Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 19
I MDmNGU DR. SIGURÐAR NORDALS Oft er svo komið sfðasta skeið gamalla manna að ekki verður harmað þegar þeir. saddir llfdaga, öðlast hinztu hvfld. En Sigurður Nordal eltist manna bezt. Lffsgleði, fjör og skarpleiki f hugsun, minni, starfsvilji — allt var óbreytt til skamms tfma, þótt hann væri kominn undir nfrætt. Maður hefði viljað að hann fengi að lifa sem allra, allra lengst. Svo miklu fátækari er þjóð vor þegar hann er horfinn. Og svo mikla ánægju hafði hann sjálfur af að lifa, meiri en flestir, og lengur. Morgunblaðið hefur rakið störf hans og æfi, þegar andláts- fregnin var birt, og engin þörf á að endurtaka neitt sem þar var frá sagt. Og F dag er hans minnzt hér f blaðinu á þann hátt sem bezt fer á, með þv! að flytja kafla úr ritum hans, sem eftir þvf sem föng eru á varpa Ijósi á snilld hans og auðugt, margslungið hugsanalff. Þegar háskóli Islands var stofnaður 1911, af eðlilegum vanefnum til sjálfstæðra vfsindalegra rannsókna, voru samt við hann bundnar þær vonir að f einni grein mennta, norræn- um fræðum, yrði framlag hans með nokkrum sóma og þjóð- menning vorri til eflingar. Björns M. Ólsen naut ekki við nema fáein ár. Það varð hlutskipti Sigurðar Nordal að taka við norrænu deildinni svo að segja F bernsku — og verður aldrei fullþakkað að ísland skyldi þá eiga slfkum manni á að skipa. Áður hafði enginn fslendingur með svo margháttuðum gáfum og yfirgripsmikilli menntun komið nálægt norrænum fræðum. Auk þess sem hann fékk afkastað af ritverkum og útgáfum. ól hann upp og mótaði fyrstu kynslóðir norrænumanna frá háskóla fslands, og alla tfð síðan hafa þau fræði búið að forustu hans. Vafalftið eigum vér engum einum manni fremur að þakka en Sigurði Nordal, að vor dýrasta eign, hinar fornu bókmenntir, hafa á vorri öld orðið þjóðinni ástfólgnari með hverjum áratug. Fornritaútgáfan, ómetanlegt menningarafrek, naut frá upp- hafi stjórnar og forsjár Sigurðar Nordal, varð verk hans og margra annarra ágætra manna, en allir voru þeir úr hans skóla. Um hitt er hann einn, að hafa skrifað af mestu mannviti og ritsnilld um vorar fomu bókmenntir, Völuspá, hirðskáldin, Egil Skallagrfmsson, Snorra Sturluson — og fjölmargt annað. Sá heiður, að hafa skrifað af dýpstum skilningi og mestri list um yngri bókmenntir, varð sameign Nordals og nokkurra annarra. Hann er þó einn um að hafa gert skáldi yngri tíma þau skil, sem Stephani G. Stephánssyni eru gerð f bók Nordals um hann. Allt sem hann skrifaði varð með listrænum blæ. hver lítil blaðagrein engu sfður en stærri verk. Hann varð eitt mesta fordæmið til almennt hækkandi gengis íslenzkrar ritmenning- ar — og ekki hvað sfzt með skáldskap sfnum, þótt hann sé minni að vöxtum en margra annarra. Ekkert hafði áður verið skrifað á sfðari öldum íslands á frjórri né fegurri íslenzku en Hel Nordals f bók hans Fornar ástir. Þessir Ijóðrænu þættir voru algerlega nýr skáldskapur á fslandi, og höfðu vfðtæk og margvfsleg áhrif. Ég man að Halldór Laxness skrifaði eitt sinn á þá leið, að þegar hann ungur las Fornar ástir, á þeim tfmum er hæst fór orðstfr fslenzkra bókmennta ritaðra á dönsku, hafi sér skilizt betur en áður hvers tunga vor var megnug, og hve