Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1974 31 systrunum Dagnýju og Elísabetu, börnum hennar og eiginmanni. Hér hefur verið stiklað á lífs- ferli konu, sem lifði sínu hljóðláta lifi, en hafði þó talsverð umsvif. Hún var aldrei auðug af veraldar- auði, en þeim mun ríkari af manngæsku og rausn og var mest i mun að gefa öðrum og gleðja. Síðustu árin, er heilsan fór fyrir alvöru að bila, var það hennar mikla og alvarlega áhyggjuefni að geta ekki glatt og sent gjafir til allra hinna mörgu bama í stórri fjölskyldu. Er mikill ættbogi frá þeim Sigríði og Júliusi, en afkom- endur Dagnýjar eru nú tólf. Mér, sem rita þessi kveðjuorð, eru minnisstæðir jólapakkar frá Döggu frænku, sem var sérstakt nafn i hugarheimi bernsku minnar. A fyrstu ferðum hingað til Rvíkur var þar alltaf húsa- skjól. A skólaárum mínum hér i borg var ég og bestu vinir mínir og bekkjarbræður á heimili Dagnýjar í fæði og húsnæði, og er margs að minnast frá þessum ár- um. Dagný hafði þá vegna fóta- veiki dregið saman matsöluna, en við matborðið í Bjarkargötu vorum við fjögur ungmenni. Þar var oft glatt á hjalla; Amma-Sigga — en svo kölluðu allir heimilis- vinir og ættingjar Sigríði, ömmu- systur mina — gerði að gamni sínu við kaffikönnuna og kartöflurnar, sem hún flysjaði alla jafna, en okkur unglingunum var Dagný alltaf jafn hlý og góð. Mér var hún sem besta móðir. Hún var einkar gestrisin og hafði yndi af að taka á móti gestum enda var gestkvæmt á heimilinu. Fylgdi mörgum gestanna hress- andi andblær I námsbókalestri okkar herbergisfélaga. Sérstakt snið var yfir heimilinu á kvöldum lönguföstu. Amma-Sigga kunni visur um allt eins og krakkarnir sögðu, og við lestur Passíusálma fór hún alltaf með sálmana upp- hátt ásamt lesara, og komum við félagarnir þá iðulega yfir í stof- una og hlýddum á lesturinn með mæðgunum. Dagný var bókhneigð og las, þegar tími gafst til, frá dagsins önn. Hún var trúuð kona og trúði á framhald þessa lífs. Að kvöldi hins 1. desember s.I. andaðist hún að Heilsuverndarstöðinni hér í bæ eftir langa og erfiða sjúk- dómslegu þar, og áður á Borgar- sjúkrahúsinu. A landi ódáinsakra bíður hennar fjölmennt lið vina og ættingja, en hjá þeim var oft hug- urinn síðasta árið. Handtak hennar var sem lund hennar þétt og styrkt, en þó óvenju hlýtt og mjúkt. Kvödd er góð og hjartahrein kona. Ég þakka henni allar þær góðu minningar, sem hún gaf mér. Ég veit að undir það getur margur tekið við andlát Dagnýjar Júlíus- dóttur. Hún var vinamörg og gaf hverjum manni, sem kynntist henni, góðar og kærar minningar, enda lifði hún alla tið í anda þeirra orða frelsarans, að sælla sé að gefa en þiggja. „Vertu nú sæl, þótt sjónum mínum falin sértu, ég alla daga minnist þin“. Guðjón Armann Eyjólfsson Mönnum verður yfirleitt ekki hugsað til þess daglega, hversu mjög lífshlaup þeirra ræðst af til- viljunum. Slíkar hugsanir vekjast upp með mér nú, þegar hin góða vinkona min og fjölskyldu minnar, Dagný Júlíusdóttir, hefur kvatt þennan heim, áttræð að aldri. En það var fyrir rúmum tuttugu árum, að mig bar að hennar garði — nánast fyrir til- viljun. Dagný hafði fyrr á árum aflað sér lífstekna með rekstri matsölu, og mun hún hafa haft tugi kost- gangara, þegar flest var. En þegar hér var komið sögu, var kost- gangara hópurinn ekki stærri en irieðalfjölskylda, enda húsnæði af skornum skammti, þar sem hún bjó með aldraðri móður sinni að Bjarkargötu 12. Ég stundaði um þessar mundir menntaskólanám hér sem utanbæjarpiltur og hagaði þannig til, að ég varð oft samferða einum bekkjarbræðra minna úr skól- anum. Sá var frændi Dagnýjar og hafði hjá henni fæði og húsnæði. Kom ég stundum við hjá honum i