Morgunblaðið - 29.01.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.01.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1975 Eiríkur Jónsson járnsmiður - Minning F. 5.10 1882 D. 19.1 1975. Utför Eiríks Jónssonar, járn- smiös, Starhaga 14 í Reykjavík, verður gerð frá Dómkirkjunni f dag. Eiríkur lést, háaldraður, á Sólvangi í Hafnarfirði 19. janúar. Þar með lauk langri ævi elju- manns, sem af þrautseigju hamr- aði járn f hálfa öld við steðjann í Hafnarsmiðjunni f Reykjavík, og lagði ekki frá sér hamarinn fyrr en árið 1965, þá orðinn 83 ára gamall. Eirfkur Jónsson fæddist að Keldunúpi f Vestur- Skaftafellssýslu 5. október 1882, einkabarn hjónanna Jóns Páls- sonar bónda að Keldunúpi og Helgu Eiríksdóttur. Eiríkur fór að heiman 1908 til þess að hefja nám í járnsmfði hjá Kristjáni Kristjánssyni, járnsmið í Reykja- vfk. Að námi loknu vann hann hjá meistara sfnum um skeið, hélt síð- an til brúarvinnu, en réðst loks til Hafnarsmiðjunnar f Reykjavík og starfaði þar í hálfa öld. Arið 1914 kvæntist Eiríkur Marfu Bjarnadóttur frá Mosum á Síðu, yndislegri konu, og eignuð- ust þau þrjú börn. María Iést árið 1964. Tvö börn þeirra eru á iífi, Helga og Jón, en Rannveig dó barnung. Eiríkur og María héldu sameiginlegt heimili með Helgu dóttur sinni og tengdasyni, Guðmundi Jónssyni, sem lengst af var starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Það var myndar- heimili og fyrirmyndarsambúð, þar sem gagnkvæm vinátta og fórnfýsi rfkti á báða bóga. Guð- mundur Jónsson átti ríkan þátt í því. Hann lést af slysförum snemma árs 1973 og var öllum harmdauði sem þekktu hann. Þrjú barnabörn Eirfks Jónsson- ar eru María og Ingibjörg, dætur Helgu, og Áslaug, dóttir Jóns. Jón bjó einnig á heimilinu um nokk- urra ára skeið. I 18 ár var ég nágranni þessarar fjölskyldu og náinn vinur. Ljúf- mennið Eiríkur Jónsson, sem kvaddur er f dag, var glaðvær maður, en þenkjandi og gefinn fyrir bókmenntir. Til marks um það var hann félagi í Kvæða- mannafélaginu Iðunni, næstum frá stofnun, enda hagyrðingur. Hann tók virkan þátt f starfi félagsins, uns heyrn hans tók að dvína mjög í háværum skarkala Hafnarsmiðjur.nar. Eins ber þess að geta, að Eirikur var einn af stofnendum Járnsmiðafélagsins á sínum tíma. Eirikur var alla tíð trúr skoð- unum sínum og hugsjónum og stóð fast á þeim í umræðum. Hann var sjálfstæðismaður af lífi og sál og lét sér mjög annt um framgang og stefnu Sjálfstæðisflokksins. Ég á margar góðar endurminn- ingar um Eirik Jónsson, og jafnan var það okkur börnum hússins mikil stund þegar hann tók teygj- una utan af buddunni sinni og gaf okkur aura; gjarna seðil, sem brotinn var saman af nákvæmni, þeirri nákvæmni sem einkenndi alla hans framkomu og umgengn- isvenjur. Hann naut ástúðar dóttur sinn- ar, tengdasonar og barnabarna að Starhaga 14, þar til hann þurfti að flytjast í Sólvang í Hafnarfirði vegna veikinda. Þar naut hann góðrar aðhlynningar uns hann hlaut hægt andlát á dögunum. Þessum línum fylgja síðustu kveðjur mínar og þakkir til Eiríks t Bróðir okkar, JÓN MAGNÚSSON, frá Englandi I Lundareykjadal er látinn Útför hans var gerð frá Fossvogskirkju. Systkini hins látna. t Faðir okkar, JÓNAS KRISTJÁNSSON, fyrrverandi mjólkursamlagsstjóri andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi 27 janúar Sólveig Jónasdóttir Carner, Hreinn Jónasson. t Útför elskulegrar eiginkonu minnar og móður okkar, KRISTÍNAR ÁRNADÓTTUR, fyrrum húsfreyju á Ragnheiðarstöðum, fer fram föstudaginn 31 þ.m. frá Fossvogskirkju kl 1 5. Sighvatur Andrésson og börn. t Útför bróður okkar BERGÞÓRS TEITSSONAR fyrrverandi skipstjóra Melhaga 4. fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 31 janúar kl 1 3.30 Helga Teitsdóttir Kristín Teitsdóttir. t Þökkum vinarhug og samúðarkveðjur við andlát og útför. JÓNS J. VÍÐIS. Sérstpkar þakkir til bræðra i