Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRlL 1975
t
Eiginkona min og móðir okkar
EGGRÚN ARNÓRSDÓTTIR
andaðist 10 apríl
Steingrímur Guðmundsson,
Margrót Steingrimsdóttir.
Kristjana Steingrlmsdóttir.
t
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi
MAGNÚS JÓNASSON,
Norðurbrún 1
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. þ.m. kl. 1:30
•¦•»¦               Kristfn Víglundsdóttir,
Vilbogi Magnússon,  Rósa Viggósdóttir.
Óskar Magnússon og
Jóhanna Óskarsdóttir.
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa
JÖRGENC.C. NIELSEN,
BorgstaSastræti 29,
verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 1 4. apríl nk. kl  1 3.30.
Guðrún Nielsen,
Soffia Nielsen,      Guðjón Sigurðsson,
Guðrún Nielsen,    Gunnar Guðröðarson,
Valdemar Nielsen,  Fjóla Kristjánsdóttir,
Ólafur Nielsen,     Ragnheiður Stefánsdóttir,
Helga Nielsen,      Garðar Jökulsson,
og barnabörn
t
Þökkum  innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginkonu minnar
KRISTJÖNU ÓLAFSDÓTTUR,
Litlubrekku, Arnarheshreppi,
Fyrir hönd barnanna
Finnur Hermannsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför
UNNAR O. JÓNSDÓTTUR
Miðbraut21
Agnes Guðfinnsdóttir
Björn Jónsson
Guðrún Magnúsdóttir
t
Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞÓRUNNAR FRIÐRIKSDÓTTUR Ijósmóður,
Þorkelsgerði, Selvogi.
Fyrir hönd vandamanna,
Rafn Bjarnason.
t
Alúðar  þakkir  fyrir  auðsýnda  samúð  og  vinarhug  við  andlát  og
jarðarför,
KJARTANS MAGNÚSSONAR
fyrrverandi safnvarðar,
Eyrarvegi 1 2, Selfossi.
Sérstakar  þakkir færum við læknum og  hjúkrunarliði á  Sjúkrahúsi
Selfoss, Landakotí og Landspítalanum fyrir frábæra umönnun i veik-
indum hans.
Maria Kjartansdóttir, börn og tengdabörn,
Svava Kjartansdóttir,
Óli Þ. Guðbjartsson og börn.
t
Hjartanlega þökkum við auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför,
TORFAÞORSTEINSSONAR, vélsmiðs.
Sérstakar þakkir færum við Verkstjórafélaginu Þór, forstjóra og forráða-
mönnum Vélsmiðjunnar Héðins.
Jóna B. Björnsdóttir
Auður R. Torfadóttir   Hafsteinn Hjaltason
Birna Torfadóttir      Ásgeir Nikulásson
Óli Björn Torfason    Stefanía Guðbergsdóttir
og systkini hins látna
Jón Gíslason fyrrverandi
alþingismaður — Minning
F. ll.jan. 1896
D. 2. apríl 1975.
Hinn 2. þ.m. lézt á Landakots-
spítalanum í Reykjavík Jón Gisla-
son, fyrrv. bóndi og alþingismað-
ur í Norðurhjáleigu I Alftaveri,
og fer útför hans fram I dag frá
Þykkvabæjarklausturskirkju. •
Hann var á áttugasta aldursári, er
hann lézt og átti að baki langan og
gifturikan æviferil. Verður hann
ekkí rakinn hér til neinnar hlítar,
þar sem það yrði þá um leið að
vera saga okkar héraðs síðustu
áratugina. Svo mikinn þátt átti
Jón í að móta hana, að það verður
ekki að skilið.
Jón Gislason var fæddur i
Norðurhjáleigu 11. janúar 1896.
Foreldrar hans voru hjónin Þóra
Brynjólfsdóttir frá Þykkvabæjar-
klaustri og Gísli Magnússon
hreppstjóri frá Jórvik. Jón hlaut
góðar gáfur og gjórvuleik í vöggu-
gjöf og ólst upp hjá foreldrum
sínum í Norðurhjáleigu ásamt
þremur systrum sínum. Hann var
í ungiingaskóla i Vik í tvo vetur,
1911—1913, en að því námi loknu
tók við skóli starfsins, sem Jón
sagðist fyrir fáum árum alltaf
vera að læra í, og allir, sem kynnt-
ust honum vissu, að það nám bar
góðan ávöxt.
