Morgunblaðið - 13.04.1975, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRIL 1975
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
Sýning
Steinunnar Marteinsdóttur
Myndllst
ÞAÐ hefur lengi veriö hljótt um
Steinunni Marteinsdóttur leir-
mótunarsmið sem iistakonu, hún
vann hér áður fyrr á sjálfstæðum
grundvelli um fimm ára skeið, en
hætti skyndilega og hóf nám við
Háskóia íslands i hverju veit ég
ekki og á bágt með að skilja for-
sendur þess að listamenn leiti á
vit þeirrar stofnunar, — en fróð-
leikurinn er þó eitt af leiðarljós-
unum í lifi og starfi þeirra er sig
myndlistum helga. Síðan hófst
hún handa við að miðla þekkingu
sinni á sviði leirmótunar með
námskeiðum að býli sínu og
manns síns að Hulduhólum i Mos-
fellssveit og voru þau fjölsótt og
þar fann margur athafnaþrá sinni
virka útrás. Slík mannleg sam-
skipti á sviðum iistrænna athafna
gefa af sér mikinn og áhugaverð-
an ríkdóm en eru naumast full-
nægjandi vettvangur fyrir útrás
skapandi þarfa listafólks er til
lengdar lætur og svo fór að Stein-
unn lokaði sínu verkstæði og hóf
sjálfstæða iistsköpun i miklum
mæli. Var sem opnuðust allar
gáttir skapandi þarfar frúarinnar
og árangur þess óveðurs og
síbylju leitandi sálar getur að lita
á Kjarvalsstöðum i dag og lýkur
sýningunni raunar sama dag og
þetta birtist.
Allt það sem bærðist innra með
listakonunni fékk skyndilega út-
rás, margra ára þrá eftir að minn-
ast á sjálfstæðan hátt við leirinn
og glerunginn ruddist nú fram
líkt og óveður og viðleitninni
hömlur engar.
öll sýning Steinunnar
Marteinsdóttur á Kjarvalsstöðum
ber mark áðurnefndra atriða, auk
þess sem þetta er fyrsta sýning
listakonunnar á opinberum vett-
vangi og ber því að nálgast sýn-
inguna af nokkurri varúð. Alla
viðieitni á sviði siíkra umbrota
ber að nálgast af yfirvegan og
skilningi, því að án skilnings''fær
ekkert þróast til mikilla umsvifa.
Strax og komið er inn á
Kjarvalsstaði ber hinn gífuriegi
fjöldi sýningargrýta skoðandann
ofurliði og gefur henni meiri svip
af basar en hnitmiðaðri sýningu
auk þess sem þróuninni eru ekki
gerð greinileg markviss skil.
Þannig virkár sýningin ákaflega
ruglingslega á áhorfandann og
uppsetningin bætir þar ekki um,
en svo er sem oftar að ef lengi er
leitað þá uppgvötar skoðandinn
fjölmargt sem gleður augað við
rólega yfirvegan, og þeim mun
betur sem skoðað er því fleiri
hlutir koma upp á yfirborðið sem
við fyrstu sýn drukkna í hinum
óhóflega fjölda sýningargripa. Sá
framsláttur margra hefur við
þung rök að styðjast að listakonan
hefði verið stórum betur kynnt
með einum fjórða af sýningar-
gripunum.
Fram kemur mjög greinilega að
minu mati að Steinupn stendur á
miklum tímamótum í viðleitni
sinni og að hin látlausu náttúru-
legu form, til að mynda þau er
hún nefnir „Stef um Snæfellsjök-
ul“, „Esjustef" og svo einkum
„Gróður vasar“ vitna um ótví-
ræða hæfileika listkonunnar á
sviði frjálsrar ummyndunar sýni-
legra forma, ásamt öllu því sem
hún mótar samkvæmt frjálsri
upplifan úr náttúrunnar ríki. Inn
á milli verða fyrir skoðandanum
ýmsir áhugaverðir gripir sem illu
heiili drukkna við fyrstu yfirferð,
en hér sannast hið fornkveðna
„að lengi skal leita“. En reyndar
sagði einn af höfuðpaurum nú-
tímalistar á þessari öld, að maður
ætti aldrei að leita, einungis að
finna...
