Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 22
 22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975 Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Sýning Eyborgar Eyborg Guðmundsdóttir, sem um þessar mundir sýnir í sýn- ingarsölum Norræna hússins, hef- ur nokkra sérstööu meðal ís- lenzkra myndlistarmanna. Mynd- irnar hennar, hvort heldur um er að ræða málverk, hluti eða gler- myndir í hreinni rúmtaksvídd, eða sjónhverfuvidd („op“ list) koma fyrir sjónir sem nokkurs konar víðbót við geometriutíma- bilið á fimmta áratugnum. Hefði umrædd sýning verið opnuð á þeim tíma, hefði hún þótt stór- merk viðbót við það sem menn voru þá að kljást við innan ákaf- lega þröngs ramma. Heil áratugur merkilegra umbrota í framúr- stefnulist meginlandsins fór í það hérlendis að vinna á níðþröngu sviði innan flatarmálslistarinnar (geometríunnar). Við skulum líta yfir svióið og athuga lítillega gang þróunarinnar. Fram að 1950 bar mest á hrjúfum vinnubrögðum á myndfletinum, þar sem hin um- búðalausa, expressíva litasjón skipti mestu máli, en nú fer geometrían að hasla sér völl hér og með henni fráhvarfið frá Picasso, líkt og annars staðar í Evrópu. Eftir 1950 þrengdi svo- nefnd „önnur bylgja" hinnar köldu abstraksjonar sér fram, og þó ekki án erfiðsmuna. Tímabil þetta, sem náði fram að 1960 og jafnvel lengur hér á landi, má einnig nefna „grafalvarlega tíma- bilið“. Heil kynslóð nýrra málara reynir að feta í fótspor málara líkt og Magnelli, Arp, Herbins o.fl. í því skyni að skapa varan- lega og fastmótaða fræðilega list, sem væri „fallegri“ en lista Mondrians, og þannig þróaðist smám saman fram að 1955 vana- bundin og stundum tilgerðarleg formfesta, sem teygðist út. Þetta var ósjaldan tilraun til að koma aukinni dýnamík í nýplastikina. Nokkrir Islendingar sem dvöldust í París á þeim tíma, hrifust af þessu og fluttu heim með sér. Þetta þótti hið eina rétta nær allan þann áratug, og sann- færingin um gildi stefnunnar og óskeikulleika var nær óraskanleg, og allt annað lítilsvert, þótt sumt ætti vissan rétt á sér. Meinbugurinn í þessari þróun var, öðru fremur, hve þröngt sviðið var, sem Islending- arnir tileinkuðu sér, og hve fáa möguleika það gaf stórum hluta þeirra málara, sem ánetjuðust stefnunni, þannig að þeir hreín- lega gáfust upp eóa máluðu langt undir raunverulegri getu. Við- leitni íslenzkra málara i átt að framúrstefnulist hefur því miður undantekningarlítið einkennzt af rótgróinni íhaldssemi og kreddu- festu og jafnframt umburöar- og skilningsleysi gagnvart öðrum gildum. Á sama tima og þetta var að gerast, voru til málarar i París, sem e.t.v. bar minna á á þeim tímum, sem einbeittu sér að því að svipta orðinu „komposition", litasambönd og „plastík“ sér- hverri meiningu (Jesus Rafael Soto o.fl.). Til þess að umræða og athafnasemi geti skapazt um eitt- hvert nýtt gildi þarf einmitt rök- fast andsvar við því, sem haldið er til streitu, og gefur það viðleitn- inni aukna vídd. Það verður sjald- an til svipmikilla umbrota, er allir mála hver í kapp við annan éftir sömu þröngu formúlunni, það gneistar ekki af slíku en kallar frekar heim værðarleg vinnu- brögð. Þó að Eyborg eigi margt sam- eiginlegt með þessum málurum, þá koma fram hjá henni ný við- horf, sem hefðu verið ákaflega dýrmæt fyrir tveim áratugum og eiga ennþá fyllsta rétt á sér, en á allt annan hátt. Eyborg hefur hrifizt af mörgu innan geometrí- GUÐMUNDUR Einarsson frá Miðdal var