Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 Dr. Sigurður Nordal — Minning VIÐ lát Sigurðar Nordals rifjast ósjálfrátt upp fyrir manni ýmis- legt frá kynnum við hann á liðn- um árum. Þótt góð vinátta væri með föður mínum og Sigurði, finnst mér sem ég hafi varla þekkt hann fyrr en haustið 1943 við komu mína t Háskólann, en Sigurður kenndi íslenzka bók- menntasögu haustmisserið, þótt til hefði staðið, að Steingrímur J. Þorsteinsson tæki þá við kennslu hans. Eg man, að Sigurður fór á kostum yfir kveðskap þeirra Bjarna og Jónasar, en liklega var maður naumast orðinn nógu fleygur i kvæðum góðskáldanna til að njóta sem skyldi hinna snjöllu fyrirlestra prófessorsins. Það var þvi ekki fyrr en eftir áramótin, þegar ég fór ásamt frærtda mínum Vilhjálmi Bjarnar frá Rauðará að vinna fyrir orða- stað Sigurðar að nýrri útgáfu Flateyjarbókar, að ég komst í verulegt samband við meistarann og um leið hinn forna sagnaheim. Hlutverk okkar Vilhjálms var að búa texta Flateyjarbókar til prentunar og síðan lesa prófarkir, og skyldum við fara í smiðju til Sigurðar með allt það, er við vær- um í vafa um. Urðu okkur þetta ógleymanlegar kennslustundir, þvi að Noregskonungasögur höfðu verið höfuðviðfangsefni Sigurðar á námsárum hans og raunar öðrum þræði alla ævi. Sigurður ritaði, sem kunnugt er, formála fyrir hverju hinna fjögurra binda Flateyjarbókar, þar sem hann gerði grein fyrir einstökum sögum og þáttum og þessari miklu sagnasyrpu í heild. Einhverjir fundu að því, að svo ungum mönnum skyldi vera falin umsjón og ábyrgð slíkrar útgáfu, en Sigurður svaraði þeim að- finnslum þegar í formála fyrsta bindis, fór Ioflegum orðum um vinnu okkar að útgáfunni og sagði síðan: „Ég hef aldrei rekizt á, að því fylgdi nema gifta að trúa ung- um efnismönnum fyrir hverju því hlutverki, sem er eðlilegt þroska- stigi þeirra. Jafnvel vér eldri mennirnir vinnum svo bezt, að vér lærum af verkinu um leið.“ Sýndi Sigurður hér sem jafnan, hve lagið honum var að rétta sér yngri mönnum og raunar hverj- um, sem hann átti samvinnu við, örvandi hönd. Enginn fór svo að finna hann, hvert sem erindið annars var, að hann kæmi ekki hressari af hans f undi. Þegar faðir minn féll frá, 71 árs að aldri, sumarið 1944, get ég sagt með vissum hætti, að Sigurður Nordal gengi mér f föður stað. Hann kvaddi mig bað sumar og mörg sumur upp frá því oftsinnis til langra gönguferða um eftir- lætisslóðir sínar, leiðina um Heið- mörk frá Elliðavatni allt til Hafnarfjarðar. Á þeirri leið er margur fagur reitur, og einn þeirra fann maður, að Sigurði var kærari og helgarí en allir aðrir, Helgadalur, undir hæðunum, þar sem Kaldá sprettur upp. Um þennan stað segir Sigurður svo í formála 2. bindis Þjóðsagnabók- arinnar, er út kom 1972: „Ég leit hann augum fyrsta sinn, þegar ég kom ríðandi ofan j úr Grindaskörðum og við áð- j um þarna á grasflötinni, sum- arið 1910, að mig minnir, en gat aldrei gleymt honum, þótt langir tímar liðu, áður en nánari kynni tókust. Oftsinnis hylltist ég seinna til þess á gönguferðum . mínum að staldra við í Helgadal, j svo lengi sem tíminn leyfði, i seinni hluta dags, þegar sól var gengin til vesturs, hamrabeltið orpið skugga, sem gerði það ótrú- lega svipþungt og mikilúðlegt, einkanlega eins og það speglaðist f tjörninni, en öll grasflötin böðuð í sólskini. Þetta var sannarlega heilagur staður, einveran full- komin, með öllum sínum unaði og hrolli, dauðaþögn, sem klæddi ^ þó „hundrað raddir", hulið líf í klettum og gróðri. Oft sat ég við j ofurlitla og nær því ósýnilega lind, sem seytlaði fram á einum stað undan norðurjaðri tjarnar- innar og nærði hana silfurtæru vatni langt ofan úr fjöllum. Á hernámsárunum kom það fyr- ir, að um grasflötina var ekið jeppum, sem ristu hjólför í svörð- inn. En þetta voru einungis svöðusár, sem greru fljótlega og skildu ekki