Morgunblaðið - 15.02.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1975 JT jaldeyrisviðskipt- n aftur í gang Jakob Hafstein við málverk af Lómagnúpi. • ALDEYRISDEILDIR bank- * ina opnuðu á hádegi í gær eftir ngisfellinguna á miðvikudag. I f jr voru þö aðeins afgreiddar •?r beiðnir sem hlotið höfðu s mþykki áður en til gengisfell- garinnar kom. Að sögn Ingólfs ' nólfssonar hjá gjaldeyrisdeiid • -nkanna mun vera farið fremur ;gt I sakirnar til að byrja með. i laldeyrisdeildin sjálf afgreiðir b sjálfkrafa aliar beiðnir undir ? * þúsund krónum en allar um- knir um hærri yfirfærslur v rða að fara fyrir gjaldeyris- i fndina til umfjöllunar nú fyrst 'i n sinn. Gjaldeyrir fyrir ferða- menn er eftir sem áður miðaður við pund og hækkar þannig f íslenzkum krónum. Nýja gjaldeyrisskráningin er birt í dagbók blaðsins f dag, en sem dæmi um hækkunina má nefna að einn Bandarfkjadollar (sala) hækkar úr 119.70 kr. (miðað við skráningu frá þvi á fimmtudag f síðustu viku) f 149.60 kr., eitt sterfingspund hækkar úr 283,30 kr. í 357,80 kr. ein dönsk króna hækkar úr 21.16 kr. í 27 kr., v-þýzkt mark hækkar úr 50,30 kr. f 64.46 kr. og 100 pesetar hækka úr 211,85 kr. f 266.50 kr. Verður norrænt dafróf samræmt Sýning Jakobs Hafsteins opnuð JAKOB Hafstein opnar mál- verkasýningu sfna f vestursal Kjarvalsstaða í dag. A sýning- unni eru 150 myndir, flestar málaðar á tímabilinu 1971—1974, en elzta mynd á sýningunni er frá 1943. Um helmingur myndanna eru vatnslitamyndir, einnig eru olíu-, pastel- og krftarmyndir á sýningunni. Þetta er tíunda sjálfstæða sýning Jakobs Hafstein. Áður hefur hann tvívegis sýnt verk sín hér f Reykjavfk, en einnig sýnt víða um land. Allmargar þeirra mynda, sem eru á sýningunni á Kjar- valsstöðum, eru f einkaeign, en tæplega hundrað eru til sölu. Langflestar myndanna eru landslagsmyndir málaðar hér á tslandi og á Spáni. Sýningin verður opin alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 4—10. Henni lýkur 23. febrúar. í kemur ekki 1ANNU Salama, finnski rit- •öfundurinn, sem hiaut Bók- nenntaverðlaun Norðurlanda- áðs í ár og átti að veita þeim iðtöku f Háskólabfó á sunnu- daginn, kemur ekki til tslands, að því er finnski sendiherrann á Islandi tjáði blaðam. Mbl. á Keflavíkurflugvelli f gær. Mbl. reyndi svo í gærkvöldi að .iá sambandi við Salama tii að á hann til að tjá sig um málið, •n það tókst ekki. Mbl. hafði amband við Kai Latinen, bók- menntafræðing f Helsinki, og >agði hann að það væri ófrá- /íkjanleg regla Salamais að veita ekki viðurkenningu eða verðlaunum viðtöku opinber- lega. Hann hefði tilkynnt að nann ætlaði að þiggja verð- aunin og gerði það með þakk- æti. 1 gærkvöldi var ekki vitað ,iver tæki við verðlaununum fyrir hönd Salamas. %ím Jón E. Halldórs- son látinn JÚN E. Halldórsson, varðstjóri f rannsóknarlögreglunni f Reykja- vfk, lézt s.I. fimmtudag, 55 ára að aldri. Jón fæddist á Isafirði 23. febrúar 1919, sonur hjónanna Halldórs Samúelssonar formanns þar og Mariu Jónsdóttur. Jón lærði rafvirkjun, en hélt til náms- dvalar í Bandaríkjunum árið 1940. Þar stundaði hann nám til ársins 1942 er hann gekk í banda- ríska herinn og í bandarísku her- lögreglunni starfaði hann árin 1942 til 1948. A stríðsárunum starfaði hann m.a. í Afrfku og á Italíu. 1948 kom Jón heim og hóf störf í rannsóknarlögreglunni í Reykjavík, og starfaði þar til ævi- loka, varðstjóri frá árinu 1962. Vann hann sér mjög gott orð sem fær lögreglumaður. Eftirlifandi kona Jóns er Sigrún Einarsdóttir. Þeim varð þriggja barna auðið. Newsweek segir frá dekkjum Einars 1 NYUTKOMNU hefti bandaríska vikublaðsins Newsweek er sagt frá dekkjum þeim, sem hugvits- maðurinn Einar Einarsson hefur fundið upp, og hægt er að nota sem venjuleg dekk eða nagla- dekk, aðeins með þvf að hleypa svo litlu lofti úr hjólunum eða bæta í, eftir þvf hvort við á. Gefur blaðið það f skyn að hér sé komið ráð til að vegir skemmist ekki óeðlilega mikið þegar snjó tekur upp. Morgunblaðið hafði í gærkvöldi Framhald á bls. 20 'ÆLAGA um samræmt norrænt afróf og svipaðan fjölda bók- ifa verður á dagskrá 23. þings ’ irðurlandaráðs í Reykjavík. utningsmenn tillögunnar eru I tka-Christian Björklund, Elsi L /temaki