Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1975
27
Önundarfirði. Þegar Steinunn
stóð á tvitugu var hún send af
heimilinu til að leita sér frekari
reynslu og menntunar. Hún hafði
sjálf þá skoðun, að hver kona ætti
að kunna að koma mjólk i mat og
ull í fat. Það fyrra hafði hún
þegar lært. Nú hóf hún nám i
klæðskurði á Isafirði og settist
þar jafnframt í kvöldskóla. Siðan
dvaldi hún á nokkrum sveita-
heimilum við Isafjarðardjúp,
saumaði á sveitungana og gekk að
öðrum störfum. Þegar hún sneri
aftur i Hjarðardal var þar kominn
ungur maður, Finnur . Torfi
Guðmundsson. Finnur nam þá
sjómannafræði hjá Kristjáni
bróður Steinunnar og dvaldi í
Hjarðardal á meðan. Þau Finnur
og Steinunn felldu strax hugi
saman. Þau giftust árið 1915 og
hófu sama ár búskap að Kaldá i
Öndundarfirði.
Steinunn elskaði moldina og
það sem í henni grær og allar
lifandi skepnur. Búskapur var
hennar óskastarf. A sama hátt
unni Finnur sjónum. Þau höfðu
með sér þá verkaskiptingu, að
hún sá um búskapinn, en hann
rak útgerð og stundaði sjó frá
Flateyri og Görðum. Þau hjónin
voru ólík um margt; Finnur glað-
vær og skemmtinn, Steinunn
skapföst og einörð. Þau áttu það
þó sameiginlegt að þau unnu
hvort öðru alla tið. Ætíð var gest-
kvæmt að Kaldá og húshald þar
nýstárlegt um margt, enda var
Finnur niikill framfarasinni.
Hann var t.d. einn fyrsti íslenski
bóndinn, sem lét raflýsa hjá sér.
Sæludagarnir að Kaldá stóðu ekki
mjög lengi. Steinunn tók að
kenna sjúkdóms, sem hrjáði hana
lengi síðan og 1930 fluttust fjöl-
skyldan að Flateyri. Þau hjónin
eignuðust fjögur börn að Kaldá,
sem upp komust; Jóhannes,
Jónínu, Garðar og Gróu og lifa
þau öll móður sina, nema
Jóhannes, sem lést í febrúar sið-
astliðnum.
Arið 1936 missti Steinunn
mann sinn. Finnur drukknaði í
sjó, en sá dauðdagi var ekki ný-
næmi fyrir Vestfirðingum í þá
daga. Það var mikið reiðarslag fyr
ir Steinunni og barnahópinn, en
enginn heyrði hana æðrast þá,
frekar en endra nær. Steinunn
bjó áfram með börnum sinuhi að
Flateyri uns þau uxu upp og
stofnuðu sin eigin heimili. Þá
fluttist Steinunn frá Flateyri og
bjó til skiptis hjá börnum sínum.
Síðustu árin bjó hún hjá dóttur
sinni Gróu og tengdasyni í
Hafnarfirði,
Steinunn Jóhannesdóttir var
skapfóst kona og hugrökk, sem
trúði óhvikult á lífsskoðanir sínar
og fór eftir þeim. Fyrir það var
hún virt. Vinum sinum sýndi hún
Framhald á bls. 20
Guðríður Guttorms-
dóttir - Minningarorð
Fædd 30. apríl 1883.
Dáin 27. janúar 1975.
I dag, laugardaginn 1. febrúar,
verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni i Reykjavík frú Guðríð-
ur Guttormsdóttir, en hún and-
aðist að Hrafnistu aðfaranótt sl.
mánudags, hátt á 92. aldursári.
Guðríður var fædd að Svalbarði
í Þistilfirði, dóttir prófastshjón-
anna séra Guttorms Vigfússonar
og seinni konu hans, Þórhildar
Sigurðardóttur frá Harðbak á
Sléttu. Þeim hjónum varð níu
barna auðið og var Guðríður næst-
elzt þeirra systkina, en nú eru á
lífi tveir bræður lir þessum stóra
systkinahópi, Sigurbjörn, fyrrum
bóndi og kennari í Stöð i Stöðvar-
firði, og Benedikt bankastjóri á
Eskifirði og síðar bankafulltrúi i
Reykjavik.