mikilvirkur persónu- leiki, og það gustaði af atorku og athafnasemi, hvar sem hann bar niður. Hann var málari, mynd- höggvari, vann í málmstungum, gerði teikningar og vatnslita- myndir, auk þess sem hann lagði stund á leirmunagerð i miklum mæli. Einnig liggja eftir hann steindir gluggar og ýmiss konar húsaskreytingar, og a.m.k. eitt rit- verk, „Fjallamenn“, en á því sviði var hann einnig liðtækur. Þessi upptalning sýnir ljóslega, að maðurinn var ekki einhamur á sviði lista- og framtaks og enga lognmollu mun hann hafa þolað í umhverfi sínu. Hitt er svo annað mál, hvort slík dreifing orku sé æskileg á svo breiðu sviði lista og athafna, því að hvert eitt svið listrænna athafna krefst sér- stakrar einbeitingar og því ofur- mannlegt að ná til hæða, iðki við- komandi þær allar jöfnum hönd- um. Jafnvel Picasso var vanur að einbeita sér að einu sviði í senn og leggja sig allan fram innan marka þess, þótt hann gripi á stundum í eitt og annað sér til afþreyingar. Ekkja og synir Guðmundar Einarssonar hafa sett upp minn- ingarsýningu á verkum lista- mannsins að Kjarvalsstöðum í til- efni 80 ára afmælis hans en sú sýning stendur nú yfir og lýkur á sunnudagskvöld. Kennir þar margra grasa, sem vænta má, en ýmislegt skortir þó á, að raun- veruleg heildarmynd fáist yfir starfsferil listamannsins. Ekki hefur það verið auðvelt verk að ná saman þessari sýningu, svo umfangsmikið sem lífsverk Guðmundar var en sjálfur mun hann hafa látið hafa eftir sér árið 1940 að myndir hans væru orðnar um 600 talsins, og átti hann þá eftir að lifa í nær aldarfjórðung mikillar athafnasemi. Vafasamt er hvort fjölskyldur listamanna séu rétti aðilinn til að setja upp slíkar yfirlitssýningar, sagan segir okkur a.m.k. hið gagnstæða, en viljann ber að meta, þótt ýmsir hnökrar verði á framkvæmdinni. Ljósmyndir og annáll æviferils myndlistarmannsins hefðu t.d. brugðið mikilsverðu ljósi á leið hans, og orðið ókunnugum af yngri kynslóð ómetanlegur fróó- leikur. Þá á að vera hægt að sjá höggmyndir og keramikverk frá öllum hliðum rúmtaksins, en þeim verkum á ekki að vera stillt upp við vegg líkt og I verzlunum takmarkaðs húsrýmis. Fleira mætti nefna en að öðru leyti má segja, að heildarmyndin sé allgóð, en þó full slétt sakir fjölda verka. Vissulega hefðu ýmsar sölumynd- ir mátt vikja fyrir gildari verkum. Ferill þessa listamanns er í stuttu máli sá, að hann hóf nám hjá Stefáni Eiríkssyni 1911 og var undir handleiðslu hans næstu tvö árin, einnig stundaði hann nám Kaupmannahöfn og seinna Múnehen, er hugur hans stefndi aðallega að höggmyndalistinni Einnig nam hann þar eirstungu tækni og sennilega margt fleira til útrásar víðtækri starfselju. Námsbrautir hans mega því teljast drjúgar, en þeir sem undr- ast verkefnaval Guðmundar, manns sem numið hafði í heims- borginni Múnchen, skulu hafa í huga að borgin var, þegar hann og raunar fleiri islenzka listamenn bar þar niður, ekki lengur í brennidepli þeirra umbrota, er þar áttu upphaf sitt í byrjun aldarinnar og framundir fyrra stríð (þetta var 1921). Borgin var þá nær einangruð frá hræringum samtímans, og svonefnd „Heimatkunst“ (átthagalist) var i miklum uppgangi. Sú list féll eðli- lega og rökrétt í góðan jarðveg hjá hinum ungu og íhaldsömu listspírum frá bókmenntaþjóð- inni, og þeir báru allir svip þess- arar skólunar, er þeir fóru að virkja áhrifin í heimalandi sínu, og má það teljast skiljanlegt. Eins hefði það talizt eðlilegt að þeir sömu menn hefðu