Bjarkargötunni, og varð það til þess, að ég slóst i hóp kostgang- aranna. Borðuðum við þar báðir tvo síðustu veturna í menntaskól- anum og bjuggum þar raunar lika hinn síðari. Ekki voru þar þá aðrir í fæði en við og tvær stúlkur, komnar af öðru lands- horni. Er nú margs að minnast frá þessum árum, enda oft glatt á hjalla við borðið í Bjarkargöt- unni. Drýgastan þátt í þvi átti húsfreyjan sjálf. Var hún ekki einasta matselja svo sem best varð á kosið, heldur kunni hún og einkar vel að umgangast ungt fólk. Yfir allri hennar framgöngu var einstæð reisn og þokki og frásagnargleðin létt og leikandi. Hún var raunar búin flestum þeim kostum, ' sem góða konu mega prýða. Þessa fengum við ekki aðeins að njóta unga fólkið á þeirri tíð, heldur hef ég, kona mín og börn allar götur siðan orðið aðnjótandi órofa tryggðar Dag- nýjar, og hefur enginn óvanda- bundinn staðið okkur nær en hún. Ekkert mun hafa verið Dagnýju fjær skapi en að kvarta um sinn hag, og ávallt leit svo út sem nóg Minning: „Mfnir vinir fara f jöld feigðin þessa heimtar köld“. ÞANNIG kvað Bólu-Hjálmar á efri árum. Og þannig mun margur hugsa og finna til, þegar vinirnir hverfa, aldurinn hækkar og lokin nálgast. Einn mesti ókosturinn við ellina er ef til vill sá, hversu oft hún þarf að sjá á bak þeim, s-jm henni eru kærir. Það gerist svo oft, að við, sem aldraðir erum, stöndum eftir á veginum sárir og saknandi vegna fráfalls góðra vina. Hin sigildu orð BóluHjálm- ars komu mér því í hug, er ég heyrði lát vinar míns Jóns Sig- tryggssonar, fyrrum fangavarðar og dómvarðar hér i Reykjavik. En hann lést í Borgarspitalanum 3. þ.m., eftir fremur skamma en þunga vanheilsu, og verður jarð- sunginn á morgun frá Fossvogs- kirkju. Þessa einkavinar míns er mér bæði ljúft og skylt að minn- ast með nokkrum orðum. Jón Sigtryggsson var fæddur að Syðri-Brekkum í Blönduhlíð í Skagafirói 8. mars 1893 og kvaddi því þennan heim tæplega 82 ára gamall. Foreldrar hans voru hjón- in Sigtryggur Jónatansson og Sigurlaug Jóhannesdóttir, síðar lengi búandi að Framnesi i sömu sveit. Bæði voru þau hjón kjarna- kvistir af sterkum stofni sprottn- ir, hann sonarsonur Jóns prests og skálds að Bægisá, hún af hinni þekktu Svaðastaðaætt i Skaga- firði. Vel stóðu því ættir að Jóni báðum megin frá, og bar lif hans allt því glöggt vitni. 1 umsvifa- miklum foreldragarði og einn í hópi margra mannvænna systkina lærði hann ungur að beita hug og hönd við margvísleg, aðkallandi verkefni. Lagðist þá þegar orð á verklagni hans, karlmennsku og afkastagetu til starfa. En snemma hneigðist hugur hans til fróðleiks og mennta. Vorið 1913 lauk hann búfræðiprófi við bændaskólann að Hólum í Hjaltadal. Því næst gerðist hann bóndi á föðurleifð sinni Framnesi og bjó þar árin 1913—1920. Jafnframt var hann barnakennari í Akrahreppi 1915—1917. Þá hleypti hann að fullu heimdraganum og hvarf utan til frekara náms. Nam hann við lýðháskólann i Askov í Dan- mörku veturna 1921—1923. Heim- kominn sat hann i eldri deild Samvinnuskólans í Reykjavík 1923—1924. Eftir nám við 3 skóla, utanlands og innan, kom hann því sem gagnmenntaður maður út i lífið og starfið. Hófst hann fyrst handa sem bústjóri að Hjarðar- holti í Dölum 1924—1925. Þá hvarf hann aftur norður til átt- haganna og var m.a. forstöðu- maður og kennari við unglinga- skóla á Hofsósi 1925—1926. Litlu væri í búi. Ég hygg þó, að hún hafi ætíð haft lítil efni, a.m.k. hlutu tekjur að vera litlar nú síð- ustu áratugina. Annað kom líka til, að hún safnaði ekki gulli. Hún var gædd einstakri gjafmildi, og var áreiðanlegt, að það sem henni áskotnaðist fram yfir brýnustu þarfir, gaf hún jafnóðum. Og aldrei var hún glaðari