Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 205. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÖBER 1974
ERÍSLENZKA
Á UNDANHALDIíSKÓLUM ?
Helgi rökstyður þetta álit sitt
ftarlega í greininni og leiðir hug-
ann að því hvort augljóst hnign-
um móðurmálsins verði rakin að
öðrum þræði til skólanna, sem nú
hafi að miklu leyti tekið við því
forna hlutverki heimilanna að
skila þjóðtungunní frá eínni kyn-
slóð til annarrar. Hann telur is-
lenzkt mál gróflega vanrækt í
skólakerfinu, þar sem tíminn sem
þvi sé ætlaður sé alltof naumur
en á sama tima komi i staðinn
allsendis ótimabær tungumála-
kennsla. Helgi viðurkennir að Is-
lendingum sé nauðsyn að nema
erlend mál í samræmi við þarfir
sinar og þroska en „tungumála-
dekur skólanna keyrir úr öllu
hófi", segir hann. í skólunum sé
sjálft móðurmálið hrakið á
undanhald fyrir því erlenda stór-
máli, sem með mestu offorsi ryðj-
ist inn i islenzka málhelgi um
þessar mundir og gagnrýnir Helgi
harðlega að ekki sé kennt að tala
íslenzku í skólunum. Allt annað
sé upp á teningnum þegar erlend
mál eigi i hlut, því að þá sé fylgzt
sem nákvæmlegast öllum reglum
um réttan framburð. Helgi kallar
til vitnis kennara, sem stundum
hafi hent að þvi gaman, að auð-
veldara sé að skilja nemendurna,
þegar þeir tali ensku en þegar
þeir beri sér í munn eitthvað sem
þeir kalli íslenzku.
Helgi segir þó, að út yfir taki er
komi að því að nemendur skuli
gera sig skiljanlega á rituðu máli.
„Og við hverju er að búast, þegar
höfð er f huga sú tungumálasí-
bylja, sem dynur linnulaust í
hverjum skóla, og sá heilaþvottur
sem þar er viðhafður. í upphafi
kennslustundar kemur kennarinn
steðjandi á nemendur sina og býð-
ur þessum ungu Islendingum góð-
ar dag á máli kúreka og bannar
þeim síðan að Ijúka sundur vðr-
um á annarri tungu í sinni viður-
vist. Svo gersamlega er móður-
málið bannfært, að þessir vesling-
ar mega ekki einu sinni nota orða-
bækur með íslenzkum orðaskýr-
ingum, heldur er þeim gert að
þvæla tugguna fram og 'aftur á
sömu útlenzkunni. Með þessari
óhæf u er verið að neyða krakka-
greyin til að hugsa, nauðug viljug,
á útlenzku um sem flest efni, reka
út úr kollinum á þeim hverja ís-
lenzka þankaglóru, sem þar kynni
að pukrast, berja niður alla ís-
lenzka málgetu um leið og hún
reynir að klöngrast á fjóra fæt-
ur."
1 greinarlok segir Helgi, að ís-
lenzk tunga hafi staðið af sér svo
hörð él, „að oss hættir til að ætlast
til, að henni sé óhætt i öllum
veðrum. En ef skólarnir bregðast
þeirri skyldu, sem þeir hafa tekið
við af heimilunum, hversu lengi
mun hún þá standast þann gjörn-
ingabyl, sem nú rfður húsum?"
Eins og lesa má fá íslenzkir
skólar hér þunga ádrepu, og þess
vegna þótti Morgunblaðinu
ástæða til að leita til nokkurra
skólamanna, manna sem hafa
með höndum íslenzkukennslu í
skólunum eða bera að einhverju
leyti ábyrgð á kennslutilhögun
innan skólanna og spurði þá álits
á málakennslu í íslenzkum skól-
um með tilliti til greinar Helga.
Sýnist sitt hverjum um réttmæti
gagnrýni Helga Hálfdanarsonar,
en svör þeirra fara hér á eftir:
Koma þarf á fót leið-
beiningarstofnun um
íslenzkt mál
Halldór Halldórsson prófessor
svaraði spurningunni þannig:
Morgunblaðið leitar
álits skólamanna á
grein Helga Hálfdanar-
sonar - Mál og skóli
ÍSLENZKRI tungu er hætta búin. Sú hætta er einkanlega af
tvennum toga, annars vegar gífurlegur og lævís átroðningur
voldugrar granntungu, sem nauðsynlegt er að eiga mikil og
vaxandi samskipti við en hins vegar tómlæti þeirra sem vaka áttu á
verðinum. Eða svo telur Helgi Hálfdanarson í skeleggri grein, er
hann ritaði í Morgunblaðið sl. sunnudag og nefndi Mál og skóli.
Morgunblaðið hefir beðið mig
að segja örfá orð um fsl'enzka mál-
vöndun. Tilefnið er grein Helga
Hálfdanarsonar, Mál ogskóii, sem
birtist i Morgunblaðinu 13.
október. Mér er ljúft að verða við
þessari beiðni.
