Morgunblaðið - 30.01.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.01.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1975 25 Minning: Steingrímur Jónsson fyrrum rafmagnsstjóri F. 18. júní 1890 D. 21. janúar 1975 Löngum og viðburðaríkum sfarfsdegi Steingrims Jónssonar er lokið. Hann hefur hlotið verð- skuldaða hvíld. Hlýr maður var hann og hógvær að eðlisfari, en einbeittur og umfram allt at- hafnasamur. Vel hæfa honum orð heimspekingsins: „Göfugur mað- ur er hófsamur í orðum, en eldlegur I starfi.“ Steingrimur var fæddur 18. júní 1890 i Gaulverjabæ. Foreldr- ar hans voru Jón, prestur þar, Steingrímsson, bónda að Grims- stöðum í Reykholtsdal, og kona hans, Sigríður Jónsdóttir, tré- smiðs að Tjörn á Skagaströnd, Jónssonar. Kona Steingríms var Lára Arnadóttir, kaupmanns á ísafirði, Sveinssonar, og konu hans Guðrúnar Brynjólfsdóttur, bónda i Hjarðardal í Önundar- firði, Guðmundssonar. Lára lézt árið 1973. Börn þeirra Steingrims og Láru eru: Guðrún Sigríður, gift Kelmenz Tryggvasyni, hag- stofustjóra, Sigríður Ölöf, gift Othari Ellingsen, kaupmanni, Þóra, gift Sigurði Þorgrímssyni, hafnsögumanni, Jón, verkfræð- ingur hjá Landsvirkjun, kvæntur Sigríði Löve og Arndis, píanó- kennari. Séra Jón Steingrímsson lézt, þegar Steingrímur var tæplega eins árs gamall. Móðir hans flutt- ist til Reykjavíkur, með Stein- grim tveggja ára. Bjuggu þau hjá systur hennar, Björgu Jónsdótt- ur, sem gift var Markúsi Bjarna- syni, skólastjóra Stýrimannaskól- ans. Þau áttu heima í svonefndu Doktorshúsi, að Ránargötu 13, en þar var Stýrimannaskólinn til húsa. Þegar Stýrimannaskólinn við Öldugötu var byggður, flutt- ust þau þangað, en er Markús andaðist árið 1900, fluttust þau aftur i Doktorshúsið. Móðir Stein- grims giftist skömmu síðar Ölafi Kristjánssyni, skipstjóra, frá Lokinhömrum í Arnarfirði. Flutt- ust þau þá vestur þangað, og gekk Steingrímur að öllum verkum og réri á vertíðum. Móðir Steingrims vildi setja son sinn til náms, og lauk hann stúdentsprófi frá Menntaskólan- um i Reykjavík árið 1910. Þótt flestir verkfræðinemar á þeim árum legðu stund á byggingaverk- fræði, taldi Steingrímur raf- magnsverkfræði áhugaverðari, og lauk hann prófi i raforkuverk- fræði frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1917. Stein- grímur hóf störf hjá J.L. La Cour i Oslo, sem áður hafði verið yfir- verkfræðingur hjá ASEA í Sví- þjóð. Hann var þekktur ráðunaut- ur á sviði rafvélasmiði. Fluttist hann skömmu siðar til Stokk- hólms, og starfaði Steingrimur áfram hjá honum næstu tvö árin. Steingrímur kom heim til Islands árið 1918 og kvæntist þá Láru Arnadóttur, en henni hafði hann kynnzt á yngri árum á Vestfjörð- um. Þau Steingrimur og Lára bjuggu i Stokkhólmi til ársins 1920, en Steingrímur var þá enn við störf hjá La Cour. Steingrimur mun hafa haft hug á því að flytjast til Vesturheims á þessum tíma. En á jólunum árið 1919, fékk hann símskeyti frá Knud Zimsen, borgarstjóra í Reykjavík. Spurðist hann fyrir um það, hvort Steingrímur gæti komið heim og tekið þátt i því að byggja rafveitu fyrir Reykjavík. Þetta skeyti olli þáttaskilum í lífi Steingríms Jónssonar og konu hans, en jafnframt varð það raf- orkumálum á Islandi, og þjóðinni allri, til meiri gæfu, en flestir hafa enn gert sér grein fyrir. Þessi merki atburður, 19 árum eftir aldamót, var engu þýðingar- minni fyrir islenzku þjóðina, heldur en það var fyrir heiminn, er Edison