Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 47 Paradísar missir í út- varpsleikgerð um páska • UTVARPSLEIKGERÐ Hrafns Gunnlaugssonar á Para- dfsarmissi )ohn Miltons f þýð- ingu Jóns frá Bægisá verður flutt f tveimur hlutum á páska- dagskrá útvarpsins. Verður fyrri hlutinn fluttur á laugar- dag og sá sfðari á páskadag. Þýðing Jóns á þessu verki var sfðast prentuð f Kaupmanna- höfn árið 1828, og æ sfðan hef- ur hún verið talin með merkari bókmenntaafrekum Islend- inga. Hins vegar er hún sjald- séð og hefur ekki verið vfðlesin af almenningi. Þessari útvarps- leikgerð er ætlað að bæta hér nokkuð úr. Hrafn Gunnlaugsson vann s.l. tvö ár við útvarpshandritið, enda er úr vöndu að velja þegar umbylta á verki eins og Para- dísar missi, þar eð verkið er í prentuninni frá 1828 408 blað- síður og tæki á tíunda tima að lesa það í heild. Höfundur út- varpsgerðarinnar hefur því bæði stytt og umskrifað margt f þýðingunni. I útvarpshandritinu er að finna tvær persónur sem ekki eru i frumverkinu sjálfu: Skáldið (þ.e. Milton/Jón) og Sögumann. Skáldið er fulltrúi Miltons, sá sem sér og lýsir því John Milton. sjónarspili er fram fer á Himni, i Helvíti og á Jörð, en Sögumað- ur er eins konar túlkur og tengiliður atburðarásarinnar. Með hlutverkin fara: Satan — Róbert Arnfinnsson, Skáldið — Helgi Skúlason, Sögumaður — Jón Sigurðsson, Belsebúb — Árni Tryggvason, Eva — Her- dis Þorvaldsdóttir, Synd — Steinunn Jóhannesdóttir, Mess- ías — Sigurður Karlsson, Guð — Karl Guðmundsson, Adam — Rúrik Haraldsson. Leikstjóri er Hrafn Gunnlaugsson. Messa án prédikunar Á föstudaginn langa, kl. 11, verður að venju messa í Dóm- kirkjunni, en með nokkuð óvenjulegum hætti. Presturinn, sr. Þórir Stephensen, flytur ekki prédikun, en lesið verður úr píslarsögunni og síðan skiptist á flutningur bæna og tónlistar í formi safnaðarsöngs, einsöngs, kórsöngs og organ- leiks. Dreift verður fjölritaðri messuskrá, en fólk er hvatt til að hafa með sér sálmabækur. Reykjanes- kjördæmi Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins i Reykja- neskjördæmi verður haldinn miðvikudaginn 2. aprfl kl. 21.00 f samkomuhúsinu i Garði. Að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum munu Geir Hall- grfmsson forsætisráðherra og Matthías A. Mathiesen fjár- málaráðherra ræða um stjórn- málaviðhorfið. Ekki sérgjald í leigu- bílumum páskana LANDSSAMBAND leigubif- reiðastjóra hefur samþykkt að nú um páskana skuli ekki gilda sértaxti á leigubifreiðum, svo sem gildir um jól og áramót. Þessi sértaxti hefur verið þann- ig að 35% leggjast ofan á venjulegan nætur- og helgi- dagataxta. Úlfur Markússon sagði að þetta hefði nýlega verið ákveð- ið og væri þar sérstaklega tekið tillit til barnafjölskyldna, sem þyrftu oft um páskana að kom- ast á milli húsa í leigubifreið- um á skemmtanir og annað. Sértaxtinn gildir þó 17. júni. Nú eftir að ökugjaldmælar fóru að sýna rétta upphæð öku- gjalds gildir sú regla, að þegar ekið er rúmhelga daga frá mánudegi til föstudags á tlma- bilinu frá klukkan 08 til 17 er gjaldið greitt samkvæmt taxta númer 1, en helgar- og nætur- taxti er númer 2. Kirkjukvöld BRÆÐRAFÉLAG Dómkirkj- unnar heldur sitt árlega kirkju- kvöld i Dómkirkjunni á skirdag kl. 20.30. í tilefni kvennaársins hefur Bræðrafélagið að þessu sinni fengið f jórar konur til að koma þar fram: biskupsfrú Magnea Þorkelsdóttir flytur frásögu, kirkjumálaráðherrafrú Dóra Guðbjartsdóttir flytur hug- vekju, Elín Sigurvinsdóttir, óperusöngkona, syngur einsöng með undirleik Ragnars Björns- sonar, dómorganista, og dr. Guðrún P. Helgadóttir, skóla- stjóri, flytur erindi. Ennfremur flytur séra Þórir Stephensen, dómkirkjuprestur, ávarp og séra Öskar Þorláks- son, dómprófastur, flytur hug- vekju og bæn. Kærði kvenmann fyrir áreitni ÞAÐ KEMUR