Þó að fram komi að hinn víð-
færgi húsbóndi hafi hér nokkra
tauma, þá skal hér sagt að án
áhrifa skapast engin gild verk, og
er þau eru I næsta nágrenni i
öllum skilningi ber þeim ekki að
hafna, en Steinunn hefur allt
aðra litasýn og formkennd en hús-
bóndi sinn og til slíkra hluta ber
henni að marka sinn listræna
garð.
Skal hér staðar numið að sinni,
og einstök verk ekki tiunduð né
umfjölluð, en skírskotað skal til
kröfuhörku allra er með slikum
málum fylgjast og ef vel vill sem
Steinunn Marteinsdóttir getur í
viðleitni sinni komið ríkulega til
móts við. Bragi Ásgeirsson.
Ragnheiður Jónsdóttir
r
Félagið Islenzk Grafík er nú
með aðra samsýningu sína í sýn-
ingarsölum Norræna hússins, hin
fyrri var haldin i Unuhúsi fyrir
fimm árum, svo sem margir munu
minnast. Þar sem ég er þess full-
viss að einhverjum þyki fimm ár
full langur tími á milli sýninga
slíks félagsskapar, þykir mér rétt
að taka það fram að starfsemi
félagsins hefur verið með miklum
blóma allan tímann, með þátttöku
í norrænum samsýningum og al-
þjóðlegum sýningum víða um
heim. Þá hefur félagið sett upp
tvær viðamiklar sýningar í
Norræna húsinu á erlendri
grafík, hina fyrri á verkum úr
verkstæði Stanley William
Hayter í París og svo á Norrænni
grafik ítengslumvið listahátíðina
1972 og eru báðar þessar sýningar
undirrituðum minnisstæðar, eink-
um hin síðari, og voru félags-
skapnum til mikils sóma og munu
hafa átt stóran þátt í því aó augu
margra opnuðust fyrir menn-
ingarlegheitum þessarar list-
greinar og ýmsir tóku að safna
grafík ekki síður en málverkum.
Það er spá undirritaðs að mun
skemmri timi muni liða til næstu
sýningar og fyrr en varir getur
þetta orðið gildur og árviss við-
buróur í listalífi höfuðborgarinn-
ar því að allt bendir til þess að
grafikin hafi endanlega fest ræt-
ur hérlendis sem fullgild listgrein
við hiið málverksins, högg-
myndarinnar og öðrum þáttum
myndlistar. Saga grafik-listar er
þó mun lengri en félagsskapurinn
og áhugi hefur verið mikill á
henni meðal listamanna gegnum
árin, við minnumst öll ágætra
tilþrifa Jóns Engilberts á þessu
sviði og hann stofnaði raunar
listarskóla Islands og er byggt
verður yfir þann skóla, sem hlýt-
ur að gerast fyrr eða síðar viljum
við vera hlutgeng i norrænum
hópi sem menningarþjóð, þá þarf
að sérhanna grafiskt verkstæði,
sem einnig verði opið fyrir starf-
andi listamenn, þar sem þeir geta
gengið að hinum fullkomnustu
tækjum og fengið aðstoð
þjálfaðra tæknimanna. Kostnað-
urinn við slíkt er lítill miðað við
margt annað sem nýtur skilnings
í skólakerfinu. En þóhefur það
verið svo gegnum árin, að lítill
skilningur hefur verið á mikil-
vægi þessara atriða innan skólans
og lítið fé fengist til eðlilegrar
döngunar þessara mála, þannig
átti skólinn hvorki pressur né
steina til skamms tíma né mörg
önnur verkfæri, allt fengið að láni
frá gamla félaginu og einstakling-
um, svo sem Halldóri Péturssyni
teiknara og Einari Hákonarsyni,
sem setti upp fullkomið málm-
þrykkverkstæói, sem skólinn svo
keypti af honum fyrir fáum árum.