sýndi uppfinningu sína, glóþráðarlampann, 19 árum fyrir aldamótin. A árunum 1900—1910 hafði Reykjavík breytzt úr bæ i borg. Rafvæðingu Reykjavíkur var þó skotið á frest vegna annarra fram- kvæmda. Vatnsveita, gasstöð og hafnargerð voru þá talin enn brýnni verkefni. Vestur- Islendingurinn Frimann B. Arn- grímsson hafði boðað dásemdir rafmagnsins árið 1894 á fjölum Breiðfjörðsleikhúss, og enn, ári síðar, kom hann hingað til lands með tilboð i virkjun Elliðaánna. Frimann talaði fyrir daufum eyr- um. Nokkrar einkarafstöðvar voru settar upp i Reykjavík, og árið 1904 var sett upp vatnsaflsrafstöð í Hafnarfirði. Á ýmsu gekk í raf- magnsmálinu svonefnda næstu árin, og það var ekki fyrr en árið 1919, að bæjarstjórn samþykkti virkjun Elliðaánna. 1 minningum sínum segir Knud Zimsen, þáver- andi borgarstjóri, um Steingrim Jónsson: „Mikil gifta var það, að íslendingar skyldu ekki missa af honum til Ameríku, en hann var á förum þangað, þá er honum barst skeyti rafmagnsnefndar á að- fangadag jóla 1919. Eg þykist þess einnig vís, að Steingrímur hafi ekkert fremur kosið en að starfa fyrir þjóð sína, að minnsta kosti þykist ég muna það rétt, að Lára kona hans hafi einhverju sinni látið orð falla vió mig á þá leió, að hún hafi ekki í annan tíma tekið á móti betri jólagjöf en skeyti raf- magnsnefndar." Þegar virkjunin var fullgerð vorið 1921, var Stein- grimur ráðinn rafmagnsstjóri I Reykjavík. Því starfi gegndi hann í 40 ár. Fyrsta verkefni hans var að stjórna raflögnum í Reykjavík, en síðan að vinna að stækkun Elliðaárstöðvarinnar. Var hún fyrst stækkuð árið 1923, en síðan aftur 1933—34. Alla tíð stóð Lára Árnadóttir við hlið Steingríms og tók ríkan þátt i störfum hans, en að sjálf- sögóu steðjuðu ýmsir byrjunar- örðugleikar aó þessu nýja fyrir- tæki Reykjavíkurborgar. A þess- um tima þótti sjálfsagt, og er raunar enn talið i dag, að hringja heim til rafmagnsstjóra og kvarta yfir ýmsu, sem aflaga fór, ekki sízt rafmagnsleysi. Mörgum at- burðum þeirra ára kunnu þau hjón, Steingrimur og Lára, frá að segja, en minnisstæð er frásögnin um það, er hringt var til raf- magnsfrúarinnar, svo sem Lára var nefnd, og kvartað um raf- magnsleysi þá, er eldun stóó hæst. Taldi fólk það, er hringdi, að óhæfa væri að láta rafmagnið fara á þessum tíma, enda sæti fólk uppi með kaldan og ónýtan mat. Viðskiptum þeirra Láru lauk svo, að hún bauð fjölskyldu þessari allri til kvöldverðar, og bar fram kaldan, islenzkan mat, svo sem hann gerist beztur. Árið 1928 hefst nýr þáttur í lífi Steingríms Jónssonar. Þá hófust athuganir á virkjun Sogsins. Lög um sérleyfi Reykjavíkurborgar til virkjunar Sogsins voru samþykkt árið 1933 og virkjunin boðin út næsta ár. Steingrímur var mjög áhugasamur og virkur baráttu- maður á sviði virkjana, Sogsvirkj- ana sem annarra. Kunnátta hans, kraftur og brennandi áhugi þegar í upphafi Sogsvirkjanna hafa án efa átt ríkan þátt í þvi, að þær framkvæmdir tókust svo giftu- samlega, sem raun varð á. Fyrsta aflstöðin við Sog, stöðin við Ljósa- foss, tók til starfa árið 1937. Hún var í raun stórvirkjun á þeim tíma, en fram til þess höfðu nokkrar hömlur verið á rafmagns- notkun i Reykjavík, meðal annars var rafmagn ekki notað til suðu, svo að heitið gæti. Þótt Ljósa- forssstöðin væri það stór, að fáan- leg orka fjórfaldaðist við tilkomú hennar, kom fljótt í ljós, að stöð- ugt varð að vinna að frekari stækkunum og nýjum virkjunum. Ljósafossstöðin