stundum fyrir, að konur kæra karlmenn fyrir áreitni en það telst til undan- tekninga ef karlmenn kæra konur fyrir slíkt. Nú á kvenna- árinu hefur það gerzt, að kæra af þessum toga hefur borizt Sakadómi Reykjavfkur. Málavextir eru þeir, að í vet- ur kærði maður nokkur þrituga konu fyrir áreitni og fyrir að spilla friði heimilisins. Kvað hann konuna halda uppi stöð- ugum simhringingum í sig daga og nætur með óskum um að hann hitti sig að máli. Maðuf- inn, sem er nokkrum árum yngri og giftur hafði engan áhuga á slíkum fundum við konuna, sem er ógift. Fór svo að lokum að hann kærði konuna og hlaut hún áminningu hjá Sakadómi fyrir athæfi sitt. Maðurinn fékk sér nú nýjan sima og hélt númerinu leyndu. En ekki dugði það til, þvi konan byrjaði þá að senda manninum bréf og símskeyti með ósk um að þau hittust. Áhugi mannsins fyrir konunni var engu meiri en I fyrra skiptið og hefur hann nú lagt fram kæru á nýjan leik á hendur konunni fyrir áreitni og fyrir að spilla heimilisfriðn- um. Bendir allt til þess að þetta ætli að verða dómsmál. Samningarnir ALÞVÐUSAMBAND tslands vegna félaga, er beina aðild eiga að sambandinu, og ennfrem- ur vegna Iðnnemasambands lslands, Verka- mannasambands tslands, Málm- og skipa- smiðasambands tslands, Sambands bygginga- manna, Rafiðnaðarsambands tslands, Lands- sambands iðnverkafólks, Landssambands vörubifreiðastjóra. Landssambands fs- lenzkra verzlunarmanna, Sjómannasam- bands tslands, allt samkvæmt sérstakri skrá yfir félög, sem veitt hafa samninganefnd ASt umboð til samningaviðræðna. og Vinnuveitendasamband tslands, Vinnu- málasamband samvinnufélaganna og Reykjavfkurborg hafa, meðan unnið er að endanlegri gerð nýrra kaup- og kjarasamn- inga, gert með sér svofellt samkomulag um breytingar á kaupgjaldsákvæðum síðast gild- andi kaup- og kjarasamnínga og framlengj- ast þeir þvf með þeim breytingum, sem sam- komulag þetta felur f sér: 1. Núgildandi mánaðarkaup, sem lægra er en kr. 69.000,- miðað við fulla dagvinnu hækki um kr. 4.900,- á mánuði, en hlutfalls- lega minna til þeirra, sem skemur vinna. 2. A núgildandi laun á bilinu kr. 69.000,- til kr. 73.900,- greiðist kauphækkun þannig, að launin verði kr. 73.900,- til þeirra, sem skila fullri dagvinnu, og hlutfallslega til þeirra er skemmri vinnutfma skila. 3. Hækkun á yfirvinnukaup greiðist þann- ig, að gildandi hlutföll millí eftir-, nætur- og helgidagskaups — og dagvinnu haldist óbreytt. 4. Um útreikning og greiðslu framan- greindrar kauphækkunar fari skv. sfðast gildandi reglum um kaupbreytingar, m.a. þannig, að með kauptaxta skuli telja hvers konar samningsbundin álög og kaupauka, sem ekki svara með beinum og ótvíræðum hætti til útlagðs kostnaðar launþega vegna öflunar launatekna. 5. Stefnt er að þvf að samið verði um fyrirkomulag verðlagsbóta á laun fyrir 1. júnf 1975. 6. Samkomulag þetta gildir frá 1. marz til — Hue fallin Framhald af bls. 1 stafanir hernum til eflingar, svo aö hægt væri að stöðva sóknar- þunga Þjóðfrelsisfylkingar- manna. Hann sagði að úrslita- orrustan væri að hefjast og hún gæti skorið úr um örlög landsins. Hann sagði að hermenn landsins mættu treysta þvi að öll þjóðin stæði að baki þeim. Ávörp Thieus voru bersýnilega flutt til að reyna að stappa stálinu í hermenn og borgara, vegna vonleysis, eymdar, hræðslu og skelfingar sem farið hefur sem eldur í sinu um landið. I Danang búa um fimm hundr- uð þúsund manns. Fréttastofur herma að á götum þar verði varla þverfótað fyrir örvæntingarfull- um flóttamönnum, sem þangað hafi komið og eigi hvergi höfði sinu að halla enda sjái þeir og fram á að borgin kunni ef til vill að falla i hendur andstæðinganna á næstunni. Bandaríkjamenn hófu að flytja fólk frá Danang i dag með flugvélum og kom til átaka á flugvellinum, svo mikill var æsingur í borgurum, sem vildu allt til vinna að forða sér frá borginni, eftir að ljóst varð að herir Þjóðfrelsisfylkingarmanna nálguðust hana nánast úr öllum áttum. I ávarpi Thieus sem áður er að vikið hvatti hann Bandaríkja- menn til að bregða við skjótt og veita herliði Suður-Vietnam þann styrk sem þyrfti til að það gæti staðið af sér árásirnar. Sagðist Thieu biða I ofvæni eftir við- brögðum Bandaríkjamanna. Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikjamanna, gagnrýndi i dag að Bandaríkjamenn þver- skölluðust við að veita Suður- Vietnömum hjálp og sagði hann að slík neitun kynni að leiða til hruns landsins og stórkostlegra breytinga á valdahlutföllum i þessum heimshluta. Kissinger sagðist vilja benda á, að árið 1973 hefðu Bandarikjamenn undirrit- að samning um að hverfa með herlið sitt á brott frá Suður- Vietnam, en þeir hefðu ekki und- irskrifað neitt skjal, þar sem þeir hefðu ákveðið að hætta allri hern- aðar- og efnahagsaðstoð við land- ið. — Feisal Framhald af bls. 1 sérstaklega við forystumenn Arabaþjóðanna áður en þeir héldu heimleiðis, en búizt var þó við þvi að hann reyndi að gefa sér tima til stuttra viðræðna við helztu áhrifamennina sem til út- fararinnar komu. t fréttum frá Vinarborg segir 1. júní 1975, en fellur þá úr gildi án uppsagn- ar. Reykjavík, 25. marz 1975. F.h. Alþýðusambands íslands, vegna fé- laga, er beina aðild eiga að sambandinu, Iðnnemasambands Islands, Verkamanna- sambands fslands, Málm- og skipasmiðasam- bands tslands, Sambands bvggingamanna, Rafiðnaðarsambands tslands, Landssam- bands iðnverkafólks, Landssambands vöru- bifreióastjóra, Landssambands fslenzkra verzlunarmanna, Sjómannasambands ts- lands, f.h. aðildarfélaga sinna samkvæmt sér- stökum félagsskrám. Með fyrirvara um samþykki verkalýðsfé- laganna. F.h. Vinnuveitendasambands fslands vegna Vinnuveitendafélags Akraness, Vinnuveitendafélags Mýrasýslu, Vinnuveit- endafélags Breiðafjarðar, Vinnuveitendafé- lags Vestfjarða, Vinnuveitendafélags Siglu fjarðar. Vinnuveitendafélags Akureyrar, Vinnuveitendafélags Raufarhafnar, Vinnu- veitendafélags Seyðisfjarðar, Vinnuveit- endafélags Vestmannaeyja, Vinnuveitenda- félags Suðurnesja, Vinnuveitendafélags Grindavfkur, Sambands fiskvinnslustöðv- anna, Apótekarafélags tslands, Bflgreina- sambandsins, Sambands málm- og skipa- smiðja, Fisksalafélags Reykjavfkur og Hafn- arfjarðar, Félags þvottahúseigenda, Félags skrúðgarðameistara, Meistarasambands byggingarmanna, Félags löggiltra rafverk- taka f Reykjavfk, Landssambands ísl. raf- verktaka, Félags fsl. iðnrekenda, Landssam- bands fsl. útvegsmanna, Verktakasambands tslands og Landssambands bakarameistara með fyrirvara um samþykki stjórnar Vinnu- veitendasambands tslands og einstakra fé- lagsdeilda þess. F.h. Vinnumálasambands samvinnufélag- anna með fyrirfara um samþykki stjórnar. F.h. Reykjavíkurborgar með fyrirvara um samþykki borgarráðs. að morðið á Feisal muni að líkind- um ekki hafa nein umtalsverð áhrif á verð á olíu, að því er sérfræðingar OPECs töldu í kvöld. Þá segja stjórnmálafræðingar allt á huldu um, hvort Khaled konungur muni verða sá sem fari með völdin í Saudi Arabíu til frambúðar eða hvort krónprins- inn muni taka við áður en langt um líður. Sé mjög óljóst hvernig þeim málum verði skipað, en flest bendi til að lítil sem engin stefnu- breyting verði gagnvart Araba- rikjunum, Israel og Bandarikjun- um. — Fyrsti Framhald af bls. 48 sáttasemjara ríkisins i gær af for- mönnum samninganefnda aðila í sjómannadeilunni, Jóni Sigurðs- syni, formanni Sjómannasam- bandsins og Kristjáni Ragnars- syni, formanni LlU, en báðir áttu sæti í samninganefndum ASI og VSI. — FRÍ Framhald af bls. 48 son voru á fundi þessum og lýstu þeir yfir ánægju sinni vegna ákvörðunar stjórnar FRl. Ekki