Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 ÞEGAR ftalski kvikmyndaleik- stjórinn og leikarinn Vittorio de Sica féll frá nýlega dó dálft- ið af Italfu um leið. Horfið var af sjónarsviðinu andlit eða fmynd hins glaðbeitta heldri- manns, virðulegs æringja, sem skemmt hafði Itölum um ára- tugi og greipzt inn f hugi þeirra af hvfta tjaldinu, svo að hún var orðin hluti eða jafnvel sam- nefnari fyrir hina ftölsku þjóð- arsál. Um leið sáu Italir á bak einum fremsta skapandi lista- manni sfnum, boðbera nýraun- sæisins f kvikmyndagerð heimalands sfns, sem átti eftir að hafa feikileg áhrif á kvik- myndalist sfðari tfma. Banamein de Sica var lungnakrabbi, sem herjað hafði á meistarann um skeið og olli þvf, að hann varð um tfma að gera hlé á töku sfðustu myndar sinnar — Ferðarinnar — með Sofffu Loren og Richard Burt- on f aðalhlutverkum. De Sica hafði hins vegar lagt svo fyrir, að vitneskjan um hinn ban- væna sjúkdóm skyldi ekki fara út fyrir raðir f jölskyIdunnar og en þar var leikstjóri maður að nafni Luchino Visconti, sem síðar varð einnig frægur leik- stjóri. De Sica stjórnaði sjálfur fyrstu kvikmynd sinni árið 1940 og nefndist sú „Rose Scar- latte“ og þremur árum síðar fylgdi ,4 bambini ci guardono" eftir handriti Cesare Zavatini, en hann og de Sica áttu eftir að vinna saman að mörgum meist- araverkunum síðar meir. „I bambini“ boðaði nýja tíma inn- an kvikmyndarinnar, Nýraun- sæið, sem de Sica ásamt Roberto Rossellini teljast frum- kvöðlar að. Þessi stefna hafði geysileg áhrif á kvikmyndagerð um gervallan heim en frægustu myndir de Sica af þessum toga eru: „Sciuscia“, Hjólreiðaþjóf arnir, Kraftaverk í Mflanó og Umberto D frá 1952, sem talin er tákna endalok nýraunsæis- ins. I kvikmyndasafni f París er til eitt eintak af gleymdri og ófullgerðri kvikmynd, sem nefnist ,JLa porta del cielo“ að Himnahliðið en á sér engu að síður merkilega sögu. De Sica var beðinn um að gera þá mynd árið 1944 þegar nasistar höfðu Róm enn á valdi sinu. Italskur kvikmyndaiðnaður var þá að hruni kominn og í norðurhluta landsins voru fasistar að reyna að fá leikstjórana aftur til vinnu. Þeir leituðu til de Sica en honum tókst að komast hjá því að vinna fyrir fasistana með því að segjast vera upptekinn við gerð Himnahliðanna fyrir Vatikanið. „Ég var sannast sagna ekkert alltof hrifinn af verkefninu en þó feginn að geta notað það sem viðbáru," sagði de Sica síðar. Hann hóf tökuna og heilan vetur hafði hann ásamt tækniliði heila kirkju á valdi sfnu, þar sem takan átti að fara fram. Þá not- aði hann tækifærið til að skjóta skjólshúsi yfir fólk á flótta und- an Þjóðverjum, réð það meira að segja í aukahlutverk í mynd- inni. Um skeið voru þar á þriðja þúsund manns í felum. En það var upp úr slikum jarðvegi, sem nýraunsæið óx; af rústum og harmleikjum heims- Burton og Loren f Ferðinni — síðustu mynd de Sica. De Sica, hinn glaðbeitti boðberi nýraun- sæisins er horfinn af sjónarsviðinu engan grunaði hversu hann var langt leiddur, þó að hann kveinkaði sér fyrir þvf í sfðasta blaðaviðtali sfnu við The Daily American f fyrra mánuði, að nú hefðu læknar skipað honum að hætta að reykja; allt frá ungl- ingsárum hafði hann hins veg- ar reykt 60 vindlinga á dag. En menn voru ekki á varðbergi þar eð de Sica lét einnig að þvf enn einnar myndarinnar, — hinnar 35., sem hann leikstýrði og 165. myndarinnar er hann léki f. De Sica fæddist í Sora í grennd við Napólf árið 1901 en var aðeins hálfs árs er fjöl- skylda hans fluttist til borgar- innar. Faðir hans starfaði í þágu hins opinbera og hafði hann mestan áhuga á, að sonur- inn legði fyrir sig laganám. Vittorio tókst aftur á móti að fá smá hlutverk í kvikmynd árið 1912 og þar með voru örlög hans ráðin, þó hann gerði sér ekki sjálfur grein fyrir því þá. Fyrri heimsstyrjöldin skall á og de Sica var kallaður til herþjón- ustu. En þegar friður komst á að nýju höguðu forlögin því svo að hann gerðist leikari, og við dögun talmyndanna birtist de Sica aftur á hvíta tjaldinu. Að þessu sinni var það myndin La segertaria di tutti og ári síðar kom myndin Gli unomini, che mascalzoni!, sem skóp de Sica þær vinsældir meðal landa sinna, er hann átti að fagna allt til dauðadags. Þessari mynd stjórnaði Mario Camerini og fjölmargar aðrar fylgdu i kjöl- farið — allt léttar gamanmynd- ir, þar sem de Siea lék á alls oddi og kom löndum sínum í gott skap. Á þessum tíma og allt fram um miðbik fimmta áratugarins lék de Sica einnig á sviði og átti þar ekki minna gengi að fagna. Hann var stjórnandi leikhóps, þar sem fyrri kona hans Giuditta Rissone var meðal að- alleikenda