Fimm ára gömul fluttist
Guðríður       með       for-
eldrum sínum á Stöð i Stövar-
firði, þar sem faðir hennar síðan
var prestur til ársins 1925. Að
sjálfsögðu var ferð þessi farin á
hestum og tók sá búferlaflutning-
ur hálfan mánuð. Var búið um
börnin i kistum á klyf jahestum og
hefur sjálfsagt farið þar furðu vel
um Guðriði litlu ásamt systkinum
hennar. Þessi langferð lánaðist
vel og má kannski skoða sem for-
spá um langa og gæfuríka ævi-
braut.
Guðríður hiaut hið bezta upp-
eldi á hinu fjölmenna og reglu-
sama heimili foreldra sinna, en
séra Guttormur var hinn mesti
lærdómsmaður og tók oft efnilega
sveina til náms og undirbúnings
fyrir Læróa skólann og urðu
ýmsir þeirra siðar þjóðkunnir
menn.
Að sjálfsögðu hefur verið góður
bókakostur á prestsheimilinu, er
börn þeirra hjóna hafa haft
greiðan aðgang að þó að ifðru leyti
væri lítið um skólagongu á þeim
tímum og átti það ekki hvað sizt
við um stúlkurnar, þó á fyrir-
myndarheimilum væri, þær nutu
engan veginn jafnréttis við
bræður sína á þeim tímum. En
Guðríður mun hafa verið sérlega
bókhneigð og snemma lesið
mikið, enda var hún fróð og vel
heima á ýmsum sviðum og þó
sérstaklega í ættfræði, sem hún
gaf sig mikið að, allt til efstu ára.
Er Guðríður var 22 ára giftist
hún Þorsteini Þorsteinssyni Mýr-
mann,  ættuðum  úr  Suðursveit,
vel gefnum dugnaðar- og atorku-
manni. Stundaði hann verzlun og
útgerð í Stöðvarfirði til þess er
þau hjónin byggðu nýbýlið Öseyri
fyrir botni fjarðarins árið 1915,
þar sem þau svo bjuggu til ársins
1943, er hún missti mann sinn, 69
ára að aldri, en hann var niu
árum eldri.
Þau hjónin eignuðust 7 börn og
eru tveir synirnir dánir, Björn er
andaðist 23 ára gamall 1939, og
Skúli námstjóri dáinn 1973, elztur
þeirra systkina, kvæntur Önnu
Sigurðardóttur, Skólastjóra á
Hvitárbakka. önnur börn þeirra
eru Pálina, gift Guðmundi
Björnssyni kennara á Akranesi,
Friðgeir, bankaútbússtjóri á
Stöðvarfirði, kvæntur Elsu
Sveinsdóttur, Halldór, vélvirki í
Kópavogi, kvæntur Ruth Guð-
mundsdóttur, Anna, gift séra
Kristni Hóseassyni, Heydölum, og
Pétur sýslumaður i Búðardal,
kvæntur Björgu Rikarðsdóttur.
Er þetta nú orðinn fjölmennur
ættargarður, eftir því sem að ætt-
liðum fjölgar, allt mannvænlegt
fólk og vel af guði gefið.
Eftir að Guðríður missti mann
sinn, dvaldist hún lengstum hjá
yngsta syni sínum Pétri og Björgu
konu hans, er þá voru búsett í
Mosfellssveit og átti þar hinu
bezta atlæti að fagna, en fyrir
tæpu ári fékk Guðríður samastað
á Hrafnistu og dvaldi þar þangað
til yfir lauk.
Guðríður var frið kona sínum,
hæglát í fasi og tíguleg i fram-
göngu, svo að eftirtekt vakti. Hún
hafði yndi af að vera vel klædd
hinum tilkomumikla íslenzka
búningi og ræða þannig við vini
og vandamenn, svo og gesti er að
garði bar. Munu margir minnast
ánægjulegra samverustunda með
þessari gáfuðu og f jölfróðu konu.