Áhrifamiklir aðilar voru á móti
grafík lengi vel, þótt nú hafi þeir
sem betur fer snúið við blaðinu.
Grafík hefur verið kennd við skól-
ann frá árinu 1956, sem liður í
almennri kennslu en áður einung-
is á námskeiðum og ávallt hefur
verió mjög mikill áhugi meðal
nemenda fyrir listgreininni og á
stundum alltof mikill að því er
Barbara Arnason.
félag sem bar sama heiti en var
óvirkt sökum mannfæðar og
Iélegra skilyróa til iðkunar list-
greinarinnar hérlendis, þá hefur
fjöldi listamanna fiktað dálítið við
listgreinina, aðailega dúk- og tré-
ristu og ég veit aó á stefnuskrá
félagsins er að draga þetta allt
fram í dagsljósió innan tíðar og
gæti orðið mikil og áhugaveró
sýning, þar sem margt óvænt
kæmi í ljós. Skilyrði til iðkunar
listgreinarinnar þurfa enn mikið
að batna og hún á ekki að vera
einkavettvangur fárra, sem hafa
efni og aðstæður til að festa sér
rándýrar grafískar þrykkpressur
og allt annað sem þeim tilheyrir.
Hér er mikill vettvangur til úr-
bóta fyrir Handíða- og niynd-
öðrum kennurum fannst og því
náói það ekki fram að ganga, að
grafíkin yrði að sérdeild uppúr
1962 svo sem ráðgert var af þá-
verandi skólastjóra (Kurt Zier).
Þessar upplýsingar eru nauðsyn-
legar sem yfirlit yfir þróunina,
sem hefur tekið svo jákvæðum
umskiptum hin síðari ár og er
bakgrunnur þeirrar sýningar,
sem nú getur að líta í Norræna
húsinu og án nokkurs vafa verður
framhald á þróuninni, svo sem
mikill áhugi á listgreininni stað-
festir meóal nemenda skólans í
dag, svo sem jafnan fyrr. Vikjum
svo að sýningunni í Norræna hús-
inu, sem svo mikla athygli hefur
vakið, svo sem aðsókn og sala á
verkum sýnir, — nú þegar þetta
er ritað eru t.d. 100 grafisk blöð
seld og fleiri eiga vafalítið eftir aó
seijast áður en dyrum verður hall-
að aftur næstkomandi mánudag.
Þetta er falleg sýning í heild,
myndum yfirleitt vel fyrir komið
nema i gangi og er það einasta
gloppan sem ég sé á upphenging
unni. Athygli vekur hve tækni-
brögðin eru þróuó og á háu stigi
hjá mörgum sýnendum. Þannig
álít ég að tæknin hjá þeim sem
mest hafa helgað sig málmæting-
unni svo sem Einari Hákonarsyni
Björgu Þorsteinsdóttur og Ragn-
heiði Jónsdóttur sé tvímælalaust
á alþjóðamælikvarða enda hafa
þau öll hlotið viðurkenningu á
stórum sýningum erlendis og Ein-
ar raunar alþjóðleg verðlaun
ásamt með heimsþekktum lista-
mönnum, ég geri þó raunar meiri
kröfur til þessa listamanns en
verk hans rísa undir á þessari
sýningu. Björg hefur lengi glímt
vió tækniatriði af atorku og
dugnaði og svo sem oft vill verða í
slikum pataldri þá hafa myndir
hennar orðið nokkuð þurrar, en
nú er breyting að verða þar á og
hún mun óefað bæta mikið við sig
á næstu árum. Hlutur fimm barna
húsmóður í Garðahreppi, Ragn-
heiðar Jónsdóttur, er sennilega
einsdæmi og á ég bágt með að
skilja hvernig hún fær tima til
slikra tilþrifa sem hún sýnir i
myndum sínum, hún er i stöðug-
um vexti svo sem nýjustu myndir
hennar á sýningunni eru til vitnis
um og hún á tæknilega full-
komnustu myndirnar á sýning-
Framhald á bls. 36