Morgunblaðið - 10.10.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1974
3
Sögusýningin opnuð í dag:
r r
Island - Islendingar
- ellefu alda sambúð
lands og þjóðar
KL. 5 I dag verður sýningin
Island-tsiendingar, ellefu alda
sambúð lands og þjóðar, opnuð
á Kjarvalsstöðum.
Sýningin er næstsfðasti þátt-
ur þess, sem fram fer á vegum
Þjóðhátfðarnefndar 1974, en
eftir eru sýningar á þjóðhátta-
myndum, sem nú er verið að
ljúka við. Þá er á næstunni
væntaniegt 1. bindi tslands-
sögu, sem er gefin út f tilefni
þjóðhátfðarinnar.
Einar Hákonarson hefur séð
um hönnun og uppsetningu
sýningarinnar, og kveðst hann
hafa viljað leggja sérstaka
áherzlu á viðureign fólksins I
landinu við höfuðskepnurnar.
Árið 1944 var efnt til hliðstæðr-
ar sýningar, en þá var lögð
megináherzla á frelsis- og
menningarbaráttu þjóðarinnar,
en nú þótti vel við eiga, að
dregið væri sérstaklega fram
hvemig þjóðinni hefur tekizt
að laga sig að landsháttum.
Á þessari sýningu er samfelld
þjóðarsaga ekki rakin, heldur
er brugðið upp myndum úr ein-
stökum þáttum þjóðlífsins fyrr
og nú. Reynt hefur verið að
forðast endurtekningu á ýms-
um atriðum, sem fram komu á
tveimur stórum hátíðarsýning-
um fyrr á árinu, þróunar-
sýningunni og yfirlitssýningu
um íslenzka myndlist.
Landnáminu eru gerð sérstök
skil á sýningunni, og hefur ver-
ið komið fyrir mynd af knerri,
gerðri eftir fyrirmynd frá
Hróarskeldufirði í Danmörku.
Þá er sýning á handritum
skálda og gömlum handritum,
t.d. Islendingabók. Sýnt er
líkan af sögualdarbænum og
rakin saga húsagerðarlistar f
landinu.
Þá er hér frumsýning á land-
námsteppi Vigdísar Kristjáns-
dóttur, en það var ofið eftir
fyrirmynd Jóhanns Briem, en
við anddyri Kjarvalsstaða hef-
ur verið komið fyrir stóru mál-
verki eftir Einar Hákonarson.
Málverkið nefnist „Land og
fólk“ og er gert sérstaklega f
tilefni þessarar sýningar.
Þótt hér sé fátt eitt talið af
því, sem getur að líta á þessari
yfirgripsmiklu sýningu, vekur
sérstaka athygli lítið málverk,
sem Þórhallur Vilmundarson
prófessor keypti í Kaupmanna-
höfn nýverið. Það er eftir
danskan málara, Emanuel Lar-
sen, málað 1845 á Þingvöllum.
Þetta er elzta mynd, sem til er
frá Þingvöllum, en hún er ein-
mitt máluð árið, sem Alþingi
var endurreist f Reykjavík.
Sama ár lézt Jónas Hallgríms-
son, en hann barðist manna
mest fyrir því, að Alþingi yrði á
Þingvöllum.
Litskuggamyndir verða
sýndar á tveimur stöðum á
Kjarvalsstöðum meðan sýning-
in stendur. Annars vegar sýnir
Gunnar Hennesson landslags-
myndir sínar, en hins vegar
verða sýndar myndir, sem
varða einstaka þætti sýningar-
innar.
Ásamt Einari Hákonarsyni
hafa fjórir menn unnið að
sýningunni í sumar, en mun
fleiri við sjálfa uppsetninguna
síðustu daga.
Sýningarnefnd skipa þeir
Gils Guðmundsson, Egill Sigur-
geirsson og Vilhjálmur Þ. Gísla-
son.
Sýningin island-'íslendingar
verður opin alla daga nema
mánudaga kl. 2—11, en kl.