en þegar hún hafði gefið sem mest. Þetta fengum við vinir hennar best að reyna, ekki síst börnin. Aldrei bar hana svo að garði, að hún hefði ekki með sér gjafir handa börn- unum, sem hún miðlaði þeim með glaðværð og glettinni frásögn af einhverju þvi, sem á dagana hafði drifið. Það var þvi ævinlega dá- lítil hátíð, þegar Dagný kom i heimsókn. Að því munu börnin búa allan sinn aldur og trúlega meta þeim mun meira sem lengra líður á ævina. Þar sem Dagný var, fóru saman bæði gáfur og fríðleiki sem hún hefur hvort tveggja hlotið í vöggugjöf, en auk þess mikil fágun og kurteisi. Raunar þarf ekki að leita þess sérstakra skýr- inga, að slikt fari saman, en ég síóar eða i byrjun kreppuáranna urðu svo ný þáttaskil I lífi hans, sem leiddu hann hingað suður. Frá 1. júli 1929 var hann skipaður fangavörður við fangahúsið í Reykjavik. Hélt hann þvi starfi óslitið til 31. des. 1947. Þá gerðist hann dóm- og skjalavörður i Hæstarétti og stundaði það starf til 1. júlí 1959, er hann sagði þvi lausu. Hafói hann þá jafnframt verið varastefnuvottur Reykja- vikur frá 1945 og aðalstefnu- vottur frá 1957. Auk þessa hafði Jón á hendi ýmis önnur trúnaóar- störf, meðan kraftar leyfðu. Var hann m.a. í stjórn Fasteigenda- félags Reykjavíkur frá 1952 og formaður þess 1954—1957. Ennfremur sat hann í stjórnskip- aðri nefnd 1957 við að semja regl- ur um fangelsi landsins og fanga- hjálp. Eins og sjá má af framanskráðri upptalningu kom Jón Sigtryggs- son víða við á langri ævi. Hann var maður gæddur mjög góðri greind, næmri réttlætistilfinn- ingu og frábærri samviskusemi. Hann var í rauninni atgervis- maður bæði til líkama og sálar. Stefnufesta hans, áreiðanleiki og trygglyndi, duldist engum, sem til hans þekkti. Þess vegna sótti lifið á hann með svo margvisleg trúnaðarstörf fyrr og síðar. Og hann leysti þau yfirleitt þannig af hendi, að almenn vióurkenning og virðing fylgdi. Jafnvel fangarnir, sem tekið höfðu út refsivist á Skólavörðustig 9, komu ósjaldan til hans eftir á i leit að hlýrri hendi og höilum ráóum. „Jón Sigtryggsson er mjög ágætur ANNAÐ kvöld heldur Dag- mar Simonkova tónleika á vegum Tónlistarfélags Reykjavíkur. Tónleikarnir verða í Austurbæjarbiói og hefjast kl. 9. Hallgríms- kirkja Messa kl. 11 árd. í dag. Dr. Jakob Jónsson. Messa kl. 2 siðd. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. hef þó ávallt hugsað mér, að hún hafi notið góðs af þvi að hafa alist upp á Seyðisfirði á velmektarár- um þess staðar um og upp úr aldamótunum. Þá er og þess að gæta, að' Dagný umgekkst fjölda fólks um dagana, ekki síst þar sem hún hafði hóp kostgangara viðs vegar að af landinu, og kunni hún margt frá þeim kynnum að segja. En einnig tókust að sjálf- sögðu innbyrðis kynni með því fólki, sem til hennar sótti, og voru þess nokkur dæmi, að þar hnýttust bönd fyrir lífstíð. Má ég best þekkja eitt slíkt dæmi sjálfur, en um önnur hef ég frá- sagnir hennar eða annarra. Mun því margur blessa minningu þeirrar góðu konu, sem á morgun verður borin til hinstu hvildar frá Dómkirkjunni í Reykjavik. Heimili okkar var Dagný sannur verndarvættur. Henni ber því öll sú þökk sém hægt er að tjá I orðum, ekki sist frá bömunum, sem hún var svo kær. Við vottum einnig Helgu, dóttur hennar, börnum hennar og barnabörnum okkar innilegustu samúð. Einar Sigurðsson Þannig féllu orð eins hæstaréttar- dómarans, samstarfsmanns hans, í min eyru. Og þannig mun mönn- um yfirleitt hafa legið orð til hans og þá fyrst og fremst þeim, sem þekktu hann best. Hinn 17. maí 1925 kvæntist Jón Ragnhildi Pálsdóttur Levi frá Heggstöðum í Húnaþingi. Var hún hin mætasta kona, sem stóð örugg og traust við hlið hans meðan lifið