var stækkuð árið 1944 og árið 1948 var reist vara- stöð við Elliðaár. Tveimur árum siðar var hafin bygging nýrrar virkjunar í Sogi, vió Irafoss, en nokkur orkuskortur hafði verið allt frá árinu 1942. Irafossstöðin tók til starfa árið 1953. En um svipaó leyti hófst stóriðja á Is- landi, fyrst með byggingu Áburðarverksmiðjunnar. Enn varð því að auka hraðann i virkj- unarframkvæmdum og mæddi undirbúningur og framkvæmdir allar mjög á Steingrími Jónssyni. Við Efra-Sog var byggð ný aflstöð, og tók hún til starfa árið 1960. Þá var Steingrimur Jónsson sjötug- ur. Steingrímur lét af embætti rafmagnsstjóra um þessar mund- ir, en gegndi áfram starfi fram- kvæmdastjóra Sogsvirkjunar til ársloka 1965. Stöðinni við Efra- Sog var réttilega gefið nafnið Steingrímsstöð. Þrátt fyrir annir í starfi sem rafmagnsstjóri i Reykjavik og við virkjanir I Sogi, átti Steingrimur aðild að öðrum virkjunum. Meðal annars gerði hann frumáætlun um virkjun Andakílsárfossa 1922, og átti aðild að áætlunum um aukna virkjun Glerár i Eyjafirði, svo og virkjun Skeiðsfoss. Ilann var um hrið kennari við Mennta- skólann í Reykjavik og oft próf- dómari við Menntaskólann, Kenn- araskólann, Vélstjóraskólann og Háskóla Islands. Þá var Stein- grímur frumkvöðull á sviði hita- veitumála, og átti lengi sæti i hita- veitunefnd Reykjavíkur. Vinnudagur Steingrims Jóns- sonar var einatt langur, enda mun það hafa ráðið nokkru um, að sér- stök tómstundamál eða áhugamál óskyld starfssviðinu urðu að víkja. Hins vegar sinnti hann svo mörgum viðamiklum málum, tengdum starfinu á einn eða ann- an hátt, svo og ýmsum félagsmál- um, að aldrei féll honum verk úr hendi. Hann las mjög mikið, eink- um um visinda- og tæknimál, og eftir hann liggur ótrúlega mikið í rituðu máli. Hann var eindæma fljótvirkur við skriftir, og er það mikil gæfa, hve ötull hann var við að koma hugsunum sinum og at- hugunum í ritað mál. Steingrímur var formaður Sam- bands islenzkra rafveitna frá stofnun þess 1943 til 1962. Á þeim vettvangi vann hann eigi síður merkt starf, þvi að hann kynnti sér virkjunarmál og orkudreif- ingarmál hvers byggðarlags á landinu. Hann var hvatamaður þess, að Samband islenzkra raf- veitna, SlR, héldi fundi sina sem viðast um landið, þannig að kynn- ast mætti aðstæðum á hverjum stað sem bezt og hvetja mætti heimamenn til frumkvæðis og framtaks i raforkumálum. Hann var eindreginn stuðningsmaður þess, að haldið skyldi áfram við virkjanir vatnsafls á sem flestum stöðum á landinu og gagnrýndi mjög þá stefnu að flytja virkjunarframkvæmdir í hendur ríkisins og leggja áherzlu á sam- tengingu veitusvæða, án þess að nægilegar virkjanir væru til i hverjum landshluta. Meó starfi sínu sem formaður Sambands islenzkra rafveitna vann Steingrimur þjóðinni allri ómetanlegt gagn. Steingrímur tók virkan þátt í starfi Verkfræðingafélags íslands og var þrivegis formaður þess. Sömuleiðis var hann ötull félagi i rafmagnsverkfræðingadeild fél- agsins og vann þar meðal ann- ars geysimikið starf við íslenzkun fræðiorða. Steingrímur var mikill áhugamaður um íslenzkt mál, og maéttu aðrir menn á tækni- og vísindasviði taka hann sér þar til fyrirmyndar. Að öðrum ólöstuð- um mun hann eiga mestan þátt i tveim orðasöfnum á sviði raf- magnsfræði, en útgáfu þeirra hef- ur Menningarsjóður annast. Þriðja bindi þessa orðasafns er nú í undirbúningi. Segir mér svo hugur um, að þetta starf hans hafi haft mikil