10—12 f.h. verður hún opin
skólafólki. Einnig verður hægt
að hafa sýninguna opna á öðr-
um tímum, en þess er vænzt, að
skólafólk og aðrir hópar utan af
landi sæki sýninguna, og er
Flugfélag Islands nú að athuga
möguleika á sérstökum afslætti
í því skyni.
Jt
Málverk Einars Hákonarsonar, „Land og fólk'
sem sett hefur verið upp utanhúss.
Hvftabjörn Þingeyinga trónir á sögusýningunni, og þykir vfst ýmsum sem kominn hafi verið tími
til að þeir, sem búa sunnan heiða fengju að lfta þá sögufrægu skepnu augum.
Vetrardagskrá Sjón-
varps að ganga í garð
UM ÞESSAR mundir er vetrar-
dagskrá sjónvarpsins smám sam-
an að taka gildi og f fyrrakvöld
hófst til að mynda nýr framhalds-
myndaþáttur, brezkur að upp-
Stálu lúðu
t FYRRADAG var framinn ný-
stárlegur þjófnaður f fiskmóttöku
BÚR á Grandagarði. Bfl var lagt
við húsið, og út úr honum stigu
piltar tveir. Þeir gengu rakleitt
inn f fiskmóttökuna, gripu 30—40
kflóa lúðu, sem þar var, gengu
með hana út, settu f skottið á bfl
sfnum og óku á brott.
Þótt piltarnir hafi haft snör
handtök, gátu menn á staðnum
lagt á minnið útlit bflsins, og
fannst hann um kvöldið. Höfðu
piltarnir þá komið lúðunni fyrir í
frystikistu hjá kunningja sínum,
og var hún sótt þangað í gær og
henni komið til réttra eigenda.
Ekki lá ljóst fyrir hvort piltarnir
höfðu fengið sér í soðið um kvöld-
ið, en hver lúðubiti er dýr. Taldi
rannsóknarlögreglan að verðmæti
þessarar stórlúðu væri 5—6 þús-
und krónur.
runa, og nefnist hann Odenin-
skipafélagið. Hefur hann náð
miklum vinsældum vfða um lönd.
En af þessu tilefni hafði Morgun-
blaðið samband við Pétur Guð-
finnsson, tramkvæmdastjóra
sjónvarpsins, og spurðist fyrir um
hver væru helztu nýmæli önnur í
dagskrá sjónvarpsins f vetur.
Pétur sagði, að auk Odenin-
skipafélagsins hæfist væntanlega
15. október ítalskur framhalds-
myndaflokkur, er nefndist I
Promessi Sposi og myndi leysa
Bændurna af hólmi. Er þetta þátt-
ur í léttum dýr og byggður á
skáldsögu. Þættirnir verða alls
átta. Þá mun sjónvarpið sfðar í
haust fá nokkra skemmtiþætti
með hinni vinsælu kvikmynda-
leikkonu og söngkonu Julie
Andrews, sem Pétur kvaðst
vonast til að þætti góð tilbreyting.
Aftur á móti kvað hann Lækni á
lausum kili verða áfram á dagskrá
enn um sinn, svo og Lögreglufor-
ingjann og Kapp með forsjá.
Þá sagði Pétur, að Vaka myndi
fara aftur af stað áður en langt
um liði en hún er nú í umsjá
Gylfa Gíslasonar. Vaka verður
annan hvern laugardag en á móti
kemur innlendur skemmtiþáttur,
sem þó verður með nokkuð öðru
sniði en hingað til. Eins mun
Bessi Bjarnason verða með spurn-
inga- og sprellþátt líkt og Heyrðu
manni í fyrravetur. Þá verður
einnig sá háttur tekinn upp í vet-
ur, að biómyndir eða sjónvarps-
myndir verða á dagskrá á hverj-
um miðvikudegi, og kvaðst Pétur
ætla, að þar væri ýmislegt góð-
gæti inn á milli. Sagði hann
einnig í ráði að endursýna Sögu
Borgarættarinnar, sem upphaf-
lega var sýnd f sjónvarpinu 17.