sögðust þeir vita enn hve mikið hefði safnast, en unnið yrði mark- visst að þvi að ná þvi marki sem sett hefði verið i upphafi, 1,5 milljón króna. Verður söfnuninni haldið áfram eftir helgina og þá hafin lokasókn. Kváðust þeir vona að allir legðust á eitt með að gera söfnun þessa eins árangurs- ríka og mögulegt væri. Þá var einnig bent á það að fjárgjöf hvers og eins nemur andvirði rúmlega sex pakka af vindlingum. — Skólafólk Framhald af bls.7 allar i Árbæjarskóla, og þar vorum við i kór hjá Jóni, En svo kom að þvi að við þurftum að yfirgefa skólann vegna þess að við vorum búnar með skylduna og urðum að færa okkur annað, og þar að auki þurftum við lika að yfirgefa kórinn. Jón sá mikið eftir okkur sem vonlegt var, þanmg að hann bauð okkur að koma til sin niður i Langholts- kirkju og syngja þar með kirkjukórn- um, Við vorum allar til i að prófa, en ekki vissar um að við svona ungar myndum tolla I kirkjukór, þvi flestir kirkjukórar, sem við þekktum til, voru bara með kerlingum og körlum, sem okkur fannst ekkert spennandi En Þessi kór reyndist allt öðru visi en við höfðum ímyndað okkur. Og nú er svo komið eftir eins og hálfs árs starf, að engin okkar getur hugsað sér að yfir- gefa þennan skemmtilega hóp. Sextug í dag Margrét Kristjánsdóttir, Suður- götu 6 f Sandgerði.er sextug I dag, 27. marz. — Hafnbann Framhald af bls. 1 við Tyne og i nokkrum öðrum höfnum. Sjómenn við Tyne sögðu þó í dag að öllum höfnum á Norð- austur-Englandi yrði aftur lokað ef lögregla færi um borð í skipin sem loka höfninni i Immingham til að framfylgja dómsúrskurðin- um. Áður en Peart gaf yfirlýsingu sina í dag ákváðu skozkir togara- menn að loka höfnum í Skotlandi frá og með föstudegi ef ráðherr- ann gengi ekki að þeirri kröfu að innflutningur frystra fiskafurða frá löndum utan Efnahagsbanda- lagsins yrði bannaður og land- helgin færð út í 50 milur. Peart sagði að nýtt lágmarks- verð Norðmanna væri „mikilvægt framlag til markaðsjafnvægis". Hann sagði að viðræður innan EBE mundu bráðlega leiða til þess að komið yrði á „viðmiðunar- verðlagskerfi á frystum fiskstaut- um til að stuðla að viðunnandi markaðsjafnvægi." — Hvað er að ... Framhald af bls. 3 leikur sér með fyrirmyndina i hönd sinni þegar hún mótar í leir. Á sýningunni eru m.a. vasar af öllum stærðum og þeir stærstu eru eins stórir og hin þúsunda ára gamla tækni leir- kerasmíðinnar leyfir, vegg- skildir margskonar eru á sýningunni, innbrenndar myndir í leir, bæði samsettar og I einum hluta, margs konar hlutir, svo sem pottar, blóma- pottar, smáhlutir til brúks heima við, ljósker og margt fleira. I Kjarvalssal verður eftir sem áður opin sýning á verkum meistarans sjálfs á sama tima og sýning Steinunnar. Listasafn tslands: Þar stend- ur nú yfir sýning á verkum bandaríska grafíklistamanns- ins Frank Stella og verður hún opin á skírdag frá kl. 1.30—6 og á laugardag kl. 1.30—6, en sið- an ekki aftur fyrr en á þriðju- dag. Bogasalur: Sýningin á verk- um Sigurðar málara verður op- in í dag og á laugardag á sama tíma og Listasafnið en sýning- unni lýkur á laugardag. Gallerf Súm: Þar hefur staðið yfir ljósmyndasýning Markúsar Jóhannssonar og sýningin verð- ur opin alla bænadagana frá kl. 4—10. Aðsókn hefur verið góð fram til þessa og margar ljós- myndanna selzt. Kvikmyndahús: Sjá bls. 16. — Tónleikar Framhald af bls. 31 öðrum, heldur gefur, er ekki ölm- usumaður, heldur stolt þjóðar sinnar og auðgar menningu henn- ar af verðmætum, dýrari mörgu því er mölur og ryð fær grandað. Það er hlálegt að mörg menning- arverðmæti hafa þjóðir eignazt án þess að höfundar þeirra fengju svo mikið sem fyrir jarðarförinni sinni, á sama tima og miklum fjármunum af almannafé var sóað i fáfengilegt dægurdrasl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.