Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23, JÁNUAR 1975 KemurLeonard Cohen hingað í nœsta mánuði? Á tónlistarkvöldi hins nýstofn- aða „Klúbbs 32“ I Sigtúni sl. fimmtudagskvöld tilkynnti einn af stjórnarmönnum klúbbsins, Örn Petersen, að unnið væri að þvf að fá Leonard Cohen hingað til lands á næst- unni til hljómleikahalds fyrir félaga klúbbsins. Örn hélt til Kaupmannahafnar fyrir nokkrum dögum, m.a. til að vinna frekar að þessu máli. Slagsíðan sneri sér til annars stjórnarmanns i Klúbbi 32, Sigurjóns Sighvatssonar, og spurði hann um málið. Sigurjón sagði, að klúbburinn hefði ekki undir höndum neinn samning við umboðsmenn Cohens, en hins vegar hefði Örn hitt um- boðsmann Cohens ytra fyrir nokkru og þá fengið loforð hans fyrir því, að Cohen kæmi viö hér á landi á leið sinni yfir hafið og héldi eina hljómleika. Einnig hefði danska umboðs- skrifstofan Scandinavian Booking Agency — SBA — gefið Erni sams konar loforð af sinni hálfu. Skrifstofan mun hafa með að gera ráðningar Cohens til hljómleikahalds á Noróurlöndum. „Ég játa það, að ég er dálítið vantrúaður á að Cohen komi hingað,“ sagði Sig- urjón. „Þegar um stórstjörnur eins og Cohen er að ræóa, er ég ekki sannfærður fyrr en samningur um hljómleika- haldið hefur verið undir- ritaður, já, jafnvel ekki fyrr en stjarnan stígur hér á land. En kannski er þetta óþarfa svart- sýni að þessu sinni. Örn hefur loforð umboðsaðilanna fyrir komu Cohens hingað og er ein- Leonard Cohen Hver er Leonard Cohen og hvað hefur helzt gert hann að stórstjörnu? Fyrri spurningunni er ekki erfitt að svara. Leonard Cohen er kanadfskur, skáld, rithöf- undur og söngvari. Hann hefur gefið út nokkrar Ijóðabækur og tvær skáldsögur og höfðu þessi verk hans vakið mikla athygli, sérstaklega í Norður-Amerfku, áður en hann dró fram gftarinn og hóf að syngja ljóð sfn við eigin lög inn á plötur og á hljómleikum. Þá sló hann f gegn f Evrópu og hefur átt geysilegu fylgi að fagna á þeim slóðum undanfarin 6—7 ár, ekki sfzt í Bretlandi. Lfta Bretar á hann sem eina af stór- stjörnum nútfmans. Ekki er auðvelt að lýsa þeim töfrum, sem Ijóð hans og lög búa yfir og gert hafa hann að stórstjörnu. Ljóðin eru fremur dapurleg og dimm rödd hans og lágur söngur fylla hlustandann ljúfsárri tilfinningu, sem ill- mögulegt er að lýsa — nema þá helzt með orðum spekingsins: „Hann er bara eins og ég veit ekki hvað!“ Þó má segja, að einhvers staðar í bakgrunni sé Dauðinn á ferð með sitt lið og návist hans fyllir ljóðin og söngvarann jafnt trega sem ást á lífinu, sársauka og trúarvissu — þótt sú trú sé líklega öðru- vfsi en við eigum að venjast. Meðfylgjandi mynd af Cohen prýddi hulstur fyrstu plötu hans og var tekin af hrað- myndasjálfsala! Ljóðið um Suzanne er eitt kunnasta verk hans og til kynningar á Leonard Cohen birtir Slagsíðan það nú. mitt að garfa i þessu núna í Kaupmannahöfn." Ef af komu Leonards Cohen verður, kemur hann hingað i næsta mánuði og leikur á einum hljómleikum. Umboðs- menn hans tóku vel i þá ósk, að Cohen tæki ekki mjög háa upp- hæð fyrir hljómleikahaldið, en í staðinn er haft í huga að hljómleikarnir verði ekki í mjög stórum sal og aðgangur verði takmarkaður fyrst og fremst við klúbbfélaga. Slagsiðan spurði Sigurjón, hvort von væri á einhverjum öðrum listamönnum eða hljóm- sveitum hingað tii lands á veg- um klúbbsins og kvaó hann Örn hafa athugað möguleika á að fá hingað til lands dönsku hljóm- sveitirnar Secret Oyster og Gasolin og ensku hljómsveitina Sailor. Kvaðst Sigurjón von- góður um að þessar hljómsvéit- ir kæmu til landsins í sumar. Secret Oyster kom hingað sumarið 1973 og lék þá m.a. í Tónabæ við góðar undirtektir. Sailor sendi fyrstu stóru plöt- una frá sér nokkru fyrir jól og hefur hún hlotið góða dóma hljómplötugagnrýnenda hér- lendis og selzt vel. Klúbbur 32 hefur einnig á stefnuskránni