Morgunblaðið - 29.08.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.08.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. ÁGTJST 1974 Hjónaminning: MagneaA. Þorláksdóttir og Þórður Guðmundsson Magnea Ágústa, Fædd 10. september 1888. Dáin 20. ágúst 1974 Þórður. Fæddur 17. marz 1884. Dáinn 18. júlí 1972. Magnea fæddist á Lambanes- reykjum í Fljótum, dóttir hjón- anna Þorláks Þorlákssonar, bónda og skipstjóra, og Margrétar Grímsdóttur, ljósmóður. Þau hjón bjuggu á Lambanesreykjum. Um fermingu kom Magnea til foreldra minna séra Jónmundar Halldórssonar og Guðrúnar Jóns- dóttur að Barði í Fljótum til þessa að passa okkur börnin. Var hún okkur alla tíð eins og besta móðir, umhyggjusöm og góð. Man ég, sem var óþekkur óeirðarkrakki, að alltaf átti ég vist skjól hjá henni ef eitthvað bjátaði á. Var hún alltaf hjálpsöm og vildi hvers manns böl bæta. Magnea var mjög lagin og vand- virk. Hún lærði útsaum og klæða- saum hjá móðir minni. Síðar fór hún til Akureyrar og lærði kjóla- saum. Orgelleik lærði hún hjá Magnúsi Einarssyni organista á Akureyri. Eftir það var hún mörg ár organisti í Barðskirkju og kenndi mörgum orgelleik. Þá vann hún um tíma hjá Andrési Andréssyni klæðaskera í Reykja- vík. Mér er í barnsminni þolin- mæði hennar og geðprýði þegar hún var að kenna okkur systrum á Barði. Magnea giftist 23. apríl 1919 Þórði Guðmundssyni. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Þórðarssonar og Jóhönnu Jó- hannsdóttur á Torfhóli í Skaga- firði. Hafði Þórður lært húsa- smíði á Sauðárkróki og lokið sveinsprófi þar 1904. Meistara- bréf í húsasmíði fékk hann 1939. Þau Magnea giftust á Stað í Grunnavík en fluttu þaðan til ísa- fjarðar og bjuggu þar allan sinn búskap. Vann Þórður sjálfstætt alla ævi og byggði mörg hús víðs- vegar um land. Hann vann mikið að félagsmálum stéttar sinnar og var gerður heiðursfélagi í Iðnaðarfélagi ísfirðinga 9. maí 1959. Þórður varð fyrir því slysi árið 1936 að ndssa annað augað, en hann gafst ekki upp og vann trúlega meðan kraftar og heilsa entust. Þórður var hæglátur, gaman- samur og hagmæltur vel. Á heimili þeirra hjóna ríkti jafnan ánægja. Voru þau mjög gestrisin og vinmörg. Hjartahlýja og góð- leikur streymdi á móti manni þeg- ar maður heimsótti þau. Voru þau samhent um að greiða götu þeirra, sem til þeirra leituðu. Stundum var þröngt í búi eins og þá var almennt en guð blessaði allt fyrir þeim. Þau treystu líka handleiðslu hans í öllu. Þau báru jafnt umhyggju fyrir börnun sín- um, barnabörnum og barnabarna- börnum og brýndu fyrir þeim guðrækni og góða siði. Þau hjón eignuðust 3 börn saman, en Þórður átti son áður en þau giftust, Jón bifreiðastjóra. Börn þeirra hjóna eru: Þóra, gift Jóni Kristjánssyni húsgagna- bólstrarameistara, Jóel, kaupmað- ur kvæntur Bryndísi Björnsdótt- ur, og Rögnvaldur húsasmíða- meistari, kvæntur Elínu Skarp- héðinsdóttur. Einnig ólu þau hjón upp tvö fósturbörn, Guðmund Skúlason húsasmíðameistara, sem kvæntur er öldu Öladóttur, búsett á ísafirði, og önnu Sig- mundsdóttur systurdóttur Þórðar. Hún er búsett á Siglu- firði. Fyrir 4 árum fluttu þau hjónin suður og dvöldu á Elliheimilinu Grund. Andaðist Þórður þar 18. júlí 1972. Hann var við allgóða heilsu fram til hins síðasta, gamansamur og yndislegur heim að sækja. Elskulegu hjón. Nú eruð þið horfin. Hvernig get ég þakkað alla góðsemi ykkar og trúfesti ævilangt. Elsku Magga mín. Alla tíð með- an þú hafðir rænu reyndir þú að brosa og klappa okkur á kinnina, vildir reyna að sýna okkur, að þú „öll byggðin man, hve bjart var um þig áður, því að bæði varstu elskaður og dáður, unz gleðin hvarf og gekk í björg með álfum. Þú sýndist vera huldum öflum háður og hafa týnt þér sjálfum." Þannig hefst Stormahlé Davíðs Stefánssonar. Víst er um það