júní í fyrra en taldi líklegt, að
hún hefði þá farið fram hjá mörg-
um. Innlend leikrit munu einnig
verða á dagskrá og auk Lénharðs
fógeta, sem mest skrif hafa orðið
um, er að vænta sýninga á Elsu,
sjónvarpsleikriti Ásu Sólveigar,
og Don Juan í uppsetningu Leik-
félags Akureyrar, sem sýndi það
leikrit á sviði nyrðra í fyrravetur
13 bátar seldu
— gott verð fékkst
I GÆR seldu 13 bátar síld f Dan-
mörku og fengu yfirleitt gott
verð. Flestir bátanna munu hafa
fengið 2—3 millj. kr. fyrir aflann.
undir Ieikstjórn Magnúsar Jóns-
sonar.
Ef vikið er að frétta- og fræðslu-
efni sjónvarpsins í vetur, þá kvað
Pétur ekki afráðið að sýna neinn
meiriháttar fræðslumyndaflokk
enn sem komið væri en nefndi að
framundan væri sænskur dýra-
lffsflokkur í 6 þáttum og brezkur
heimildaflokkur, er fjallaði um
orkuvandamál veraldar. Um inn-
lenda fræðslu- og heimildaþætti
sagði Pétur, að ákveðið væri að
halda úti mánaðarlega sérstökum
þætti um skólamál, sem unnin
yrði í samráði við sérfræðinga á
því sviði og önnur nýjung væri
mánaðarlegur þáttur utan af
landsbyggðinni, er nefndist
Heimsókn. Umsjónarmaður hans
er Ómar Ragnarsson, sem auk
þess mun sjá sér og aðstoðar-
mönnum sínum fyrir flugfari út á
land. Eru Ómar og félagar raunar
að fara í fyrstu heimsóknina og
ferðinni er heitið f Vopnafjörð og
á Langanes. Maður er nefndur
verður einnig á dagskrá mánaðar-
lega en sú breyting er orðin á
þeim þætti, að viðtalendur eru
sóttir heim en ekki stillt upp í
stúdíói í skæru Ijósi fyrir framan
ógnvekjand myndavélar.Breyt-
ing verður einnig á fþróttafrétta
mennsku sjónvarpsins á þann
veg, að í vetur verður fþróttum
gerð skil inn f miðri dagskrá á
mánudögum og þar rakið allt hið
fréttnæmasta en enska knatt-
spyrnan og meiriháttar íþróttalýs-
ingar verða eftir sem áður á laug-
ardögum. Loks gat Pétur þess, að
nú væri verið að ganga frá þætti
um Hallgrím Pétursson, sem Jök-
ull Jakobsson hefur samið og leik-
stýrir, og kvaðst Pétur vonast til,
að hægt yrði að sýna hann 27.
október nk.
Ekið á bíl
HINN 3. okt. sl. var ekið á bifreið-
ina R-33108, þar sem hún stóð á
bílastæði við Norræna húsið.
Gerðist þetta á tfmabilinu 20.30
til 23.30. Bifreiðin er af gerðinni
Chevrolet Impala, árgerð 1968,
svört að lit. Vinstri afturhurð var
dælduð. Þeir, sem geta gefið
upplýsingar um þetta mál, eru
beðnir að snúa sér til umferðar-
deildar lögreglunnar, síma 21100.
Leiðrétting
í VIÐTALI við Björn Þorláksson
í Mbl. f gær um för hans til
Portúgal var rangt farið með nafn
þess héraðs, sem Björn dvaldist í.
Héraðið heitir Algarve og liggur
meðfram strandlengjunni frá
landamærunum við Spán og að St.
Vincent-höfða. Er Björn beðinn
velvirðingar á þessu ranghermi.
Ekið á bíl
HINN 6. ágúst s.l. var ekið á bif-
reiðina R 31906, þar sem hún stóð
á bílastæði við Vesturberg
118—122. Gerðist þetta seint að
kvöldi þess 6. ágúst eða nóttina.
Bifreiðin, sem er Vokswagen
1972, dældaðist neðan glugga og
hurðarstafur gekk inn. Þeir, sem
upplýsingar geta gefið um þetta
mál, eru beðnir að snúa sér til
umferðardeildar lögreglunnar, í
síma 21100.