að halda mánaðarlega skemmtanir, þar sem flutt verði tónlist eða önnur skemmtiatriði af lista- mönnum, sem ekki eru daglega í sviðsljósinu, t.d. á dansstöð- um. Þannig hefur klúbburinn þegar haldið tvær skemmtanir og lék hljómsveitin Change á þeirri fyrri, en Jakob Magnús- son stjórnaði hljómsveit í flutningi laga sinna á seinni skemmtuninni. Þá hefur klúbburinn einnig á stefnuskránni að gangast fyrir ódýrum hópferðum til útlanda fyrir ungt fólk og hefur i þvi sambandi átt viðræður við ferðaskrifstofuna Sunnu. Sagði Sigurjón, aó ætlunin væri að skipuleggja þessar hópferðir sérstaklega fyrir unga fólkið, þannig að farið yrði til staða, sem ætla mætti að ungt fólk hefði sérstakan áhuga á, og t.d. heimsóttir skemmtistaðir ungs fólks en ekki endiiega skemmtistaðir eins og þeir, sem Islendingar flykkjast á i sólar- löndunum. Félagsmönnum klúbbsins hefur fjölgað ört og eru þeir nú orðnir a.m.k. 600. Suzanne Suzanne takes you down to her place near the river You can hear the boats go by You can spend the night beside her And you know that she's half crazy But that's why you want to be there And she feeds you tea and oranges That come all the way from China And just when you mean to tell her That you have no love to give her Then she gets you on her wavelength And she lets the river answer Thatyou've always been her lover And you want to travel with her Andyou wanttotravel blind And you know that she will trust you För you've touched her perfect body with your mind. And Jesus was a sailor When he walked upon the water And he spent a long time watching From his lonely wooden tower And when he knew for certain Only drowning men could see him He said "All men will be sailors then Until the sea shall free them" But he himself was broken Long before the sky would open Forsaken, almost human He sank beneath your wisdom like a stone And you want to travel with him And you want to travel blind And you think maybe you'll trust him For he's touched your perfect body with his mind. Now Suzanne takes your hand And she leads you to the river She is wearing rags and feathers From Salvation Army counters And the sun pours down like honey On our lady of the harbour And she shows you where to look Among the garbage and the flowers There are heroes in the seaweed There are children in the morning They are leaning outfor love And they will lean that way forever While Suzanne holdsthe mirror And you want to travel with her And you want to travel blind And you know you can trust her For she's touched your perfect body with her mind. Stofnþel - situr í fyrirrúmi • ENN kynnir Slagsfðan unga hljómsveit sem um þessar mundir er að reyna að vinna sér sess f fslenzka ball- bransanum. Þetta er Stofnþel. Það nafn kann þó að hljóma kunnuglega f eyrum ýmissa. Stofnþel var til í fyrra Iffi fyr- ir nokkrum árum, en endur- fæddist nú í haust, eða fyrir um þremur mánuðum. 0 Aðeins einn liðsmaður gamla Stofnþels er í hinu nýja, og er það Kristmundur (kokkur) Jónasson trommu- leikari. Þeir félagar sögðu í stuttu spjalli við Slagsfðuna að Stofnþel væri fyrst og fremst rokkhljómsveit. Þeir hafa ekki mikið komið fram opinberlega undanfarið, einkum leikið f Kópavoginum, en tveir liðs- mannanna eru einmitt úr þeim merka bæ, og svo f Þórs- café. „Það er anzi erfitt að byrja í þessum bransa,“ sögðu þeir. „Fyrsta vandamálið var að fá æfingapláss og sfðan að komast inn á markaðinn. En núna er að byrja að lifna yfir þessu.“ A myndinni eru liðsmenn Stofnþels frá vinstri: Kristinn Ingi Sigurjónsson bassaleikari, Magnús Gíslason rótari og um- boðsmaður, Kristmundur trommuleikari, Tryggvi Júlíus Hubner gitarleikari, Magnús Finnur Jóhannsson gítar- leikari og söngvari, og Sig- urður Kr. Sigurðsson söngvari. HKAiSNPWéMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.