sjálfsagt var að halda tryggð við hana. Sigurður Nordal varð vfðkunnur maður á Norðurlöndum af ritum sfnum og fyrirlestrum, og líka sem sendiherra Islands f Danmörku. Einn af frægustu prófessorum Hafnarháskóla sagði við Niels Dungal: „Gerið þið ykkur grein fyrir þvf hve fslandi er mikill heiður að sendiherra eins og Sigurði Nordal? Hann talaði nýlega um fslendingasögur f danska Vfsindafélag- inu, og sá fyrirlestur bar af öllum sem þar hafa heyrzt svo árum skiptir." Sigurður Nordal var af þeirri gerð hugvfsindamanna sem leita skilnings og sannleiks jöfnum höndum af rökfastri hugsun sem innsæi fmyndunaraflsins — sem hjá honum var öðrum þræði skáldæð, þrá eftir fegurð og gleði. Hann elskaði lífið. Öll fræði voru honum fyrst og fremst leit að Iffi, f vfðtækustu merkingu — öllu brölti og bjástri mannanna, draumum þeirra og vitja, trú, siðahugmyndum, skapadómum. Bækur. fornar sem nýjar, voru hver þeirra varðveizla einhvers úr mannlegu Iffi, og hlutverk fræðimannsins að hjálpa þessu lífi til að lifa áfram f sem skærastri birtu, mönnum til yndis, þekkingarauka og vizku. Maðurinn Sigurður Nordal var að vonum f mörgu ótfkur þeim hugmyndum sem við tiðast gerum okkur um mikla fræðimenn. Flestir munu hugsa sér slíka menn fremur afhuga venjulegu mannlífi, að þeir séu allir f sérgrein sinni, sinnulitlir um flest sem ekki lýtur að þeirri þekkingu, sem er þeirra afmarkaða svið. En Nordal leit f allar áttir að smáu sem stóru, og hafði lifandi áhuga á öllu sem var að gerast. Eg efa að nokkur hafi þekkt eða þekkt til fleiri íslendinga en hann, né vitað meira frá þeim að segja, né haft skoðanir á eins mörgum — fundizt hver þeirra mað nokkru móti athyglisvert fyrirbrigði. Yfirleitt var honum hlýtt til mannanna, og gjarnt á að dæma milt um það sem misjafnt var f fari þeirra, af heimspekilegu umburðarlyndi. Hann hafði hið mesta gaman af öllu Iffinu. var glöggur á allt virðingarvert, drenglynt eða mannskaparmikið f fari og ferli manna, en Ifka á margt sem aðeins var mannlegt, og ekki hvað sfzt ef það var auk þess spaugilegt. Fáa mikla alvöru- menn hef eg vitað hlæja meir en Sigurð Nordal, né af innilegri kæti eða glaðari gáska. Það var mikil æska f blóði hans. Mér er f minni þegar við forðum sátum að næturlagi og vorum að ráðgera stofnun tfmaritsins Vöku — hann var eins og ungur drengur sem hlakkar til æfintýris. Hann var mörgum mönnum góðviljaður og hjálpsamur, og trygglyndur og hlýr vinum sfnum. Vertu velkominn heim, hjartanlega velkominn, segja menn þegar mest er við haft við vini sfna sem i útlöndum búa, er þeir sýna sig á ættjörðinni. Nordal átti til að komast sterkar að orði. Eg held eg verði að áræða að segja frá því hvað hann stundum sagði þegar eg nýkominn til fslands hringdi hann upp, af þvf að það lýsir eingöngu sjálfum honum, hlýju hans í garð vina sinna: „Jæja, Kristján minn — þú veizt að alltaf finnst mér landið heldur betra, þegar þú ert heima." Eg kom sfðast til hans á spitalanum 14. september, daginn sem hann varð 88 ára gamall. Hann hafði vikum saman legið f móki, oftast meðvitundarlaus, og var ekki búizt við að hann ætti langt ólifað. Eg var hjá honum á aðra klukkustund, þvi stundum bráði af honum og eg gerði mér i hugarlund að honum