Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. APRlL 1975
F j ár m álar áðherr a:
Skattfrádregin
varasjóðsframlög
Matthías  A.  Mathiesen  (S),
fjármálaráðherra, svaraði í sam-
einuðu þingi í gær fyrirspurn frá
Geir Gunnarssyni (K) svohljóð-
andi: „Hve háa fjárhæð hafa fyr-
irtæki fengið dregna frá tekjum
við álagningu skatta vegna ráð-
stöfunar hluta tekjuafgangs i
varasjóð sl. 7 ár?'*
Svar ráðherra var á þessa leið:
Vegna þessarar fyrirspurnar
háttvirts 11. landskjörins þing-
manns hef ég Iátið taka saman
yfirlit yfir þær fjárhæðir, sem
félög hafa dregið frá hreinum
tekjum til skattálagningar og lagt
í skattlegan varasjóð skv. heimild-
arákvæðum 2. mgr. 17. gr. laga nr.
90/1965 og 2. mgr. 9. gr. laga nr.
7/1972, sbr breyting á 17. gr. laga
nr. 68/1971 um tekjuskatt og
eignarskatt á árunum 1968 til og
með ársins 1974, þ.e. sl. 7 ár.
(.jaldánt)                      íaíll landiri )
1!II>K                         fcr.   X7.9XS.K4X.-
1969                       fcr.  91.595.650.-
1970                       kr. I9X.7XX.I55.-
1971                       kr. .'il0.920.6X:i..
1972                       kr. 322.207.4XX.-
1973	kr. 329.757.795.
1974	kr. 511.105.146.
	Samt. 1.X52.364.565.
Eg hef látið leggja á borð þm.
töflu um sundurl. þessara talna
eftir kjörd.
Með yfirliti þessu þykir mér
rétt að láta fylgja eftirfarandi
skýringar og athugasemdir:
1. Heimild til skattfrjálsra til-
laga í varasjóði nær aðeins til
félaga sem eru sjálfstæðir
skattaðilar.
2. Tölurnar eru fengnar úr heild-
arniðurstöðum Skýrsluvéla
rikisins og Reykjavíkurborgar
eins og þær eru við frumálagn-
ingu og framlagningu skatt-
skráa.
3. Við kæruafgreiðslu hjá skatt-
stjórum, ríkisskattstjóra, og
ríkisskattanefnd hafa vara-
sjóðstillög breyst nokkuð, ým-
ist til hækkunar eða lækkunar.
Ekki er talið framkvæmanlegt
nema með mjög mikilli fyrir-
höfn að ákvarða hve háar þess-
Matthfas A. Mathiesen, fjármála-
ráðherra.
ar breytingatölur eru en til
þess að það væri hægt þyrfti að
athuga öll framtöl áður-
nefndra aðila. Þess ber að geta
að breytingar þessar eru mjög
smávægilegar miðað við heild-
arupphæð hvers gjaldárs.
4. Ekki liggja fyrir neinar upplýs-
ingar frá Skýrsluvélum rikis-
ins og Reykjavikurborgar um
varasjóðstillög i Reykjanesum-
dæmi gjaldárið 1971. Með sam-
anburði við önnur gjaldár og
umdæmi hefur tilgreind tala
verið áætluð og verður að taka
hana með nokkrum fyrirvara.
HEILBRIGÐIS
RÁÐHERRA:
Ný reglugerð
fyrir ljósmæðraskóla
Matthías Bjafnason (S),
heilbrigóis- og trygginga-
ráóherra, svaraói i gær í
sameinu þingi fyrirspurn
um tndurskoóun laga um
Ljósmæóraskóla íslands
frá Helga F. Seljan (K)
Fyrirspurnin er svo-
hljóóandi:
1. Hvenær má vænta
niðurstaóna frá nefnd
þeirri, er skipuó var til
aó endurskoóa lög um
Ljósmæóraskóla     Is-
lands?
2. Getur ráóherra upplýst
nokkuð á þessu stigi um
störf og niðurstöðu
nefndar þessarar?
Ráðherra svaraði
á þessa leið:
Lög um Ljósmæðraskóla Is-
lands eru frá árinu 1964. Engin
ný reglugerð hafði verið sett sam-
kvæmt þessum lögum, en i gildi
er reglugerð nr. 82 frá 1932.
Það hefur ekki verið skipuð
nefnd til að endurskoða lög um
Ljósmæðraskóla Islands, heldur
var hinn 6. júní sl. skipuð nefnd á
vegum heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins til þess að
semja nýja reglugeró um skólann.
I þessari nefnd eiga sæti Ingi-
Matthias Bjarnason, heilbrigðis-
ráðherra.
björg R. Magnúsdóttir, hjúkr-
unarkona, deildarstjóri í heil-
brigðisráðuneytinu,      Kristín
Tómasdóttir, yfirljósmóðir, sem
samkvæmt lögum er jafnframt
aðalkennari skólans, og Gunnþóra
Snæþórsdóttir, sem nú er nem-
andi i skólanum.