komið heim með önnur viðhorf, hefóu þeir komið á þessar slóðir áratug fyrr, jafnvel þótt þeim hefði gengið erfiðlega að melta umbrotasamar hræringar. Guðmundur gerist þannig rök- rétt einn af fyrirsvarsmönnum átthagalistar, er hann kom heim, og þessari viðleitni sköpunar þjóðlegrar myndlistar fylgdi hann alla tíð, og mun þar hafa verið um eðlislæga þróun mála að ræða frekar en hagnaðarvon, enda efnaðist hann ekki fyrr en seinna þrátt fyrir starfseljuna. .. unnar og tileinkað sér margt af vinnubrögðum forveranna, en við því er ekkert að segja, því að öll list byggist á opnum viðhorfum fyrir umhverfinu, og kvi, aó viða að sér áhrifum, eingetin list hefur ennþá ekki séð dagsins ljós. Eyborg blandar ósjaldan hrein- um flatarmálsformum optískri sjón ög nær ósjaldan áhugaverð- um árangri, en hinsvegar eru fæstar af myndum hennar róttæk- ar optík-myndir og ekkert í lík- ingu við suma hreinræktaða „optík“-list svipað og t.d. hjá kyn- konu. En þetta atriði hver sé fyrstur með fréttirnar, er hálf annkannalegt í mínum augum, því að sjálfur árangurinn er hér jafnan stórum áhugaverðari að mfnu mati. Sýning Eyborgar er mjög heilleg þó að þar kenni margra grasa, og henni er vel fyrir komið, þó að glermyndirnar njóti sín vart sem skyldi, vantar ljós eða dags- birtu í gegnum myndirnar. Áber- andi er, hve myndin nr. 26, „Tileinkun", nýtur sín miklu bet- ur en á kvennasýningunni og öðlast nýtt og meira líf, myndin við hlið hennar, „Linear-Space“, er einnig vel og umhyggjusam- lega máluð. Mikil natni og nákvæmni í ætt við Vasarely er í mynd nr. 17, „Hljómar", einnig í myndunum „Feluleikur" (6) og Guðmundur Einarsson frá Miðdal (1895 — 1963) Mnuiingarsvning að Kjarvalsstöðnm Málverkið „Hljómar" nr. 171 sýningarskrá systrur hennar Bridgey Riley. Ekki veit ég með fullri vissu, hvaða íslendingur kynnti ,,op“- list fyrstur manna hérlendis, en ég veit með vissu, að fyrsti maður- inn til að kynna hreinræktaða optik var Svisslendingurinn Diter Rot, sem margir þekkja, enda dvaldi hann langdvölum hérlend- is og átti um skeið íslenzka eigin- „Altaristafla" (9). Fleiri myndir mætti nefna, en upptalning hefur vafasaman tilgang, þvi að myndir virka misjafnlega á skoðendur. Aðalatríðið er hér, að Eyborg hef- ur staðfest það með þessari sýn- ingu, að hún er vandvirkur mál- ari, sem gædd er miklu hugrekki og einurð, og vinnur því umtals- verðan sigur með þessari sýningu. 29 „Margt býr I þokunni", nr. 29 f sýningarskrá. Yfirlitsmynd yfir sýninguna. Guðmundur Einarsson frá Mið- dal var þannig trúr skólun sinni allt sitt líf, og eðlilegt má teljast, að hann ætti ekki samleið með framúrstefnulistamönnum hér- lendis og ætti í útistöðum við þá, þvi að sú tegund listar var honum lokuð bók. Ýmsar vatnslitamynd- ir á sýningunni á Kjarvalsstöðum sýna þó, að tilfinning var fyrir hendi fyrir umbúðalausum, skynrænum vinnubrögðum með liti, svo sem myndirnar „Hekla“ (56), „Frá Lapplandi" (81), „Ur Ásbyrgi“ (83) og „Morgun" (87). Þá bera sum málverkanna af, að mínu mati, fyrir innlifun og listræn tilþrif, svo sem „Margt býr í þokunni" (29), „Hofsjökull" (30), „Svartisteinn", „Alpar“ (38) og „Landslag“ (41), sem var ein fyrsta mynd Guðmundar. — Fyrir aðdáendur rómantískrar þjóðlegrar átthaga- listar mun rnikill fengur að þessari sýningu, og fyrir aðra nokkur fróðleikur til aukins skilnings á þróun og lífsferli þessa athafnamikla myndlistar- manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.