Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKT0BER 1974 3 „...af forlögum og atkvæði rammra hluta” t GÆR var sögusýningin ts- land-tslendingar, ellefu ára sambúð lands og þjóðar, opnuð að Kjarvalsstöðum við hátfð- lega athöfn að viðstöddum for- seta tslands, forsætisráðherra, auk f jölda annarra gesta. Sýningin er, eins og áður hef- ur komið fram í fréttum, á veg- um þjóðhátíðarnefndar 1974. Við opnunarathöfnina í gær flutti Gils Guðmundsson, for- maður sýningarnefndar, ræðu, Ljóðakórinn söng undir stjórn Garðars Cortes, en síðan opnaði forseti Islands sýninguna. Hér fer á eftir ræða Gils Guð- mundssonar, formanns sýning- arnefndar: Herra forseti tslands, virðulega forsetafrú, aðrir ágætir gestir. Svo segir í Vatnsdælasögu, að skömmu eftir bardagann í Haf- ursfirði hafi Ingjaldur fóstri Ingimundar gamla, efnt seið, til þess að menn „leituðu eftir for- lögum sínum.“ Finna ein fjöl- kunnug spáði Ingimundi: „Þú munt byggja land er ísland heitir. Þar muntu gerast virð- ingamaður og verða gamall. Þínir ættmenn munu og margir verða ágætir i því landi.“ Ingi- mundur svarar: „Eigi verð ég þá góður kaupmaður, ef ég sel áttjarðir mínar margar og góð- ar, en fara í eyðibyggðir þar.“ Ingimundur gamli hélt síðar til tslands, eins og Finnan spáði, „meir af forlögum og atkvæði rammra hluta en fýsi.“ En þeg- ar Ingimundur og lið hans hélt upp i Vatnsdalinn, sáu þeir þar „góða landkosti að grösum og skógum. Var fagurt um að lit- ast. Lyfti þá mjög brúnum manna." * ^essi skáldlega frásögn sem að ýfsu er á bók sett nokkrum öldum -eftir landnám, kemur mér einatt í hug, þegar umræða verður um land það, sem for- feður okkar námu í öndverðu og helguðu sér og niðjum sín- um. Er ekki fjarri mér að trúa því, að sá kynstofn, sem hér hefur baslað og bardúsað í ell- efu aldir, eigi sér athvarf á þessum norðlægu slóðum „af forlögum og atkvæði rammra hluta.“ Sýningsúsem herertil stofn- aið af hálfu þjo'ðhátíðarnefndar 1974 í tilefni ellefu aldra byggðar í þessu landi, á að bregða upp svipmyndum af Is- landi og íslendingum að fornu og nýju, samskiptum og sam- búð lands og lýðs. Sýningin á að veita nokkra vitneskju um það, hvernig þjóðin hefur komið sér við í landi sínu, allt frá tímum landnáms og á söguöld; hvernig Eftir opnunarathöfnina skoðuðu gestir sýninguna, og er Gils Guðmundsson hérað vfsa forsetahjón- unum, forsætisráðherrahjönunum og öðrum um sýningarsalina. in á einnig og ekki siður, að minna á landið sjálft, eiginleika þess og sérkenni, landið þar sem forfeður okkar settust að við þær kynslóðir, aldar og óbornar, sem landið eiga að erfa. Þess er ekki að vænta, góðir menningu, sem hér hefur þró- ast — arfinum dýra, sem ný kynslóð tekur senn við til varð- veislu og ávöxtunar. Með þetta í gestir, að hér á veggjum sýning- arhúss blasi við samfelld þjóð- arsaga. Slíkt væri ókleift. Hér er brugðið upp einstökum völd- um svipmyndum og leitast við að gera það með líflegum og aðgengilegum hætti. Víða er fagurt í öðrum lönd- um og margt andlegra verð- mæta er þangað að sækja. Of- metnaður af eigin gæðum eða ágæti er fánýtur og varasamur. En það hygg ég hverjum manni nauðsyn, að læra að meta land sitt, þjóðerni og þjóðmenningu — og ekki aðeins meta, heldur una af heilum hug og falslausu hjarta. Sú er einlæg von okkar, sem að þessari sýningu stönd- um, að hún geti gegnt þvi hlut- verki að glæða skilning á sér- kennum lands og þjóðar. Mest þætti okkur þó um það vert, ef sýningin mætti stuðla að þvi að rótfesta í brjostum ungra Is- lendinga ást á hvorutveggja, landinu sjálfu og þeirri þjóð- huga hefur verið ákveðið að gefa skólafólki, sem hingað kemur i fylgd með kennurum sínum, kost á að skoða sýning- una á sérstökum tímum endur- gjaldslaust. — Þá er i ráði, að hér á sýningunni verði efnt til ýmissar tilbreytni, og er þar fyrst að nefna röð fyrirlestra úr sögu lands og lýðs, um tuttugu talsins. Má raunar vænta þess, að fyrirlestrarnir verði snar þáttur sýningarinnar og fylli í ýmsar eyður, sem á veggjunum má finna. Þá verður og lesið hér úr verkum skálda og rithöf- unda, sungin þjóðlög og önnur íslensk lög, litskuggamyndir sýndar. Er nánar frá þessu öllu greint í sýningarskrá. Ég vil fyrir hönd sýningar- nefndar þakka öllum, sem lagt hafa hönd á plóginn og að þvi unnið að sýning þessi er orðin að veruleika. Verið öll hjartanlega velkom- in.