Oddfellowreglunni. Auður Vfðis, Marfa Vfðis, Sigríður Víðis og aðrir aðstandendur. Jónssonar, járnsmiðs, fyrir góðar endurminningar frá æsku minni og uppvaxtarárum. Vilhelm G. Kristinsson. Það var sumarið 1913, að fund- um okkar Eiríks bar fyrst saman. Það var komið fram í júnímánuð. Ég vann við brúar- og vegagerð inni I Eyjafirði, og einn daginn er ég sendur til Akureyrar með hest- vagn til að taka á móti manni, sem var að koma til okkar með hræri- vél. Það var Eirikur Jónsson, járnsmiður úr Reykjavík. Ekki leizt mér meira en svo á, hvernig við tveir mættum koma upp á vagn þvílfku bákni, sem þessi hrærivél var. En Eiríkur var hvergi klökkur. Hann sagði ósköp einfaldlega, að við skyldum nú sjá til, og við sáum til og svo var vélin komin upp á vagn. Við þetta var hreint ekkert sögulegt, og það hefði á sömu stund verið gleymt og grafið, ef ekki hefði viljað svo til, að siðar um sumarið, þegar Eirikur var kominn til annarra stöðva og hrærivélina átti einnig að senda til annarra héraða, þá olli það orkanvanda að koma vél- inni á vagn. Allur vinnuflokkur- inn, um tíu manns, vinnur með huga og höndum að lausn við- fangsefnisins. Sjálfur vegamála- stjórinn var þar staddur á yfir- reið, og hann lagði sitt til með að leysa vandann, en ekkert gekk. Það var farið að hreyfa spurning- um um það, hvernig að myndi hafa verið farið, þegar vélin var tekin á bryggjunni um vorið. Um það var ég einn til frásagnar. En ég hafði bókstaflega ekkert tekið eftir þvi, hvernig að var farið, — ég mundi það eitt, að ég hafði tekið á af ölfu afli á þann hátt sem Eirfkur sagði fyrir. — Ég hugsa oft til þessa sem dæmis þess, hve fjarri var Eiríki að vera að fjasa um einhvern vanda. En hvort tveggja var, að Eirikur var ramm- ur að afli og hvert átak hnitmiðað. A nokkrum sumarvikum fyrir nærri 62 árum tengdust milli okkar Eiríks þau vinabönd, sem ég hef snurðulausastra og lengst- an tíma notið á mínu æviskeiði. Þegar ég kom til Reykjavíkur haustið 1914 og leitaði Eirík uppi sem fleiri kunningja, sem ég átti á þessum framandi stað, þá var Eiríkur kvæntur myndarlegri og elskulegri konu, af skaftfellskum uppruna eins og við Eiríkur, og hún bjó fjölskyldu sinni heimili með rausn og skaftfellskri alúð. Upp frá þvf hefur leið min legið oftar inn á heimili hans og hans fjölskyldu en nokkurt annað vandalausra, og þar leit ég aldrei svo inn, að ekki væri mér þar tekið með þeim brag eins og þess hefði lengi verið vænzt, að ég færi nú að siást. Það er ekki laust við, að stundum hafi það sótt á mig sem viðfangsefni, hvað það muni eiginlega hafa verið, sem tengdi okkur Eirík þeim traustu vinar- böndum, sem ég vissi að gaf lifi hans ekki svo litla fyllingu, ekk- ert síður en lífi mínu. Við vorum þó vissulega ólíkir menn á ýmsa t Útför eiginmanns mlns, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS ÞORVALDSSONAR, Stigahlíð 18, áður bónda á Kroppstöðum I Önundarfirði, fer fram frá Frlkirkjunni I Reykjavlk fimmtudaginn 30. janúar, kl. 1 5.00. Ingibjörg Pálsdóttir Páll Skúli Halldórsson Guðrún Guðmundsdóttir Kristln Halldórsdóttir Þórólfur Friðgeirsson Aðalheiður Halldórsdóttir Sverrir Kjartansson og barnabörn. Blóm og kransar afbeðið, en þeir sem vildu minnast hins látna, láti liknarstofnanir njóta t Útför hjartkæru unnustu minnár, dóttur og systur, UNNAR KRISTMUNDSDÓTTUR. Bjarkargötu 8, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. janúar kl. 1:30. Steingrlmur Þorkelsson, Guðriður Jónsdóttir, Guðmunda Kristmundsdóttir, Hrefna Kristmundsdóttir. Við þökkum samhug og vináttu við lát og útför ÓLAFAR SIGURÐARDÓTTUR áður húsfreyju að Laugarvatni Ólafur Guðmundsson, Guðný Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Guðbjörg G. Cottrell, Karl Guðmundsson, Björn Guðmundsson, Ingólfur Guðmundsson, Guðrún Einarsdóttir, Torfi Hjartarson, Ásgerður Gisladóttir, Arvil