Nú cr langur og starfsamur ævi-
dagur á enda runninn. Öþarfi er
að benda á það, hversu mikið
starf húsfreyjunnar var á Barn-
mörgu sveitahimili á fyrstu tug-
um þessarar aldar, svo lítið sem
þá var um hin svokólluðu þæg-
indi, sem nútiminn fær aldrei nóg
af.
Vegna umfangsmikilla opin-
berra starf og umsvifa húsbónd-
ans, utan heimilisins, kom barna-
uppeldið mest i hlut hús-
freyjunnar, eins og oft vill verða,
en það þrekvirki hefur Guðríður
leyst af hendi með mikilli prýði,
svo sem hinn gjörvilegi barnahóp-
ur þeirra hjóna bezt vottar, er óll
Vilmundur Árnason
frá Löndum - Minning
Kveðja frá Staðhverfingafélaginu.
Fæddur 12. marz 1884
Dáinn 23. janúar 1975
Nú fækkar þeim óðum, sem
áður fyrr voru búendur í hinu
auða og yfirgefna Staðarhverfi i
Grindavík. Síðastur féll í valinn
Vilmundur i Löndum, sem með
sínu stóra heimili setti svip sinn á
hverfið í meira en 30 ár.
Og hann setti líka sinn svip á
samkomur Staðhverfingafélags-
ins þar sem hann lét sig aldrei
vanta þrátt fyrir háan aldur.
Hann var einn af hinum trúu
félögum, sem vildu halda hópinn,
þótt hann væri dreifður eða horf-
inn i fjöldann í þéttbýli Stór-
Reykjavikur og bæjanna við
sunnanverðan Faxaflóa.
Vilmundur var aldursforseti
Staðhverfingafélagsins og einn
af heiðursfélögum þess og heiðri
krýndur sat hann samkomur þess,
umvafinn ást og virðingu barna
sinna og annarra afkomenda og
sinna mörgu vina.
Hann gladdist yfir þvi að geta
verið með í þeim gláða hópi á
góðra vina fundi. En svo varð
hann  stundum  eins og dálítið
hugsi eða viðutan, þegar hann
hvarf einn í heim minninganna,
lifði sig inn i liðinn tíma þegar
barist var hinni góðu sigursælu
baráttu við að afla nauðsynja og
lífsbjargar handa börnunum
mórgu.
Vilmundur var fæddur að
Sperðli i Landeyjum 12. marz
1884 sonur hjónanna Vilborgar
Guðmundsdóttur og Árna Jóns-
sonar, er þar bjuggu, og siðar að
Krisuvik. Fluttust þaóan 1907 að
Húsatóftum, Staðarhverfi I
Grindavik, en byggðu síðar Vind-
heima í sama hverfi og bjuggu
þar til 1919 er þau fluttust til
Reykjavíkur.
Vilmundur gekk að eiga Guð-
rúnu Jónsdóttur, fædd 12. júli
1891 — og hófu þau búskap að
Löndum í Gindavík 1912.Guðrún
andaðist 4. ágúst 1958.
Þeim hjónum, Guðrúnu og Vil-
mundi, varð þrettán barna auðið
og eruþauþessi:
Guðvarður, skipstjóri Reykja-
vik, Árni, bifreiðastjóri Keflavik,
Anna, húsfrú Keflavík, Magnús
bifreiðastjóri  Reykjavik, Borg-
hildur, húsfrú Reykjavik, Guðni,
múrari Reykjavík, Sigriður, hús-
frú Hjarðarbrekku, Rangár-
völlum, Gisli, járnsmiður Kópa-
vogi, Eriendur, sjómaður Njarð-
vík, Eyjólfur sjómaður Njarðvík,
Edvarð, sjómaður Keflavik, Krist-
inn Jón, sem dó á bernskuskeiói
og Hjálmar, starfsmaður við
kaupfélag Búðardals.
Staðhverfingafélagið minnist
þessa aldna og góða félaga síns
með virðingu og þökk, og þakkar
honum samfylgdina.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi.
hafa komizt vel til manns, sem
kallað er og verið samfélaginu
hinar styrkustu stoðir.
Nú kveðjum við vinir og vanda-
menn góða og göfuga konu hinztu
kveðju, en geymum i huga og
hjarta ljúfar minningar allt frá
fyrstu kynnum og þar á ber engan
skugga.