Orsökin til þess, að málið og
vöndun þess er f minni hávegum
nú en t.d. fyrir hálfri öld eða svo,
er umfram allt félagsleg. Menn-
ing þjóðarinnar hefir breytzt úr
sveitamenningu f þéttbýlismenn-
ingu. Aður skipti ekki ein-
vörðungu máli, hvað var sagt,
heldur einnig hvernig það var
sagt, þvi að sveitamenningin lagði
Kristján J. Gunnarsson
aðallega rækt við orðsins list. I
þéttbýlismenningunni er þessi
list i minni metum, aðalatriðað er,
hvað er sagt.
Við verðum að gera okkur grein
fyrir, að heimilin eiga minni þátt
en áður í mállegu uppeldi barna.
Því verða aðrir aðiljar að koma til
og þá einkum skólarnir. Ég hefi
enga löngun til að álasa skólun-
um, enda eiga þeir við ramman
reip að draga. Ljóst er þó, að auka
þarf kennslu í málnotkun, ekki
aðeins skriflegri, heldur einnig í
notkun talmáls. Á ég hér við
framburð, setningagerð, beyging-
ar, rétta nokun merkinga og orða-
sambanda o.s.frv.
Hver kennari þarf að gera sér
ljóst, að móðurmálskennslan er
ekki aðeins í höndum íslenzku-
kennarans, heldur í höndum sér-
hvers kennara. Þannig er starf
efnafræðikennara ekki aðeins að
kenna efnafræði, heldur einnig
að kenna nemendum sínum að
hugsa og tala á fslenzku um efna-
fræði.
Koma þarf á fót leiðbeiningar-
stofnun um fslenzkt mál. Sú var
hugsun min, þegar ég lagði til við
menntamálaráðherra, að stofnuð
yrði fslenzk málnef nd. Ég ætlaðist
til, að sú stofnun þróaðist og
færði út kvfarnar, yrði lifandi
þáttur i íslenzkri málþróun. Þetta
hefir ekkí gerzt, en á því verður
að verða breyting.
Okkur er nauðsynleg stofnun,
sem þeir geta sótt styrk sinn til,
sem vilja vanda mál sitt. Þessi
stofnun á ekki einungis að leið-
beina um myndun nýyrða, heldur
einnig að gefa út fræðslurit og
bæklinga um rétta notkun máls-
ins fyrir almenning. Hún ætti að
hafa samband við fjölmiðla og
jafnvel eftirlit með þeim, sem
reknir eru af rfki.
Hér duga engin vettlingatök.
Skólarnir — allt frá barnaskólum
til háskóla — verða að leggja sig f
líma við fslenzkukennsluna, og
siðan á öflug stofnun, sem vaxið
gæti upp af íslenzkri málnefnd,
að taka við og halda við verki
skólanna og bæta það.
En þótt allt sé gert, sem auðið
er, til þess að efla íslenzka mál-
rækt, er rétt að gera sér ljóst, að
málsóðum verður aldrei útrýmt.
Því veldur hæfileikaskortur
þeirra og skortur á áhuga. En
draga má úr áhrifum þeirra til
muna.
Einangrunar-
stefna óraunhæf
Baldur Ragnarsson, námsstjóri
f fslenzku svaraði:
I tuttugu ára gamalli ritgerð,
„Samræming       framburðar"
(Skírnir 1955), ræðir Halldór
Halldórsson prófessor m.a. um
það hve litill munur sé á islensku
máli eftir landshlutum og stéttum
og telur hann það eitt helsta
aðalsmark hennar. Mál islenskra
heimila er að hans mati eðlilegt
mál þegnanna sem heildar og
jafnframt mál skólanna:
„Vér þurfum ekki að læra aðra
islensku i skólunum en þá sem
vér lærum á heimilunum." Slikt
var þá mat hins glöggskyggna
málvisindamanns sem flestum
ötular hef ur rætt og ritað um ís-
lenskt mál og málvöndun undan-
farna þrjá áratugi. Getur það ver-
ið að nú sé svo komið tveimur
áratugum síðar að í málfarslegum
efnum stefni allt norður og niður
hjá íslenskri þjóð eins og Helgi
Háifdánarson kemst að orði í
grein sinni?
Áhugi Helga og umhyggja fyrir
velferð íslenskrar tungu eru al-
kunn og fullyrðingar hans um
„hnignun" málsins eru tæpi-
tungulausar. Tilfinningalegar
fullyrðingar um málfarslegt
ástand heillar þjóðir getur þó ver-
ið erfitt að sanna enda gerir Helgi
enga tilraun til þess. 1 afdráttar-
lausum staðhæfingum hans um
þetta efni er þó að líkindum að
finna sannleikskorn. Til að
mynda má ætla að orðaforði ungs
fólks sé ekki eins mikill og æski-
legt væri. Á það ber þó að líta að
mörg orð tengd úreltum atvinnu-
háttum og lífsháttum hafa horfið
úr mæltu máli undanfarna örfáa
áratugi og vart við þvi að búast að
Guðni Guðmundsson
ungu fólki séu slík orð kunn og
töm. Einnig má vera að almenn
málnotkun barna og unglinga nú
sé ekki á eins háu stigi og skyidi.