Þessi nefnd hefur starfað siðan
og samkvæmt upplýsingum for-
mannsins, þá er starfi nefndar-
innar ekki lokið enn. Nefndin
hefur útvegað sér upplýsingar um
nám ljósmæðra erlendis, bæði frá
skrifstofu Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar i Kaup-
mannahöfn og eftir öðrum leiðum
og hyggst nota þessi gögn til hlið-
sjónar vió samningu nýrrar reglu-
gerðar.
Þess er vænst að nefndin ljúki
störfum á þessu sumri, en á þessu
stigi er ekki hægt að segja annað
um niðurstöðu nefndarinnar en
að hún muni leitast við i tillógum
sinum, að færa nám ljósmæðra til
þess horfs, að það sé sambærilegt
við það, sem annars staðar gerist
nú, þvi í þessu sérnámi eins og
öðru, þá eru sífellt vaxandi kröf-
ur gerðar til nemenda.
I þessu sambandi má sérstak-
lega geta þess, að til umræðu hef-
ur verið, hvort hjúkrunarnám
ætti að vera grunnnám þeirra sem
læra ljósmóðurfræði og verður
það vafalaust eitt af þeim atrið-
um, sem til umræðu koma, þegar
ný reglugerð um skólann verður
endanlega sett.
Hafnaáætlun 1975-
1978þríroghálf-
ur milljarður króna
Lögð hefur verið fram tillaga til þingsályktunar um hafnaáætlun
fyrir árin 1975—1978. Aætlunin að fjárhæð tæpir 3,5 milljarðar er f
grófum dráttum sem hér segir (tölur f milljónum króna):
Framkvæmdir:       1975:      1976:   1977—78:
1. Akranes.......................      36,0   40,0        138,0
2. Borgarnes  ..................       1,0               36,0
3. Arnarstapi ..................      15,0   11,0
4. Hellnar ..............................         2,5          2,0
5. Olafsvík ......................      36,0               130,0
6. Grundarfjörður  ........      40,0   30,0         84,0
7. Stykkishólmur ..........      24,0    5,0         36,0
8. Haukabergsvaðall ............         5,0
9. Patreksfjörður ..........       9,8    5,0         36,0
10. Tálknafjörður ..................                     32,0
11. Bildudalur ..................       7,0               19,0
12. Þingeyri ......................      10,0   30,0          6,5
13. Flateyri........................      18,9    9,5          57,0
14. Súgandafjörður ........       2,7    5,0         27,0
15. Bolungarvlk ..............      11,7   13,3         28,0
16. Isafjörður ..................      12,0    6,0          51,0
17. Súða^ík........................................    39,0
18. Norðfjörður, Djúpavfk
ogGjögur  ..........................                    40,0
19. Drangsnes ..........................                      2,0
20. Hólmavík ..........................         8,5          8,0
21. Hvammstangi ............      12,0    6,0         32,0
22. Blönduós ............................         2,0         37,0
23. Skagaströnd  ..............      25,0   60,0         40,0
24. Sauðárkrókur ...........       40,0   30,0         17,0
25. Hofsós  ........................      12,0    6,0         10,0
26. Siglufjörður  ..............      22,5    17,5         15,0
27. Ölafsfjörður ..............      16,0               20,0
28. Dalvik  ........................      12,0   20,0         82,0
29. Hrísey..........................       5,0    15,5
30. Árskógssandur  ................          3,0
31. Hauganes ....................      4,0
32. Hjalteyri ............................                     20,0
33. Akureyri ....................      60,0   68,0      -   54,0
34. Svalbarðseyri ....................                      5,0
35. Grenivík ............................               •      15,0
36. Grimsey  ............................         4,0           6,0
37. Húsavík ......................      10,0   20,0         115,0
38. Kópasker  ..........................                     10,0
39. Leirhöfn ............................         5,0
40. Raufarhöfn ................       6,6   18,4          25,0
41. Þórshöfn ............................                     47,0
42. Bakkafjörður ....................         2,0
43. Vopnafjörður....................        50,0
44. Borgarf jörður eystri       32,0                60,0
45. Seyðisfjörður ....................        24,0           5,0
46. Neskaupstaður ..........       6,6   29,4
47. Eskifjörður ........................                    44,0
48. Reyðarfjörður............      24,0   24,0
49. Fáskrúðsfjörður........      30,0                20,0
50. Stöðvarfjörður ..........      14,0                25,0
51. Breiðdalsvik ..............      20,0   36,0
52. Djúpivogur  ................       7,5    5,0          33,0
53. Hornafjörður ............      29,0
54. Vestmannaeyjar ..........     20,0   73,0         120,0
55. Stokkseyri ..................      15,0
56. Eyrarbakki ................      16,0   9,0
57. Hafnir i Höfnum  ......      10,3
58. Sandgerði  ..................      82,0   20,0          20,0
59. Gerðar .....................:..........         3,5           8,0
60. Vogar ..........................       2,0                15,0
61. Hafnarfjörður............      65,0   20,0         113,0
Oráðstafað .........................._______100.0_________________________
Framkvæmdir alls.        822,6  881,1        1745,5___________
Gera má ráð fyrir því að sá fyrirhugaði samdráttur f ríkisút-
gjöldum 1975, sem ráðgerður er, eigi eftir að koma fram i umtalsverðri
lækkun í þessari grein ríkisframkvæmda sem öðrum.