áhrif á íslenzka raf- magnsverkfræðinga, ekki sízt hina yngri, enda mun íslenzkun tækniorða á því sviði mun lengra á veg komin en annarra verk- fræðigreina. Þótt eigi væri það öllum kunnugt, mun áhugi Stein- gríms á sögu, uppruna og þróun íslenzkrar tungu hafa verið mik- ill, ekki sizt á síðari árum. Þá lét hann sér ætíð annt um íslend- inga, ættmenni sem aðra, er bú- ferlum fluttust til Vesturheims. Steingrímur beitti sér fyrir stofnun Ljóstæknifélags Islands, og var formaður þess um langt skeið. Frumkvæði hans á sviði ljóstækni og lýsingar hér á landi verður seint fullþakkað. Kom hann þar á samstarfi rafmagns- manna, arkitekta, augnlækna og áhugamanna til að bæta lýsingu i landinu. Af öðrum félagsstörfum, þeim er eigi voru beinlínis tengd starf- inu, má nefna störf hans í Odd- fellowreglunni á Islandi og Rótarýhreyfingunni, en þar var hann umdæmisstjóri 1963—64. Steingrimur átti sæti i fjölda- mörgum nefndum, meðal annars i kjarnfræðanefnd, tækninefnd til undirbúnings virkjunar i Þjórsá við Búrfell, bygginganefnd Raun- visindastofnunar Háskóla Islands og i stjórn gufubors rikisins og Reykjavíkurborgar. Framsýni Steingrims var ein- stök. Hér að framan hefur meðal annars verið vikið að virkjunar- málum, svo og að stofnun Ljós- tæknifélags. Eigi lét hann tækni- áhuga sinn og eril rafmagnsmál- anna verða þess valdandi, að hann missti sýn á þýðingu um- hverfismála og náttúruverndar. Hann var frumkvöðull að þvi, að hafin var skógrækt i Elliðaár- hólma. Það þekkja starfsmenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem unnið hafa við skógrækt þar um langan tíma. Borgarbúar munu síðar kunna að meta þetta starf, þegar Elliðaárdalurinn verður orðinn að þvi útivistarsvæði borgarbúa, sem að er stefnt. Ein af þeim perlum, sem Stein- grimur Jónsson hefur skilið eftir sig, er laxveiðiáin, sem við Reyk- víkingar eigum mitt I borgarland- inu. Það þurfti framsýni, skilning og dugnað til þess að tryggja varð- veizlu Elliðaánna, og þótt margir hafi lagt þar gjörva hönd á, er þáttur Steingrims mestur. Meðal annars lét hann fljótlega reisa klakhús, en siðar fullkomna klak- og eldisstöð við Elliðaárnar og réði i þjónustu Rafmagnsveitunn- ar sérmenntaða menn á sviði fiskiræktar. Stöð þessi var áður rekin af Rafmagnsveitunni sjálfri, en nú hefur Stangaveiði- félag Reykjavikur hana á leigu. Klak- og eldisstöðin hefur eigi að- eins reynzt Elliðaánum sjálfum lifgjafi, heldur hafa margar aðrar laxveiðiár á landinu notið hennar. Steingrími Jónssyni var ætið mjög annt um umhverfi mann- virkja og vildi að góður frágangur og snyrtimennska sæti ávallt í fyrirrúmi. Stöðvarnar við Elliða- ár og Sog bera þessum áhuga hans glöggt merki. Starfsmönnum Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Sogsvirkjunar sýndi hann ávallt mikla nær- gætni, og munu fáir hafa farið af fundi hans án þess að hafa fengið einhverja úrlausn mála. Félags- lifi starfsmanna sýndi Steingrim- ur mikinn áhuga, og var meðal annars hvatamaður að þvi aó byggja sérstakan skála, sem þá var fyrirhugaður i tengslum við skógræktarstarfið í hólmanum. Siðar varð sú hugmynd ofan á að byggja félagsheimili, en það stendur á norðurbakka við Elliða- árnar. Steingrímur og Lára tóku bæði virkan þátt i skógræktarstarfinu á Elliðaárhólma, en Steingrímur stakk fyrir fyrstu trjáplöntunni á 30 ára afmæli Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1951. Að lokn- um hinum