Hér er þó minnst við skólana að
sakast eins og Helgi virðist telja
heldur hafa hér mestu ráðið
breyttir samvistarhættir f þjóð-
félaginu: börn umgangast fullorð-
ið fólk á heimilunum minna en
áður tfðkaðist og njóta þar af Ieið-
andi minni mállegrar leiðsagnar
sem til þroska horfir. Enn má
nefna að lestrarefni barna á al-
mennum markaði er að mjög
verulegu leyti þýddar bækur á
fábreyttu og stundum lítt
vönduðu máli ogþví ekki fallið til
að auka málþroska.
Helgi segir að skólarnir hafi nú
að miklu leyti tekið við þvi forna
hlutverki heimilanna að skila
þjóðtungunni frá einni kynslóð
til annarrar. Þetta tel ég ofmælt.
Skólarnir geta aldrei komið i stað
heimilanna að þvi er varðar mál-
legt uppeldi og mótun einstakl-
inga. Skólarnir eru f eðlí sínu
fjöldastofnanir sem aldrei munu
geta sinnt slíku hlutverki með
sama árangri og heimilin. Að því
er þó stefnt að vinna hér betur til
þarfa en gert hefur verið, m.a.
með auknum kröfum um talþjálf-
un, með nýjum og fjölbreyttari
lestrarbókum sem nú eru á döf-
inni* með samningu íslenskrar
orðabókar handa grunnskólum
o.fl. Er þess að vænta að móður-
málskennslan geti þannig smám
saman orðið virkari til málþrosk-
unar nemenda en verið hefur.
Ég tel fráleita þá skoðun Helga
að kennsla erlendra tungumála í
skólunum sé nú einn helsti ógn-
valdur islenskunnar. Margsannað
er að börn geta lært samtímis tvö
eða fleiri mál án þess að slíkt
dragi úr hæfni þeirra í hverju
einstöku eða að þau rugli saman
málum. Aðstaða okkar íslendinga
krefst þess að við lærum erlend
tungumál I rikum mæli, ein-
angrunarstefna I því efni er
óraunhæf í heimi nútimans. Auk-
in áhersla á talhæfni f erlendum
málum er bæði i samræmi við
rannsóknarniðurstöður um bætta
málakennslu og þarfir nútíma-
fólks. Comenius kemst einhvers
staðar svo að orði að manngildi
margfaldist I þeim mæli sem
menn hafi fleiri tungumál á valdi
sínu. Að baki þeirrar hugmyndar
felst að með tungumálakunnáttu
gefist mönnum færi á að kynnast
öðrum þjóðum og menningu
þeirra og að slík reynsla efli
manngildið. Ósanngjarnt er að
nota orð eins og tungumáladek-
ur" um aukna viðleitni skólanna
til að gera nemendur hæfa til
slíkrar reynslu.
Þjððernisþemba
ljúflinga
Guðni Guðmundsson, rektor
Menntaskólans í Reykjavík sagði:
Mér er nokkur vandi á höndum
að segja álit mit á grein Helga
Hálfdanarsonar um mál og skóla,
því að ég er sammála honum um
margt, en hins vegar strýkur
hann mér öfugt með mörgu í rök-
semdum sínum. Mér hefur alltaf
fundizt einkennilegt, hve mildum
mönnum og dagfarsprúðum, sem
ekki mundu gera ketti mein dags-
daglega, hættir oft til að verða
óþarflega viðskotaillir á prenti.
Inntak ræðu Helga virðist mér
vera það, að Islenzkir unglingar
séu orðnir eða að verða ómælandi
á íslenzka tungu. Orsök þessa tel-
ur hann vera, að of mikil áherzla
sé lögð á kennslu í ensku
(kúrekamáli      eins      og
Shakespeares-þýðandi orðar það),
timafjöldi i Islenzku i skólakerf-
inu sé of litill og áhugi kennara á
að innræta nemendum fagurt
tungutak sé ekki til.
Ef við litum á áhuga og getu
kennara til að innræta nemend-
um rétta meðferð tungunnar, þá
vil ég mótmæla þvi, að kennarar
geri slíkt ekki. Kennarar tala ekki
verra mál en talað er almennt í
þjóðfélaginu, og þó oftast betra,
og ef hægt er að hafa áhrif á
málfar manna með fordæmum, þá
er það gert í skólunum. En Helgi
má ekki gleyma því, að nemendur
eru ekki nema i hæsta lagi sex
tíma í skóla á dag, og hann ætti að
hugleiða, hvað gerist utan skóla-
timans. Er talað við börn og ungl-
inga á heimilunum? Er fylgst með
því, hvað þau lesa, og eru þau
leiðrétt þar, ef ambögum skýtur
upp? Börn og unglingar eru
lengri tima af sólarhringnum
heima hjá sér en I skóla.
Varðandi timafjöldann I ís-
lenzku, þá býst ég við, að efna-
fræðikennarinn Helgi Hálfdanar-
son gæti vel notað fleiri tima i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48