Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. AGUST 1974
Selfoss — hæst f hálendisbrúninni, allt að 60—80 fossbunur f leysingum. Tilkomumikill foss skammt
nfan við Dettifoss.
V
Sigurvin Elíasson:
Jökulsárgljúfrum
Nátttröllin (Karl og Kerling) f Hljððaklettagfgunum. Tröllahellir
andspænis þeim. Flati hamarinn hærra uppi er Eyjan. — Karlinn er
50—60 m hár, að kunnugra sögn.
Jökulsárgljúfur
Jökulsá á Fjöllum þekkja allir,
a.m.k. úr landafræðinni. Hún er
eitt af 10—12 stórvötnunum, sem
eiga upptök í Vatnajökli, vatns-
forðabúrinu mikla. Hún fellur
norður af hálendisbrúninni á
Hólsfjöllum eftir að hafa runnið
u.þ.b. 100 km leið um öræfi og
eyðimerkur. I brattanum þar
norður eftir hefur hún grafið sér
hér um bil 30 km löng gljúfur —
hroðagljúfur, sem opnast út á
Jökulsársanda.
Þessi gljtífur eru ekkert smá-
smíði, hin mestu hér á landi. í
rauninni eru þessi miklu gljúfra-
göng fram I hálendið miklu líkari
þröngum hamradal, því að Jökuls-
á, þðtt vatnsmikil sé, er allt of lítil
fyrir þetta gfmald. Hún ætti að
hafa verið æríð stærrí, þegar hún
smíðaði gljúfrin.
Greinilegt er, að hér haf a margs
konar hamfarir náttúrunnar leik-
ið lausum hala. A.m.k. tvívegis
hafa orðið eldgos í gljúfrunum. í
annað skiptið gaus á gígaröð
langsum eftír gljúfradalnum
(Hljóðaklettar o.fl. gígar) ogrann
þá að líkindum glóandi hraunelfa
eftir árdalnum niður á Sanda,
a.m.k. norður á móts við brúna í
Axarfirði. I hitt skiptið gaus á
óralangri eldvarparöð (f fram-
haldi af Rauðuborgum á Mývatns-
öræfum), sem sker gljúfrin um
þvert skammt neðan við Detti-
foss, og hálffyllti gljúfradalinn af
dökku hraunflóði, sem runnið
hefur einkar liðugt. Sérlega fall-
Dettifoss — konungur fossanna — er f nýja þjððgarðinum.
egur þverskurður af þessari gos-
sprungu sést hjá Hafragilsfossi.
Vel sennilegt er, að stíflur hafi
orðið samfara þessum gosum báð-
um.
En þar með er sagan ekki öll.
Og þó liggur saga Jökulsárgljúfra
engan veginn alveg ljós fyrir.
Kristján Sæmundsson jarðfræð-
ingur heldur jafnvel, að stórhlaup
hafi grafið verulegan hluta Ás-
byrgis og breiða gljúfrið milli
Þórunnarfjalla og Sauðafells fyr-
ir allmiklu meira en 7000 árum.
Jarðfræðingum, sem rýnt hafa f
gljúfrin, virðíst yfirsjást um vel
hugsanlega þátttöku jökullón-
anna fornu á Svínadal (e.t.v. frá
svonefndu Búðaskeiði fyrir rúml.
10 þúsund árum) — f greftri As-
byrgis og farvegsins, sem liggur
að þvf sunnan frá, bæði með af-
rennslí og einnig með hlaupum úr
þeim.   Hraunstffluð   vötn   koma
einnig til greina í gljúfurgreftri
til forna.
En hvað sem þessu Hður er ör-
uggt, að síðustu 2000—2900 árin
hafa stórkostleg vatnsflóð hlaupið
niður gljúfrin með brauki og
bramli — Ifklega jðkulhlaup úr
Vatnajökli. Víst er að stórkostleg
hlaup hlupu niður gljúfrin fyrir
um það bil 2500 árum — eins og
stærstu Kötluhlaup. Það má
marka af jarðvegi með öskulögum
í gljúfradalnum. Sigurður Þórar-
inssón jarðfræðingur, sem fyrstur
kannaði gljúfrin vel, hefur líka
sagt skilmerkilega frá hlaupum í
Jökulsá, sem urðu oft frá 15. öld
og fram á 18. öld og ollu stórsköð-
um f byggðum við Axarf jörð.
Þessi kröftugu flóð, sem m.a.
fluttu björg upp í 50 lestir að
þyngd eða meira auk býsna af
grjóti og sandi, gerðu feikilegan
usla f Jökulsárgljúfrum og vfkk-
uðu þau stórlega. Þau brutu upp
hraunin, snikkuðu til eldgfga,
hlóðu upp malarhjöllum, grófu
aukagljúfur stór og smá og
breyttu venjulegu árgljúfri í stór-
gerðan gljúfradal. Eldsumbrot og
flóð hafa átt mikinn þátt f að gera
Jökulsárgljúfur að harla stór-
brotnu furðulandi auk annarra
náttúrukrafta. Síðan hafa hin fín-
gerðari sköpunaröfl verið iðin við
að snurfusa og breiða yfir þessi
ljótu handaverk jötunaflanna og
prýtt gljúfrin um kletta og syllur.
Birkikjarr og víðir hafa vfða
fundið friðland auk margs konar
lággróðurs. Tærir lindalækir
spretta út úr háum berghlöðum
og fossa niður hlíðar. Hvönn kann
vel við sig I úðanum. Þarna er
griðland músarindilsins, verpir f
mörgum holum, auk auðnutittl-
ings, þrastar og snjótittlings.
Fálki, smyrill og hrafn verpa f
- Þjóðgarðurinn nýi -
Forvöð við Jökulsá, sérkennilegur staður andspænis þjóðgarðinum. Vfgabjarg til hægri. Hólarnir á
brúnunum lengst f fjarska eru Randarholar, þar sem gljúfrahraunin áttu upptök sín. — Ljósmyndir:
Sigurvin Eifasson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28