entist. En hún lést 13. febr. 1970. Eftir það dvaldi Jón einn í hinni snyrtilegu íbúð þeirra að Kleppsvegi 20, studdur og styrktur af dætrum og tenda- sonum. Þaðan fluttist hann fyrir fáum vikum i Borgarspítalann og háði þar lokastríðið eftir upp- skurð við illkynjuðu innanmeini. Jón Sigtryggsson var um flest eftirminnilegur maður. Hann var ósvikinn fulltrúi hinna fornu dyggða, heiðarleika, drengskapar og samviskusemi, bæði i orði og verki. Trú hans á framlifið og æðri völd var heið og hrein og hvergi þrúguð af þrengri játningaböndum. Hann var maður prýðilega pennafær og ljóðhagur vel, þótt lítt væri á loft haldið. Bókasafn átti hann mikið Dagmar Simonkova hóf nám í pianóleik þegar hún var fimm ára að aldri. Siðar stundaði hún nám við Tónlistarskólann í Prag, en er hún hafði lokið námi þar, hóf hún nám við Listaakademiuna þar, en árið 1961 hlaut hún fyrstu verð- laun i tónlistarkeppni við aka- demíuna. Dagmar Simonkova hefur hlot- ið mörg verðlaun önnur svo og viðurkenningar fyrir leik sinn. Hún kennir nú pianóleik við Listaháskólann i Prag. A efnisskránni á tónleikum Tónlistarfélagsins eru verk eftir Schumann, Debussy, Tomásek og Chopin. Dagmar Simonkova leikur með Sinfóniuhljómsveit Islands n.k. fimmtudagskvöld. Góð kona er gengin, Dagga, æskuvinkona móður minnar frá Seyðisfirði. Hún var sem draumsýn hjá okk- ur systrunum þegar við vorum ungar að árum, hún sendi okkur sólargeisla frá Reykjavik til að lifga upp á skammdegið og færa birtu í líf barna, sem sorgin hafði sótt heim. Svo þegar við fluttumst „suður" þá var hún hin sama góða indæla kona, sem öllum vildi gott gera, einstaklega barngóð og veitti yl og kærleik til okkar, sem allra annarra, sem hún kynntist. Hjartans þakkir frá móður minni, Kristbjörgu Stefánsdóttur, öllum systrum minum og mér og minni fjölskyldu fyrir órofa tryggð og alla elskusemi. Við sendum eftirlifandi dóttur hennar og öllum ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Lára Þórðardóttir. og vandað og undi þar löngum, þegar tómstundir gáfust. Sjálfiír batt hann oftast bækur sínar og um leið með þvi handbragði, sem aðdáun vakti. Sem heimilisfaðir var Jón hinn sívakandi vörður um hag og þarfir hvers og eins innan fjölskyldunnar. Helgasta skyldan við lífið var honum sú, að geta sem lengst og best unnið og stuðlað að velferð hennar. Vit- undin um það, hvað hann var þeim og vann, mun nú best koma í ljós, þegar hann er allur. Við hjónin áttum margar ógleymanlegar stundir á heimili þeirra Jóns og Ragnhildar, bæði að Asvallagötu 5 og Kleppsvegi 20. Um fjóra áratugi voru þau okkar einkavinir. Það er þvi ásamt innilegri þökk, að fjöl- skylda min vottar dætrum Jóns og öðrum aðstandendum djúpa samúð við brottför hans. Við frá- fall hans finnst mér lífið snauð- ara, heimurinn dimmari en áður. Svo sterk itök átti hann i minum innra manni fram á síðustu stund. Af 5 mannvænum börnum þeirra hjóna, Jóns og Ragnhildar, dóu 2 á unga aldri. Eftir lifa 3 dætur, og eru þær hér taldar eftir aldursröð. Ingibjörg Pála, gift Steingrími Pálssyni, launaskrárritara Rvík. Sigurlaug, gift Árna Jónssyni, húsgagnaarkitekt, Rvík. Sigrún, gift Ingólfi Lilliendahl, lyfsala, Dalvík, Eyjaf. Með Jóni Sigtryggssyni er genginn góður drengur, stað- fastur og traustur sonur lítillar en stórhuga þjóðar. Dagsverk hans var orðið langt og hafði viða komið við í þjónustunni við lífið. öllum nánum samferðamönnum skildi hann eftir'minningar ríkar af birtu og yl. Sú birta og sá ylur fylgja honum nú héðan inn á leiðir æðri heima. Jón Skagan. Jón Sigtrgggsson fgrrv. dómvörður Tékkneskur píanóleikari hjá Tónlistarfélaginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.