eftir nema fáein ör. En þegar Kaldárstokkurinn var tekinn burt og vatninu í staðinn veitt til Hafnarfjarðar í pfpum neðanjarðar, opnaðist bílvegur í Helgadal og eftir honum sjálfri nútíðarmenningunni braut. Nú var farið að reisa tjöld á grasflöt- inni, hún var mörkuð af bældum og snoðnum tjaldstæðum, útötuð sfgarettuhylkjum, niðursuðudós- um og flöskum, en tómum benzfndunkum fleygt út f tjörn- ina. Síðustu skiptin, sem ég var enn nógu göngufær til þess að koma á þessar slóóir, horfði ég á umgengnina bæði sár og gramur. En goð hefna eigi alls þegar, eins og sagt er í Njálu, og valt er að treysta þvf, að allar dísir séu dauðar. Litla uppsprettulindin þvarr, tjörnin þornaði upp, en eft- ir varð Ijótt leirflag, hæfilegt til þess að taka við benzíndunkunum og öðrum táknum þess, að jörðin sé fótaskinn mannsins. Hér höfðu engar sögur farið af bannhelgi, sem naumast var heldur að vænta um svo afskekktan blett. En mér fannst, þegar horfin var tjörnin, sem hafði verið sál staðarins, sem þetta væri kveðja frá vættum Helgadals til þeirra manna, sem höfðu þakkað gestrisnina með svo lítilli háttvísi, um leið og þær hafa vonandi fundið sér öruggara at- hvarf og betra nágrenni, — a,m.k. um stundar sakir.“ Ég efast um, að nokkur maður hafi í allri þeirri miklu umræðu, er fram hefur farið að undan- förnu um náttúruvernd, mælt ein- faldari, en um leið sterkari varn- aðarorðum en Sigurður Nordal f kafla þeim, er birtur er hér að framan. Á honum eins og raunar formálum allra þriggja binda Þjóðsagnabókarihnar voru engin ellimörk. Þeir voru með sama glæsibrag og það, sem hann hafði bezt ritað snemma á ævi, þegar hann tók að hrffa landa sfna með snjöllum greinum og hugvekjum. Við, sem áttum því láni að fagna að eiga með honum góðar stundir, hvort heldur heima í stofu eða á gangi um hraun og klungur eða grónar götur og hlíð- ar f nágrenni höfuðborgarinnar, minnumst hans og þeirra stunda nú með þakklæti og söknuði. En Sigurður Nordal lifir áfram í verkum sínum, og í þeim getum við enn vitjað hans og rifjað með honum upp margt af þvf, sem við eigum fegurst og bezt í fslenzkri menningu bæði að fornu og nýju. Finnbogi Guðmundsson. Ég get ekki stillt mig um að skrifa nokkur kveðjuorð um Sig- urð Nordal látinn. Það er ekki vegna þess, að ég hafi verið honum svo nákunnug, heldur vegna hins, hversu hugstæður þessi maður varð mér frá þvf mér lánaðist að kynnast honum fyrir tæpum áratug. Og það er í þakkar- skyni, sem þessi fáu orð eru rituð. I mínum augum var Sigurður Nordal fyrst og fremst lista- maður, víðfeðmur og djúpskyggn lífskönnuður fremur en sú gerð fræðimanna, sem getur ekki hafið augu sín upp yfir þröngan sjón- deildarhring fræðigreinar sinnar. Og þótt það sé getgáta ein, er mér ekki grunlaust um, að margir hafi átt önnur erindi en fræðileg heim til hans á Baldursgötu 33, eða að fræðimennskan hafi þá með öllu gleymzt eftir að menn voru komn- ir inn i kraftsvið þessa ógleyman- lega og „inspirerandi“ persónu- leika. Einhverra hluta vegna var eins og öll vandamál fengju ósjálfráða lausn í návist þessa manns, enda þótt hann reyndi ekki að sneiða hjá átökum við þau. Þau tóku einfaldlega á sig svo geðþekkan blæ, að það var ekki annað hægt en vera vand- anum þakklátur fyrir að berja að dyrum, svo tilefni gæfist til þess að leita á fund Sigurðar Nordal. Persónuleiki hans var svo gjöf- ull og móttækilegur, að aldrei var annað að sjá eða skynja, en við- komandi gestur væri öllum öðrum mikilvægari þær stundir, sem hann átti á heimili hans, og hefur hann þó vafalaust haft ýmsu öðru þarfara að sinna en sístreymi gesta. Það var eitthvert samvaf glettni og alvöru, sem gerðu þennan mæta og merka mann svo heillandi, og minni hans var með þeim eindæmum, að manni gleymdist oft hversu marga ára- tugi hann hafði að baki. Og svo frjáls og sfung var sál