oddsteinn bóndi í Hvammi, Sigríður búsett í Reykjavík. Hin síðari búskaparár þeirra hjóna var allt annað viðhorf til búskapar á Skaftárdal: allt heyj- að á ræktuðu iandi, búið að brúa Skaftá og bílvegur heim 1 hlað. Tveir synir þeirra búnir að búa þarna ásamt þeim í nokkur ár, svo nú gátu þau litið með ánægju yfir árangur verka sinna og notið þeirra. Og vitanlega áttu þau eins og aðrir fleiri börnum sínum mik- ið að þakka velgengni sína eftir að þau komust upp. Þetta er 1 fáum orðum lífssaga þessa dugnaðarmanns, en sú saga segir ekki mikið um manninn Kristján á Skaftárdal. Tæpast er hægt að ætlast til þess, að fólk, allra sfzt unga fólk- ið, geti gert sér grein fyrir, hversu erfið lífsbarátta einyrkja- bóndans var á fyrstu áratugum þessarar aldar á afskekktum fjallabýlum. Þessi harða lífsbar- átta reyndi mikið á karlmennsku og þor og kannski ekki síður á andlegt atgervi manna. Kristján var vel búinn þeim kostum, er gera menn hæfa til að standast þá raun að smækka ekki við erfið- leikana heldur vaxa og eflast við þá. Um karlmennsku og atorku Kristjáns væri hægt að fara mörg- um orðum, en því sleppi ég hér. Eins og áður segir var Kristján hlédrægur og ekki fyrir að sýnast meiri en hann var, frekar fámáll og sumum gat fundizt hann frek- ar hrjúfur við fyrstu kynni. Hann bar ekki áhugamál sín á torg fyrir almenning. Hann var vel greind- Björn Asmundsson bátsmaður - Minning Fæddur 13. júlí 1914 Dáinn 14. ágúst 1974 Þegar vinir Björns Ásmunds- sonar rifja upp lífsferil hans streyma fram margar góðar minn- ingar um góðan og hjartahreinan dreng, sem varðveitti sitt barns- lega hugarfar æviskeið sitt á enda. Einn af þessum mönnum, er ætla öðrum mönnum aldrei nema gott, og minnist ég þess aldrei 1 öll þau ár, er við þekktumst, að hann hallaði á nokkurn mann. Björn Ásmundsson var fæddur I Borgarnesi, sonur hjónanna As- mundar Jónssonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur, var hún systir Jörundar Brynjólfssonar alþingis- manns. Ungur að árum missti hann móður sína og systur. Var honum komið í fóstur til Magnús- ar Gilssonar og Ingveldar Eyvindsdóttur í Laxholti, en uppeldisbróðir hans þar var Marinó Þórðarson. Var með þeim órjúfandi vinátta og voru þeir i sambýli eða sama húsi í áraraðir. Faðir Björns kvæntist aftur og á hann sex hálfsystkini. Snemma fór Björn að vinna, því að annað þekktist ekki á þessum tímum. Þegar Eldborgin kemur ræðst hann á hana hjá hinum kunna aflamanni Ólafi heitnum Magnús- syni og er þar til stríðsloka. Þá fer hann á gamla Laxfoss, en síðan til Eimskips og er það á ýmsum skipum, lengst af sem bátsmaður. Sfðustu ár voru oft erfiðir tímar hjá Birni, hentu hann slæm slys, sem hann varð aldrei jafngóður af, en ætið stóð hann upp og fór að vinna, þó að þjáður væri. Siðustu ár vann hann í landi hjá Eimskip við viðhald á lyfturum félagsins og eiga vinnufélagarnir þar þakkir skildar fyrir sitt um- burðarlyndi, en eftirtektarvert er, hvað öllum, er með honum störfuðu, var hlýtt til hans. Um leið og ég kveð þennan vin minn og óska honum blessunar I T Öllum þeim fjölmörgu fjær og nær er sýndu mér samúð og hluttekn- ingu við andlát og útför konunnar minnar, SÖLVÍNU KONRÁÐSDÓTTUR, fyrrum Ijósmóður, Ránargötu 7, votta ég mfnar innilegustu hjartans þakkir Guð blessi ykkur öll, Pétur Björnsson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður SIGURLAUGAR Þ. GUÐBRANDSDÓTTUR, Börn og tengdabörn hinnar látnu. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eigínmanns míns, föður, tengdaföður og afa, , GUÐMUNDAR BENÓNÝSSONAR, Þorkötlustöðum, Grindavfk. Sigriður Ólafsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Kristfn Guðmundsdóttir, Kristján Sigmundsson, Hulda Guðmundsdóttir, Ágúst Guðjónsson og barnabörn. ur, stórhuga maður og átti sér mörg áhugamál. Gladdist þegar öðrum gekk vel, en tók nærri sér aulaskap og ómennsku. Greiða- maður við nágranna, gestrisinn höfðingsmaður heim að sækja svo að á orði var haft. Kristján var gæfumaður, eign- aðist þann lifsförunaut, sem stóð við hlið hans með miklum sóma. Honum var léð það að geta starfað fram á síðasta ár, en þá voru kraftarnir alveg þrotnir, enda búnir að duga honum vel. Hann varð fyrir því óhappi að detta á gólfið heima hjá sér og lærbrotna. Var hann þá fluttur á Landspital- ann og síðar á spitalann á Selfossi og þar lézt hann þann 4. ágúst. Jarðarför hans fór fram frá Graf- arkirkju laugardaginn 17. ágúst. Ég hygg, að aldrei hafi svo margt fólk verið saman komið á Skaftár- dal sem þennan sólbjarta dag, er húskveðja hans fór þar fram. Séra Valgeiri tókst þar vel að vanda með fáum, en hnitmiðuð- um orðum, sem ég hygg, að hinum Iátna hafi vel líkað. Það er sómi fyrir Skaftfellinga að sýna hinum látna, merka bónda virðingu með því að fjölmenna við jarðarför hans. Að Ioknum þessum fátæklegu minningarorðum vil ég votta vini mínum virðingu mína og þakkir. Eiginkonu hans og börnum sendi ég samúðarkveðju. Vigfús Gestsson. guðs færi ég fjölskyldu hans mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng lifa. Björn Pálsson. I dag verður kvaddur vinur minn Bjössi bátur eir.s og hann var kallaður meðal vina. Kynni okkar Bjössa byrjuðu er við vor- um báðir starfsmenn hjá Eim- skip. Ekki kann ég að rekja ætt Bjössa en hann var frá Borgar- nesi. Er ég kynntist honum bjó hann 1 Reykjavík með fósturmóð- ir sinni og tveim uppeldis- bræðrum. Þeir bræður allir voru á sjó, þar á meðal lengi á Laxfossi, er gekk á milli Borgarness, Akra- ness og Reykjavíkur. Bjössi var einnig á aflaskipinu Eldborgu mb 3 með þeim kunna skipstjóra Óla á Eldborg eins og hann var kallaður. Ég átti oft tal við Ólaf á Eldborginni er hann var hættur störfum og var vaktmaður um borð 1 Gullfossi og barst þá í tal hversu vel hefði gengið hjá hon- um. Sagði Olafur, að þvf væri að þakka, að hann hafði úrvalsmenn eins og Bjössa bát. Er ég kom sem háseti um borð f m/s Lagarfoss, sem þá var undir stjórn Haralds Ólafssonar skipstjóra, var Bjössi þar bátsmaður, þar hófst sá vin- skapur sem endist hérna megin. Skiphöfnin á ni/s Lagarfossi var mjög samstillt, er ég var á honum, og hefur kunningskapur verið góður á milli skipsfélaga ætíð síðan. Ég hef oft verið að hugleiða, hvort félög sem Eimskip væru eins vel á veg komirin ef ekki hefðu valist svo góðir menn á öllum vettvangi félagsins, svo sem bátsmenn er stjórna þeirri vinnu, sem framkvæmd er um borð undir eftirliti stýrimanna og skipstjóra. Eina smásögu um þetta, er Bjössi átti hlut að máli, langar mig að segja frá. Er Eim- skip var að semja um kaup á Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.