Guðmundur Björnsson.
I DAG verður til grafar borin hér
í borg Guðríður Guttormsdóttir
fyrrum húsfreyja að Óseyri i
Stöðvarfirði.
Guðriður var fædd að Svalbarði
i Þistilfirði 30. apríl 1883. For-
eldrar hennar voru Guttormur
Vigfússon, sóknarprestur að Sval-
barði, og Þórhildur Friðrikka
Sigurðardóttir, siðari kona hans.
Árið 1888 fékk Guttormur veit-
ingu fyrir Stöð i Stöðvarfirði og
fluttist Guðríður þangað með for-
eldrum sínum þá um vorið rúm-
lega fimm ára að aldri.
Stöð stendur i dalnum inn af
Stöðvarfirði og er rösklega einn
kilómetri til sjávar. Dalurinn er
grösugur mjög hið neðra, en i
brekkum og hiiðum er lyng, viðir
og birkikjarr mikið, og er þarna
búsældarlegt, fagurt og friðsælt.
Þarna átti Guðríður heima alla
sína bernsku og öll sin unglingsár
í hópi margra systkina. Prests-
hjónin voru fremur efnalítil, en
höfðu þó lóngum margt hjúa.
Presturinn var lærdómsmaður
mikill og frægur kennari og tók
því oft efnilega pilta á heimili sitt
tii að búa þá undir skóla. Þarna
var því lengstum fjölmenni á
prestsetrinu og hlaut það að setja
sitt mark á bórnin. Þau kynntust
mörgu fólki, oft fróðu og
skemmtilegu og urðu því frjáls
legri og veraldarvanari en gerist
og gengur á afskekktum sveita-
bæjum. Slík heimili voru löngum
hinar ágætustu menntastofnanir
og á þeim byggðist hinn marg-
rómaða íslenska sveitamenning.
Börn, sem ólust upp á slíkum
heimilum urðu oft hámenntaðar
manneskjur, án þess að verða
„igulker ótal skólabóka". Náið
samneyti við fagra og friðsæla
náttúru, húsdýrin, dagleg störf og
skemmtilegt fólk, þetta voru
uppeldismeðulin, sem Guðríður
og systkini hennar nutu í æsku.
Guðríður bar líka uppeldi sinu
fagurt vitni i daglegu lífi sínu,
eins og síðar mun vikið að. Ekki
veit ég til þess, að Guðriður nyti
beinnar skólamenntunar i æsku
eða á unglingsárum, en hún segist
í blaðaviðtali iiafa dvalist hjá
Helgu Austmann, hálfsystur
sinni, á Akureyri hátt í tvö ár, en
ekki getur hún þess í viðtalinu,
hvað hún hafi haft fyrir stafni
þennan tíma.
Arið 1904 verða þáttaskil í lifi
Guðríðar. Hún kynnist ungum
manni ættuðum úr Austur-
Skaftafelissýslu, Þorsteiní Þor
steinssyni Mýrmann. Hann hafði
nýlokið prófi frá Flensborgar-
skólanum, flust til Stöðvarfjarðar
og stoínað verslun og smábátaút-
gerð í Kirkjubólsþorpi. Þau
Guðríður og Þorsteinn felldu hugi
saman og gengu i hjónaband 27.
maí 1905. Heimili þeirra næstu 9
árin var i svokölluðu Þorsteins-
húsi, sem stóð á bakkanum nærri
miðja vega milli Andrésartanga
og Seltanga, en þar fyrir neðan er
núverandi Laufásvör. Þorsteinn
fékk byggingu fyrir Flautagerði,
sem var hjáleiga frá Stöð, árið
1914. Reisti hann fyrsta stein-
steypta íbúðarhúsið i Stóðvarfirði
i landareign þeirra jarðar á eink-
ar fögrum stað norðan við ós
Stöðvarár og kallaði Óseyri.
Stofnaði hann þarna nýbýli og
hóf ræktun á eyrinni, en nytjaði
jafnframt túnið á Flautagerði.