árlega skógræktardegi safnaðist starfsfólk saman, fyrst úti i hólma, en siðar I eða við félagsheimilið, eftir að það hafði verið byggt. Þau hjón Steingrím- ur og Lára litu gjarnan á starfs- fólk Rafmagnsveitunnar sem stóra fjölskyldu, og ósjaldan tóku starfsmenn lagið við undirleik frú Láru, þegar svo bar undir. Þau hjón litu reyndar á allar rafveitur landsins sem eina fjölskyldu, en á því heimili var Steingrimur hús- bóndi, sem formaður Sambands íslenzkra rafveitna, og frú Lára var þar dugmikil húsfreyja. Steingrímur var óvenju vel gerður maður, bæði líkamlega og andlega. Hann var í raun heilsu- hraustur alla tíð, gekk mikið til vinnu sinnar og sótti fundi svo til fram'á siðasta dag. Þó hafði hann snemma kennt sér kvilla í hálsi og ágerðist hann á miðjum stríðsár- unum. Gekkst Steingrímur undir uppskurð hjá sérfræðingi í Bandaríkjunum, og tókst sú lækn- ing giftusamlega, þótt rödd hans hafi æ siðan verið verulega skert. Starfsþrek hans var með ein- dæmum. Minnist ég ekki að hafa kynnst manni, sem var jafn sí- vinnandi og Steingrimur, og af- köst hans við ritsmíðar voru meó ólikindum. Eftir hann liggja hundruð greina, ritgerða og skýrslna, bæði i innlendum og er- lendum timaritum. Raunar má segja, að Steingrimur hafi verið siskrifandi. A síðustu árum ritaði hann gagnmerka bók um Vestur- islenzka uppfinningamanninn Hjört Þórðarson, sem mjög varð þekktur á sviði rafmagnsfræði í Bandaríkjunum. Almenna bóka- félagið gaf bók þessa út, en siðara bindi er nú til í handriti. Steingrímur var einn þeirra manna, sem eigi þurfti að rita sérstaka ævisögu, enda skráði hann hana sjálfur alla tíð, bæði með ritverkum sinum og mann- virkjagerð allri, sem hann hefur haft forustu um. Þessi sjálfskrif- aða ævisaga mun halda nafni þessa merka athafnamanns á lofti um ókimin ár. I daglegu fari Steingríms fannst mér einna mest einkenn- andi hógværð hana i orðum, kurteisi og nærgætni i allri fram- komu. En hæfileikar hans til for- ustu leyndu sér þó aldrei. Hann var primus inter pares, fremstur meðal jafningja. Hann var maður óvenju ráðholl- ur, og er mér ljúft að minnast margra leiðbeininga og góðra ráða, sem hann lét eftirmönnum sinum í té. Veit ég að eftirmaður hans, Jakob Guðjohnsen, naut þessa i ríkum mæli. Það hef ég einnig gert. Steingrimur hafði til afnota skrifstofu hjá Rafmagns- veitunni, og minnist ég þar margra fróðlegra og skemmti- legra samtala, en hann kom á skrifstofuna svo til daglega fram á allra síðustu mánuði. Það var einkennandi i fari Steingrims, hve vel honum tókst aó virkja menn til starfa. Áhugi hans og elja hafði smitandi áhrif, og fyrir þvi tókst honum að vekja áhuga starfsmanna og stéttar- bræðra. Höfðingsskapur Steingrims var svo á allra vitorði, er til hans þekktu. að óþarfi er að íara um hann mörgum orðum. Hann var höfðingi heim að sækja og gestrisni þeirra hjóna siik, að orð var á haft, jafnt af erlendum gest- um sem innlendum. Enda var alla tíó mjög gestkvæmt á heimili þeirra Steingríms að Laufásvegi 73. Frú Lára átti lengi við van- heilsu að striða, einkum siðustu árin. Aldrei mun alúð Steingrims og nærgætni hafa notið sin betur en þá. Steingrimur Jónsson var i senn stórmenni og afreksmaður i íslenzku þjóðlífi, en einnig um- hyggjusamur heimilisfaðir og ein- lægur vinur. Hans er rninnst með virðingu og þakklæti. Aðalsteinn Guðjohnsen. Framhald á næstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.