A unglingsárum vann Jón við
búskap í Norðurhjáleigu, en sótti
þó einnig vinnu utan heimilis,
m.a. sjóróðra og verslunarstörf í
Vik. Hann kaus samt stöóu bónd-
ans að ævistarfi, því árið 1917
kvæntist hann eftirlifandi konu
sinní, Jórunni Pálsdóttur frá Jór-
vik, og hófu þau búskap í Norður-
hjáleigu árið eftir, 1918, sem í
minningum Skaftfellinga er eink-
um bundið Kötlugosinu og afleið-
ingum þess. Og fáir kynntust því
betur en Jón, því hann var einn I
hópi þeirra Álftveringa, sem urðu
að ríða frá safni sinu undan
hlaupinu. Lýsti Jón þvi glöggt,
hvernig hlaupið skall á hæla
þeirra um leið og þeir komust á
öruggan stað i Skálmarbæjar-
hraununum, þar sem þeir dvöld-
ust fjarri heimilum sínum þangað
til úr hlaupinu dró og hvorki þeir
né heimaf ólk vissi hvað hinu leið.
En þrátt fyrir þetta áfall í upp-
hafi var ekki gefist upp, enda
slíkur hugsunarháttur fjarri Jóni.
Og búskapurinn i Norðurhjáleigu
hefur orðið til fyrirmyndar. Jón
vildi að vísu halda því fram, að
það væri ekki sér að þakka, held-
ur sonum hans. Og vissulega varð
það hlutskipti þeirra að taka við
daglegri umhirðu eftir því sem á
hann hlóðust I vaxandi mæli
félagsstörf fyrir sveitunga og hér-
að. Og hann vildi hvorki láta
þakka sér annarra verk né skipta
sér af þvi, sem hann treysti öór-
um til að leysa vel af hendi. Hitt
gat ekki dulist, hvað Jón fylgdist
vel með búskapnum og mikill
áhugi hans var fyrir honum, þótt
hann væri bundinn við önnur
störf fjarri heimilinu. Það má
segja, að það sé eðlilegt, því að
jörðin þar sem maður elst upp og
stundar sitt ævistarf, verður svo
nátengd manninum sjálfum. En
Móðir okkar
STEFANÍA MARKÚSDÓTTIR
andaðist   fimmtudaginn    10
april.
Börnin.
Jón hafði sérstakt yndi af náttúr-
unni og dýralífi hennar, sem m.a.
birtist í áhuga hans á veiðiskap.
Og ánægja hans af fjöruferðum,
sem hann reyndi að taka þátt í
þegar færi gafst, mun ekki ein-
göngu hafa verið bundin við von-
ina um góðan reka.
Það var því áreiðanlega ekki
vegna áhugaleysis á búskapnum,
sem starfsvettvangurinn varð við-
ari, heldur vegna þess trausts,
sem sveitungarnirogaðrir, sem til
þekktu, báru til hans. Arið 1928
var hann kosinn oddviti Alfta-
vershrepps og fóru þá i hönd
kreppuárin, sem urðu mjög þung
í skauti. Gegndi Jón þvl starfi þá
um 8 ára skeið, uns afkoma fólks
fór heldur að lagast aftur, en
baðst þá undan endurkosningu,
enda tók hann nærri sér inn-
heimtu sveitargjalda hjá sveit-
ungum sinum, sem bórðust i
bökkum f járhagslega.
En hann var aftur kosinn odd-
viti 1944 og gegndi þá starfinu,
meðan heilsan leyfði til ársins
1973. A sama timabili var hann
sýslunefndarmaður og við starfi
hreppstjóra tók hann af föður sín-
um 1947.
Arið 1933 verður hann endur-
skoðandi Kaupfélags Skaftfell-
inga. Þeim félagsskap hafði hann
náin kynni af frá bernsku, þvi að
faðir hans var einn af forgöngu-
mönnum að stofnun kaupfélags-
ins og stofnfundurinn var hald-
inn í Norðurhjáleigu, þegar Jón
var 10 ára gamall. Jón var líka
einlægur samvinnumaður, enda
voru fjölmörg störf, sem aðstæð-
urnar kröfðust, að menn leystu
með samstarfi i þessu fámenna
sveitarfélagi — umgirtu af stór-
fljótum og eyðisöndum — einnig
góður skóli á því sviði. Að hans
mati voru samvinnufélbgin óflugt
tæki til að létta mónnum lifsbar-
áttuna og algerlega ómissandi í
fámennu héraði, en þau mættu
samt ekki draga úr sjálfsbjargar-
viðleitni manna, því að hann
gerði kröfu til að hver og einn
væri trúr í starfi sínu og rækti
það vel. Gat hann verið þungorð-
ur um þá, sem honum fannst ekki
gera það. Jón var endurskoðandi
kaupfélagsins í 40 ár og á þeim
tíma sóttur til ráða um allar mikil-
vægar ákvarðanir félagsins. Þá
var hann endurskoðandi Slátur-
félags Suðurlands frá 1951, en var
áður byrjaður að vinna við kjöt-
vigtun i sláturhúsi þess í Vík og
hélt þeim störfum báðum meðan
heilsan leyfði.
