Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 * . UMHVERFISMOTUN - - UMHVERFIS VERND GRJÓTAÞORPIÐ Innan um stórgrýtta urðina stóðu kotin eins og útilegumanna byggð í höfuðstað Islands. Þau voru ekki með reisulegum bursta- bæjarstíl og heldur ekki uppá danskan máta eins og margt annað I Reykjavíkurbæ síðustu aldar. Þetta voru moldarkofar; sumt mundi nútímafólk kalla greni. Enda réð fátæktin þar lögum og lofum, bæði úti og inni. Efst f þessari urðarbrekku stóðu Grjóti og Grjótabæirnir í þyrpingu þar í kring. Þeir voru vfst fjórir eða fimm. I vestri sást uppá Ullarstofutún handan við grjótgarðinn, en neðan við brekk- una mátti sjá húsin við Aðal- stræti, Biskupsstofu, Hattarahús- ið og fleiri hús, sem röktu upp- runa sinn til Innréttinga Skúla fógela. Og lengra: Byggðin í kvos- inni, höfuðstaður lslands. Göngustígar lágu innan um stórgrýtið og kotin; Götuhúsastíg- urinn lá skásneiðinga norður eft- ir, en niður brekkuna frá Grjóta lá annar stfgur niður á sjávargöt- una frá Keykjavíkurbænum, sem býr enn yfír töfrum sem ástæða er til að varðveita Texti og myndir: Gísli Sigurðsson nú var farið að kalla Aðalstræti. Stígurinn lá framhjá ölstofu Gríms Laxdals, neðar f brekk- unni; þaðan mátti á síðkvöldum heyra háværar raddir og söng. Svo var farið að vinna á grjótinu og nota það í kirkju og beinar götur tóku við af stígunum: Grjótagata, Brattagata, Fischer- sund, Mjóstræti. Bærinn f Grjóta var rifinn áður en þessi öld gekk f garð, en nafnið festist við hverfið f brekkunni ofan við Aðalstræti. Það var og er enn kallað Grjótaþorp. Það afmarkast af Aðalstræti, Túngötu og Garðastræti. En menn greinir á um, hversu langt það nái f átt- ina tii sjávar. Arni Óla, sem manna best þekkir sögu Reykja- vfkur, er heimildarmaður minn og ekki er það í fyrsta sinn, sem Lesbókin nýtur góðs af þekkingu hans og einstöku minni. Arni telur að Grjótaþorpið nái aðeins að Bröttugötu og samkvæmt því eru bæði Fjalakötturinn og Morg- unblaðshúsið utan þess. Sú skoð- un mun þó útbreiddari í augum samtímans, að Grjótaþorpið nái norður að Fischersundi; jafnvel út að Vesturgötu. Ekki skiptir það öllu máli. Eins og sakir standa má Ifta á svæðið sem sér- staka afmarkaða heild og þetta stuttaralega yfirlit verður miðað við það. XXX A fyrri hluta aldarinnar, þegar Grjótaþorpið var albyggt orðið og moldarkofar hættir að stga svip sinn á brekkuna, voru húsin næst- Þessi baklóð er einskonar afdalur í Grjótaþorpinu, enda ekki örgrannt um, að útilegumenn sjáist stundum þarna í grennd- inni. Litla húsið milli steinhúsanna er Unuhús. Jafnvel gluggarnir eru rannsóknarefni og sumir mjög dularfullir eins og þessi, þar sem krossviðs- plata er fyrir inn- an glerrúðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.