og þessi hópur stát- aði af mörgum frægum sýning- um, m.a. á Brúðkaupi Fígarós eftir Augustin Beaumarchais styrjaldarinnar. „I lok fasista- tímabilsins, urðum við að lok- um að að segja sannleikann. Án þess að gera okkur grein fyrir þvi, varð nýraunsæið til,“ sagði de Sicasíðar. „Margir haldaþvi fram, að nýraunsæið hafi séð dagsins ljós vegna þeirra fjár- hagsörðugleika, sem við áttum við að striða, þeirrar nauðsynj- ar að eyða eins litlu og hugsan- legt væri í hverja mynd. Nei! Þetta er alrangt. Það spratt af þeirri þörf okkar að hafa hug- rekki til að segja sannleikann, og þar af leiðandi fórum við með myndavélar okkar út á strætin, út í hið daglega líf i kringum okkur, út úr kvik- myndaverinu og út á meðal mannfólksins, meðal fólksins, sem elskaðist og þjáðist og eyddi ævi sinni ( hinum raun- verulega heimi allt f kringum okkur.“ Eftirlætisljósmynd de Sica þar sem hann gengur ( broddi fylkingar Napólfbúa De Sica fór sjálfur með aðalhlutverk i fyrstu mynd sinni Segja má, að aðalstarfi de Sica siðasta aldafjórðunginn hafi verið kvikmyndagerð, en þó var með hann eins og Orson Welles, að hann varð einatt að taka að sér hlutverk í kvik- myndum til að fjármagna gerð mynda sinna. Þegar á leið varð hann einnig öðru hverju að stórna ýmsum myndum, sem hann sjálfur hafði aldrei neina trú á. Hins vegar vildi hann aðeins viðurkenna, að ein þess- ara misheppnuðu mynda hefði verið verulega slæm — Woman Times Seven frá árinu 1967 með Shirley MacLain i aðal- hlutverki. „Sunflower", sem sýnd var í Hafnarbiói fyrir fá- einum árum var önnur slíkra mynda, en New York Times þóttu hún teikn þess, að tími væri til kominn „að leikstjór- inn drægi sig I hlé frá kvik- myndum". Litlu siðar varð þetta fræga blað þó aó éta ofan í sig þessi ummæli. „Til að sýna þeim, að ég væri ekki útbrunn- inn gerði ég „Garden of the Finzi-Contini" og hlaut Öskar- inn fyrir,“ rifjaði de Sica upp skömmu fyrir andlát sitt. De Sica var alla tíð heldur í nöp við Hollywood, og banda- rísk fjármálaitök I itölskum kvikmyndum. Howard Hughes réð hann eitt sinn vestur um haf til að gera kvikmynd eftir sögu Ben Hechts — Miracle in the Rain. Hollywoodferðin hafði mikil áhrif á de Sica. Hughes lét hann i fyrstu bíða dögum saman eftir sér, og lét starfsmenn sína segja ítalska leikstjóranum að drepa timann með því að synda í sundlaug- inni eða horfa á sjónvarp. Þeg- ar svo að kvikmynduninni kom vildi de Sica fá að taka myndina að verulegu leyti á götum úti en ekki í kvikmyndaverinu, en þá var honum sagt, að það væri ekki hægtþaðyrði svo mun dýr- ara. De Sica spurði þá hvers vegna i ósköpunum hann hefði verið fenginn til að gera mynd- ina, þar sem í Hollywood væri fjöldinn allur af leikstjórum, sem kynnu mun betur en hann að starfa innan kvikmyndaver- anna, og hann sneri heim við svo búið. Til að rjúfa þó ekki samninginn gerði hann eina mynd heima á Ítalíu fyrir sömu framleiðendur með bandarisk- um leikurum og beinlínis fyrir bandariskan markað. Þetta var þó heldur léttvæg mynd enda sagði de Sica það síðar, að hann teldi það mistök að vera að fá alþjóðlegar kvikmyndastjörnur til að opna itölskum myndum Ieið á erlendan markað í stað þess að gera myndir, sem væru algjörlega ítalskar. Þess vegna verður það að teljast dálitil kalhæðni örlaganna, að siðasta mynd de Sica — Ferðin — er einmitt mynd af fyrrnefnda taginu. Þar er kvikmynda- stjarnan Richard Burton feng- inn í aðalhlutverk og myndin er fremur á bandaríska visu en ítalska. Gagnrýnendur segja, að Ferðin sé að vísu ljúfur svana- söngur mikils meistara en þema hennar virðist ekki svo ýkja óáþekkt þvi í Sunflower, dálitið væmin undirtónn. En eftir Sunflower kastaði de Sica ellibelgnum í Garði Finzi- Contini og nú hugðist hann fylgja Ferðinni eftir með þvi að kvikmynda einhverja af sögum D’Annunzio eða sögu Carlo Levi — Kristur nam staðar í Eboli. Það tækifæri gafst aldrei. De Sica verður þó vart betur kvaddur en með orðum, er Luchino Visconti lét eitt sinn um hann falla: „Sem lista- manni er honum allt gefið. Hann hefur gert dramatískar myndir, gamanmyndir, listræn- ar myndir. Ég geri aðeins ákveðna tegund af myndum, Fellini aðra tegund og Antonioni enn aðra. Vittorio gerir aftur á móti allskonar myndir og tekst alltaf vel upp. I minum augum er de Sica Giuseppe Verdi ítalskrar kvik- myndar, og eins og Verdi mun hann alltaf verða ungur, eins ungur og mikilvægur og verk hans, sem munu lifa löngu eftir að hann og við öll erum horfin héðan sem boðskapur manns og vona hans.“ Hugrekkið til að segja sannleikann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.