hans, að öll kynslóðabil runnu út f eitt. Hann var — aó æskunni ólastaðri — yndislegasti unglingurinn, sem ég hef kynnzt. Af fundi hans gekk maður alltaf laugaður ljóðum og mannviti, glaðari og rfkari í huga og hjarta og trúaðri á gildi mann- legrartilveru. Þurfður Kvaran. í minningu Ölafar og dr. Sigurðar Nordal. Ein af kærustu minningum mínum frá unglingsárunum eru þær stundir, er ég fékk að dvelja á heimili Ölafar og Sigurðar Nordal, hvort sem aðeins var um dagstund að ræða eða nokkurra vikna dvöl. Fræðandi umræður og hjal í léttum tón ásamt góðum veitingum. Gaman var einnig þegar Ölöf og Sigurður komu á æskuheimili mitt, oft ásamt son- um sínum, þá var glatt á hjalla. Mér finnst núna, að enginn hafi getað hlegið eins dátt og hjartan- lega og frú Ólöf, það gat Sigurður einnig, og þá varð andlitið allt uppljómað, fullt af Ijúfmennsku og glettni og svo kom þessi inni- legi hlátur. Þegar önnur útgáfa kom af „Fornum ástum“ árið 1949, fékk ég að vera með á heim- ili þeirra hjóna og hjálpa til við prófarkalestur. Var það fyrir mig mikil upplifun, og hreykin var ég, er ég fékk að launum áritað ein- tak frá dr. Sigurði, er bókin kom út. Af þessu- er ég stolt og þessi bók er mikill fjársjóður í mínum augum. Eftir stúdentspróf, þá er þau dr. Sigurður og Ólöf voru sendi- herrahjón I Danmörku, dvaldi ég hjá þeim í 1 mánuði. Það var ánægjuleg dvöl og þrosk- andi, og hafði ég það eins og prinsessa. Frú 01 öf Nordal var skarpgáfuð kona og gagnmenntuð, en naut sín eigin- lega aldrei sem skyldi, sökum sjúkleika. Það var mikill skaði. Fáa hef ég heyrt lesa betur upp, hvort sem var bundið eða óbundið mál, en Ólöfu. Síðustu ár hitti ég þau hjón ekki oft, Ólöf var lang- dvölum á sjúkrahúsum og sökum anna hjá mér, sáumst við alltof sjaldan. En um þessi elskulegu hjón á ég Ijúfar endurminningar, sem enginn getur frá mér tekið, og eru mér gott veganesti. Blessuð sé minning þeirra og hjartanlegar samúðarkveðjur sendi ég sonum þeirra og fjöl- skyldum þeirra og öðrum vinum og vandamönnum. Borghildur Thors. Afmælis- og minn- ingar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN HELGA JÓNSDÓTTIR, Vesturbrún 14, andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 2 5. sept. Jarðarförin verður auglýst siðar Skarphéðinn Pálsson, Herdis Skarphéðinsdóttir, Gunnar Gunnarsson, og barnabörn. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, sem andaðist 20 þ.m. verður jarðsungin frá Frikirkjunni í Reykjavik, laugardaginn 28 sept. kl. 1 0 30 fyrir hádegi. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Salóme Mariasdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför míns hjartkæra eiginmanns, ALEXANDERSJÓHANNESSONAR fyrrv. skipstjóra. Fyrir míní hönd og annarra vandamanna, Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26. t Þakka innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mins, HANNESAR BJÖRNSSONAR, fyrrv. póstfulltrúa. Keldulandi 11. Sérstakar þakkir sendar Póstmannafélagi Islands. Fyrir mína hönd, barna okkar og systra hins látna, Jóna Björg Hafldórsdóttir. t Þökkum innilega veitta samúð við fráfall eiginmanns min, ERLINGS E. DAVÍÐSSONAR. GuSrún Gfsladóttir, börn og tengdabörn. Kristjana, Áskell Norðdahl og systkini. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarþel við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGIRIÐAR LÝÐSDÓTTUR OLSEN, Túnsbergi viS ÞormóSstaSarveg. Kristln Olsen, Ema Olsen, Jón Ólafsson, Olafía Olsen, Róbert Róbertsson, Alfreð Olsen, Halldóra Sigurðardóttir, Olaf Olsen, Lilja Enoksdóttir, Gerhard Olsen, Hulda Sæmundsdóttir, Kristinn Olsen, (ngibjörg Alexandersdóttir, og barnaböm. Lokað vegna jarðarfarar Lokað vegna jarðarfarar Sigurðar Nordals, prófessors, í dag föstudaginn 27. september kl. 1—3. Seðlabanki ís/ands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.