Löngu seinna keyptu þau hjón
Flautagerði, og færðist þá nafnið
Oseyri yfir á alla jörðina. Þarna
bjuggu þau Guðriður og Þor-
steinn uns hann lést árið 1943.
Ekki voru þau hjón fjáð i sínum
búskap, en þau voru vel sjálf-
bjarga, þrátt fyrir mikla ómegð
framan af árum. Þau eignuðust 7
börn, sem öll komust til fullor-
ins ára og' voru þau þessi
í réttri aldursróð: Skúli,
Pálina, Friðgeir, Halldór, Anna,
Björn og pétur. Björn dó fyrir
aldur fram á þrítugs aldr . Hann
var afbragðspiltur og hvers
manns hugljúfi, var það
þeim hjónum þung raun
að missa hann í blóma lifsins.
Skúli lést fyrir rúmlega tveimur
árum, hin börnin eru öll á lifi. Er
mér sagt, að afkomendur Guðríð-
ar og Þorsteins séu farnir að nálg-
ast hundrað. Er skemmst af þvi að
segja, að sá ættbogi allur ber upp-
runa sínum fagurt vitni.
Mikill míns heimilisins á Kirkju
bóli og Óseyrarheimilisins var
mikill samgangur og góð vinátta,
sem ég vissi aldrei til að skugga
bæri á. Þorsteinn var skarp-
greindur maður og skáldmæltur
vel, skrafhreifinn og skemmti-
legur í viðkynningu, allra manna
gestrisnastur og i einu orði sagt
drengur góður. Einkum er mér í
minni, hvað hann var alúðlegur
við ungmenni, sem komu á hans
fund. Hann taldi sig sist of góðan
eða mikinn mann til að skiptast á
skoðunum við ungt og óupplýst
fólk. Ekki var húsfreyjan siðri að
sinu leyti. Broshýr og alúleg kom
hún með þær veitingar, sem til-
tækar voru, og hef ég oft um það
hugsað, að samhentari hjón við að
gera gestinum viðdvölína nota-
lega muni erfitt að hugsa sér. Þau
hjónin komu oft á heimili for-
eldra minna og fundust mér þær
heimsóknir sannkallaóar hátíðir.
Þorsteinn og faðir minn spjölluðu
um landsins gagn og nauðsynjar
og voru oftast sammála, enda
voru þeir báðir fremur ihaldssam-
ir í skoðunum, og lítt hrifnir af
róttækni i þjóðmálum og þótti
mér það góð latína i þá daga.
Guðriður og mamma voru
fermingarsystur, þótt eins árs
aldursmunur væru á þeim. Þær
voru perluvinkonur alla sina ævi,
skrifuðust löngum á, skiptust á
gjöfum og heimsóttu hvor aðra,
pegar þær máttu því við koma. Er
mér til efs að hreinni, heil-
brigðari og fegurri vinátta þekk-
ist yfirleitt en milli þessara
kvenna. Mamma hafði oft orð á
því, hvað Guðriður hefði verið
falleg ung stúlka, og svo bætti
hún oftast við: „Hún er falleg enn
í dag." Þetta var satt, Guðríður
var f alleg kona og hélt kvenlegum
yndisþokka til elliára. En þó bar
frá, hvað framkoman öll var fram
úr skarandi  fáguð og  hófstillt.
Þarna birtist hin innri fegurð, hin
sanna menning mótuð af vönduðu
uppeldi, menntandi andlegu
andrúmslofti og heilbrigðu um-
hverfi æskuáranna. Eftir að Guð-
ríður missti mann sinn dvaldi hún
til skiptis hjá bórnum sinum, en
lengst var hún hjá Pétri syni sin-
um og seinni konu hans, Björgu
Rikharðsdóttur. Er mér tjáð af
nákunnugum, að Björg hafi
reynst henni frábærlega vel i öll-
um þeirra samskiptum, og sé
henni heiður og þökk. Guðriður
hélt góðri heilsu fram á allra sið-
ustu ár, nema hvaó heyrnardeyfa
bagaði hana allmikið. Siðasta árið
dvaldi hún á Hrafnistu og þar
andaðist hún 27. janúar síðastlið-
inn.
Blessuð  sé  minning  þessarar
mætu höfðings konu.
Björn Jónsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36