og Folke Woivalin, Menningarmálanefnd Norður- landaráðs mun fjaila um tillöguna í Reykjavík og væntanlega leggja fram álit sitt fyrir ráðið. Stolið úr Naustinu ÞJÓFAR voru á ferð í veitinga- húsinu Nausti aðfararnótt s.l. fimmtudags. Fóru þeir inn um glugga og þaðan beint í vín- geymslurnar og höfðu á brott með sér 12 flöskur af áfengi. Málið er óupplýst. MJÖG mikil loðnuveiði hélt áfram s.l. sólarhring á svæðinu f kringum Hrollaugseyjar. Enn- fremur virðist enn vera nóg af toðnu úti fyrir Austfjörðum því Sæberg frá Eskifirði fyllti sig út af Norðfjarðarhorni f gær. Mest- an afla í gær fékk Sigurður RE, 1050 lestir, sem skipið kemur með til Reykjavfkur um hádegi f dag. Frá því kl. 21 í fyrrakvöld til kl. 21 í gærkvöldi tilkynnti 21 skip um afla til loðnunefndar, samtals 13370 tonn. Eftirtalin skip tilkynntu um afla: Vörður 240 tonn, Hamar 220, Oddgeir 120, Hafsteinn 120, Bjarnarey 150, Reykjanes 240, Al- bert 330, Jóhannes Gunnar 100, Steinunn 100, Isleifur 4. 190, Hrafn Sveinbjarnarson 270, Is- leifur 260, Rauðsey 450, Bergá 160, Ólafur Tryggvason 100, Höfr- ungur 3. 270, Snæfugl 130, Jón Garðar 330, Helga Guðmundsdótt- ir 460, Dagfari 270, Pétur Jónsson 350, Ásberg 220, Gissur 140, Þorri 170, Faxi 240, Hamravik 150, Víð- ir 250, Ólafur Sigurðsson 240, Framhald á bls. 20 Stjórn Rithöfunda- sambandsins styður myndlistarmenn — hefur ekki heimild til að Frönsk kvikmynda- vika í Háskólabíó I NÆSTU viku verður efnt til franskrar kvikmyndaviku í Há- skólabíó á vegum franska sendi- ráðsins. Kvikmyndavikan hefst á þriðjudag og á næstu sjö dögum verða þar sýndar sjö franskar myndir, allar nýlegar og enginn hefur komið hér á tjaldið fyrr. Kvikmyndavika þessi er I lík- ingu við kvikmyndaviku franska sendiráðsins I fyrra sem gaf mjög góða raun og mæltist vel fyrir hjá íslenzkum kvikmyndaunnendum. Á þriðjudaginn verður sýnd myndin L’Horloger de St. Paul eða Ursmiðurinn frá St. Paul eftir Bertrand Tavernier og er sú elzt þessara mynda eða frá síðasta ári. Þar eru Philippe Noiret og Jean Rocheford í aðalhlutverkum. Hin- ar myndirnar eru: Sult L’Artister eða Leikarinn eftir Yves Robert, hinn sama og gerði myndina um manninn á svörtu skónum sem var hvað vinsælust hér I fyrra, og þar eru Marcello Mastroianni og Francoise Fabian I aðalhlutverk- um, Borsalino og co, framhald fyrri myndarinnar með Delon eft- ir sem áður í aðalhlutverki og Jacques Deray stjórnar; La Chaise Vide eða Autt sæti eftir Pierre Jallaud, La Gifle eða Kinnhestur eftir Pinoteau, með Lino Ventura í aðalhiutverki og loks L’Ironie du Sort eftir Molin- aro með Claude Rich, Jean Dess- ailly og Pierre Clémenti í aðal- hlutverkum. Allar þessar myndir eru með enskum texta en þær eru nánar kynntar á kvikmyndasfðu Morgunblaðsins á morgun, sunnu- dag. að fjalla um listastefnur MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá stjórn Rithöf- undasambandi Islands, þar sem segir að á stjórnarfundi föstudag- inn 14. febrúar hafi verið ein- róma samþykkt að iýsa yfir full- um stuðningi við Félag islenzkra myndlistarmanna I deilunni um Kjarvalsstaði og styðja þau sjónarmið sem fram hafa komið i yfirlýsingum Bandalags Isl. lista- manna varðandi Kjarvalsstaói. Væntir stjórnin þess að íslenzkir Framhald á bls. 20 FRÖNSK KVIKMYNDAVIKA — Þetta atriði er úr Borsalino og co, einni hinna sjö nýju kvikmynda sem sýndar verða í Háskólabió i næstu viku. Salama Finnlandi, Tönnes Madsson Andenæs, Per Borten og Gunnar Barbo, Noregi, Gylfi Þ. Gíslason, Islandi, Grethe Lundblad, Ingemar Mundebo og Per Olof Sundman, Sviþjóð. í’lutningsmenn tillögunnar benda á, að mismunandi stafa- gerð í stafrófum Norðurlandamál- anna auki mjög á þá erfiðleika sem íbúar landanna eigi við að etja við lestur á öðru tungumáli en sínu eigin. I greinargeró með tillögunni benda flutningsmenn sérstaklega á ö/0 og a/æ og notkun ck og ch í sænsku þegar nokað sé k og kk í öðrum norrænum málum. Einnig er bókstafafjöldi og samsetning stafrófs mismunandi. Sænska stafrófið endi t.d. á á, a, ö en hið norska og danska endi á æ, 0, á. 52 bátar með 13 þús. lestir; Mikil loðna út af Austfjörðum og við Hrollaugseyjar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.