Jóns Gíslasonar, fyrrver-
andi alþingismanns, minnzt
AIÞinGI
FORSETI Alþingis minntist ný
verið Jóns heitins Gíslasonar,
fyrrverandi alþingismanns, með
þessum orðum:
JÓN Gislason fyrrver. alþingis-
maður og bóndi andaóist i sjúkra-
húsi hér í Reykjavik í fyrrakvöld,
miðvikudaginn 2. apríl, 79 ára að
aldri.
Jón Gíslason var fæddur i
Norðurhjáleigu i Alftaveri í Vest-
ur-Skaftafellssýslu 11. janúar
1896. Foreldrar hans voru Gísli
bóndi og hreppstjóri þar Magnús-
son bónda í Jórvik í Alftaveri og
víðar Olafssonar og kona hans,
Þóra Brynjólfsdóttir bónda að
Hraungerði og Þykkvabæjar-
klaustri í Alftaveri Eiríkssonar.
Skólanám hans var barnafræðsla
í farkennslu og síðan unglinga-
skólanám i Vik i Mýrdal
1911—13, alls 7 mánuði báða
veturna. Hann vann við bú for-
eldra sinna fram á árið 1919, en
tók þá við búinu og var bóndi til
ársins 1962. Heimili átti hann i
Norðurhjáleigu til dauðadags.
Jóni Gislasyni voru falin ýmis
trúnaðarstörf bæði i héraði og
utan héraðs. Hann var oddviti
Alftavershrepps 1928—1938 og
1946—1974, sýslunefndarmaður
1944—1974 og hreppstjóri
1947—1973. 1 Sauðfjársjúkdóma-
nefnd átti hann sæti á árunum
1950—1964. Hann var alþingis-
maður      Vestur-Skaftfellinga
1947—1953, sat á 6 þingum alls.
Búnaðarþingsfulltrúi fyrir Bún-
aðarsamband Suðurlands var
hann 1954—1974. Síðustu tvö árin
var hann að mestu frá störfum
vegna veikinda.
Jón Gíslason ólst upp á rausnar-
búi foreldra sinna í Norðurhjá-
leigu. Faðir hans var áhugamaður
um samvinnu i verslunarmálum,
og var stofnfundur Kaupfélags
Skaftfellinga haldinn árið 1906 á
heimili hans. Sjálfur tók Jón fram
um afskipti sin af félagsmálum,
að hann hafi tekið af nokkrum
áhuga þátt i starfi ungmenna-
félaganna frá 1908 og fram yfir
1930 og aðaláhugamál hans auk
sveitabúskapar væru félags- og
samvinnumál bænda. Hann átti
lengi fyrir stóru heimili að sjá,
var góðbóndi á föðurleifð sinni og
bætti jörð sína mjög að ræktuðu
landi og húsakosti. Hann vann
ýmis  trúnaðarstörf  fyrir  Kaup-
félag Skaftfellinga, var deildar-
stjóri þess og aðalendurskoðandi,
og aðalendurskoðandi Slátur-
félags Suðurlands var hann rúma
tvo áratugi.
A Alþingi var hann ötull bar-
áttumaður fyrir hagsmunamálum
héraðs sins. Búnaðarþing var
kjörinn vettvangur fyrir áhuga-
mann um velferð íslensks land-
búnaðar.
Jón Gíslason var félagslyndur
maður, en þó dulur i skapi, prúð-
menni í framkomu og lét ekki
mikið yfir sér. Hann var gervileg-
ur að vallarsýn, þrekmenni,
traustur og áræðinn ferðamaður
um sanda og stórfljót, sem ,um-
kringdu byggðina, þar sem hann
ól aldur sinn. Hann var enginn
málskrafsmaður á þingum, hygg-
inn og tillögugóður, samvinnu-
þýður, en þó fastur fyrir, ef því
var að skipta, glaður I vinahópi,
naut trausts og virðingar.
Ég vil biðja háttvirta alþingis-
menn að minnast Jóns Gislasonar
með því að rísa úr sætum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28