þætti betra að vera ekki einn. Hann horfði á mig og þekkti mig, nefndi nafn mitt. en með svo veikri rödd að rétt heyrðist og tók hvað eftir annað fast um hönd mína — með styrk i armi sem mér kom á óvart. Hann hafði hvorki fölnað né skorpnað, hörundslitur og holdarfar óbreytt, og enginn vottur neinnar þjáningar f svipnum — og svo mun hafa verið allan þann tima sem hann lá á spftalanum. Það gladdi mig. að hann var ekki verr farinn þegar hinzta stundin hlaut að nálgast. Banalega og dauðdagi urðu hægur svefn frá langri, mikilli og fallegri æfi. KRISTJÁNALBERTSSON RITUMDR. SIGURÐAR NORDALS Eitt atvik er mér minnisstæðast allra frá bernskuárunum. Eg var far- inn að stauta mig fram úr fslendinga sögum og Fornaldarsögum Norður- landa og varð tiðrætt um þær. Þá sagði fóstra min við mig eitt vor- kvöld: „Þegar þú stækkar, áttu að lesa veraldarsögu." Það orð hafði eg ekki heyrt fyrr, og eg veit ekki, hvaðan óvitanum kom hugboðið, sem það vakti. En vfst er, að það var eins og norðurveggurinn færi undan baðstofunni. eg sæi langt inn f aftan- skinið, óraði I einni svipan fyrir út- sýn um víðáttu rúms og tfma. Þetta stóra orð var eins og fyrirheit um þekkingu á heiminum og örlögum mannkynsins í honum um allar aldir. UR þjóðir hirða Iftið um að þekkja sögu hennar. Þeim finnst hún smávaxin f samanburði við átök stórveldanna um heimsyfirráð, sviplftil og fórna- laus hjá blóðugum frelsisstrfðum Grikkja og Ungverja. Nöfn manna eins og Kossuths og Garibaldi eru á hvers manns vörum. En hver kannast hér við Jón Sigurðsson? Meira að segja hættir fleirum en Dönum við að þykja slikt brölt 70—80 þúsund friðsamra fátæk- linga, sem háð er með ritum einum og ræðum, hégómlegt, broslegt. heimskulegt. Þekking sú, sem heimtuð er til almennrar menntunar, er einkum af þrennu tagi. Sum eru notagild, nauð- synleg sérþekking til þess að vinna fyrir sér. Önnur hefur einungis venjugildi: Menn verða að vita það, sem allir aðrir vita, til þess að vera ekki eins og álfar út úr hól f samtöl- um, geta lesið blöð og bækur. Oft er þessi þekking skelin tóm eða reykur Það fyllti mig svimandi tilhlökkun. Seinna hef eg skilið, að svo muni Evu hafa verið innan brjósts f sak- leysi sfnu og fávizku, er henni var lofað. að augu hennar skyldu opnast og hún mundi verða eins og guð og vita skyn góðs og ills. Forspjall. fslenzk menning, 1 942. f þessu umhverfi, mitt f ólgu styrjaldaráranna, voru ærin tilefni að horfa frá nýjum sjónarmiðum á hlut- skipti og tilverurétt fslendinga, þjóðarinnar, sem var mfn eigin þjóð og smæst allra. Smáþjóðin var ekki einungis úti á fslandi. Eg bar hana með mér, f sjálfum mér, hún var hluti af mér eins og eg af henni. Marga fýsti að vita eitthvað um hana, fáirvissu neitt fyrir. fslending- ur f Danmörku á árunum 1906—16 var vanur að vera sffellt á varðbergi. Sjálfstæðisbaráttan olli þvf, að Danir vildu meta fslendinga sem minnst, hirtu Iftt að vita neitt um þá, kærðu sig ekki mjög um að leiðrétta rangar hugmyndir. En landanum hlaut um leið að verða Ijóst, hver þáttur I sálarlffi þjóðarinnar umhugsun þess, hvað sagt væri um oss á bak, hafði lengi verið, — óttinn við Iftilsvirð- ingu erlendra þjóða, einatt sam- tvinnaður meðvitundinni um mis- mun fornrar