að vissir um okkur, vildir gleðja okk- ur með vináttu þinni. Ég bið guð að blessa þig og gefa þér góða heimkomu. Þínum góðu börnum og systrum votta ég samúð mína æði misveðrasamt var umhverfis K^istján Ölafsson á landi jafnt sem útsæ. Strangri lífsgöngu lauk laugardaginn 17. ágúst s.I. og I dag verður hann lagður til hinztu hvílu við hlið móður, er hann missti ungur, og ömmu, er gekk honum 1 móðurstað, en milli þeirra var mikill kærleikur. öllum, sem fylgdust með knatt- spyrnu á fimmta áratugnum og i byrjun þess sjötta, er minnisstæð og bið guð að styrkja þau í sárum söknuði. Fögur minning mun lifa i hjört- um okkar og ylja okkur eins og blessaður sólargeisli. Gauja. leikni Kritjáns Olafssonar, sem aflaði honum frægðar og viður- kenningar. Enn er vitnað til Ieiks, er úrvalslið Reykjavíkur lék gegn danska landsliðinu 1946, en þann leik vann Reykjavik óvænt með miklum yfirburðum. Sá sigur var ekki sízt talinn Kristjáni að þakka, sem háði frægt einvígi við þekktasta leikmann danska Iiðsins og hafði betur. Öllu lakar gekk honum í einvígi hins daglega lífs. Hann fyllti tíðum flokk útigangsmanna í Reykjavik, þó að hann ynni hörð- um höndum á milli, og þótti dug- legur verkmaður. Tengslin við gamla knattspyrnufélaga úr Fram slitnuðu aldrei, og um fáa menn Framhald á bls. 19. t Móðir okkar og amma, UNA HELGA GOTTSKÁLKSDÓTTIR, verður jarðsungin I dag fimmtu- daginn 29. ágúst kl. 3 frá Foss- vogskirkju. Börn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför litla sonar okkar, JÓNS GUNNARS. Björk Koibrún Gunnarsdóttir, Guðmundur Jónsson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KAREN HREIÐARSSON, lézt aðfaranótt þriðjudagsins 27. ágúst. Matthías Hreiðarsson, Kristín Matthíasdóttir, Valdimar Óskarsson, Elísabet Matthíasdóttir, Lýður Sörlason, Matthías Matthfasson, Margrét Aðalsteinsdóttir, Alfreð Matthíasson og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir SIGRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR Goðheimum 14 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. ágúst kl. 1 3.30. Blóm afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hennar láti Sjálfsbjörgu landssamband fatlaðra njóta þess. Guðjón Sigurðsson Guðrún Guðjónsdóttir Sverrir Þorleifsson. t Útför KRISTJÁNS ÓLAFSSONAR, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29 ágúst kl. hönd barna hans og annarra vandamanna. 13.30. Fyrir Knattspyrnufélagið Fram. Útför t ÞORSTEINS INGÓLFSSONAR [þróttakennara, sem lézt 11 ágúst fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 30. ágúst kl. 3 e.h. Ingibjörg Harðardóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ingólfur Stefánsson, Sólborg Valdimarsdóttir, Hörður Guðmundsson, og aðrir vandamenn. Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐMUNDÍNU JÓNSDÓTTUR frá Eiðstöðum, Tómasarhaga 42, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. ágúst kl. 1 30 e.h Jens Stefánsson, Þórir Jensson, Haraldur Jensson, Ásta Jensdóttir, Erna Jensdóttir, Hólmfrrður Jensdóttir og barnabörn. Jenny Ingimundardóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Erlendur Jónsson, Sigurður Kristjánsson, Jón Bogason t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför konu minnar, KRISTBJARGAR DÚADÓTTUR. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar og bróður LÁRUSAR BJARNASONAR. Dagný Lárusdóttir, Gisli Lárusson, SteinunnM. Lárusdóttir, Pétur Lárusson, Ásgeir Lárusson, Sighvatur Lárusson, Jóhanna Bjarnadóttir, Sighvatur Bjarnason. t Þökkum innilega hlýhug og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS SIGURÐSSONAR, Vallargötu 14, Sandgerði. Jóhanna Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Kristján Olafsson —Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.