“ hún þraukaði síðan langar tíðir áþjánar og nauða; hvernig hún lifir þar nú, þrem tugum ára eftir stofnun lýðveldis. Sýning- fyrir ellefu öldum, landið sem hefur fóstrað þjóðina síðan. Væri þá vel, ef sýningin reynd- ist fær um að minna á skyldur Ftanski sendiherrann, kfnverski sendiherrann ásamt starfsmanni sfnum og Alfreð Guðmundsson skoða hér þrfvfddarmynd af Al- mannagjá. Frá opnun sögusýningarinnar í gær Sinfóníuhljómleikar: Brahms, Barber, Britten og Beethoven AÐRIR tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar tslands á nýbyrjuðu starfsári verða haldnir I Háskóla- bfói fimmtudaginn 17. október klukkan 20.30. Stjórnandi verður Samuel Jones frá Bandarfkjun- um, en einleikari Michael Roll frá Bretlandi. A efnisskrá er Harmforleikur eftir Brahms, Adagio fyrir strengi eftir Barber, Sjávarmyndir eftir Britten og píanókonsert nr. 5 eftir Beethoven. I fréttatilkynningu frá Sin- fónfuhljómsveitinni segir að Samuel Jones hafi á undanförn- um árum vakið mikla athygli fyr- ir afburða hljómsveitarstjórn beggja vegna Atlantshafsins. Dr. Samuel Jones er einnig afkasta- mikið tónskáld og hefur m.a. sam- ið sinfónfu og önnur hljómsveitar- verk, kammertónverk og kórverk. Einleikarinn Michael Roll fæddist í Englandi, en er af aust- urrísku foreldri. Aðeins 12 ára lék hann píanókonsert Schumanns í Royal Festival Hall undir stjórn Sir Malcolm Sargents. Hann hefur leikið í flestum löndum heims með víð- frægum hljómsveitarstjórum. Michael Roll. Vilja bætta símaþjónustu ANNAÐ landsþing slökkviliðs- manna var haldið dagana 5. og 6. október sl. að Höfn I Hornafirði. Þingið hófst með þvf, að oddviti Hafnarhrepps ávarpaði þingið og bauð þingfulltrúa velkomna, en komnir voru um 60 fulltrúar frá 34 félögum slökkviliðsmanna á landinu. A þinginu voru kynntar nýjung- ar í björgunar- og slökkvitækni, auk þess sem erindi voru haldin um þessi mál. Þá voru samþykkt- ar nokkrar áþ'ktanir og faratvær þeirra hér á eftir.: „Þing L.S.S. haldið á Höfn i Hornafirði vill fara þess á leit við Landsíma Islands, að stórbætt verði símaþjónusta úti á landi, þannig að tafarlaust sé hægt að ná til slökkviliða eða annarra björg- unarsveita i neyðartilfellum." Hin ályktunin er á þessa leið.: „Þing L.S.S. haldið að Höfn Hornafirði dagana 5. og 6. október 1974 skorar á ríkisstjdrnina að fella nú þegar niður alla tolla og aðflutningsgjöld af slökkvitækj- um og öðrum björgunartækjum til eflingar öryggi landsmanna." Harold G. Rich, flotaforingi. Varðberg og SVS: RICH FLOTAFORINGIÁFUNDI A MORGUN hefst vetrarstarf Varðbergs og Samtaka um vest- ræna samvinnu, en þá efna félög- in til sameiginlegs fundar fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Verð- ur fundurinn haldinn f Þjóðleik- húskjallaranum I hádeginu, og verður húsið opnað kl. 12. Gestur fundarins og ræðumað- ur er Harold G. Rich flotaforingi varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli. Harold G. Rich er frá Maine-riki í Bandaríkjunum. Hann lauk há- skólaprófi í stærðfræði, félags- fræði og alþjóðamálum, en einnig herskólanámi og hefur hann gegnt margvíslegum störfum í flotanum, aðallega flugsveitum hans. Áður en flotaforinginn kom til Islands nú á síðastliðnu vori, gegndi hann starfi „Commander Fleet Air Bermunda" og „Comm- ander Patrol Wings, U.S. Atlantic Fleet“. A sinum tima hlaut hann heið- ursmerki fyrir framgöngu sína á dögum loftbrúarinnar til Berlín- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.