Jón Gíslason var alþingismaður
Vestur-Skaftfellinga 1947—1953.
Hann rifjaði stundum upp góðar
endurminningar frá veru sinni á
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓNU S. BJARNADÓTTUR
frá Dynjanda.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Alþingi, en mesta ánægju kvaðst
hann hafa haft þar af þvi að vinna
að framgangi laga um verðjöfnun
á oliu og bensfni, sem hann beitti
sér fyrir og var stórt skref í þeirri
byggðastefnu, sem nú er talað
um. A.m.k. er erfitt að sjá, hvern-
ig Vestur-Skaftfellingar hefðu átt
að komast af án þeirrar lagasetn-
ingar. A Búnaðarþingi sat Jón frá
1954—1972 og átti sæti I sauðfjár-
sjúkdómanefnd um margra ára
skeið.
Hér hefur I stuttu máli verið
drepið á nokkur félagsmálastbrf
Jóns Gfslasonar, en mörgu yrði
við að bæta, ef sú upptalning ætti
að vera tæmandi. Þetta segir þó
skýrt þá sögu, að hann hefur oft
orðið að treysta á góða aðstoð
konu sinnar. Þær voru margar
stundirnar, þegar umsjá heimilis-
ins lenti á henni og margir sóttu
þau heim og þágu góðan beina.
Jón hætti búrekstri fyrir allmörg-
um árum, en þau hjónin bjuggu
áfram í íbúð sinni í Norðurhjá-
leigu, þangað tii Jón var fluttur á
sjúkrahús fyrir nokkrum vikum,
þegar kraftarnir voru þrotnir.
Þau hjónin eignuðust 13 börn,
eitt andaðist nýfætt en hin eru:
Þórhildur, gift Kjartani Sveins-
syni símaverkstjóra, Kópavogi;
Júlíus, bóndi, Norðurhjáleigu,
giftur Arndisi Salvarsdóttur;
Gisli afgreiðslumaður, Reykjavík,
giftur Svövu Jóhannesdóttur;
Pálína, gift Ragnari Bjarnasyni
vélstjóra,     Vestmannaeyjum;
Böðvar, bóndi, Norðurhjáleigu;
Sigurður, bóndi, Kastalabrekku,
Asahreppi, giftur Steinunni
Sveinsdóttur; Guðlaugur, bóndi,
Voðmúlastöðum, A-Landeyjum,
giftur Sæbjörgu Tyrfingsdóttur;
Jón, járnsmiður, Reykjavik, gift-
ur Guðrúnu Jónsdóttur; Fanney,
gift Hergeiri Kristgeirssyni lög-
regluþjóni, Selfossi; Sigrún, gift
Stefáni A. Þórðarsyni bónda,
Höfðabrekku, Mýrdal; Sigþór,
bóndi, Ási, Asahreppi, giftur
Gerði Oskarsdóttur; Jónas, bóndi,
Kálfholti, Asahreppi, giftur
Sigrúnu Isleifsdóttur.
Að leiðarlokum munu rifjast
upp fyrir þeim mörgu, sem kynnt-
ust Jóni Gíslasyni, endurminning-
ar um ánægjulegar samveru-
stundir með honum. En efst í
huga hlýtur þó að verða þakklæti.
Vestur-Skaftfellingar þakka fyrir
óeigingjörn störf hans í þeirra
þágu um áratuga skeið. Samvisku-
semi og hyggindi hans tryggðu
það, að hverju málefni þeirra,
sem hann tók að sér, var vel borg-
ið. Og það lýsir manninum vel, að
í hinni hörðu stjórnmálabaráttu,
sem hann tók þátt í, var það helst
fundið að störfum hans, að hann
hugsaði of litið um að auglýsa
sjálfan sig. Hann vildi heldur láta
verkin tala, en hafði andúð á öllu
skrumi. Nú er þessi ágæti fulltrúi
íslenzkrar bændastéttar, horfinn
en minningin lifir um góðan
dreng.
Kynni okkar Jóns voru náin á
tveimur síðustu áratugum ævi
hans við samstarf að félagsmál-
um. Þau voru mér ómetanleg og
ég vil færa bestu þakkir fyrir þau
og vináttu hans við heimili mitt.
Ég sendi eftirlifandi eiginkonu,
börnum og óðrum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur.
Jón Helgason.
Útfaraskreytingar
blómouoí
Groðurhusið v/Sigtun simi 36770

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32