E. Cottrell. Ásta Hannesdóttir, Ásta Hulda Guðjónsdóttir, Áslaug Eiriksdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, ÓLAFÍU GfSLADÓTTUR. Seljalandsvegi 46, Isafirði. Jón Páll Pétursson Jón Viðar Arnórsson, Sigrún Briem, Steinunn Arnórsdóttir, Svanur Auðunsson, Sigríður Jónsdóttir, Bjarni A. Agnarsson, Þórunn ísfeld Jónsdóttir, lund og áttum hreint ekki neina samleið í þeim málum samfélags- ins, sem viðkvæmust hafa verið siðustu aldarhelftina og lágu okkur báðum fastlega á hjarta, — ég í eðii, orðum og athöfnum blóð- rauður byltingarsinni, hann ein- hver allra ihaldssamasti maður, sem á vegi minum hefur orðið, og báðir munum við hafa nálgast það að vera ofstækismenn í þeim greinum. En máski hafa þessar andstæður í fari okkar átt sinn þátt í því að treysta vinarböndin. Við röbbuðum um alla skapaða hluti milli himins og jarðar og í jörðu og á og þjóðfélagsmál ekk- ert síður en annað. En það var eins og það væri okkur einhver ómeðvituð meginregla að sneiða hjá öllu því óbrúanlega, sem lá á milli okkar. — Það rifjast nú upp fyrir mér eitt laugardagskvöld um Jónsmessuskeið. Ég bjó mig undir þátttöku í rauðum fagnaði, sem vera skyldi á Þingvöllum næsta dag, en hélt til bæjarins deginum áður til að fljóta með félögunum til hátíðahaldanna. Þá var gist hjá Maríu og Eiríki eins og venjulega, þegar ég gisti í bænum. Við Eiríkur vöktum lengi og röbbuðum saman. Þá höfðu umræður allt í einu sveigzt mjög nærri einhverjum viðkvæmum punkti, og ég fékk allt í einu yfir mig dembu óþveginna orða um menn og málefni, sem mér var ekki alveg sama um. En ég hreyfði engum mótmælum, gerðist hljóður og hef sennilega brosað vinsamlega. Og allt i einu snarþagnar Eiríkur og horfir til mín þeim augum, eins og hann hafi staðið sjálfan sig að ein- hverju óheyrilegu ódæði. Og hann lét sér ekki nægja eina formlega afsökunarbeiðni, heldur fylgdi það með í kjölfarið, að hvað eftir annað hleypti hann þvi inn i um- ræður um hin fjarskyldustu efni, aó hann skildi ekkert I sjálfum sér, að honum skyldi verða þetta á að bregðast svona hinni sjálfsögð- ustu háttvísi. Því segi ég það: Hve holl og elskuleg áhrif hlýtur það ekki að hafa á vináttu manna, þegar þeir i einhverri ómeóvit- aðri skyldurækni sjá sér skylt að vaka yfir því að særa ekki vió- kvæma staði vinarhjarta. Mig langar að rifja upp annað atvik af ekki fjörrum vettvangi. Einu sinni barst það i tal á milli okkar Eiriks, að við hjónin hefðum fyrirhugað flugferð til æskustöðva minna i Hornafirði. Þá var erfiðara um flugið en nú er orðið. Þá þurfti maður oft að bíða eftir þvi dögum saman, að fyrirhugað flug yrði fastlega ákveðið, og þann tíma þurfti maður að vera við sima til að meðtaka kallið, sem komið gat á hverri stundu. Það væri kannski fullveikt aó orði komizt, að Eirík- ur byði okkur að vera á sínu heim- ili, meðan við biðum flugsins, hann bókstaflega heimtaði það. Nú vildi svo til, að við komum í bæinn á laugardegi, en vélin fór á mánudag, svo að við vorum um kyrrt yfir helgina. Þann tima mátti Eirikur ekki heyra það, að ég hefði áhyggjur af því að reyna að fylgjast með því, hvenær vélin myndi fara, — það var hans verk að vaka yfir burtfararstundu hennar, en okkur hjónum bar að njóta gistivináttu hans áhyggju- laus. Um atlæti í mat og drykk þarf ekki að fara mörgum orðum við þá, sem þekktu brag heimilis- ins. Að gömlum íslenzkum sið var gestum fært kaffi ásamt meðlæti i rúmið að morgninum. En þá rak ég upp stór augu að sunnudags- morgninum, þegar ég inn á milli kökudiskanna á bakanum sé sjálf- an Þjóðviljann, en það blað hafði aldrei fyrr borið fyrir augu mér á þvi heimili. Húsbóndinn sjálfur hafði þá arkað að morgni eina + Eiginmaður minn og faðir okkar FRIOJÓN ÞÓRARINSSON. Hofteigi 32, andaðist í Landspltalanum 27 þ.m. Fanney Tryggvadóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.