frægðar og umkomu- leysis nútiðarinnar. í Bretlandi var allt annars konar akur að plægja. við enga hleypidóma að etja, — og væru þeir nokkurir, þá af fáfræði einni, — en talsverð forvitni, sem auðvelt var að glæða. Námsgrein mín hafði alltaf gert mig fúsan að boða heiðingjum trú á ágæti fslenzkra fræða, ekki sfzt þar sem eg hafði fremur gert ráð fyrir að stað- festast erlendis. Flestum smáþjóða- mönnum (og reyndar mönnum af stærri þjóðum líka), sem lengi eru utan lands, mun fara á eina lund. Ættjarðarástin verður næmari við fjarvistirnar, sívakandi, þótt þeir finni ekki til neinnar óþægilegrar heimþrár. Þá langar til þess að vera þjóð sinni fremur til sóma en hneisu. Og sjálfshyggja er ofin inn f þetta: að vilja ekki sætta sig við, eins og Stephan G. segir, að „vegna lands míns sé eg minni maður". Það átti nú ekki alveg við mig á þeim árum að slaka til við slfka firru. En hvernig átti að hamla upp á móti henni? Eftir rúma ársdvöl f Oxford samdi eg litla bók, samnefnda þessari, þar sem eg dró saman ýmsar niðurstöður af reynslu minni að tala við erlenda kunningja og vini um fsland og Is- lendinga. Mér kom alls ekki til hugar að birta hana. Hún var einungis gerð fyrir sjálfan mig. En af þvf að þetta rit er sprottið af henni, svo gjörólfkt sem það er orðið, skal eg nefna nokkur meginatriði hennar. Hvað getur útlendingum, sem vita ekkert um ísland og gengur enginn fræðilegur áhugi til að kynnast þvf, þótt athyglisvert og skemmtilegt? Það er bersýnilegt, að margt. sem er fslendingum sjálfum mikils virði, vekur engan áhuga hjá þessu fólki. Til dæmis að taka finnst þvf að vonum fátt um verklegar og efnaleg- ar framfarir sfðustu áratuga, því að þar höfum vér ekki gert neitt frum- legt né stórkostlegt. erum aðeins eftirbátar. Atburðir islenzkrar sögu eru ekki nefndir f erlendum ritum um veraldarsögu. Þeir heyra ekki til þess, sem nefnt er almenn menntun. Sumir þeirra hljóta að birtast fslend- ingi, sem fer að segja frá þeim, f nokkuð óvæntu Ijósi. Sjálfstæðisbar- áttan við Dani hefur til að mynda verið meginþáttur f sögu vorri frá þvf um 1840. Fyrir fslendinga er hún eðlileg, sjálfsögð, aðalatriði. Aðrar af réttunum. Menn verða að þekkja Hamlet. þótt þeir hafi aldrei lesið bókina. Gladstone og Bismarck, þótt þeir botni ekkert f stjórnmálaferli þeirra né einkennum. Loks er sú þekking. sem er sjálfgild: þess efnis og svo numin, að menn vitkast og vaxa af henni. Frá þvf sjónarmiði er meira um vert að hafa lesið eina bók sér að gagni en kunna fjölda tómra titla, betra að vita rækilega um aðal og starf eins merkismanns en nöfn og nakin æviatriði tuga manna. Og það er alls ekki vist, að jafnan sé þroskavænlegast að kynnast þvf, sem tizkan hefur gert fleygast. Það getur verið gaman að storka stórþjóðamönnum, sem mæla allt á kvarða fyrirferðar, láta sér meginið eitt f augum vaxa. Eg hef stundum sagt þeim söguna af tveimur islenzk- um prestum, sem gengu á vog á Eyrarbakka. Annar var bæði magur og mjór, hinn tröll að vexti og burð- um og drambaði heldur af mismunin- um. Rengluklerkurinn leit á vogina og sagði rólega: „Hvað er þetta á móti stóru nautunum f Amerfku?" Verðmæti þjóða á gullvog sögunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.